Ísafold - 02.11.1889, Side 3
351
sláttur á stærð. Bætti við stórum matjurtagarði,
og sljettaði i túninu um 7 dagsláttur af þýfi. —
Bæiim reisti hann upp alveg að nýju til, mest-
allan úr timbri, þar sem voru torfhús áður: stórt
íveruhús úr timbii, með útihúsi við endann og
kjallara undir öllu húsinu. Timburhlöðu meðjárn-
þaki, er tók 6C0 hesta; stórt og rúmgott fjós,
og eldaskála sjer í lagi. Einnig kom hann
upp nýjum peningshúsum. Torfkirkjuna, er
á Leirá var, ljet hann rífa og reisa aðra
nýja úr timbri, og lagði mikið i sölurnar til þess,
án þess að fá nokkurn styrk til. Hann hafði og
mikinn búpening. svo aldrei mun Leirá hafa ver-
ið betur setin. J>essi framkvæmd og atorka i
búnaði var líka viðurkennd af almenningi, æðri
sem lægri, og var hann einn meðal hinna fyrstu,
er verðlaunum var sæmdur af sjóði Kristjáns kon-
ungs níunda.
fórður á Leirá var kosinn sýslunefndarmaður
undir eins og sýslunefndir komust á, og var það
jafnan síðan til dauöadags. Hann var lika hrepp-
stjóri og hreppsnefndaroddviti á síðustu árum
sínum. Hann var ekki einungis stakur dugnaðar-
maður fyrir sjálfan sig, heldur hvatti hann lika
aðra til hins sama. Hann gekkst fyrir stofnun
búnaðarfjelags í sveitinni árið 1874 og var forrnað-
ur þess. Hann var fremstur í flokki að gangast
fyrir, að koma á búnaðarskóianum á Hvanneyri;
hann kom einnig upp barnaskóla hjá sjálfum sjer
á Leirá, og gaf til þess skólahús, er nota skyldi í
þarfir sveitarinnar. Yar hann þannig unnandi allri
menntun og framförum, bæði i orði og verki, þótt
hann hefði sjálfur litla menntun hlotið í æsku.
Leirá liggur í mestu þjóðbraut og J>órður var
hölðingi heim að sækja og mjög gestrisinn; þess
vegna, var þar mjög gestkvæmt og þurftu allir að
„tala við hann J>órð á Leirá“. Opt mun ekki
hafa veriö annað erindið en að skrafa við J>órð ;
því hann var jafnan ræðinn og skemmtilegur,
ræddi um hvers konar framfarir, landsins gagn og
nauðsynjar, hvers konar nýjungar og viðburði, og
jafnan ureð þeim hætti, er vakið gat áhuga og i-
hugun þeirra, er heyrðu; enda bar hann jafnan
mál sitt fram snjallt og áheyrilega. Trúrækinn
maður var hann, og hafði jafnan guðs orð um
hönd í heimahúsum.
J>au hjón eignuðust saman 15 börn; 10 þeirra
sáluðust í æsku, en 5 lifa, 3 synir og 2 dætur.
jþórður var maður vinfastur og trúlyndur, djarf-
mæltur og hreinskilinn, hjálpsamur við alla hjálp-
arþurfa og dagfarsgóður. Hann ól upp nokkur
fósturbörn, sem hann fjekk > ldrei neitt fyrir, og
hjálpaði um margt, sem hann fjekk aldrei endur-
goldið. Hann hjelt hinni sömu rausn á heimili
sínu, þó að hart væri í ári hin síðustu árín, sem
hann lifði, og hefir þó eflaust mátt kenna á því
ekki siður en aðrir; en hann bjóst við betri tím-
um seinn'a; en æfin var þrotin þegar þeir gengu í
garð. Hann hefði eflaust orðið mesti uppgangs-
maður, ef árferðið hefði ekki verið svo erfitt
eptir að hann var búinn að leggja svo mikið í
sölurnar til húsabygginga, jarðabóta o. fl. Hann
gat gjört sjer von um meira langlífi en raun varð
á ; hann var lítt bilaður að líkamsfjöri og kröpt-
um.
