Ísafold - 19.10.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.10.1889, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum 02 laugardögum. Verð árgangsins (l04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstræti 8. XVI 84 Reykjavik, laugardaginn 19. okt. 1889. Nýir kaupendur að næsta ár- gangi ísafoldar fá í kaupbæti p. árs SÖGUSAFN BLAÐSINS sjerprentað (3 —400 bls.) eða LEIÐARVÍSIR ÍSA- FOLDAR þ. á. sjerprentaðan i bókarformi með registri. Frelsisbarátta íra. i. J>að er merkilega sundurleitt, hin miklu mök og samblendi milli írlands og Islands á landnámsöld vorri, og hinn mikli ókunnugleiki og gjörsamlegt samgönguleysi milli þessara landa nú á tímum. Nú, á þessari öld, eru samgöngur margfalt greiðari og hægri rneðal fiestra menntaðra þjóða en áður hafa dæmi til verið, fyr eða síðar, og Irar eru ein af nágrannaþjóðum vorum ; en það er eins og vjer höfum sarnt ekki meira af þeim að segja en villiþjóðum, sem búa hinumegin á hnett- inum. »|>að eru varla öfgar«, segir Guðbr. Vigfús- son í Tímatali sínu, »að nærfellt helmingur lands er byggður vestan um haf, frá Eng- landi, irlandi og Vestureyjum«; en þar af má telja Irland einna fremst í flokki. jpaðan komu ýmsir hinir göfugustu landnámsmenn, norrænir að vísu að ætt og uppruna vel flestir^ en hófðu þó margir annaðhvort sjálfir blandað kyn sitt íyrir vestan haf eða voru af írsku kyni í aðra ættina. Mægðir þessar voru tignar mjög. jpað voru dætur írskra kon- unga, sem landnámsmenn þessir áttu eða for- feður þeirra. Eyvindur austmaður átti Eaförtu, dóttur Kjarvals Irakonungs. þeirra son var Helgi magri, er nam Eyjafjörð. Aðra dóttur Kjar- vals, er Kormlöð hjet, átti Grímólfur af Ögð- um, forfaðir Óxfirðinga. Höfða-þórður átti dótturdóttur Kjarvals. Auðunn stoti átti Mýrúnu, dóttur Maddaðar lrakonungs. Allir kannast við Melkorku, dóttur Mýr-Kjartans lrakonungs, föðurmóður Kjartans Olafssonar. Nafnið Kjartan er írskt. Önnur mannanöfn írsk frá landnamstíð eru Kjallakur, Konáll, Kórmakur, Kalman, er Kalmanstunga er við- kennd og Kalmanstjörn. Brjánsnafnið, sem Brjánslækur er dregið af, er og írskt. — Kristni kom fyrst hingað til lands frá ír- landi, íneð landnámsmönnum þaðan. Síðat' flutti Olafur konungur Tryggvason kristni frá Irlandi til Noregs og ljet þaðan flytja hana aptur til íslands til fullnustu. Nágrannaeyjar þessar í Atlanzhafi norðan og austan, írland og ísland, eru viðlíka stór- ar, Irland nokkuð minna. Báðar eru nokk- urs konar hjálenda eða dilkur annars ríkis, og eiga báðar sammerkt í því, að sambúðin við höfuðríkið gengur ekki að óskum. En eins og England er margfalt voldugra og meiri háttar ríki en Danmörk, eins er og ír- land miklu meiri háttar land en ísland : 'miklu meiri landkostum búið og mörgum tug- um sinnum fjölbyggðara. Sama verður og •hlutfallið, er litið er á sambúðina milli heima- ríkisins og hjálendunnar á báðum stöðununv. svo misjöfn sem oss þykir hafa verið með- ferðin á oss af Dana hálfu, má það hátíð heita hjá þeim búsifjum, er írar hafa orðið að þola af Englendingum að fornu og nýju ; þótt fátt liafi verið milli vor og Dana stund- um, þá má það bróðerni heita í samanburði við hið megna þjóðarhatur, er drottnað hefir lengst af milli Breta og íra. Yiðlíka sjálfs- forræði og það, er vjer höfum haft qú í 15 ár, og oss þykir ærið naumt xiti látið, það þykir Englendingum enn ekki takandi í mál að láta Irum í tje. |>að eru ekki nema fáein ár, 4 ár, síðan að hinn langfrjálslyndasti stjórnvitringur Breta, »hinn mikli, gamli maður», Gladstone, tók fyrst í mál, að veita írum einmitt við- líka sjálfsforræði og vjer höfum nú. En fiokksmenn Gladstones sjálfs á þingi urðu ó- kvæða við slíkar öfgar, og meiri hluti landa harfs gjörðust honum fráhverfir fyrir bragðið við næstu þingkosningar. Á báðum þjóðum, Irum og Islendingum, koma greinilega fram hinar sjálfsögðu afleið- ingar af að vera eigi sjálfri sjer ráðandi, held- ur undirlægja annarar þjóðar : örbirgð, vol- æði, framfaraleysi, en allt þó í miklu meira mæli á Irlandi, með því að ófrelsið er þar miklu meira og illkynjaðra. Sjerstaklega mun margan reka í rogastanz, er hann les hjer á eptir um örbirgð þá og volæði, er írsk alþýða á við að búa, þrátt fyrir frjóvsemi landsins og langtum betri landkosti en hjer gerast. þ>að er algeng ímyndun alþýðu hjer á landi, aö engin þjóð eigi jafnslæma daga og fátæk- ur íslenzkur almúgi. En það munu menn ganga úr skugga um, að