Ísafold - 06.11.1889, Qupperneq 2
354
með því að bæta og efla sauðfjárrækt sína
rækilega.
Hin eldri meðferð á fje því, er fargað var
frá heimilum, en nó er að hverfa fyrir fjár-
sölunni rir landi á fæti, sú nefnilega, að láta
það til kaupmanna til slátrunar og ótflutnings
á kjötinu söltuðu, hafði þann kost með ýms-
um ókostum, að þá gátu landsmenn hagnýtt
sjálfir gærur, mör og innýfli, til mikilla bó-
drýginda fyrir sig. það er ókostur á hinni
nýju fjársölu, að loku er skotið fyrir það, og
er það eitt með öðru, sem gerir liana svo
ískyggilega í augum margra. Sama fjárförg-
un sviptir landið miklu meiri björg og nauð-
synjavörum — skinnunum —- með nýja laginu
heldur en hinu gamla. Að því leyti til væri
því ákjósanlegra, ef það gæti komizt á, að
flytja að eins ót kjötið til Englands, en nýtt,
þ. e. varið þannig á leiðinni, að það kæmist
sem glænýtt á markað á Englandi, eins og
nó mun mega takast, eptir nýjum uppgötv-
unum, en með miklum tilkostnaði samt, sem
varla getur borið sig nema í mjög stórum
skipum og með mjög mikilli fjársölu. En
hver veit nema svo langt komist með tíman-
um. En þá ríður enn meira á því, að fjeð sje
látið eiga gott, og ekki hálfdrepið ór hor á
hverju ári.
Eins og kunnugt er, fita Englendingar
sjálfir hið íslenzka fje, eptir að það er þar
komið; það er ekki ótgengileg vara eins og
það kemur af skipsfjöl, hrakið og rýrt orðið.
Með hinu mótinu kæmi varan til dyranna
eins og hón væri hjer ór garði gerð. Kemur
auk þess til greina við fjársölu á Englandi yfir
höfuð, að því minna sem skepnan hefir verið
látin lifa á ótigangi á vetrum—á sjálfri sjer
hálfan árstímann—, því ótgengilegri vara er
kjötið af henni þar.
Niðurstaðan verður só, að betra sje að
reyna að koma fjársölunni í sem skynsam-
legast horf og ábatavænlegast fyrir lands-
menn, heldur en að amast við henni eða
fárast ót af henni eins og hón er.
Frelsisbarátta íra.
VIII.
Enn um O'Gonnell.
f>á reis ný óspektaralda á Irlandi, engu
minni en hin. það var tíundardeilan mikla,
sem lengi fóru sögur af.
Elísabet drottning stofnsetti á Irlandi með
valdi prótestantiska ríkiskirkju og skipaði
þar fjölda presta. Hafði hinn kaþólski lands-
lýður orðið að gjalda prestum þessum, er
voru annarar tróar, hátt tíundargjald alla
tíð síðan, og standa jafnframt straum af sín-
um prestum, hinum kaþólsku. þótti alþýðu
það þungar bósifjar, sem von var, og lagði
fæð mikla á þessa prótestantisku presta, er
voru á hverju strái, en gerðu ekkert gagn og
alþýða vildi hvorki heyra nje sjá eða nýta
til nokkurs hlutar. |>eir höfðu og jafnan
verið á bandi með þeim, er þjáðu þjóðina og
þjökuðu; voru guðsmenn þessir vanir að
leggja blessun sína yfir vopn þeirra og biðja
fyrir hinni ótlendu stjórn, er bakaði landinu
eymd og ánauð.
Um þessar mundir, skömmu eptir 1830,
gerðu Irar harða hrfð til að losast við þetta
rangsleitna tíundargjald. Almenningur af-
sagði að greiða það, og ætti að taka það lög-
taki, veittu þeir viðnám eptir megni. Prest-
arnir hjetu á stjórnina liðs við sig. Hón
sendi vopnað lið á hendur skuldaþrjótunum.
Bisu ót iir því bardagar og vígaferli. Land-
ið varð allt í uppnámi. Stjórnin fekk ekki
við ráðið. Hón eyddi 22 milj. kr. á einu ári,
1833, til þess að halda her á Irlandi og lög-
gæzlulið. Auk þess fór meira en 500,000
króna í beinan lögtakskostnað fyrir ógreidd-
um preststíundum, en allt og sumt, sem
náðist inn með því móti, voru 200,000 kr.
f>egar stjórnin var bóin að eiga í þessu nokk-
ur ár, fór hón að trjenast upp á því. Prest-
arnir prótestantisku, sem ekki höfðu annað
á að lifa en tíundina, urðu að svelta eða
þeir hrökluðust ór landi hópum saman.
Stjórnin lánaði þeim 18 milj. kr. alls smátt
og smátt; en það hrökk eigi til. Hón bar
upp á þingi nýmæli til að ráða bót á vand-
ræðum þessum, hvort á fætur öðru, en efri
málstofan reis þar öndverð í móti og Oraníu-
menn eigi síður, og keyrðu aðfarir þeirra
svo ór hófi fram að lokum, að ahnennings-
álitið á Englandi stóðst eigi mátið. Fjekk
þá stjórnin loks komið fram tíundarlaga-
nýmælum, er fóru á svig við þrætuefnið. |>au
ljettu tíundinni af bændum, en lögðu hana
á landsdrottnana. En það varð skammgóð-
ur vermir; því landsdrottnar lögðu óðara á
landsskuldina svo sem tíundinni nam, og þá
lenti þeim saman, landsdrottnum og leigu-
liðum. þeir voru róðir og bornir ót, er þeir
stóðu eigi í skilum. Sló þá í barninga og
vígaferli. Leynifjelög risu upp um land allt,
og brennur og launvíg urðu dagstæð tíðindi.
