Ísafold - 19.10.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.10.1889, Blaðsíða 3
335 / Verzlunarfrjettir frá Khöfn 28. f. m.: Verð á saltfiski í Khöfn 55—60 kr. fyrir stóran fisk óhnakkakýldan, en hnakkakýldan 42—48 kr., máfiski 48—51 kr., ýsu 30—32 kr. A Spáni gefin 48—50 rmörk (43—48 kr.) fyrir sunnl. saltfisk, fluttan á skip á Is- landi, og í Genua sömul. 50 kr. Harðfiskur í Khöfn á 90 kr. Sundmagar á 30 a. pd. íslenzk vorull hvít sunnlenzk seld í Khöfn á 68—70 a., norðlenzk á 72—75 a., mislit á 60—62 a., svört 65 a. Hákarlslýsi ljóst, gufubrætt, 33—33} kr., pottbrætt 32—32}, dökkt 25—30 kr. Æðardúnn 11—12} kr. Tólg 30 a. Sauðakjöt 35 kr. tunnan (224 pd.). Gærur 5 kr. vöndullinn (tvær). Laxveiðin í Elliðaánum. Hvers virði er laxveiðin í Elliðaánum? Sú spurning hefir nýlega verið lögð fyrir tvöfalda dómnefnd eða tvenna matsmenn, undir- og yfirmats- menn, og hefir þessa tvenna dómara greint tiltakanlega á. Undirmatsmennirnir, þeir kaupmennirnir G. Zoega og M. Johannessen, gerðu hlunnindi þessi 8000 kr. virði sem höfuðstól, en yfirmatemennirnir, þeir Benidikt próf. Kristjánsson, Björn Kristjánsson bæj- argjaldkeri, kaupm. G. Thorgrimsen, og konsvdl N. Zimsen, hafa fengið út 13,000 kr. jpað er veiði eða veiðirjettur Thomsens kaupmanns í ánum, sem hefir verið metin þetta. Kyrir fám árum hafði eigandinn, Thomsen kaupmaður, alla Elliðaáreignina, þ. e. jarðirnar Artún og Bústaði ásamt veiði- rjettinum og veiðiáhöldum, beitutekju o. s. frv., á boðstólum fyrir 15,000 kr. |>ar af munu jarðirnar hafa átt að reiknast 7,000 kr. eða þar um bil. Sýnir því hærra matið,— sem sjálfsagt er að alíta rjettara en hitt, eins og yfirdóm ber jafnan að álíta rjettari en undirdóm,—hve stórum veiðinni hefir farið fram hin síðustu árin, og yfir höfuð hve mikil eign er í góðum laxveiðivötnum hjer á landi. Eyrarbakka 13- okt.: Barnaskólarnir á Eyrarbakka og Stokkseyri voru settir 1. þ. m. I þeim eru nú samtals 50 börn. Barna- skólinn í Gaulverjabæ var settur 4. þ. m. með 13 börnum, og von á fleirum. Síðastliðna viku hefir orðið vel fiskivart, 10—20 í hlut á dag. Fjárheimtur (í Flóanum) eru nú með bezta móti. Stöku fjármenn hafa nú þegar al- heimt sitt fje. Effels-turninn í París. f>etta mikla heimsins furðuverk, nær 1000 fet á hæð, helmingi hærra en hæstu turnar sem áður hafa til verið, þykir vera hið mesta stórmerki sýningarinnar miklu í París þetta ár. Höfundurinn, Effel verkfræðingurinn, sem er heimsfrægur orðinn fyrir þetta afreksverk sitt, segir, að hugmyndin að smíða svo háan turn sje ekki ný. Englendingur einn Jhafi fyrst komið upp með það, og síðan hafi ýmsir menn í Vesturheimi verið með þess- háttar bollaleggingar. Englendingurinn hjet Trevitick, frægur verkfræðingur. |>að var árið 1833, sem hann gerði áætlun um smíði á 1000 feta háum turni úr steyptu járni, og skyldi vera um 100 fet að þvermáli að neð- an, og 10 efst uppi. En það komst aldei lengra en á pappírinn, og varla það. Árið 1874, þegar farið var að hugsa fyri heims- sýningunni í Philadelfia, komu tveir verkfræð- íngur í Norður-Ameríku fram með samkynja áform. Meginturninn átti að vera járn- hólkur, 30 fet á vídd, og málmstoðir við hann að utan fjöldamargar; undistaðan und- ir þeim 140 fet að þvermáli. |>að var miklu meira vit í þessu fyrirkomulagi heldur en því sem Trevitick hafði stungið upp á; en margt var samt að því, og aldrei varð neitt úr því, að turninn væri reistur. Sjö árum síðar, 1881, kom Sébillot upp með það, að lýsa alla Parísarborg með einu rafmagnsljósi, nokkurs konar rafmagnssól, er væri 1000 fet upp yfir borginni. Að minni hyggju var það aldrei nema heimska, end fór eins um þetta áform sem hin fyrri. — Jeg sleppi ýmsum síðari bollaleggingum í líka átt, t. d. utn að að hafa slíkan turn úr steini og járni, eða ein- göngu úr steini, eða úr trje. jpað var einstak- lega hægt að hugsa sjer það allt saman, en engin leið til að framkvæma það. Árið 1885 kom okkur í hug, mjer og að- | stoðarmönnum mínum, —segir Eiffel—- er við vorum að fást við geysiháa járnstólpa undir járnbrú, sem jeg bjó til hjá Garabit, að ekki mundi sjerlegur vandi að gera slíkar stoðir langt um hærri en tíðkazt hafði áður, en það hafði verið rúm 200 fet í mesta lagi. Við bjuggum þá til 400 feta háan járnstólpa tneð 130 feta breiðri undirstöðn. Uppdrættir þeir og útreikningar, er til þess þurfti, urðu til þess. að mjer hugkvæmdist að reyna til að prýða