Ísafold - 23.10.1889, Blaðsíða 1
1
Kemur út á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(l04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 85.
Reykjavík, miðvikudaginn 23. okt.
1889.
Utibú frá landsbankanum.
í »í>jóðólfi« stóð í sumar grein frá bónda á
-Austurlandi, er vakti máls á því, að nauðsyn
"bæri til, að landsbankinu framkvæmdi það,
er honum væri skipað í lögum hans: að
■setja á stofn aukabanka eða útibú á Akur-
eyri, ísafirði og Seyðisfirð; gerði bóndi þessi
mjög mikið úr því hagræði, sent þeir, er næst-
ir væru, mundu hafa af slíkum útibúum, með
lántökur og fl.
í 9. gr. bankalaganna segir svo:
»Bankinn skal, með samþykki landshöfðingja,
svo fljótt sem auðið er setja á stofn
aukabanka eða framkvæmdar-stofur fyrir ut-
an Beykjavík, einkum á Akureyri, Isafirði og
Seyðisfirði.«
I öllum bankalögunum er hvergi minnzt
•einu orði á útibúin, nema í þessari einu
grein, og hvergi er í þeim gefin hin minnsta
bending um fyrirkomulag útibúanna.
Hugsurn oss nú, að bankinn vili setja saman
'útibú á ísafirði t.a.m., og senda þangaðlOþús.
kr. Hver á nú þar að taka á móti þessu
fje, og hafa nmráð yfir því? Um það tala
lögin ekkert. Sjálfsagt á það að vera ein-
hver útibússtjórn. Hver setur þá stjórn ?
Ekkert stendur um það í lögunum. Og
hvernig á þessi útibússtjórn að vera skipuð?
A það að vera 1 maður eða 3, eins og
í bankastjórninni í Beykjavík? Og ef þrír
■ættu að vera í vitibússtjórn, á þá t. d. lands-
höfðingi að skipa þá alla? Bankalögin gefa
■ekki hina minnstu bendingu í þá átt.
En hvernig svo sem þessu yrði hagað, þá
liggur það í augum uppi, að útibússtjórnin
hlýtur að verða miklu sjálfráðari yfir fje úti-
búsins (fje bankans) heldur en bankastjórn-
in í Reykjavík getur verið. Eramkvæmdar-
stjóri bankans í Beykjavík er skipaður af
landshöfðingja, og það gæti nú útibús-fram-
kvsemdarstjórinn að sönnu verið; en alþingi
•sjálft velur 2 gæzlustjóra við hlið bankastjór-
ans 1 Reykjavík. Alþingi getur þannig í raun
rjettri sjeð um og ráðið fyrir, hvernig bank-
■anum er stjórnað; að minnsta kosti í Reykja-
vík getur bankstjórinn ekki framkvæmt neitt,
3em er gagnstætt vilja gæzlustjóranna, en
gæzlustjórana hefir alþingi sjálft kosið, og eru
þeir því háðir þinginu að nokkru leyti.
En bankalögin bera engan vott um það,
að alþingi hafi þótt nauðsyn bera til, að
hafa hönd í bagga með, hvernig varið kynni
að verða bankans fje á útibúunum, þegar
jþeim væri komið á fót. — Meira að segja:
forstjóra og fjehirði landsbankans í Reykjvík
er gjört að skyldu í lögunum, að setja lands-
stjórninni veð fyrir starfi sínu, þrátt fyrir
það, þótt alþingi sjálft setji 2 menn til að
gæta þess, að öll varasemi sje við höfð í
•stjórn bankans, — en lögin gera alls ekki
ráð fyrir því, að útibússtjóri skuli þurfa að
setja nokkurt veð. Hann má ráðsmennskast
með bankans fje upp á eigin spýtur, trygg-
ingarlaust og gæzlustjóralaust frá alþingis
hálfu.
Löggjöfunum getur þó varla hafa komið
‘til hugar, að bankastjóri í Reykjavík skyldi
hafa ábyrgð á því fje, sem fengið yrði úti-
búunum í hendur. það liggur í augum uppi,
að hann getur ekki með bezta vilja sínum
haft neina verulega umsjón með því fje. Um-
sjónarferðir gæti hann alls ekki farið, vegna
tímatafar, nema um hásumarið, og þó ekki
dvalið nema lítið eitt á hverjum stað; enda
mun hann ekki eiga vel heimangengt á sumr-
um burt fra bankanum í Reykjvík, með því
að þá er einkum við að búast, að vandasöm
bankastörf geti komið þar fyrir, er hann
þurfi að vera með í ráðurn. Umsjónarferðir,
eins strjálar eins og þær hljóta að verða,
eptir því sem hagar til hjá oss, geta því
aldrei veitt neina verulega tryggingu, og held-
ur ekki neinar reglur, gefnar útbússtjórninni;
því að þær geta aldrei náð yfir hvað eina,
sem upp á kann að koma.
það gæti heldur ekki náð nokkurri átt, að
útibússtjórnin ætti í hvert skipti að leita
samþykkis bankastjórnarinnar í Beykjavík;
því að með því næðist alls eigi sá tilgangur
iitibúanna, að greiða og flýta fyrir lánveit-
ingum o. s. frv. En samþykki bankastjórn-
arinnar f Reykjavík, eptir að lán væri veitt,
víxill keyptur o. s. frv., er alveg meiningar-
laust.
