Ísafold - 06.11.1889, Síða 1
Kemur út á midvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifieg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir i.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 89.
Reykjavík, miðvikudaginn 6. nóv.
1889.
Fjársala—peningar—búsvelta.
Hinar einföldu stökur, sem hjer fara á
eptir og ísafold hafa verið sendar til birt-
iugar, lýsa mjög algengri skoðun á hinni sí-
vaxandi fjársölu út úr laudinu og afleiðing-
Um hennar:
j Nú er örðugt fje að fá
Per það burt úr landi
Búin svelta eptir á
í vesaldar standi.
f>6 að krðnur komi heim
Kaupskap eptir þenna
Lítið verður þjer úr þeim
J>ær í búðir renna.
Glysið nóg og glingrið þar
Ginnir einatt hjónin
Fyrir kinda-krónurnar
Kaupa veslings-flónin.
|>að er síður en svo, að skoðun þessí sje
ústæðulaus. Hvin er engan veginn bara sjer-
plægnis-kvein kaupstaðabúa, vegna dýrtíðar
-og hörguls á kjöti fyrir þá. Sams konar
raddir heyrast úr sveitum víðsvegar, ekki
einungis frá gömlum og gamallega hugsandi
búmönnum, sem una illa umskiptunum frá
því sem viðgekksb »í þeirra ungdæmi«, heldur
-einnig frá ungum, greindum framfaramönnum.
Fjársalan dregur peninga inn í landið.
|>að kemur sjer vel; ineð öðru mótí er lítt
hægt að ná í þá. En það er skammgóður
vermir; krónurnar renna þegar í búðina, og
heima bíður bónda búsvelta á eptir.
þetta er gangurinn, segja menn, og hann
•er slæmur.
það er satt, hann er slæmur, þar sem hann
er þessi, og meðan hann er á þessa leið.
En þessi skrælingjaháttur, að farga hinu
þezta bjargræði og vandfengnum nauðsynjum
frá heimilinu svo, að illt og ónýtt viðurværi
sje eptir eða sækja þurfi í kaupstaðinn ann-
aðhvort sömu nauðsynjavöruna aptur eða
eitthvað í hennar stað, ef til vill bæði lak-
•ara og dýrara, —slíkur skrælingjaháttur er
naumast eins almennur og af er látið; og sje
hann það, þá hlýtur hann að leggjast niður
emátt og smátt, eptir því sem menu venjast
betur hinu nýja verzlunarlagi. Mönnum
verður það á fyrst í stað á, að gína of mjög
yfir hinu mikla verði, er þeim býðst fyrir
vöru sína. En slíkt uppþot hjaðnar aptur,
þegar frá líður, ekki kannske alveg af sjálfu
sjer, heldur meðfram fyrir fortölur hinna
skynugri manna og forsjálli. Veitir og ekki
Af að beita þeim eptir því sem við verður
komið, bæði um þetta og annað, sem aflaga
fer, eða misbrúkað er.
Framan af, meðan nýja brumið var á hrossa-
Verzluninni til Englands og hross voru stund-
um í afarháu verði á mörkuðum, þá gerðu
margir sömu vitleysuna og nú hættir mönn-
um við með sauðasöluna: þeir gerðu sig
nærri því hrossalausa til heimilisbrúkunar og
þar fram eptir götunum. Nú kunna menn
sjer miklu heldur hóf í þeirri grein. það
gerir vaninn.
þótt fjársala hafi verið gegndarlaus í haust
sumstaðar, venju fremur, þá er það engan
veginn sprottið allt af tómri ráðleysu. Margir
hafa mátt til að ganga miklu nær sjer en
þeim var ljúft eða þörf heimilisins þoldi,
vegna skulda, bæði í kaupstöðum og við
lánsstofnanir, er stafa frá harðæristímabil-
inu meira eða minna.
En að því leyti sem fjárförgun frá heimil-
inu því til baga er ekki annað en brutl,
ekki til annars gerð en að gjöra sem mesta
verzlun, af því að verðið er svo hátt, þá er
henni engin bót mælandi. það má vera æði-
mikill verðmunur á innlendri og útlendri
matvöru til þess, eptir næringargildi þeirra,
að hagur verði að því, að hafa skipti á þeirn
að öllu leyti eða því sem næst, þ. e. láta
frá heimilinu allt, sem í kaupstað gengur,
og taka þar út aptur hvað eina, sem þar er
fáanlegt í staðinn til fæðis,—með öllum flutn-
ingskostnaðinum, sem á það leggst, en hann
er afarmikill víðasthvar, ef reiknaður væri
svo sem vera ber tíminn, sem fer í slík
ferðalög. Slíkur verðmunur er ekki fengiun
enn, þrátt fyrir hið mikla verð, er fje hefir
komizt í í haust, og þótt útlend matvara hafi
verið með fremur góðu verði þetta ár. það
er og sannreynt, að bændum, sem halda hinu
gamla búskaparlagi, að farga sem minnstu
frá heimilinu og búa sem mest að sínu, sem
kallað er, þeim farnast að jafnaði miklu bet-
ur, þótt lítið bú hafi og engar hagsældar-
ástæður að öðru leyti, heldur en brutlurun-
um, sem hafa alla sína muni í sífelldri veltu.
þar við bætist og, að talsvert kjötuieti er
alveg ómissandi til viðhalds fjöri og hraust-
leik þjóðar í jafnköldu landi og Island er, en
eintómt kornmeti eða því um líkt of mögur
fæða.