sældarkjör eru það við hitt, sem gerist á Irlandi. Eptir því sem nú hefir sagt verið, virðast liggja mörg rök til þess, að almenningi ætti að þykja fróðlegt að lieyra sagt nokkuð frá frelsisbaráttu Ira. Er það dregið saman að mestu leyti úr mjög vel sömdu smáriti eptir danskan mann, er E. Staal heitir, og ferðazt hefir um írland fyrir fám árum, og kynnt sjer vandlega sögu og ástand þjóðarinnar og sögu stjórnarbaráttu hennar nú á tlmum. II. Höfundurinn lýsir fyrst því, hvað sjer hafi brugðið við, þegar hann kom til Dýflinnar frá Englandi, að sjá hvað þar var allt verzlunar- og atvinnulíf dauft og fjörlaust og tilkomu- lítið, í samanburði við enska atorku, enskt verzlunarfjör og enskt ríkilæti. það hafi verið eins og maður færðist hálfa eða heila ökl aptur í tímann. þ>eim, sem virði fyrir sjer lífið í Dýflinni, verði þegar áþreifanlegt, að útlent ofríki hafi lagzt eins og farg á staðinn og flæmt burtu allt fjör þaðan. Staðarbúar eru 250,000; en svo er lítið um ferða- og flutningsös um bæinn, að margur mundi ætla að hann væri meira en helmingi fámennari. Borgarlýðurinn er smávaxinn og vesallegur út- lits, mannrænulítill, garmalegur til fara og ó- þrifinn að sjá. Jpeir brugðu varla svip nema þegar þeir sáu tröllvaxna enska dáta eða lög- regluliðsmenn bera fyrir; þá hvesstist augna- ráðið snöggvast. f>ó vottaði margvíslega fyrir, að vel lifði í glæðum hinnar öflugu þjóðfrels- ishreyfingar í landinu. í bóksölubúðum voru allir gluggar fullir af þjóðfrelsisritlingum. Mjög víða mátti lesa prentaðar auglýsingar með áskorun um, að styðja írskan iðnað, kaupa ekki nema írskan vefnað og írska smíð- isgripi og ekki nema hjá þjóðlyndum kaup- mönnum, — og því hlýðir lýðurinn rækilega. Iðnaðarsýning var nýbyrjuð í borginni ; sýn- ingarskálinn var allur skrýddur írskum rnerk- isblæjum, grænum, bæði utan og innan ; en næsta lítið var varið í varning þann, er þar var sýndur. Innlendur iðnaður lifnar seint og á örðugt uppdráttar undir farginu enska. Myndasafn lítils háttar þar í sama sýningar- skálanum bar þess órækan vott, að málaralist íra er enn í mestu bernsku. Betur leizt mjer á mig, segir höfuudurinn, er jeg ferðaðist suður um land og vestur, suður á útsuðurodda landsins hjá ICillarney. Með ströndum fram liggja víða fjöll og hæðir, me<5 grænum hlíðum fögrum. þar eru og málmar í fjöllum. Fjöllin eru hæst 3,500 fet. Miðbik landsins er ölduvaxið flatlendi, skógi vaxið víðast, og fullt af stöðuvötnum. Yest- an til eru geysimiklir mýraflákar og gróður- laus holt og hamrar á milli ; er þar hrjóstr- ugt mjög. Ain Shannon er skipgeng 20 míl- ur vegar í land upp, og mjög breið sum- staðar. Landslagi þar, sem jeg fór um, um suður- byggðir landsins, svipaði mikið til þess, sem er í Danmörku: mishæðir litlar og atlíðandi; mikið af skógum af eik og álmi, og mann- virki töluverð, svo sem girðingar og þesshátt- ar. En það er meira gróðrarmagn í jörðu þar en í Danmörku, enda er loptslag hvergi betra um alla Norðurálfu. þar eru mikíl þurrviðri fágæt á sumrum og frost kemur þar varla nokkurn tíma. Eyrr á öldum, þeg- ar landið var í blóma sínum, voru írar frið- ir sýnum, hraustir og þróttmiklir. Sunnan á landinu hafa þessir yfirburðir hins írska kyns haldið sjer langbezt. þ>að má sjá það á börn- unum. Jeg hefi aldrei sjeð fallegri börn en þar, sunnan og vestan á Irlandi; þau eru óvenjulega hávaxin og þróttmikil eptir aldri, rjettvaxin og fagurlega limuð, og útlit allt og limaburður nærri því fyrirmannlegt. Ó- lagleg börn eru þar sjaldsjeð. þessi fríðleik- ur, fjör og þróttur í börnunum er að þakka þjóðdrykk íra, mjólkinni. par lifa menn því nær eingöngu á kvikfjárrækt; góðar kýr eru aðalbjörg almennings. Meðan börnin eru svo ung, að loptið úti og mjólkin eru einhlít til að lialda við heilsu og fjöri líkamans, þá getur þessi mikla fegurð og lífafjör haldizt. Gætu þau haldið áfram að hafa nokkurn veginn þolanlegt viðurværi og mönnum bjóð- andi,mundi úr börnum þessum verða hin gjörvi- Iegasta þjóð í Evrópu. f>að má sjá það á lögregluliðinu. |>að eru fátækir bændasynir, sem hafa verið teknir í lögregluþjónustuna kornungir og hafa haft almennilegt viðurværi. Lögregluliðið írska, 12—14,000 manna, er því einhver hin fríðasta og gjörvilegasta her- sveit í Norðurálfu ; þeir eru tröll að vexti og rammir að afli. En það verður annað úr þeim, sem vilja heldur alast upp sem frjáls-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.