Ísafold - 30.10.1889, Síða 3
347
völdum. Hann tók aptur við forustu ráðaneyt-
isins 1804, en konungur ljet hann þó lofa
sjer því áður, að hann skyldi ekki ónáða
eyru sín með neinum bænum um að sýna
kaþólskum þegnum konungs tilhliðrun eða um
að efna hin fyrri loforð stjórnarinnar. —
írar urðu enn að sæta hinum verstu bú-
sifjum af hálfu hins útlenda hervalds, er á
þeim lá eins og farg. Maður er nefndur
Eobert Emmet. Hann var maður auðugur
og vel viti borinn, og allra manna málsnjall-
astur. Hann var ungur maður, er hjer var
komið sögu, hafði' þrjá um tvítugt. Honum
rann til rifja ánauð þjóðarinnar. Hann gerð-
ist forkólfur mikils samblásturs um land allt
í því skyni að hefjast handa enn af nýju og
hrinda af sjer oki Iínglendinga með vopnum.
Stjórnina grunaði eigi hót um samsæri þetta.
f>á vildi það slys til, að kviknaði í púður-
byrgi einu, er samsærismenn áttu og leynt
skyldi með fara. Emmet var settur 1 höpt
og hengdur síðan ásamt fjölda manna ann-
ara. Síðan voru Irum sett ný ójafnaðarlög j
og enginn litur sýndur á því, að reyna að
bæta kjör þjóðarinnar. — Emmet er talinn I
einn með þjóðhetjum íra. Mynd hans sjest!
þar á öðru hvoru heimili. Hann varði mál
sifct og landa sinna fyrir dómi af frábærri
snilld og djörfung, og varð karlmannlega við
dauða sínum. Út af forlögum hans orti
Thomas Moore, hið mikla skáld Ira, sín
»írsku 1 jóð«, sem er viðbrugðið fyrir skáldlega
snilld og nálega hvert mannsbarn á Iiiandi
kann utanbókar.
Útlendar frjeítir.
Ensk blöð, er komvr með Livonia, hafa
þessar frjettir að færa hinar helztu :
Konungurinn í Portúgal, Luis I., andaðist
19. þ. m., eptir þunga legu. Hann var fædd-
ur 31. okt. 1838, tók ríki eptir bróður sinn
látinn, Pedro V., 11. nóvbr. 1861, og kvænt-
ist ári síðar yngstu dóttur Viktors Emanviels,
konungs á Ítalíu, og systur Umbertó Italíu-
konungs sem nú er. Hún lifir mann sínn.
Hún heitir Maria Pia. Konungstign í Portú-
gal hefir tekið elzti sonur þeirra, hertogi at
Braganza, og nefnist Dom Carlos I. (Karl
fyrsti). Hann er fæddur 1863. — Luis kon-
ungur var ástsæll af þegnum sínum. Honum
var sýnt um skáldskap og fagrar menntir.
Hann þýddi skáldrit Shakspeares á sína
tungu.
I fimm kjördæmum enskum höfðu auka-
kostiingar fram farið fyrir skemmstu og Glad-
stones sinnar borið hærra hlut í þeitn öllum.
Kona Gladstones var hættulega veik. Hún
er háöldruð, eins og hann.
Banatilræði hafði konungsefnið í Wiirten-
burg, Vilhjálmur, orðið fyrir nýlega, skotið
á hann, þar sem hann ók í vagni. Hann
sakaði eigi. Maðurinn, sem það gerði, sagð-
ur brjálaður.
Vilhjálmur jbýzkalandskeisari og drottning
hans voru á ferð suður um Italíu áleiðis til
Aþenuborgar að sækja brúðkaup þeirra Sofíu
systur keisarans og Konstantins konungsefn-
is Grikkja. jpangað var og kominn Kristján
konungur níundi, afi brúðgumans, og Lovísa
drottning, konungsefni Breta, keisaraefni
Bússa og margt annað stórmenni.
I þessari sömu ferð ætla þau keisarahjónin
austur í Miklagarð að heimsækja Tyrkjasol-
dán. jpví kunna Kússar miður, ætla að þar
muni eitthvað undir búa meira en uppi er
látið.
