Ísafold - 06.11.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.11.1889, Blaðsíða 3
355 því yfir, að forboð stjórnarinnar bæri í heiðri að hafa, og allir skyldu hafa hægt um sig og snúa heimleiðis aptur. Honum var hlýtt þegar í stað vandlega; —en upp frá þeirri stundu var eins og slitnuð væri afltaugin í öllum mætti hans og áhrifum A lýðinn. Stjórnin hafði óvart knúð hann til að sýna, hvað hann ætlaði sjer í raun og veru. Undir eins og það var bert orðið, að hann ætlaði sjer ekki að láta hart mæta hörðu, rjenaði geigurinn í Englendingum. Og þegar landar hans sáu, að ekki varð meira úr því högginu, sem hátt var reitt, vir öllum svigur- mælunum og æsingaglamrinu, en að hann hörf- aði undan hinu fyrsta lögreglustjórnarforboði, þá misstu þeir traustið á forustu hans. Stjórnin færði sig upp á skaptið. Hún snaraði O’Connel í varðhald og nokkrum nán- ustu fylgismönnum hans, og Ijet lögsækja þá fyrir undirróður til fjandskapar við lög og landsstjórn. Dómkviðurinn var skipaður tóm- um prótestöntum, og urðu kaþólskir menn æfir við. O’Connell var dæmdur í 1 árs fangelsi og 36,000 kr. sekt. Hann skaut málinu til hæstarjettar, en það var efri mál- stofan í þinginu enska. Hann ritaði löndum sínum ávarp úr varðhaldinu; þar komst hann svo að orði meðal annars: »Hver sá, er raskar hót friði og spekt, er fjandmaður minn og fjandmaður Irlands«. Irar hlýddu og biðu dóms spakir og stilltir. Að lögum átti hver þingmaður í efri málstofunni atkvæði um dómsúrslitin, en þeirri reglu hafði fjdgt verið langalengi, að láta eigi aðra en Jöglærða efri- deildarmenn kveða upp dóma. Hinir gerðu sig líklega til að neyta rjettar síns og greiða dómsatkvæði í máli O’Connells. Hefðu þeir gjört það og sakfellt hann með þingsályktun, mundi það hafa orðið til þess, að þjóðhylli hans hefði lifnað við aptur. En Englending- ar voru svo hyggnir, að þeir vöruðust það. þ>eir Ijetu »laga-lávarðana« fimm dæma eina sjer, og þeir sýknuðu hann. Sýknudómur þessi þótti mikil tíðindi á Ir- landi. þ>að sljákkaði í mönnum ofstækin. O’Connell var að vísu fagnað forkunnarvel, er hann kom heim til Irlands eptir að hann var sýkn orðinn,—með hvers konar viðhöfn: veizlum, Ijósadýrð, múgmennismálfundum og hátíðagöngum ; en ríki hans og gengi var á þrotnm. Heilsan hafði lasnað mjög í gæzlu- varðhaldinu, og hann varð að neyta síðustu orku sinnar til að sefa flokkadeilur meðal sinna manna. Hann talaði á þinginu enska í síðasta sinn 3. apríl 1846, en var þá sem örvasa öldungur, og heyrðist varla til hans nema af næstu bekkjunum. Hann glúpnaði, og sótti á hann þunglyndi eptir það. Margt hafði drifið á daga hans í æsku. þá hafði hann vegið mann í einvígi nauðugur. Hann fekk trúarvingl út af því og fleiru, er ellin sótti á hann, og það dró hann til bana. Ha nn hof suðurgöngu og vildi taka lausn af páfa, eins og Elosi gerði og fleiri vígamenn í fornöld, og leita sjer hvíldar og friðar í ohinni eilífu borg« (Bórn). En. bann audað- ist á þeirri leið suður í Genúa, 15. maí 1847. Strandasýslu (norðanv.) 