Hann lifði i ástríku hjónabandi með konu sinni,
er veitti honum trúa og dygga stoð. með því hún
reyndist að sínu leyti eins góð búkona og hann
var búmaður; og þurfti þess með, því |>órður var
opt í löngum ferðalögum; enda heyrði jeg hann
opt viðurkenna þetta.
J>órður á Leirá andaðist laugardaginn 2. marz
1889, 58 ára gamall. flafði hann fengið ákafan
verk í hægra fótinn, er færðist svo upp eptir lík-
amanum og loks í hjartað. Laugardaginn 16.
marz var hann jarðsunginn, í viðurvist fjölda
manna, bæði utansveitar og innan. S.
AUGLYSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í höíid.
Uppboðsauglýsing.
priðjudaginn 5. nóvember nœstkom., og
eptirfarandi daga verður opinbert uppboð hald-
ið '1 nr. 1 i Kolasundí hjer í bcenum, á stofu-
gögnum, rúmfatnaði, íverufötum og eldhús-
gögnum m. fi. tilheyrandi dánarbúi kaupmans
J. 0. V. Jónssonar. Uppboðið byrjar kl. 11
fyrir hád. á þriðjudaginn, og verðá þá sölu-
skilmálar birtir á uppboðsstaðnum.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 26. okt. t88ó.
Halldór Daníelsson.
Vottorð.
Dóttir mín, seru er 14 ára gömul, hafði
þjáðzt mjög undanfarin ár af jómfrúgulu,
lystarleysi og meltingarleysi. Jeg hafði því
reynt allt, sem mjer datt í hug við hana, þar
á meðal Brama-lífs-elixlr þeirra Mansfeld-
Biillners og Lassens, en ekkert af þessu stoð-
aði grand. Síðan keypti jeg hjá herra kaup-
manni M. H. Gram í Fjeldsö eina fiösku af
Kína-lifs-elixír herra Valdemars Petersens í
Friðrikshöfn, og er það mjer nú sönn gleði,
að geta vottað, að dóttir mín við brúkun
bittersius hefir orðið albata af ofangreindum
kvillum.
Fjeldsö pr. Gjedeted, 4. október 1887.
Ekkja Lausts Rytters.
Kína-líf8-elixírinn fæst ekta hjá :
Hr. K. Felixsyni. Eeykjavík.
— Helga Jónssyni. Beykjavík.
— Magnúsi Tli. S. Blöndahl. Hafnarfirði.
— J. V. Havsteen. Oddeyri pr. Akureyri„
aðalútsölumanni norðanlands.
Valdemar Petersen,
er býr til hinn eina ekta KLína-lifs-elixír.
Frederikshavn.
Danmark.
100 Kroner
tilsikkres enhver Lungelidende, som efter
Benyttelsen af det verdensberömte Mal-
tose-Præparat ikke finder sikker Hjælp.
Hoste, Hæshed, Asthma, Lunge- og Luft-
tör-Katarrh, Spytning o. s. v. ophörer
allerede efter nogle Dages Forlöb. Hun-
drede og atter Hundrede have benyttet
Præparatet med gunstig Resultat. Mal-
tose er ikke et Middel, hvis Bestanddele
holdes hemmeligt; det erholdes forme-
delst Indvirkning af Malt paa Mais. At-
tester fra de höieste Autoriteter staa til
Tjeneste. Pris 3 Flasker med Kasse Kr.
5, 6 Flasker Kr. g, 12 Flasker Kr. 15.
Albert Zenkner, Opfinderen af Maltose-
Præparatet. Berlin (26), Oranienstr. 118.
Nóttina mili hins n. og 23. sept. síáastl. hyarf úr
Steinkots-hraunum á Eyrarbakka: brún-glámskjóttur
hestur, glaseygður á báðum augum, burstar-affextur;
mark: blaðstýft framan h. Finnandi er beðinn að
koma hestinum að Egilsstöðum í Flóa.
p. t. Rvík. 31. okt. 1889.
Oddg. Guðmundsson.
