Ísafold - 23.10.1889, Page 3
339
var seldur við opinbert uppboð 8. ágúst; en
franskt gufuskip tók skipskrokkinn með sjer
út.
Hinn 11. f. m. (sept.) var afarhvasst land-
norðanveður ; daginn eptir fannst heill hval-
ur, 20 ál. langur, á Salthöfðafjöru, sem til-
heyrir Fagurhólsmýri. Leit út fyrir, að hann
hefði hlaupið upp lifandi; þvi að hann var
vel heitur innan, þegar hann fannst. I ágúst
rak hvalflettu á Hornsfjörur í Nesjasveit, og
aðra á Sæfarhólafjöru í Suðursveit.
Hinn 20. sept. hjelt Stefán verzlunarstjóri
á Djúpavog fjármarkað í sameiningu við Sli-
mon frá Leith á Kálfafelli í Suðursveit, og
svo austur eptir sveitunum næstu daga á
eptir. Sauði tóku þeir á 12 til 16 kr. ÍÁlpta-
firði er sagt þeir hafi tekið suma sauði á
18 kr. Seinast í sept. hjelt Eggert Benidikts-
son, verzlunarstjóri á Papós, fjármarkað í Or-
æfum. Hann tók til jafnaðar: sauði á 11 og
12 kr., geldar ær á 9, mylkar ær á 7 kr.
Heilsufar manna hefir verið gott og engir
nafnkenndir dáið.
Búnaðarskólinn á Hólum. Lands-
höfðingi hefir með brjefi 4. f. m. samþykkt, að
Hólaskólinn verði sameiginleg búnaðarkennlu-
stofnun fyrir Húnavatns, Skagafjarðar, Eyja-
fjarðar og Suður-þingeyjarsýslur, að hluti
Eyjafjarðar og Suður-þingeyjr sýslna í búnað-
arskólasjóði amtsins verði lagður til skólans,
og að búnaðarskólagjaldið úr þeim sýslum
gangi eptirleiðis til hans. Hafði þetta orðið
að samkomulagi milli sýslnanna í vor. En
í Norður-þingeyjarsýslu hafði sýslunefudin
hafnað þessum fjelagsskap. Skorar nú lands-
höfðingi á amtmann, að leggja fyrir þá sýslu-
nefnd, a,ð gefa á næsta fundi yfirlýsingu um,
hvort hún kjósi heldur að sameinast vestur-
sýslumun um búnaðarskólann á Hólum, eða
Múlasýslunum um Eiðaskólann. (Stj.tíð).
Hreppaskipting. Landshöfðingi hefir
21. f. m. samkvæmt ósk hreppsnefndarinnar
í Yatnsleysustrandarhreppi og eptir til-
lögum sýslumanns fyrir hönd sýslunefndar
skipað svo fyrir, að hrepp þessum skuli
skipt í 2 hreppsfjelög, er annað haldi nafn-
inu Yatnsleysustrandarlireppnr, en hitt,
• Njarðvíkursókn, nefnist Njarðvíkurhreppur.
Öllum eigum og skuldum hins gamla hrepps
skal skipt þannig, að hinn nýi Vatnsleysu-
strandarhreppur hljóti og beri af þeim þrjá
hluti, en Njarðvíkurhreppur einn; skal þó
skólaeign og skólasjóður hreppsins eigi koma
til skipta. Sveitarþyngslum þeim, er verða
þegar skiptingin fer fram, skal skipta þannig,
að Vatnsleysustrandarhreppur ber tvo hluta,
en Njarðvíkurhreppur einn, og eptir sama
hlutfalli skal fara um sveitarþyngsli, er síðar
kunna að koma til og eiga rót sína í fjelags-
skap þeim, er hingað til hefir átt sjer stað
milli hinna nýju hreppa. Aðskilnaður fer
fram undir eins og amtmaður hefir ákveðið
tölu hreppsnefndarmanna f hinum nýju
hreppum og hinar nýju hreppsnefndir eru
kosnar. (Stj.tíð.).
Um Kálfholt, sem nú er undir veitingu,
eru þessir í kjöri: síra Olafur Stephensen í
Mýrdalsþingum, síra Ólafur Finnsaon, aðstoð-
arprestur á Eeynivöllum, og síra Pjetur Jóns-
son á Hálsi. Fleiri munu ekki hafa sótt.