10. okt. »Tíð- arfar hefir verið hjer gott í surnar og það sem af er haustinu, eins og annarstaðar. Eiskiafli er nú góður á Gjögri, en salt fæst ekki í Kúvíkum, og menn eru einnig í vand- ræðum með að herða fiskinn; því nú hefir í mörg ár ekkert rekið af við, sem teljandi sje, en borðviður, eða annað, sem hafa mætti í fiskirær, fæst hjer ekki í kaupstaðnum. En slíkt þykir nú ekki nýmæli hjer á Ströndum þótt ýinsar nauðsynjavörur fáist ekki í Kú- víkum, og jeg held að það megi með sanni segja, að KúviTcur sje ein hin aumasta kaup- stabarhola á landinu. þessu til sönnunar mætti geta þess, að í sumar var saltfiskur borgaður þar með allt að 5 kr. minna fyrir skippundið og ullarpundið 10 aur. minna heldur en almennt var við aðrar verzlanir. En aptur á móti var öll matvara að mun dýrari þar, en annarstaðar. Strandasýslu (sunnanv.) 28. okt.: Tíð- in góð allt til þessa, nema nokkuð vætusamt nú í 3—4 daga. í gærdag gránaði hjer of í byggð. Frost og hreinviðri í dag. Sunnudagur 13. þ. m. varð hjer vart við dálítinn landskjálpta-kipp, en mjög var það lítið. 11. þ. m. hjelt Coghill fjármarkað á Borð- eyri. Thordal hjelt engan markað hjer í Hrúta- firði, hafði þó boðað hann á þóroddsstöðum ; þóttist vera búinn að fá nóg, er þar kom. Hinn 12. þ. m. kom gufuskip á Borðeyri (Princess Alexandra); fór aptur 14. s. máu. með 12—1300 fjdr, sem Thordal Atti. Hinn 16. komu 2 gufuskip til Coghill’s; tóku bæð um 5000 fjár, og nokkra hesta. 2800 fjár ljet Coghill reka suður á Akranes. Bæði Coghills skipin komu hjer inn í þoku og barst þó ekkert á. Gott til minnis. Mörgum Norðlendingum þykir nú nóg um hina miklu fjársölu. þeir hrista höfuðið yfir hinum ógur- lega fjárstraum, sem út úr landinu gengur. Kjötverðið á Borðeyri er nú: 12, 14 og 15 aura pundið. Skagafirði, 17. okt. Veðráttan hefir ver- ið yfir höfuð mjög góð í allt sumar; hag- stæð heyskapartíð, enda hefir almenningur heyjað með bezta móti og heyin eru víst góð og vel verkuð. Allt að þessum degi hefir veðrið verið ágætt. Fiskiafli hefir verið næstl. ^ mánnð fremur góður á firðinum. Síðarihlutaseptbr. vargæfta- leysi. Kringum 20. sept. kom norðan-illviðr- iskast, er stóð 3—4 daga að eins. þ>á lá gufuskip það á Sauðárkrók, er kom rneð vörur til kaupfjelags Skagfirðmga frá L. Zöllner í Newcastle. Sama skip kom með vörur til hr. Sig. E. Sæmundsens, sem keypti hjer í sýslu í haust sauðfje móti vörum og peningum fyrir L. Zöllner. A skipinu var erindreki ýmsra kaupfjelaga, Jón Vídalín. Verzlun hefir lengi hjer við fjörðinn eigi ver- ið jafnfjörug með fje, eins og í haust. Keppni eptir fjenu var mikil; þeir, sem keyptu, voru: kaupmeunirnir V. Claessen og L. Popp og faktor Stefán Jónsson á Sauðárkrók, J. Cog- hill, C. Knudsen og Sig. E. Sæmundsen. Verð fjárins var: ær kr. 8—10,50, veturgam- allt 13,00—16,00, tvævetr. sauðir 16,00— 18,00, og eldri 18—19 kr. Pöntunarfjelagið sendi út nokkur hundruð sauði. Bændur seldu ákaflega margt, einkum veturgamallt, af því verðið var svo gott. Eigi get jeg sagt, hve mörg þúsund fóru úr sýslunni, og væri fróðlegt að fá að vita það. 29. sept. kom skip frá L. Zöllner hingað eptir fje Sig. E. Sæmundsens og pöntunarfjelagsins, og tók fjeð 30. sept. og 7. okt. á Hofsós og