Ísafold - 23.10.1889, Side 2

Ísafold - 23.10.1889, Side 2
388 I öðrum endanum liggja 3 til 6 kýr —öll áhöfn jarðarinnar í nautpeningi— og kannske fá- einar kindur og kálfar. í hinum endanum eru opnar hlóðir, og þaðan leggur reykinn —móreyk—- um allan kofann. Með fram veggjunum standa tvö rúm, allbreið, með hálmi f og ullarábreiðum yfir; í öðru rúminu sofa hjónin; í hinu öll börnin. þegar fólkið er inni og ekki í rúminu, situr það á strá- stólum kringum hlóðin. Sje þetta efnaheim- ili, sem kallað er, þá lýsir það sjer í fáguð- um eldhúsgögnum og nokkrum diskum í skáp- holu upp við vegginn, og í ullarábreiðum, rekkjuvoðum og íverufatnaði, er hangir á bitunum. A stöku bæjum hafa hjonin af- þiljaðan klefa út af fyrir sig, og þar eru þá mjólkurílátin höfð inni líka. Allt er fólkið tötrum klætt í kotum þess- um. En gestrisnin er takmarkalaus. f>að sem bezt til á heimilinu, er borið fyrir gest- inn, og opt er enginn vegur að fá að borga greiðalaun. Sörn er og hjálpsemin og greið- viknin við nágrannana, meðan nokkuð er til í kotinu. Allt gengur heimilisfólkið berfætt, nema bóndi hefir stundum einhverja skóredda á fótunum. Börnin eru hálfnakin, en brein og þvegin optastnær. þau ganga með leppa úr fatagörmum foreldra sinna. Jeg hef sjeð drengi skýla sjer með ræflum af pilsinu henn- ar móður sinnar, og telpur með ullarklukkk- garma yfir herðunum, í staðinn- fyrir sjal. Karlmenn ganga optast á stuttri vaðmáls- treyju mórauðri, með háan flókahatt á höfði uppmjóan og barðamjóan, og slúta börðin niður, mórauðum stuttbuxum og í gráum sokkum hnjeháum. f>etta er þjóðbúningur- inn ; en opt er hann svo rifinn og stagbætt- ur allur, að þar sjer ekkert búningssnið á. Fullorðið kvennfólk gengur í kjólum úr ýmis- konar rýjum, striga, bómullardulum o. s. frv. Svo sjást hjer og hvar innan um þessi fátæk- legu hreysi skrautlegar hallir, með flæmis- stórum skemmtigörðum umhverfis, prýðileg- um hesthúsum og hundabúrum, snyrtilegurn ráðsmannahýbýlum o. s. frv.; það eru höfð- ingjasetur hinna ensku landsdrottna, innan um þessa þjökuðu þjóð og í þessu rúða landi. Jafnvel í suðurhjeruðum landsins, sem bezt eru talin og frjóvsömust, sjást ótal menjar mikillar fólksfækkunar. Bændabýli liggja þar í rústum tugum saman og jarðirnar í eyði; hálf þorpin eru stundum í eyði og húsin hrunin, en íbúarnir horfnir úr landi vestur um haf. Jeg gekk um flóana fyrir sunnan ána Shannon ; þar var aumlegt umhorfs. þar stóðu kofarnir—bæirnir—á þúfum og hnúskum innan um fenin. Stundum eru húsin ekki annað gryfjur niður í jörðina og riðið yfir viðjum eða stráum, eins og skyggni; en samt er hár leigumáli á þessum kotum til landsdrottins. |>ó kastar tólfunum þegar kemur norður í Kunnaktir, vesturfjórðung landsins ; það eru hrjóstugustu sveitirnar. þ>ar er fullt af stórum, fögrum rústum af gömlum höfðingjasetrum, klaustrum og kirkj- um, er liðsmenn hinna ensku stóreignamanna hafa brennt upp, eða hafa hrörnað og eyðzt, er hinir innlendu eigendur þeirra voru burtu flæmdir. En þó er það ekki neitt í saman- burði við þau vegsummerki, er liggja eptir ár- menn enskra landsdrottna á þessari öld. |>ar er kot við kot í rústum. Fólkstalan er þar ekki nema fjórði hluti þess, sem hún var skömmu eptir aldamótin. Hvervetna sjást