Ísafold - 09.10.1889, Blaðsíða 4
324
A U GLY SIN G AR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
Tivert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd.
Samkvcemt lögum 12. apríl 1878 og opnu
brjefi 4. jan. 1861 innnkallast hjer með allir
þeir, sem telja til skuldar i ddnar-fjelagsbúinu
epiir ekkju Steinunni Jönsdóttur, sem ijezt að
Hellishólum í Fljótshlíð 27. júlí 1888, og áð-
ur látinn mann hennar Tómas Guðmundsson
frá KLöpp í Hafnahreppi, til innan sex mán-
aða frá 3. birtingu þessarar innköllunar, að
lýsa kröfum sínum og sanna þcer fyrir skipta-
ráðanda hjer í sýslu.
Rangái-þings skrifstofu, Velli 26. september 1889.
H. E. Johnsson.
Proclama.
Eptir lögum 12. april 1878 og 0. br. 4. jan.
1861 er hjer með skorað á pá, sem til skulda
telja í dánarbúi Björns Eyjólfssonar, sem
andaðist á Hvaleyri hinn 23. marzm. þ. á.,
að tilkynna skuldir ■sínar og sanna þcer fyrir
imdirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða
frá síðustu birtingu auglýsingar pessarar.
Skrifst. Kjósar- og Gullbringusýslu 28. sept. 1889.
Franz Siemsen.
Proclama.
Eptir lögum 12. apríl 1878 og 0. br. 4. jan.
1861 er hjer með skorað á pá, sem til skulda
telja í sameignarbúi þeirra dáinna hjóna Jóns
Pjeturssonar, sem andaðist 1 Höskuldarkoti
hinn 15. júlí, og Ólafar Erlendsdóttur, er and-
aðist sama staðar hinn 12. f. m., að tilkynna
skuldir sínar og sanna pœr fyrir undirrituð-
um skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu
birtingu þessarar auglýsingar.
Skrifst. Kjósar- og Gullbringusýslu 28. sept. 1889.
Franz Siemsen.
Proclama.
Eptir lögum 12. apríl 1878 og 0. br. 4. jan.
1861 er hjer með skorað á alla þá, sem til
skulda telja í dánar- og fjelagsbúi Helgu sál.
Einarsdóttur, er andaðist hinn 12. apríl þ. á.,
og eptirlifandi manns hennar Guðmundar
Hannessonar að ísólfsskála í Grindavikur-
hreppi, að fram koma með skuldakröfur sínar
og sanna þœr fyrir undirrituðum skiptaráð-
anda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu
auglýsingar þessarar.
Skrifst. Kjósar- og Gullbringusýslu 28. sept. 1889
Franz Siemsen.
Samkvæmt reglum um #Gjöf Jóns Sigurðs-
sonar«, staðfestum af konungi 27. apr. 1882
(Stjórnartíðindi 1882 B, 88. bls.) og erindis-
brjefi samþykktu á alþingi 1885 (Stjórnar-
tíðindi 1885 B, 144. bls.), skal hjer með
skorað á alla þá, er vilja vinna verðlaun af
tjeðum sjóði fyrir vel samin vísindaleg rit
viðvíkjandi sögu landsins eða bókmenntum,
lögurn þess, stjórn eða framförum, að senda
slík rit fyrir lok febrúarmánaðar 1891 til
undirskrifaðrar nefndar, sem kosin var á slð-
asta alþiugi til að gjöraað álitum, hvort höf-
undar ritanna sjeu verðlauna verðir fyrir þau
eptir tilgangi gjafarinnar.
Ritgjörðir þær, sem sendar verða í því
skyni, að vinna verðlaun, eiga að vera nafn-
lausar, en auðkenndar með einhverri
einkunn. Nafn höfundarins á að fylgja
í lokuðu brjefi með sömu einkunn sem
ritgjörðin hefir.
fteykjavík 27. sept. 1889.