Sextíu manna týndu lífi fyrir það að kvikn-
aði í kolanámu í Staffordshire á Englandi
16. þ. m.
Fjárkaupaskip. Eitt af fjárflutninga-
skipum Coghills, gufuskipið Livonia, 633 smá-
lestir, kom hingað í dag frá Skotlandi, eptir
nokkru af fje hans hjer, er það fer með á
morgun aptur. f>að fór með fjárfarm frá
Borðeyri fyrra laugardag, 19. þ. m. Ejekk
illt veður á leið hingað. — A morgun er von
á öðru af skipum Coghills, Magnetic. jpað á
að taka fjeð á Akranesi.
AXjpIWGXSHÚSlD. Við námui rannsókn sást,
að skemmdir á milliveggjum í A’.þingishúsinu
eptir landskjálptana—sbr. síðasta blað—eru varla
teljandi. Sumar sprungurnar, sem fæstar munu
ná lengra cn að eins inn úr kalkskáninni á veggj-
unum, eru eldri en landskjálptarnir. Hvergi sjer
á loptinu í þingsölunum.
AIJÐIJR JAY GOULDS. Enskur tölvitring-'
ur hefir búið til reikningsleg skýringardæmi til
að gjöra mönnum skiljanlega hina botnlausu auð-
legð Jay Goulds, „járnbrautakðngsins“ í Ameríku..
Eigur haus erutaldar hjerum bil 60 milj. punda
sterling, eða nær 1100 milj. krðna.
Væri fje þetta allt í eintómum 5 punda seðlum
(90 króna), og þeim væri raðað hverjum við hlið-
ina á öðrum, mundi pappírsræman, sem úr þvf
yrði, ná frá Lundúnum austur i Moskwa. Væri
seðlunum býttað i gullpeninga, 1 pd sterling, og
gullpeningunum hlaðið hvorum ofan á annan, yrði
sá strókur 73 mílur enskar á hæð, en þyngslirt
1,140.000 pund eða 10-fjórðunga-baggi á 11.400 karl-
menn. Væri keypt frimerki fyrir fje þetta og þeim
raðað i eina lengju, mundi hún verða 1,920 000
enskar mílur, en það er sama vegalengd og 8 sinn-
um milli jarðarinnar og tunglsins. Væri fjenu
skipt í enska penninga (7’/2 evri), og tíu menn
fengnir til að tel.ja þá, og þeir væru svo fljótir, að
þeir teldu 100 penninga á mínútu hverri og hjeldu
áfram nótt og dag, þá veitti þeim samt ekki af
30 árum til þess.
Gould er svo efnaður. að hann gæti gefið hverju
manns barni á jörðunni 1 shilling (90 a ); en ætti
hann að afhenda þeim sjálfur gjöfina og 10 manns
geng.ju fram hjá honum á hverri mmútu i.il að
taka á móti peningnum, þá yrði gefandinn að lifa
í 230 ár enn, ef hann ætti að geta lokið því, af
og það þótt hann ynni nótt og dag, bæði helga
daga og rúmhelga.
AUGLYSINGAR
í samleldu mali með smáletri kosta 2 a. (þakkar W. 3 a.)*
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eöa setning
1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd.
IJ ppboðsauglýsing.
Munir þeir, sem teknir hafa verið lögtaki
fyrir bœjargjöldum, kirkjugjöldum o. fl. þ. á.
verða seldir hœstbjóðendum við opinbert upp-
boð, sem haldið verður i Glasgow laugardaginn
2. november nœstkomandi og byrjar kl. 11 f.
hád. Söluskilmálar verða birtir þegar upp-
boðið byrjar.
Bæjarfógetinn i Reykjavík t6. okt. 1889.
Halidór Daníelsson.
Uppboðsauglýsing.
priðjudagi/m 5. nóvember nœstkom., og
ejriirfarandi daga verður opinbert uppboð hald-
ið í nr. 1 1 Kolasundí hjer í bœnum, á stofu-
gögnum, rúmfatnaði, íverufötum og eldhús-
Ain Misxisippi Q(J snqa hennar___
urnar og einn eða tvo biskupa í þokkabót;
sömuleiðis að koma í lag hinni ensku siðbót
sinni og kvennabúrum sínum í sem bezt horf.