það er með öðrum orðum ekki fjársalan í
sjáifri sjer, heldar vanbrúkun hennar, gegnd-
arlaus fjárförgun frá heimilunum, sem er víta-
verð; og leiðin til umbóta í því efni er ekki
að fárast út af fjársölunni yfir höfuð, eða að
reyna að koma henni af aptur, hepta hana
með tollum o. s. frv., heldur að reyna að
venja menn á að gæta skynsemi í þeirn við-
skiptum sem öðrum, bæði með því að gera
ekki búsveltu bjá sjer með of mikilli fjár-
förgun, og með því, að verja forsjállega krón-
unum, er þeir fá fyrir kindurnar.
það er ein afleiðing hinnar æfagömlu, rót-
grónu lánsverzlunar, að almennmgur kann
svo illa að fara með peninga. Fjöldi manna,
sem kann særnilega að gæta fjár sín, ef það
er fólgið í öðrum munum, verður að ráðleys-
ingjum, ef þeir fá peninga milli handa. En
hitt þarf að lærast. Flestir sjá, að láns-
verzlun er skaðræði í margan máta ; en til
þess að framför geti orðið að því fyrir þjóð-
ina, að hún leggist niður, þarf almenningur
að nema þá nýju siði, er hafa þarf við hitt
viðskiptalagið, ef það á að verða að
tilætluðum notum, en það er stilling, for-
sjálni, hyggindi og reglusemi í peningabrúk-
un. Og það er reynslan, sem verður að
kenna þá. Fyrir rnörgum tekst það ekki
öðruvísi en að skaðinn gjörir þá hyggna, og
má þakka fyrir, ef hauu hefir þá verkun.
Slíkan skóla verður þjóðin að ganga í gegn-
um.
Að lánsverzlun leggist niður þýðir það í
reyndinni, að allar helztu landsuytjar — og
ekki einungis hross og sauðfje — sjeu keypt-
ar fyrir peninga, og peningarnir aptur not-
aðir til að kaupa fyrir útlenda vörn, sem
þannig fæst með iniklu betri kjörum, án hinn-
ar miklu verðhækkunar, er kaupmenn mega
til að beita til að jafna upp hiu stórkostlegu
vanskil, er þeirra verða fyrir með lánsverzlun-
arlaginu. Að því má til að verða hagur en
ekki óhagur, ef landsmenn kunna með að
fara ; en það verða þeir að læra.
Hátt á 1 milj. kr. hefir að líkindum kom-
ið inn í landið í peningum í sumar og haust
fyrir hross og sauðfje. Talsvert má gera með
þeirri fúlgu, ef hyggilega er á haldið. Og
þó að nú kunni að sjást smáir ávextir þess
peningastraums inn í landið, vegna skulda-
súpu almennings og ráðlauslegrar meðferðar
innan um og saman við, þá verður maðurað
vona, bæði að einhvern tíma saxist á skuld-
irnar og að ráðleysið fari minnkandi, svo að
viðlíka fengur næsta ár verði afmenningi
meira til frambúðar en nú, og þannig færist
nær og nær rjettu lagi eptir því sem stundir
líða.
Arðsemi fjárverzlunarinnar, ef hófs er gætt
og rjett er á haldið, ætti og að hafa aðrar
framfarir í för með sjer. þegar fjárkaupa-
menn eru farnir að gefa 14—15 kr. fyrir vet-
urgamlar kindur, eins og þeir hafa gjört í
haust, þá er auðsætt, hve stórkostlegan á-
bata má hafa á sauðfjárrækt lijer á landi.
Lambsfóðrið kostar eptir almennu gangverði
4—5 kr. Abatinn á veturgamalli kind verð-
ur þá allt að 200/°, auk ullarinnar að vor-
inu. Hve stórkostleg hvöt er það ekki til
að leggja kappsamlega stund á grasrækt
og mikinn heyskáp, sem er einka-skilyrði
fyrir áreiðanlegri sauðfjáreign? Með þessu
háa verði, sem veturgamalt fje er nú farið
að komast í á fjármörkuðum til útlanda,
verður ábatamest, að hafa ekki fje, sem til
þess er ætlað, eldra en það ; en það hefir
aptur þann kost í för með sjer, að óhægra
verður að tefla á tvær hættur með djarflegri
ásetning, hiuu mikla átumeini í íslenzkum
búskap ; því lömb setur enginn maður á úti-
gang. því meira sem fjársala á fæti fer í
vöxt, því betur kemur það fram, hve áríð-
andi er að gjöra skepnum vel, svo þær verð
ekki afstyrmi, og er ekki lítil framför að því,
ef mönnum lærðist það almennt.
Að Island liggur svo nærri ágætum kjöt-
markaði sem Englaud er, það eru hluunindi,
sem önnur sauðfjárlönd öfunda oss af. Gætu
Astralíumenn t. a. m., sem eiga eins marg-
ar miljónir sauða, eins og vjer eigum tugi
þúsunda, flutt fje sitt lifandi til Englands,
mundum vjer eigi þurfa að hugsa til að
keppa við þá. Vjer stöndum langbezt að vígi
með sauðfjársölu á fæti til Englands, þeirra
þjóða, er góðan sauðfjenað hafa til útflutn-
ings. Er því til nokkurs að vinna, að halda
í þau hlunnindi og hagnýta þau sem bezt,