Ísafold - 02.11.1889, Page 1

Ísafold - 02.11.1889, Page 1
K.emur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. ( Austurstræti 8. XVI 88. Reykjavik, laugardaginn 2. nóv. 1889. Frelsisbarátta íra. VII. Daníel O'Connell. J>að var aumlegt ástand þjóðarinnar á Ir- landi í upphafi þessarar aldar. Landsfólkið lá undír þungu fargi örbirgðar og ófrelsis, og engin tök að reisa rönd við hervaldi Breta. Hinir beztu menn þjóðarinnar fóru land- flótta eða þeim voru allar bjargir bannaðar, embættalýðurinn æstari og óbilgjarnari en nokkuru sinni áður, og loks höfðu ensklundað- ir prótestantar á írlandi stofnað fjelag, er setti sjer það mark og mið, að undiroka gjör- samlega alla íra, er væru kaþólskrar trúar. Pjelag þetta nefndist Oraníufjelag, eptir Vil- hjálmi af Oraníu og hans ættmönnum. Var hin fyrsta fjelagsstúka stofnuð 1795, í aust- norðurfjórðuug landsins, Úlöztum, með þeirri fyrirætlan, að flæma alla kaþólska menn burt úr þeim landsfjórðungi og vestur í Kunnaktir. Fyrirkomulagi fjelagsins var haldið leyndu, og launráðum beitti það til að koma sínu fram, engu síður en leynifjelög Ira. Enda gjörðist brátt skærusamt með Óraníumönnum og kaþólsk- um mönnum. Oraníufjelag færðist smámsam- an út, eigi einungis til Englands—í stúkunum í Lundúnum voru fjelagsmenn eigi færri en -50,000 um eitt leyti—, heldur einnig til allra nýlendnanna, þar sem voru Englendingar, er fæðzt höfðu á Irlandi. Fjöldi enskra stór- eignamanna og stjórnskörunga, svo sem t. d. hertoginu af Wellington, Castlereagh o. fl., voru í fjelaginu; hertoginn af Cumberland, bróðir konungsins, rammur apturhaldsmaður, var mörg ár stórmeistari reglunuar, eptir 1830. Fjelagið er enn við lýði og má sín mjög mikils í austnorðurfjórðungi landsins. jpað hefir alla tíð verið rammeitrað ójafnaðarhreiður. Irar lögðu samt ekki árar í bát. Alþýðan brauzt um undir oki landsdrottna, og í ann- an stað hófu þingmenn Ira í parlamentinu í Lundúnum von bráðara barátta fyrir ýms- um rjettarbótum til handa landi sínu. Helztu þingmenn í þeirra liði voru þeir Grattan gamli (11820), er jafnan þótti vera •liinn mesti ágætismaður, og Henry Parnell, afabróðir Parnells þess, er nú er »sverð og skjöldur« hinnar írsku þjóðar. En heima fyrir, á írlandi, kom nú sá maður til sögunnar, er var fram undir 30 ár langfremstur forvígis- maöur þjóðarinnar, hið mesta átrúnaðargoð landa sinna, en grimmilega hataður og ofsóttur af fjandmönnum þeirra. |>essi maður var Daníel O’Connell. Hann hafði flesta hluti til að bera, þá er prýða mega mikinn kappa og þjóðskörung. Hann var höfði hærri en aðrir menn, og þrekinn að því skapi, djarfmannlegur á yfir- bragð og mikilleitur. Hann þekkti manna bezt skaplyndí landa sinna og allt eðlisfar. Mælskumaður var hann svo mikill, að varla mun hans jafningi hafa uppi verið frá því á dögum Forn-Grikkja og Eómverja. Rómurinn var svo mikill, að naumast þótti mennskum manni líkt. |>að þykir mikið, ef maður get- ur talað svo hátt og snjallt, að vel heyrist meðal tíu þúsund manna í einum hóp. En «vo hafa skilorðir meun sagt frá O’Connell, að hann hafi talað þar sem voru hundrað þvisundir manna á einum stað, og heyrðu þeir, sem yztir stóðu í þeim feikna-sæg, til hans hvert orð, hvort heldur að liann þrumaði í jötunmóð, eða hjalaði blíðmæli eða varpaði gamanyrðum út yfir hinn mikla söfnuð, er hlýddi máli hans hljóður og hugfanginn. þegar hann var reiður, færðist hann í ás- megin. |>á var hann sem J>ór í jötunmóð með Mjölni reiddan; orð hans voru sem ham- arshögg, þung og riðamikil; þar voru engin grið gefin. Svo mikil ógn stóð alþýðu á Englandi af O’Connell, að hún hugði hann vera sjálfan djöfulinn og Belíals son, kominn til að kenna lönduin sínum að hata Englendinga út af lífinu. En hann kunni vel að stilla orðum sínum. Hann fór svo langt í ræðum sínum, sem lög leyfðu, en lengra ekki. Og þegar hann árið 1830 komst á þing, í neðri málsofunni ensku, innan um eintóma fjand- menn sína, lagði hann óðara niður berserks- ganginn, sem hann var vanur að bregða fyr- ir sig á lýðmótunum, og tók upp snyrtilegt þingræðusnið, af svo mikilli list og íþrótt, að jafnvel hans mestu mótstöðrhenn kváðu slíka málsnilld aldreiheyrzt hafa fyrþarinnan veggja. Hann var frelsismaður, í þeim skilningi, sem þá tíðkaðist. Hann unni þjóðfrelsi, um- burðarlyndi í trúarefnum og frjálsri verzlun ; en konunghollur var hann mjög, og hataði af öllum hug stjórnbyltinguna miklu á Frakk- landi og byltingatilraunir þær, er hún hafði af sjer getið