menjar nytsamlegra mannvirkja frá fyrri tímum. Landinu er skipt í reglulega reiti og grjótgarðar umhverfis, hlaðnir úr því sem tekið hefir verið upp til að hreinsa jarð- veginn. j>ar hafa verið góðar kornekrur og haglendi fyrir afbragðskúpening, sem enn eru leifar eptir í suðurhjeruðum landsins. En garðar og skurðir eru allir hrundir og signir saman. Akrar og engi er allt orðið að fenj- um og foræðum, og þar kafa hálfhoraðar beljur og geitur innan um kviksyndið og tína í sig sinu og mosa. Víða má sjá menjar góðra þjóðvega með steinbrúm og grjóthleðslum; en ár og lækir hafa jetið og spænt það allt í sundur. Nú verður að vaða þar hverja sprænu. Mílunum saman sjást ekki annað en rústir. |>eir sem kreista fram lífið þar eru allslausir. Enskur landsdrottinn ljet einu sinni bera þar út 50 heimili í einu, og selja allt, sem fólk þetta átti, á uppboði. það sem hafðist upp úr því uppboði voru 36 kr. alls. Vilji bændur þar fá hey handa skepnum sínum, verða þeir að kaupa það dýrum dómum hjá landsdrottnum sínum. Vilji þeir fá sjer þang til manneldis, verða þeir að kaupa leyfið til að hirða það. Vilji þeir reyna að fá sjer björg úr veiðivötnum, verða þeir að greiða allt að 8 kr. á dag í eptirgjald, þar sem góð er veiði, og 40 kr. um vikuna. Fyrir að róa á sjó til fiskjar verður hver heimilisfaðir að gjalda 54 kr. til landsdrottins. Með því einu móti, að hætta sjer langt frá landi, á haf út, á smáfleytum þeim, er landsbúar hafa, geta þeir fengið að reyna fyrir fisk eptirgjaldslaust. |>eir sem búa upp til fjalla, verða stundum að kaupa sjer mold niðri í dölum hjá höfð- ingjunum, bera hana í körfum eða reiða upp til sín, til þess að koma sjer þar upp ein- hverri garðholu á svörtu berginu ; þegar það er búið, verða þeir að gjalda eptir garðhol- una og það mikið eptirgjald. þar er langt til prests og langt til læknis, og lítið um barnaskóla; í hinum betri hjeruðum landsins eru þó barnaskólar algengir og þeir allgóðir. A sumrum fara karlmenn flestir yfir- til Eng- lands í kaupavinnu, til þess að geta aflað sjer einhvers til vetrarins. Tóvinna er stunduð á vetrum að góðum mun og önnur innivinna. Kveinstafirnir og hatrið gegn höfðingjunum, landsdrottnunum ensku, sem jeg heyrði þar og varð var við, því verður ekki með orðum lýst. Prestarnir — þeir eru kaþólskir—þola súrt og sætt með alþýðu, enda eru þeirvirtir og elskaðir af sóknarbörnum sínum. Prest- urinn er foringi í sinni sveit í baráttunni gegn höfðingjunum. Tungu íra hina fornu hefir Englendingum tekizt að uppræta að mestu leyti. Víðast er töluð bjöguð enska. En nú er verið að reyna til að endurlífga liina fornu tungu þjóðarinn- ar ; alþýða gjörir sjer víða far um að tala hana. Og fái Irar sjálfsforræði, verður óðara tekið til að kenna írska tungu í öllum alþýðu- skólum landsins. I hverju smáþorpi sjest innan um kota- fanzinn rammgjör bygging af steini, tvílopt- uð. þar hafa 6—10 löggæzluhermenn að- setur; þeir eru settir til höfuðs þeim 1—200 hræðum, er heima eiga í þorpinu, ef þeir kynnu að taka upp á einhverjum óspektum. það eru þetta frá 10—20 þús. slíkra lög- gæzluhermanna í landinu ; stundum hafa þeír verið fram undir 40,000. þar að auki er reglulegt setulið í landinu, 30—50,000. það liggur í herbúðum hingað og þangað