Ain Missisippi og saga hennar_______
viðbúnir að prjedika villiþjóðum kvalir hel-
vítiso.
Hinn 17. júní 1673 komu þeir Joliet og
Maquette og förunautar þeirra á eintrjánings-
báturn sínum að ármótum Missisippi og Wis-
consin. Parkmann segir svo frá : #Nú varð
fyrir þeim mikið vatnsfall og straumhart
mjög, er stefndi þvert í leið fyrir þá, en
breiðir hálsar á báðar hendur og vaxnir þjett-
um skógi að neðan«. »þ>eir beygðu suður á
við« segir hann, »og reru niður eptir ánni;
þar var allt kyrrt og hljótt; þar hafði eng-
inn maður stigið fæti áður«.
Einhver sjóskepna rak sig á bátinn, sem
Marquette var á, og skaut honum miklum
skelk í bringu, sem vonlegt var; því Indían-
ar höfðu varað hann við þessu ferðalagi og
sagt honum ýmsar kynjasögur af skrímslum
og óvættum, er leyndust í fljótinu. J>ar væri
óvætt ein, er öskraði svo hátt, að heyrðist
langar leiðir, og hefði það til að draga þá
fjelága niður í djúpið, þar sem hún byggi.
Skepnan, sem gerði þá Marquette og hans
förunauta svo skelkaða, var háköttur, —eins
konar hákarlakyn. Jeg hef sjálfur sjeð einu
sinni Missisippi hákött, sem var meira en 3
álna langur og meira en 25 fjórðungar á
þyngd. Hafi sá, sem Marquette rak sig á,
verið viðlíka dólpungur, þá var honurn meira
en vorkunn, þótt hann hjeldi, að þar væri
árinn sjálfur á ferð.
Loks fóru vísundarnir að láta sjá sig, rás-
andi í stórhópum um engjaflákana fram með
ánni, og lýsir Marquette því átakanlega, hve
grimmúðlegt var allt útlit þeirra, er þeir
blíndu á þá fjelaga eins og tröll á heiðríkju,
með samanflækt faxið niður fyrir augu.
þeir fjelagar hjeldu áfram leiðar sinnar
með allri gætni. þegar myrkva tók, gengu
þeir á land, kveiktu þar bál og mötuðust;
slökktu síðan eldinn vandlega, ljetu frá landi
aptur og reru spölkorn lengra niður eptir,
lögðust þar við akkeri, og ljetu halda vörð á
skipinu þar til er lýsti af degi.
Svona gekk dag eptir dag og nótt eptir
nótt; liðu svo 14 dagar, að ekki sást nokkur
mannskepna. f>að var inndæl byrð yfir öllu
fljótinu í þá daga. Og svo er raunar enn á
löngum kafla af þessu mikla vatnsfalli.
En þegar hálfur mánuður var liðinn, urðu
þeir loks varir við mannsspor í leirnum á
vesturbakka árinnar. Hverjum manni, er
slíkt ber að honum, mun mjög bylt við verða
fyrst í stað. þeim hafði verið sagt, að Indí-
anar þeir, er bjuggu fram við Missisippi,
væru jafngrinnnir og geigvænlegir eins og
vatnaárinn sjálfur, og væru þeir vanir að
ráðast á ferðamenn að fyrra bragði, og ganga
af þeim dauðum. En þrátt fyrir það rjeðust
þeir Joliet og Marquette á land upp og röktu
sporiu. Eptir alllanga leit fundu þeir þá,
sem sporin áttu. |>eir fengu þar góðar við-
ur og góðan beina, að svo miklu leyti sem
það geta heitið góðar viðtökur, að lenda í
greipum Indíana-höfðingja, sem hefir tínt af
sjer hveria spjör til þess, að geta látið sjá
sig sæmilega búinn, og svo framarlega sem
það getur heitið góður beini, að láta. bera
sjer allsnægtir af fiski og alls konar villibráð,
þar á meðal hundakjöt, og láta stinga þessu
góðgæti öllu upp í sig með berum fingrum
Indíana. Morguninn eptir fylgdi höfðinginn
sjálfur og 600 manna hans þeim fjelögum