ú Irlandi, er ekki gerðu annað en illt eitt. Hann hafði andstyggð á bylt- ingagörpunum írsku frá því um aldamótin, þótt margir landar hans vegsömuðu þá hátt og í hljóði. Hann hafði þann fastan ásetning innst í hjarta sínu, að gripa aldrei til of- beldisráða, og jafnan ítrekaði hann það heil- ræði fyrir áheyrendum sínum : haldið yður innan laganna endimarka; »sá sem fremur lagabroc, styrkir mótstöðumann sinn». En hann varaðist eigi það, að stóryrði hans og ofsi í ræðum vakti geðshræringar, er hlutu að koma fram í athöfnum eða þá að springa af ofraun. Og þetta var það, sem fór með hann að lokum. Hann beindi fyrstu höfuðatreið sinni að þeim ranglátu og úreltu lagafyrirmælum, er meinuðu kaþólskutn mönnum bæði þingsetu og allar alþjóðlegar sýslanir. Lögum þess- um undu eigi einungis kaþólskir menn illa, bæði á Irlandi og Englandi, heldur einnig margir prótestantar. Eptir 1820 magnaðist þessi hreyfing langtum meira en áður á ír- landi. J>á var stofnsett »hið kaþólska banda- lag» ; það tók yfir land allt, og var svo vel um búið allt skipulag þess, sem herlið væri. Kaþólskir prestar studdu það af fremsta megni, og munaði mjög mikið um þeirra lið- sinni. En ekki vildi O’Connell láta páf- ann hlutast til um það mál nje önnur, er landsstjórn varðaði og hann fjekkst við. •Kaþólskur er jeg, en páfamaður ekki», kvað hann. En prestana studdi hann og efldi, með því að þeir áttu að vera máttarviðirnir í fjelags-samtökum þeim, er hann aetlaðist til að öllþjóðin byndist. Hreyfing þessi á írlandi hafði þau áhrif á neðri málstofuna ensku, að hún þorði eigi annað en samþykkja lagafrumvörp, þar sem kaþólskum mönnum var veitt kjörgengi til þings, og kaþólskum kennimönnum ætluð laun af almannafje eigi síður en prestum próte- stanta ; en efri málstofan felldi þau. En þar kom að lokum, að hún varð undan að láta. J>á stýrði hertoginn af Wellington ráðaneyti konungs, kappinn mikli, er sigraðist á Napó- leon. Hann var apturhaldsmaður, og þeir fjelagar hans í ráðaneytinu. Hann var því mótfallinn nýmælum þessum ; en honum leizt eigi á blikuna. Irar voru orðnir svo æstir, að við ófriði þótti búið ; en þá var minni máttar- munur Ira og Breta en nú er orðið. Fólkstala hefir minnkab um helming á Irlandi á sextíu árum hinum síðustu, en aukizt á Englandi um helming á því sama tímabili. Lögreglu- herliðið írska var því nær allt kaþólskt, og því miður en vel treystandi, ef í trúarstyr- jöld slægist, og í enska hernum var einnig margt kaþólskra manna. Jafnframt fór og frelsisstefnan vaxandi á Englandi, og leiddi til hinnar miklu umbótar á skipun parla- mentsins enska 1832. Konungur þóttist sjá fram á, að ef hann og apturhaldsflokkurinn þverskölluðust til lengdar við því, er kaþólskir menn fóru fram, þá mundi hinn frjálslyndari flokkur komast í meiri liluta í ueðri málstof- unni; en þá var sem mestur fjandskapur milli konungs og foringjanna í liði frelsis- manna. Um þessar mundir, 1828, losnaði þingsæti í neðri málstofunni, í írsku kjordæmi, ogbauð O’Connell sig þar fram til kosningar, þótt eigi hefði hann kjörgengi að lögum, með því hann var kaþólskur. Landsdrottnar hjeldu öðrum manni fram til kosningar, svo sem nærri má geta; þeir höfðu jafnan haft þau tök á landsetum sínum, að þeir greiddu at- kvæði svo sem þeir mæltu fyrir; en svo var O’Connell búinn að blása að kolunum, að bændur hirtu nú eigi um, hvort landsdrottn- um sínum líkaði betur eða ver, og beið þing- mannsefni þeirra fullkominn ósigur. þóttu það mikil tíðindi. Almenningsálitið á Eng- landi gugnaði fyrir jafneindregnum þjóðvilja. Hertoginn af Wellington bar upp á þingi frumvarpum, að veita kaþólskum mönnum ó- vígðum kjörgengi á þingið enska, og fjekk því framgengt með liðveizlu frelsismanna á þing- inu, þótt Óraníumenn og hákirkjumenn berð- ust á móti því með hnúum og hnefum. J>á komst O’Connell á þing, 4. febr. 1830. þetta var mikill sigur, og fyrir hann fjekk þjóðin írska takmarkalaust traust á forustu O’Connells. En þá voru jafnharðan lög- leidd önnur nýmæli, um margfalda hækkun á efnahagstakmarki sem skilyrði fyrir kosn- ingarrjetti til parlamentsins, er sviptu allan þorra íra kosningarrjetti, sakir fátæktar þeirra. Við það ójafnaðar- og hrekkjabragð urðu írar æfari en frá megi segja. |>á tók O’Conn- ell það dýpra í árinni en áður, að hann krafðist þingskilnaðar með írum og Bretum, og skyldu írar hafa löggjafarþing sjer, eins og áður var. Hann stofnaði mikils háttar

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.