sýninguna fyrirhuguðu með slíku stórsmíði sem 1000 feta háum turni af járni. Sumir hafa furðað sig á því, að jeg skyldi ekki reisa turninn á einhverri hæð, einhver- staðar þar sem hærra væri en á Marzvell- inum. En turninn var nú einu sinni bund- inn við sýningarsviðið. |>ar varð hann að vera og ekki annarstaðar. Hvað munar líka um svo sern 70—80 feta hæð á 1000 fetum? Turttinn stendur á 4 fóturn eða álmum geysimiklum. Pallar eru 3 t' honum, hverupp af öðrum. Á einum þeirra hefir blaðið Figaro haft prentsmiðju sína og afgreiðslu í sumar; eru það allmiklir salir; svo er víddin mikil. Blaðið birtir á hverjum degi nöfn allra þeirra, er fara upp í turninn. Útsjón er harla fögur og dýrðleg af þessum stórkostlega turni, yfir alla borgina, með allri hennar dýrð og prýði, og meira en 20 mílur umhverfis. Einkum finnst mönnum mikið um, þegar borgin er uppljómuð á kvöldin. þ>egar mikið er við haft, Ijómar allur turninn í rafurmagnsljósum, alla vega litum. Svo var einu sinni meðan Persakonungur dvaldi í París í sumar, til viðhafnar við hann. Hann fór npp í turninn þá að kvöldi, og Carnot forseti með honum. Fannst honum mjög um. I 10 mílna eða 2 þingmannaleiða fjarlægð frá borginni má sjá til ferða fjandmannaliðs á ófriðartímum, og er því gott að hafa þar vörð. Með ljósmerkjum má koma við bend- ingamáli af turninum við ýmsa staði langt út um land, þótt borgin sje í herkví. Turn- inn er og hinn bezti staður til veðurathugana, sem til er, og hinn bezti stjörnuturn. Marg- víslegar náttúrufræðislegar athuganir aðrar má og gera þar betur en víðast annars- staðar. Að frönsku máli er Eiffelsturnin 300 metrar á hæð. Hæsti turn annar, sem til er, en það er hæsti turninn á dómkirkjunni í Köln á |>ýzkalandi, er að eins 159 metrar. |>á er hæsta pýrimídan á Egiptalandi 146 metr- ar. Dómkirkjan í Strassborg 142 metrar, og Pjeturskirkjan í Bóm 132. AUGLYSINGAR samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Uppboðsauglýsing. Eptir 'kröfu yfirrjettarmálaflutningsmanns Guðl. Guðmundssonar verður að undangengnu fjárnámi i dag húsið nr. 25 við Framnesveg í Beykjavík, kallað »Skuld«, eign Eyjólfs Magn- ússonar, samkvcemt lögum 16. desember 1885 með liliðsjón af opnu brjefi 22. aprll 1817, selt við 3 opinber uppboð, sem haldin verða 2 hin fyrstu á skrifstofu bœjarfógeta laugar- dagana 26. p. m. og 9. nóvember ncestkomandi og hið 3. og siðasta í húsinu sjálfu laugar- daginn 23. nóvember þ. á. til lukningar veð- skúld að upphceð 128 kr. 10 a. ásamt kostn- aði. Uppboðin byrja kl. 12 nefnda daga, og verða söluskilmálar til sýnis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið 1. uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 11. október 1889. Halldór Daníelsson. Uppboðsauglýsing. Miðvikudaginn 30. þ. m. verður uppboð á Hliði á Alptanesi, á ýmsum búshlutum, þar á meðal áltœring, 6 mannafari, og ýmsu öðru, er sjávarútvegi til heyrir; en fremur reiðtygj- um, reipum og fl. fyrir sveitábcendur. Uppboðið byrjar kl. 11. f. hd. Uppboðs- skilmálar verð birtir á uppboðstaðnum. Hliði á Álptanesi 11. okt. 1889. Halldór f>órðarson. Proclama. Samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Jóels Jóns- sonar á Uppsölum í Norðurárdal, er andaðist 9. ágúst f. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þcer fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýs- iugar. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 8. okt. 1889. Sigurður pórðarson. Proclama. Samkvcemt lögum 12. april 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Finns Gísla- sonar á Sýruparti, er andaðist 23. júlí f. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þœr fyrir skiptaráðanda hjer í sýshi innnan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 8. okt. 1889. Sigurður Jpórðarson. Proclama. Samkvæmt lögum lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla pá, er telja til skulda í dánarbúi Sig- tryggs Guðmundssonar á Brceðraparti, er and- aðist 21. maí f. á., að lýsa kröfum sínum og sanna pcer fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Mýia- og Borgarfjarðarsýslu 8. okt. 1889. Sigurður f>órðarsson. Proclama. Samkvœmt lögum 12. apríi 1878 og opnu brjefi 4. jan.1861 er hjermeð skorað á alla pá, er telja til skulda í dánarbui frú Bagnheiðar Sigurðardóttur Eggerzf er andaðist í Straum- firði 30. júlí 1887, að lýsa kröfum sínum og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.