Ísafold - 16.10.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.10.1889, Blaðsíða 1
KLemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 83. Reykjavík, miðvikudaginn 16. okt. 1889. Útlendar frjettir. Khöfn 29. sept. 1889. Veðrafar. Eigningasanit um meiri hluta Evrópu, en víða með hvassviðri. Frá norð- urhluta Ameríku sagt af stormum meðfram hinum nyrðri ströndum við Atlanzhaf, sem hafa valdið bæði skiptöpum og stórfióðum. — Nýjar sögur af ógurlegum stórflóðum, vatnshellingum og hlaupavöxtum í ám í Japan; heilum bæjum skolað á burt, og 10,000 manna fórust í þeim ósköpum í út- suðurhluta landsins, í ágústmánuði. Danmörk- Seinustu tignargestir kon- ungs vors hafa verið: Svíakonungur með t.v^eim sona sinna—- krónprinsinum og Eugen prinsi — og Victoria drottning, ekkja Eriðriks öisara 3., með þremur dætra sinna. Svía- onungur hjelt heimleiðis samdægurs, en dtottningin dvaldi á Fredensborg nokkra daga. |>ar hitti Sofía dóttir hennar unnusta sinn, Konstantín, krónprins Grikkja. jpeir likkjakonungur og prinsinn eru nú á heimleið. "•fjm stjórnarþref Dana ekki lystilegt að VÆða. Fundir í sífellu um allt.land til und- frbúnings kosninga, og eigast vinstrimenn *íelzt við í þeim orrahríðum. Svo mætti fealla, að þar bannfæri tveir páfar hvor ann- jn, sem þeir eru Holsteinn Hleiðrugreifi og -Rerg. Berg þykist þar mæla naprast til hins, er hann segir: »Já, þið eruð liðlegir mótstöðumenn stjórnarinnar, eða hitt heldur. þ>að er einmitt fyrir ykkar fulltingi, nýmæla- samvinnuna og samþykktirnar, að þeir Estrup sitja blýfastir í sætum sínum. I stuttu at- kvæði sagt: þið hafið einmitt sjálfir gjört ykkur að þingafla Estrúps !« Noregur Og Svíþjóð. Frá þeim ríkj- um ekkert frjettnæmt að flytja. Vinstriblöð Norðmanna gjöra sjer far um, að koma vinstrimönnum úr tvístringi, og blað Jóh. Sverdnips (»Kristjamupósturinn«) gengur hjer fremst í flokki. Af Órientalista-fundunum mætti allmargt segja, en við þá mest að meta, að fræði- menn frá svo margkynjuðum þjóðum heims- ins hafa aldrei fyr á fundum saman setið, ' eða til samkynninga verið saman leiddir. Trú og skoðanir margbreyttar, en hjer voru • allir á griðastað bróðernisins komnir. Frá Stokkhólmi haldið til Uppsala, og þar af því drykkjarhorni (úr silfri) drukkið, sem kon- ungur gaf til minja, og framvegis mun fram borið í þeirra fundagildum. í skilnaðarveizl- unni í Stokkhólmi söng sendiboði Baróda- •furstans (á Indlandi) þakkarljóð, ort á san- skrít, til Oskars konungs. Líkt gjörðí á sínu máli einn frá Arabíu og annar frá E- giptalandi. Viðtökurnar i Kristjaníu virkta- fullar og með mestu risnu. Einn daginn far- ið með gestina til fagurs og svipmikils há- lendis, en dagveizlan stóð undir dynjanda ÍOS8Í, er Hænufoss heitir. A einu Kristjaníu- mótinu talað um frumbyggðir Germana («Indo- Germana«) eða kynfeðra þeirra, sem sumir hafa ætlað heldur hafi verið í vorri álfu en í Asíu. Ný stuðning8rök fyrir hinu síðara, eða fyrir öndverðum sböðvum þeirra nærri Himalaja, færði sá fræðimaður fram frá Ber- lín, er Schmidt heitir. England- Verkaföllunum miklu lokið, en vinnuveitendur ljetu undan fyrir meðalgöngu og fortölur góðgjarnra og viturra skörunga, en þeir þar fremstir taldir, borgarstjórinn í Lun- dúnum og Manning kardínáli. Burns hjet sá, sem helzt hafði forustu fyrir verkamönn- um og hjelt þeim saman. Eptir unninn sig- ur minnti hann þá á að neyta hans sem sæmdi eða í þarfir heimila sinna, en sneiða meira eptirleiðis hjá ölskálunum. I miðjum september var í Whitechapel, af- hrakahverfinu í Lundúnum, nýtt morð fram- ið á kvennmanni, eða hið níunda með líkum hætti og fyr. Bannsóknarar löggæzlunnar vaða þó í sömu þoku sem áður. þau skeyti send blöðum frá »Jóhanni kviðristara (Jack the Ripper)<t, að þetta morð eigi hann ekki, en hann skuli bráðum gjöra við sig vart. A Irlandi hafa hinir ensku landeignamenn gjört fjelag með sjer, sem þeir kalla »lands- drottnafjelagið«, til að andæfa á móti land- fjelagi eða þjóðvinafjelagi Ira. Með liðum hvorra um sig þegar harðar viðureignir í Tipperay-hjeraði. jþýzkaland. Nú er það talið áreiðan- legt, að Bússakeisari heimsæki frænda sinn í Berlín, og gjaldi svo kurteisina, er Vilhjálm- ur keisari vitjaði hans fyr en annara í