Sauð- árkrók. Hinn 6. okt. kom annað gufuskip frá Slimon eptir fje til kapt. Coghill’s, er var búinn að biða með það á Sauðárkrók í fulla viku, til mikils skaða, einkum þar sem þá kom mikið brim, og ókyr sjór, svo að ekki varð skipað út í skipið fjenu í næstu viku. Síðan tók það fjárfarm, svo að 2 fjárfarmar hafa þannig verið fluttir hjeðan úr firðinum frá Hofsós og Sauðárkrók í haust. Nokkuð var að vísu keypt í Húnaþingi, en Coghill ljet einnig reka margt af Sauðárkrók vestur á Borðeyri. Kaupmennirnir á Sauðárkrók seldu þeim Cogbill og Sæmundsen fje það, er þeir höfðu keypt, nema fátt af ám. Munu þeir hafi haft mikinn hag; en bændur óhag hendur. af því, að láta það ganga gegnum þeirra Pöntunarfjelagið (form. sjera Z. Halldórss. í Viðv.) sendi einnig í sumar 27 hross til L. Zöllners fyrir vörur, er það fjekk í vor í maí, en ekki er komin skýrsla um sölu þeirra, svo vjer vitum. Vöruverðið mun jeg síðar geta sent »lsafold«. »Thyra« kom að sunnan ákveðinn dag hinn 6. þ. m.; fór daginn eptir norður. þ>ar sem heybyrgðir eru svo miklar, sem fyr er sagt, undir veturinn, mun mega full- yrða, að nær því hvert lamb muni lifa hjá bændunum ; einnig hvert folald, því hrossa- verðið fór einnig upp í sumar, eins og fjár- verðið ; það varð 40 til 70 kr. fyrir tryppi eptir gæðum, aldri lit og kyni. Heilbrigði almerm og vellíðan góð. Búnaðarskólinn á Hólum. í>ar eru nú 9 lærisveinar, og von á binum 10., ef til vill. Búfræðingur Páll Ólafsson er þar ann- ar kennari. Landsbankinn- Reikningur landsbank- ans fyrir tímabilið frá 1. júlí til 30. sept. þ. á. er nýbirtur í Stjórnartíðindunum. A þessu tímabili hefir borgazt af lánum rúm 60,000 kr. þar af víxillán 23,400 kr., fasteignarveðslán 21,600, sjálfskuldarábyrgð- arlán um 9,000 kr. í vexti af lánum hefir goldizt á tímabilinu nær 9,000 kr. A sama tíma hefir bankinn lánað út rúm 49,000 kr. þar af eru víxillán nær 19,000, fasteignarveðslán um 13,600, sjálfskuldará- byrgðarlán 7,400. Sparisjóðsinnlög hafa numið á þessu tíma- bili 72,000, en útborgað af sparisjóðsinnlög- um að eins 46,400. I sjóði átti því bankinn í reikningslok 30. sept. nál. 170,000 kr., en þrem mánuðum áð- ur ekki nema 126,000 tæp. í látium átti bankinn 30. sept. rúmlega 686,000 kr. þar af 600,000 í fasteignarveðs- lánum, 26,500 í sjálfskuldarábyrgðarlánum, 24,000 í handveðslánum, rúm 20,000 í víxil- lánum og 15,500 í lánum til bæjar- og sveit- arfjelaga. í konunglegum ríkisskuldabrjefum á bank- inn enn fremur rúmar 100,000 kr. f>ar í er eign varasjóðs bankans í f. árs lok rúm 45,000 kr. og eign varasjóðs sparisjóðs Keykja- víkur 30. sept. þ.’ á. 26,000 kr.; enn fremur um 30,000 kr. »ýmsar tekjur, sem enn eru eigi orðnar eign varasjóðs bankans«, þ. e. fyrirfram greiddir vextir m. m. I fasteignum, útlögðum bankanum fyrir lánum, á hann 3100 kr. Sparisjóðsinnlög í bankanum námu 30. sept. 432,000 kr. Dómkirkj ubrauðið. Prestaskólakenn - ari síra pórhallur prófastur Bjarnarson er settur til að þjóna dómkirkjubrauðinu til far- daga 1890, með fullum launum. Dómki rkjuprestskosningin nýja á fram að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.