Jpegar De Soto stóð við bakka Missisippi-
fljóts, átti Lúter eptir 4 ár ólifuð, ellefu Ar liðu
þangað til Servetus var brenndur á báli og
þrjátíu ár til blóðbaðsins í París. þá var
Shakspeare ekki fæddur, og heil öld leið ept-
ir það áður en Englendingar heyrðu Oliver
Cromwell nefndau.
De Soto fjekk að eins að sjá Missisippi
rjett í svip. f>áandaðist hann, og gerðu liðs-
menn hans og prestar útför hans þar í ánni.
Nú mundi margur ætla, að þessir förunautar
hanshefðu ýkt og gumað óspart um allt það,
er þeir höfðu sjeð í þeirri ferð, þegar þeir
voru heim komnir aptur—eins og alsiða var
um Spánverja í þá daga—og ært þar með
upp í öðrum landleitarsnápum löngun til að
njósna frekar um hagi sprænu þessarar; en
því fór fjarri. Missisippi var látin eiga sig
eins og áður, og ekkert skipt sjer af henni
langa lengi, svo lengi, að sliku mundi ekki
þykja nokkur bót mælandi á annari eins fram-
sóknaröld og þeirri, er nú stendur yfir. Millibil
þetta má setja þeim, er þessa frásögu sjá
eður heyra, glöggt fyrir sjónir með því að
geta þess, að eptir að De Soto kom þar við
og andaðist um leið, þá leíð nærri hálf öld
þangað til Shakspeare fæddist, svo lifði hann
hálfa öld og sálaðist síðan, og þegar hann
svo var búinn að liggja full fimmtíu ár í gröf-
inni, þá fyrst bar hinn næsta hvítan mann
að bökkum Missisippi. A vorum dögum mundu
menn naumast lofa hundrað og þrjátíu árnm
að líða hjá og hverfa í tímans djúp milli
þess, að snuðrað væri eptir því, sem kynstr-
um og stórmerkjum þætti sæta. Væri ein-
hver sú happalúka, að finna einhverja ár-
sprænumynd einhversstaðar í nánd við norð-
urheimsskautið, mundu bæði Norðurálfumenn
og Vesturheimsbúar óðara hlaupa upp til
til handa og fóta og senda þangað ekki færri
en fimmtán vísindalegar leiðangursferðir, fyrstu
ferðina til að rannsaka lækjarsprænuna, og
hinar fjórtán til þess að leita hvor að öðr-
um.
í meira en hálfa aðra öld höfðu hvítir menn
átt nýlendur á austurströnd Ameríku. jpessir
nýlendumenn höfðu allan þann tíma haft
mök við Indíana, frumbyggja landsins. Sunn-
an til voru það Spánverjar, sem rændu þá,
söxuðu þá niður, þrælkuðu þá og sneru þeim
til rjettrar trúar; þar fyrir norðan tóku Eng-
lendingar við og seldu þeim perlur og ullar-
vefnað fyrir litla þóknun, og bættu þar við'
ókeypis í aukaþóknun menntun og brennivíni;
lokg höfðu Frakkar fengizt við þá á sinn hátt
norður í Kanada langa-lengi, hleypt á þá
kristniboðum og teymt heilar kynkvíslir þeirra
til Quebec og síðar til Montreal til þess að
kaupa af þeim grávöru. það getur ekki verið
neinum efa undirorpið, að allar þessar þrjár
landnámsþjóðir hljóta að hafa heyrt getið um
þessa mikilsháttar móðu lengst vestur þar,
og þetta má jafnvel sanna; þeir heyrðu henn-
ar getið, en með svo óákveðuum og dular-
fullum orðatiltækjum, að naumast var auðið-
að verða hóti nær fyrir það, um, hvar hún
væri, hvað stór hún væriog hvert.hún rynni.
Annars hefði mátt búast við, að þessi hul-
inshjúpur hefði vakið forvitni manna og kom-
ið af stað landleitarleiðöngrum vestur þangað;
en því fór fjarri. p>að leit ekki út fyrir, að