það virðist því ekki annað sennilegra, en
að þessari 9. gr. bankalaganna sje svo fyrir
komið, hún sje svo ófullkomin og óákveð-
in, að engin tiltök geti verið til að fram-
kvæma hana. það lítur svo út, sem grein
þessi hafi slæðzt inn í frumvarp stjórnarinn-
ar í líking við það fyrirkomulag, sem á sjer
í Danmörku, án þess tekið væri nógsamlega
tillit til, hvernig hjá oss háttar—hjer eru
engir málþræðir, engar járnbrautir, strjálar
og ófullkomnar póstgöngur—og svo hafi al-
þingi látið greinina standa, án þess að gjöra
sjer ljóst, hvernig hún yrði í framkvæmdinni.
Aður en jeg skilst við þetta mál, vil jeg
benda á eina aðferð, sem að miklu leyti gæti
bætt úr þeirri þörf, sem er á útlánum frá
bankanum, liðkað peningastrauminn, aukið
lánstraustið, án þess þó að setja fje bankans
í ofmikla hættu.
þessi aðferð er sú, að lanasbankinn veitir
sparisjóðunum, sem komnir eru á fót í land-
inu, reikningslán með sem vægustum kjörum
gegn handveði í skuldabrjefum þeirra.
Gjörum ráð fyrir, að sparisjóður ísafjarðar
ætti innstæðufje (o: innlög samlagsmanna
sjóðsins væru) 60 þús. kr. Af þessu fje hefði
sjóðurinn þegar lánað út gegn veði í fasteign
40 þús. kr. og ætti þinglesin skuldabrjef fyr-
ir því. þessi skuldabrjef, að upphæð sam-
tals 40 þÚ3. kr., sendir hann landsbankan-
um, og fær hjá honum út á þau sem hand-
veð reikningslán með t. d. þessum kjörum:
Upphæð lánsins má vera allt að 20 þús.
krónur.
Af láninu skal greiða í vexti á ári 3| °/° og
skal reikna vextina eptir hvern ársfjórðung
og aldrei af meiri upphæð heldur en skuldin
hefur hæst verið á því tímabili.
Sparisjóðurinn hefur leyfi til að taka út af
láni þessu hvenær sem hann vill, og svo
mikið og lítið í einu sem hann vill, að eins
má lánið aldrei verða meira en 20 þús. krón.
Með þessum hætti væri það tvennt á unn-
ið, er mest þörf er á: landsbankinn hætti
ekki um of fje sínu, og bolmagn sparisjóðanna
ykist svo, að þeir gætu hjálpað mörgum með
bráðabirgðarlánum, sem nú er fyrirmunað að
geta fengið þau, sakir vegalengdarinnar til
Reykjavíkur.
En 8tjórn sparisjóðanna ætti að eins að
verja þessu fje, sem tekið væri að láni í
bankanum, til að lána um stuttan tíma, 1
ár eða mmna, til víxla-kaupa og ávísana og
þess háttar, en alls ekki binda það fje í föst-
um fasteignarveðslánum.
Svo gætu sparisjóðirnir á hverjum tíma,
sem þeir vildu, borgað inn í reikning sinn í
bankanum til að spara sjer vaxtaborgun, og
tekið þar svo aptur út peninga, þegar eptir-
spurnin eptir lánum ykist hjá þeim.
r—n.
Frelsisbarátta íra.
iii.
Að fara um landið, þar sem það er bezt er
líkast því sem hefir verið í Danmörku—fyrir
100 árum. Kotin standa á víð og dreif út um
mýra- og móafláka, sumstaðar hrúgað saman
í smáþyrpingar. Maður staulast eptir Ije-
legum götuslóða heim að kotinu. Hreysið er
úr bindingi að veggjum, og hálmþak yfir eða
moldarþak. Moldarþök eru miklu algengari.
Opt eru hreysi þessisvo hrörleg—rúður brotnar,
göt á veggjum og þaki—að í Danmörku mundi
naumast þykja gerandi að hleypaþar inn svín-
um, hvað þá heldur mönnum. Bak við kofann
er víða einhver garðmynd. Utihús eru óvíða
nein til; ef það er, þá er það ekki nema dá-
litlir fjárhúskofar eða geitfjárkofar. Hlöður
engar, því ekki eru slægjurnar. Hesthús eru
mjög fágæt. A reglulegum akneytum þurfa
þeir ekki að halda. Búpeningurinn er ekki
annað en mjólkandi skepnur: kýr, ær og
geitur, og 1 hestur á bæ eða 1—2 asnar. Asn-
ar eru miklu algengari en hestar. |>eim
beitir bóndi fyrir smákerru, tvíhjólaða, og
ekur varning sfnum í kaupstaðinn. Varn-
ingurinn er mór, mjólk, smjör, egg og kart-
töflur. Vilji bóndi fara skemmtiferð, sezt
hann á bak asna sínum og töltir af stað og
dregur fætur með jörðu. Á norðanverðu
írlandi er flutningur allur reiddur á hestbaki
eða á ösnum, í stórum körfum, er hanga á
klakk sín hvoru megin, en sá ríður ofan á
milli, sem með fer, eða á lendinni fyrir apt-
an, karl eða kona, og lemur skepnuna áfram
með priki. Eða þá að tvímennt er, ef enginn
er áburður; bóndi situr klofvegafram við makka,
en kerling fyrir aptan einvega. Svona hef
jeg mætt 10—20 hjónum í einni lest, segir
höf. Reglulegir ferðavagnar sjást varla með-
al alþýðu.
Kofahurðin er í tvennu lagi, eins og tveir
hlemmar, efri og neðri. Kúahlöss eru á
þröskuldinum, því einn er inngaugurinn fyr-
ir menn og skepnur. f>egar inn kemur, er
allt húsnæðið í einu lagi, óhólfað í sundur,
með moldargólfi og moldarþaki, en engu loptj.