Landskjálptarnir. Við landskjálptana
um daginn hafði talsvert orðið vart vestur
um Borgarfjörð og Mýrar. Jafnvel vestur í
Miklaholti hristist kirkjan mikið. það var
um messutímann þar sem annarsstaðar. A
Vigdísarvöllum í Krísuvík fjellu 3 peningsliús
algjörlega.
HIÐ MIKLA SIÐBÓTAR-MÁIiGAGN, „Fj,-
konan“, lætur í síðasta bl. „ungan prest“ lýsa því
yfir, að hann álíti „bezt að sleppa þessu hráka-
smíði Lúters“(!!). (Irein síra Matth. í „Fj k.“ segir
presturinn sjer finnist vera „meistarastykki11; er
þó svo forsjáll, að bæta við í niðurlagi greinar-
innar þessum spaklega töluðu orðum: „Bara að
hringlandinn minni hann (o: síra Matth.) ekki á,
að taka orð sín aptur“!
EdÍSOn, hinn mikli hugvitsmeistari í
Vesturheimi, ferðast til sýningarinnar í Par-
ís í sumar, meðal annars til að sjá hið mikla |
furðuverk, Eiffelsturninn, og kynnast höfundi I
hans. Var honum fagnað forkunnarvel, og
haft við hann engu minna en annars er
vandi til urn keisara og konunga, enda var
hann ótæpt titlaður nkonungur í andans
ríkia og nefndur í blöðum almennt »hans
hátign Edison«, bæði í gamni og al-
vöru.
Blaðið »Eigaro« hjelt houum dýrðlega veizlu.
þar voru mörg hundruð manna í boði, og
flest allt nierkilegir vísindamenn og listamenn,
útlendir og iirnlendir. þar var hljóðriti — hin
merkilega vjel Edisons, er talar manna mál
— látin flytja honum fagnaðarræðu, á hans
tungu, ensku. Að lítilli stundu liðinni flutti
hljóðritinn aptur svar Edisons, þakkarræðu í
móti. þá varð hinn mesti fagnaðarglaumur
meðal samsætismanna.
Edison er maður rúmlega fertugur. Upp-
götvanir hans eru nú orðnar 610 að tölu, og
400,000 dollara (1£ milj. kr.) hafa tilraunir
haus við þæi' kostað. En þær hafa líka
mjólkað honum drjúguni. Hann seldi hina
fyrstu meiri háttar uppgötvun sína, hljóðber-
ann (telefón) fjelagi einu fyrir 100,000dollara.
þá fór hann að komast í álnir. Eyrir sölu-
rjett að hljóðritanum (fonograf) hefir hann
fengið að eins í Ameríku 750,000 dollara.
þrátt fyrir megnustu samkeppni byrgir Edison
nær alla Ameríku upp að rafmagnsljósum, og
er áætlað, að hann hafi haft upp úr því 10
milj. dollara.
Nú hefir hann í smíðum «brúðu, sem tal-
ar». Hún á að geta talað heila klukkustund
í senn. Sömuleiðis er hann að brjóta heil-
ann um «bát, sem flýgurn, og «sjónbera», þ. e.
samsvarandi áhald fyrir augað eins og hljóð-
berinn er fyrir eyrað. Hann hefir skírt það
áhald «telefót».
Bústaður hans er í Leweln, nálægt New-
York. Hann býr þar í ljómandi höll, af
trje og járni, er stendur á hæð, þar sem er
hið fegursta útsýni. þar er rafmagn notað
nærri því til allra skapaðra hluta.
Húsbóndinn fer á fætur tveim stundúm
fyrir míðjan morgun, gengur út sjer til
hressingar, tekur sjer árbita þegar hann kem-
ur heim, og lokar sig svo inni í verkstofu
sinni, Stundum, þegar andinn kemur yfir
hann, lokar hann sig þar inni 2—3 sólar-
hringa í einu, og neytir hvorki svefns nje
matar að heita má.
Annars vitjar hann daglega verksmiðja
sinna og lítur þar eptir. Hann hefir þar
3000 manna í vinnu, þar á meðal 200 kvenn-
menn, til þess sem mestan nettleik þarf til.