Eiríkur Briem- Stgr. Thorsteinsson.
Kristján Jónsson.
Sem einasti erfingi manns míns sál. Br-
lendar Einarssonar í Gröf í Grímsneshreppi,
samkvæmt arfleiðsluskrá 21. júlí 1879, skora
jeg á alla, er kynnu að telja til skuldar í
dánarbúi hans, að lýsa kröfum sínum fyrir
mjer innan 6 mánaða frá síðustu birtíngu
þessarar auglýsingar.
Sömuleiðis er skorað á þá, er kynnu að
vilja gjöra tilkall til arfs . eptir Erlend sál.
fyrir skyldleika eða frændsemis sakir, að gefa
sig fram innan sama tíma.
Gröf 5. október 1889.
Guðríður Halldórsdóttir.
Til iðnaðarmanna og sjómanna.
Jeg veiti tilsögn í ensku, dönsku reikningi,
skrift o. fl., fyrir mjög væga borgun.
Sigurður Magnússon.
Skólastræti nr. 1.
Myndarammar
af ýmis konar gerð, bæði gylltir og öðruvísi,
fást hjá Jacobi Sveinssyni í Reykjavík.
L e s!
Binn af læriveinum prestaskólans, sem áður
hefir fengizt við kennslu, óskar eptir að veita til-
sögn 1 eða fleiri tima á dag, hvort heldur piltum
undir skóla eða börnum o. s. frv. (sömul. i ensku)
lyrir mjög vœga borgun. Iiitstj. vísar á.
Nýprentuð:
Ný kennslubók í ensku
eptir Halldór Briem.
Kostar 1 kr. bundin. Fæst í bókaverzlun
Isafoldarprentsmiðju og hjá öðrum bóksölum
landsins.
Lltunarpfni vor> sem afsIaðai' eru viður-
kennd ágæt að vera og sæmd
voru verðlaunum á sýningunni í Khöfn 1888,
enda eru hin einu litunarefni í verzlunum, er
samsett eru af æfðum og dugandi efnafræð-
ing,—liin einu litunarefni, er hver húsmóðir
getur litað með fljótt og auðveldlega eina
fallega og beztu litarar, fást hjá herra P.
Thorsteinsson, Bíldudal.
Buch s Farvefabrik.
Studiestræde 32. Kjöbenhavn K.
Skósmíðaverkstæði
og
leðurverzlun
£MF'Björns Kristjánssonar-<SB(§
er í VESTURGÖTU nr. 4.
THORVARDSON & JENSBN.
BÓKBANDS-VERKSTOPA.
Bankastræti 12 (hús Jóns Ólafssonar alþm.).
Forngripasatnió opið hvern mvd. og id. kl. I—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md„ mvd. og Id. kl. 2—3
Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. í
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen.
I Hiti (á Celsius) j Loptþyngdar- onælir(millimet.) Veðurátt.
okt á nóttujum hád.| fm. em. fm | em.
Ld. 5-1 + 51 + » 1 74t.8 741.7 2>a hv d iO d
^d. 6. + 4 i + 7 1 741.7 736.6 A h b |o d
Md. 7-1 + 4 I + 8 I 736.6 736.6 O d ÍO d
Rd. 8’í 0 + 7 741.7 736.6 N hvd Nhvd
Mvd. 9 1 + 2 1 1 74'7 INa h b
Veðurhægð hjelzt þar til hann gekk til
norðurs að morgni h. 8. og varð mjög hvass síð-
ari hluta þess dags, með miklum uppgangi en
gekk svo niöur aðfaranótt h. 9. og gerði bezta
veður þann dag, hægur norð-austankaldi; síðustu
daga snjóað nokkuð í fjöll.
Ritstjón Björn Jónason, cand. pnn.