um land- ið ; það eru hermannaskálar af steini og vopna- búr og vista, og virki umhverfis geysihátt með skotsmugym á. þrátt fyrir þetta mega yfirvöldin sín næsta. lítils, af því að landslýðurinn er svo sam- lyndur og samtaka. Mjer fannst einlægt eins og jeg væri í hóp eintómra samsæris- manna. eða vina þeirra. það var eins um unga og gamla, kaupstaðarfólk og sveitamenn, kaupmenn og daglaunamenn: það hýrnaði svo hjartanlega yfir þeim öllum, er jeg minnt- ist á, að einhver höfðinginu, einhver stór- eignamaður eða ármaður hans hefði verði skotinn. Menn hafa verið skotnir þar tugum og hundruðum saman, og fjöldi manna helzt þar eigi við öðruvísi en undir verndarvæng löggæzlumanna. það er svo að skilja, að stjórnin sendir þeim nokkra löggæzlumenn, sem eru allt af með þeim. Fari þeir eitt- hvað í vagni, sitja löggæzluhermenn við hlið- ina á þeim eða fylgjast með þeim í öðrum vagni. þeir fara ekki út fyrir dyr svo, að löggæzlumaður fylgist ekki með þeim. Lög- gæzlumentt standa á verði umhverfis húsið eða sitja við gluggana inni á gægjum með byssuna í hendinni. þó ber stundum við, að slíkir menn eru skotnir mitt á milli varð- engla sinna. Menn venjast við þetta eins og annan daglegan lífsháska, og .láta það ekki á sjer festa. Jeg átti tal við son ármanns eins, er hafði verið í 4 ár «undir vernd löggæzl- unnar» og hafði margsinnis heyrt kúlurnar þjóta um eyru sjer; og annað sinn við unga ekkju, er hafði misst mann sinn þannig, að «tunglskins-sveinar» höfðu skotið hann til bana. þau töluðu bæði svo rólega um þetta, eins og ekkert væri um að vera; þetta væri. daglegt brauð. Aðförunum, þegar verið er að bera bændur út fyrir jarðarskuldir, hefir svo opt verið lýst í blöðum, að hjer þarf ekki að fara frekara út í það. Hin ljelegu hreysi kotunganna eru ekki burðug vígi; en þó stendur bardaginu æðilengi. það er af því, að lög leyfa her- mönnum og lögregluliði eigi að jafnaði að gera meira að verkum en að láta engan mann komast að hú-inu eða frá, sem ekki á lög- mætt erindi. það er fógeti og hans menn,. er út skulu bera. þeir fá því megnið af hinu sjóðandi vatni ofan yfir sig og býflugnabúin. Stundum fá löggæzluliðsmenn smjörþefinn af því líka, ef t. d. einhver vel hæfinn heima- maður sendir býflugnabú, fullt af hamslausum býflugum, beint í miðjan hópinn. Stöku sinn- um ber það við, að hermenn verða að sækja að húsinu með byssustingjum, bera virkis- stiga að veggjunum og greiða uppgöngu á þaldð. En margopt slær í bardaga við að- komufólk úr nágrenninu ; það streymir að- hundruðum og þúsundum saman, þar sem. þess konar róstur eru á ferðum. Austur-Skaptafellssýslu 8. okt.: Yeðr- átta hefir verið góð síðan sláttur byrjaði, þar til með sept.; þá brá til votveðráttar, sem hjelzt til 19. s. m. þá brá til norðanáttar. Síðan hjelzt þerrir af og til mánuðinn út. það sem af október er, hefir verið votveðr- átta, en er nú að sjá sem ætli að fara að þorna til. Grasvöxtur og nýting hefir verið í bezta. lagi, og heybirgðir því með bezta móti alstað- ar hjer í sýslu. Bjargræðisástand lítur út fyrir að verði fremur gott. Garðávextir hafa vaxið mik- ið vel. Frönsk fiskiskúta kom iun á Djúpavog 28.. júlí. Bæði möstrin voru brotin. Farmurinn.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.