Mjög er hann vel látinn af verkmannafólki
sínu. Hann er glaðlyndur og hjálpsamur.
Verður þeim því vinnan ljúf og lífið ljett.
Leiðarvísir ísafoldar.
273. Vanrækir ekki sá hreppstjóri skyldu sína,
ef hann fleiri ár lætur óátalið lögbrot viðgangast
í hreppnum, eða skeytir ekki að tilkynna það
sýslumanni, t. d. sölu áfengra drykkja, þeirra sem
sveitaverzlunarleyfi hafa ?
Sv.: Jú.
274. Ef þrír menn, sem hafa verzlunarleyfi í
sveit, eru kærðir fyrir sölu áfengra drykkja, og
eru dæmdir að borga sektir og málskostnað, einn
þeirra 10 kr., hinir 5 kr. hvor þeirra, auk máls-
kostnaðar, en vilji einn þeirra ekki una við dóm-
inn, en ætlar að skjóta málinu til yfirdðms, en
framkvæmir ekkí árum saman, hverjum ber þá
að koma málinu í gang, ef sýslumaður lætur sliku
óhreift? Er það ekki uppljóstarmanna að gjöra
það ?
Sv.: það er siðferðisleg skylda hvers góðs þegns
að láta yfirhoðara sýslumanns vita af þessu hirðu-
leysi hans.
275. Geta lærisveinar skipstjóra Markúsar F.
Bjaruasonar ekki fengið neinn styrk af opinberu
fje, til bókakaupa eða annars ?
Sv.: Nei, ekki á þessu fjárhagstimabili nje held-
ur á þvi í hönd farandi.
276. Getur nýkominn prestur, upp á sitt ein-
dæmi, svipt Jeiguliða kirkjujarða nokkrum þeim
rjettindum sem landsetar hinna sömu kirkjujarða,
hafa notið og notað frá ómunatíð ?
Sv.: Fráleitt nema við leiguliðaskipti.
277. Ef hjú er vistráðið til mín, til næstkom-
andi vinnuhjúaárs, og vistarráðin hafa verið gjörð'
nú í septembermánuði en Iijúið riftar vistarráð-
unum aptur fyrir næstkomandi jól, án gildra or-
saka ; varðar það ekki sektum, samkv. 12. gr. til-
skipunar um vinnuhjú á íslandi af 26. jan. 1866 ?
Sv.: Jú, hafi vistarráðin verið löglega stofnuð,
sbr. 5. gr.
278. Jeg tek róðraskip á leigu eina vertíð, fyr-
ir umsamda horgun. Ef nú skipið tapast algjör-
lega, af ófyrirsjáanlegu og ósjálíráðu slysi, en
ekkert hefur verið tekið fram um það í leigusamn-
ingnum, á jeg þá að horga andvirði skipsins, eða
á eigandinn að bera skaðann ?
Sv.: Eigandi ber skaðann, e/ leigjandi getur
sannað, að skipið hafi tapazt af ósjálfráðu slysi,.
sbr. Jónsbókar kaupahálk 16. kap.
279. 1 4. gr. sveitarstjórnarlaganna stendur
„Feður og afkomendur mega ekki sitja í hrepps-
nefndinni í senn“. Nær þessi ákvörðun aöeins
til beinna afkomenda, eða nær hún einnig til>
tengdasona og annara vandamanna ?
Sv.: Ákvörðunin snertir eigi tengdir nefndar-
manna sjá ráðgjafabrjef 29. sept. 1882.
280. Hversu mikið gætu menn vænt að fá f
fundarlaun fyrir að finna tvævett atgörvis-tryppi-
á óbyggðum í öræfum, þar sem engin von er uru
að nokkur hefði fundið?
Sv.: Rífleg ómakslaun fyrir fyrirhöfn sína að'
koma tryppinu til skila.
281. þegar einhverjar persónur eru trúlofaðar,
eins og venja er til, og ef önnur persónan deyr,
hefir þá hin eptirlifandi nokkurn rjett til að erfa
hina, ef ekki er til arfieiðsluskrá eða neitt annað-
en trúlofunin, sem gjörir hana arfgenga ?
Sv.: Nei, þvi fer fjarri.