Rrentsmið.ia ísafoldar.
skyndi eptir honum, því að hann var enn á
bæ tæpri þingmannaleið neðar í dalnum, er
hjet á Ingólfslandi. |>á mælti María, með
þeim kjark og staðfestu, sem ástin gefur
manninum, að þó að hún aldrei fengi Eystein,
skyldi hún þó aldrei eiga neinn annan,
allrasízt Aslák, er hún kvaðst hafa óbeit á.
»Við skulum vita«, mælti Alfur afarreiður,
»hvort faðirinn hefir eigi það vald yfir dóttur
sinni, að hann geti látið hana hlýðnast vilja
sínum«.
Að nokkrum tíma liðtium þeysti Aslákur
í hlað. Hann sat fyrst alllengi á tali við
bónda; síðan voru gjörð orð eptir Maríu.
Áslákur spurði hana með kulda-hlátri:
»Er það satt, María, að þú viljir ekki eiga
.mig ? Bíddu þangað til á morgun að prest-
urinn kemur, þá muntu fara að lagast«.
María leit til hans reiðulega og mælti:
»Dável get jeg trúað því, að mörgum standi
-ótti af þjer, en ekki skaltu lifa þann dag,
að jeg láti hræða mig til þess að ganga að
eiga þig«.
Áslákur hló enn heimsklegar en áður og
.mælti:
»|>ú ættir ekki að vera svona stórlát; veit
jeg að vísu, hvað til þess ber, að þú vilt
ekki hlýðnast ráðum föður þíns, og mjer
bæri eigi að renna augum mínum til kvenn-
manns, er hefir gjört sjer þá smán, að leggja
lag sitt við húsmannsson. En allt um það
vil jeg nú gleyma því öllu, og við skulum
vera eins góðir vinir eptir sem áður, ef þú
sjerð að þjer«.
María svaraði og kvaðst heldur vilja flakka
sveit úr sveit með húsmannssyninum, heldur
en njóta allra veraldarinnar gæða með manni
þeim, sem hún hefði svo rnikla óbeit á.
|>essum beiskyrðum reiddist Áslákur ákaflega
og strengdi þess heit, að vinna á meðbiðli
sínum, hvar og hvenær sem hann hitti hann.
Alfur kvað það og vera fullkominn vilja sinn,
að dóttir hans skyldi daginn eptir gjörast
heitmey Asláks.
Maríu varð eigi svefnsamt um nóttina.
Hún var frá sjer af hræðslu og kvíða. Hún
fór á fætur, þegar allt var komið í kyrrð, og
skundaði niður að Rjúkandafossi. Án nokk-
urrar umhugsunar rjeðst hún í að fara gil-
veginn, þó að dimmt væri. Hún vissi ekki
sjálf, hvernig hún komst yfir þessa torfæru.
jjegar hún var komin yfir um, sá hún hvar
Eysteinn sat á einni nybbunni og studdi
hönd undir kinn.
»Eysteinn !« hrópaði hún, »komdu þjer und-
an í guðs nafni, flýðu langt burt. Áslákur
hefir heitazt við þig, og þú veizt, hver of-
stopamaður hann er«.
Eysteinn spratt skjótlega upp, er hann
heyrði málróm hennar. Varð þar fagnafund-
ur. En harmur bjó inni fyrir. María var
utan við sig. Hún var aptur og aptur að
minna Eystein á að flýja.
»á jeg að forða mjer og láta þig eina
eptir í hers höndum?« mælti hann.
»Hvaða gagn getur þú gjört mjer»? mælti
hún. »Heldurðu mjer verði hughægra, ef
þeir fyrirfara þjer? Onei, farðu heldur til
hans húsbónda þíns, og tjáðu honum hagi
vora; það er eini vegurinn okkur til hjálpar;
og ef þjer er það nokkur huggun, þá heiti
jeg þjer því, að jeg skal aldrei gauga að eiga
nokkurn mann annan en þig. Farðu, kæri
Eysteinn; mjer finnst að við eigum að sjást
einhverntíma enn«.