fyrra. Verði ekki enn af heimsókninni á heimleið keisarans, mun blöðunum enn þykja, sem á verra viti. . Til brúðkaups Sofíu, systur keisarans, sem á að standa í Aþenu27. okt., fara þau keis- ari, drottning hans og móðir, en nú staðráð- ið, að hann í þeirri ferð heimsæki soldán í Miklagarði. Frakkland. Svo er skemmst frá kosn- ingunum að segja, að þjóðveldisvinir hafa unnið fullan og tryggilegan sigur. Endur- kjósa verður í 186 kjördæmum, en að því lík- legast verður talið, verður þingafli þjóðveldis- manna um 340 eða meiri, hinna samtals um 230. Alls eru þingmenn (neðri- eða fulltrúa- deildarinnar) 576. |>að sem beztu þykir gegna, er, að tala hófsmanna hefir vaxið til muna, en hinum fækkað, sem hikuðu sjer ekki við að hlaupa í lið með fjandmönnum þjóðveldisins, þegar þeim þótti svo undir bera. Að eins 19 eða 20 eru taldir Boulangers liðar, en kosning kempunnar sjálfrar í París er lýst ógild. Fæstum kemur annað í hug, en að þessum óvætti þjóðveldisins sje nú svo hnekkt, sem þarf, en að einveldis sinnar hafi kámað mál sitt og spillt því með mökum sínum við haun. Við þetta kannast jafnvel þegar sum blöð greifans af París. Fyrir ekki löngu var Gladstone í París, og í veizluboði, er honum var haldið, voru þeir Jules Simon og Tirard forseti stjórnarinnar. Fyrir minni hans mælti Jules Simon. þetta var í Bvari Gladstones : »Jeg óska þess ásamt löndum mínum af heilum hug, að Frakkland bregðist aldrei hlutverki sfnu, eu að það haldi þar stöð sinni meðal kristinna þjóða, er þeim skilar áleiðis á framfarabrautum. Jeg óska, að Frakkland megi halda framveg- is forustuveg sínum meðal Evrópuþjóðanna !« Belgía. Frá þeim voðaviðburði í Ant- verpen að segja, að skotstikill sprakk í skála, þar sem slíkt er til búið, og 50 miljónir þeirra skeyta voru geymdar. En þar voru önnur búr ekki allfjarri, með steinolíuámum, og þangað flugu tundurstiklarnir, og kviknaði í öllu. Hjer tóku voðafeiknin yfir, og eldstrók- arnir stóðu 600 fet í lopt upp á sumurn stöð- um. Borgin lengi sem á reiðiskjálfi, og skot- hríðin hjelzt uns tundurstiklarnir vor gjör- eyddir. Mikil spell húsa og skipa, sem nærri lágu. Steinolíuskaðinn metinn á 2,800,000 franka. Lífi týndu hjer 40—50 manna, en nokkuð á annað hundrað fengu sár og lemstr- ar. Italía. I miðjum mánuðinum varð Crispi stjórnarforseti fyrir því tilræði í Napóli, að iðnaðarsveinn hljóp að vagni hans, þar sem hann ók um stræti með dóttur sinni, og kastaði steini framan í hann. Af því sprakk illa fyrir á hökunni og lá hann af áverkanum í nokkra daga. þótt blöðin gerðu sveininn að flugumanni þjóðveldis-sinna, mun hitt satt, sem sagt er, að hann hafi verið atvinnulaus, en borizt heiptarverkið fyrir í ráðieysi og örvinglan. Hann mun sem fleiri hafa kennt ráðherran- um um þann atvinnuskort, sem sótt hefir fólkið á seinustu tímum, eða síðan allt fór út um þúfur um verzlunar-samninginn við Frakka. Austurríki. Talað um í blöðum, að nú muni gamalt og mikið mál upp tekið, en það er, að Franz Jósef keisari hafi í hyggju, að láta krýna sig til konungs í Böhmen. Málið miklum vanda háð, er vart má búast við að Ungverjum lítist á blikuna; þeim þyki tví- deild alríkisins raskað. Um þetta ekki meira að sinni, en bezt að sjá, hverju fram vindur. Tyrkland. Óeirðirnar á Krít bældar nið- ur og deilumálum kristinna manna og Mriha- meðsjátenda sett með óhlutdrægni(?) af erindreka soldáns (Schakir pasja), að því kallað er f enskum blöðum. Framvegis eiga hjer griða að gæta 40 þúsundir hermanna, og ætti þá að takast að láta eyjarskeggja halda sættirnar og sitja á strák sínum. Ameríka. Mörgum mun kunnugt, að á ríkjaþinginu í Washington hafa ýms nýmæli gengið fram til að sporna við vistaferlum Sín- lendinga til Bandaríkjanna og bólfestu. Af þessu mikið þref við stjórn Sínlandskeisara, en nú gránar gamanið, er stjórn hans hefir í hyggju, að gera hvern þannmann frá Banda- ríkjunum landrækan, sem atvinnu hefir feng- ið í umboðsstjórn keisarans, en gera öðrum, t. d. kaupmönnum og kristniboðum, vistina svo erfiða og óyudislega, sem við verður komizt. Bíkjatalan Bandamanna fjórum aukin, en þau hin nýju hafa sett greinir í skrár sínar, sem miklum nýjungum sæta, og hafðar munu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.