Skilnaðar-málið lá niðri um hríð vegna
tíundardeilu þessarar. O’Connell var lengst-
um í Lundónum og stóð fyrir málum Ira
þar á þingi. Fylgismenn hans höfðu smám-
saman komizt margir á þing; þeir gerðu
hvorki að sitja nje standa óðru vísi en hann
sagði fyrir og voru því kallaðir »halinn hans
0’Connells«. Með atkvæðum þeirra og hinni
miklu mælsku sinni gat O’Connell látið tals-
vert til sín taka á þingi, eins og Paruell nó
á tímum. En er tíundarlagabreytingin komst
á, snerist baráttan á Irlandi í gegn oki lands-
drottna og vjek þá O’Connell málinu í þá
átt, að gjöra skyldi gangskör að skilnaðinum
—þingskilnaðinum— með Irum og Bretum.
Mál þetta sótti hann einkum með geysi-
miklum alþýðufundar-mótum, óti á víðavangi
og á helgum dögum. |>á aðferð tóku enskir
þjóðmálagarpar eptir honum síðar, og er það
nó alsiða á Englandi, svo sem kunnugt er.
Guðrækilegum og þjóðrækilegum áhrifum var
beitt jöfnum höndum og sem frekast verða
mátti til þess að kveikja og glæða eldlegan
áhtiga í brjóstum lýðsins, er streymdi saman
hvaðanæfa unnvörpum, skipaði sjer á her-
manna-vísu og bjó sig hermannabóningi að
sumu leyti, og gekk í fylkingum, til þess að
sýna mátt sinn og fjölmenni. Að morgni
sóttu menn tíðir og báðust fyrir, báðu land-
inu líknar og lausnar; prestar fluttu þrum-
andi ræðu gegn óvinum þjóðarinnar, hinum
prótestantisku »Söxum«, þ. e. Englendingum.
Eptir messu skipaði allt sóknarfólkið sjer í
fylkingu, og hóf fjöruga hergöngu með klerki
í broddi fylkingar, og kyrjuðu andlega sálma
eða þjóðsöngva. Fundarstaðurinn var optast
einhver fornfrægur sögustaður. þangað drifu
flokkarnir ór öllum áttum, hundruðum sam-
an, allir í helgum tróar- og þjóðræknismóð.
það var eins og allur landslýður væri kom-
inn af stað í einn leiðangur, til að berjast
fyrir tró sinni og frelsi. A véttvangi sá
hvergi í auðan blett fyrir manngróanum, og
hvergi sá ót yfir; mannmergðin skipti ekki
tugum þósunda, heldur hundruðum þósunda.
Allt er á iði, allir í uppnámi af áhuganum
og mannösinni, með háreysti og glumragangi,
eins og brimröst í hafróti. Allt í einu slær
í dauðaþögn; hrönnin, höfðahrönnin, dökk á
lit, svignar öll að einum reit, þar sem ræðu-
stóllinn gnæfir hátt upp yfir mannþyrpinguna.
þar stendur hann og ber við himinn, —
jötuninn, kappinn mikli, gyrður megingjörð-
um hinnar frábæru mælsku sinnar. |>að er
steinhljóð meðan hann talar. En óðara en
hann hafði lokið ræðu sinni, lýstur upp fagn-
aðarópi,— fagnaðar-öskri ór hundrað þósund
börkum; það er að heyra álengdar eins og
þegar brim skellur á sjávar-hömrum. Móg-
urinn fær eigi við sig ráðið. Honum liggur
við að falla fram og tilbiðja hið mikla átrón-
aðargoð sitt.
Ár 1843 komst þessi óhemju-glaumur hæst.
»Arið 1843 skal verða árið mikla, skilnaðar-
árið«, kvað O’Connell. Hann fór sýslu ór
sýslu; á lýðmótinu við Tara-hæðir voru sam-
an komnar meir en 250,000 manna; þar stje
hann, »hinn ókrýndni konungur Irlands», upp
á stem þann hinn mikla, er írskir fornkonungar
hófðu staðið á, er þeir voru til konungs
teknir á þingi, og talaði fyrir þessum feikna-
mikla söfnuði.
Enginn maður hefir átt meira undir sjer
nokkurn tíma á Irlandi en O’Connell þá.
Hann hefði getað með einu orði hleypt land-
inu öllu í stjórnlaust uppnám; en hann
gjörði það ekki, af því hann VÍ3SÍ, að það
mundi eigi verða til annars en takmarka-
lausra blóðsóthellinga og nýrrar ánauðar..
En einmitt fyrir það, að hann vildi eigi hefj-
ast handa og láta til skarar skríða á
vopnaþingi, þá varð það að átumeini öllum
hans undirróðri, að hann beitti svo miklum
ofstopa og óhemjulátum. Hann ætlaði að
skjóta Englendingum skelk í bringu með
fjölmenninu og vígamóðnum einum saman, og
koma því inn hjá stjórninni, að hjer mundi
eldur af kvikna, ef hón vægði eigi til. þetta
bragð lánaðist 1829 ; en 1843 áttu Englend-
ingar of mikið í hófi til þess, að þar fjelli
eik við fyrsta högg. Hefði hann getað haldið
lýðuum í hinni sömu alspennu í tíu ár, þá
getur verið, að það hefði hrifið. En það var
ekki hægt; alþýða hafði oftekið sig á fyrsta
sprettinum. Hann dróttaði því að Englend-
ingum, að þeir sætu um að ítreka það, sem/
þeir hefðu gert fyr á tímum, að brytja hina
írsku þjóð niðnr hrönnum saman, og skoraði á
alþýðu að vera við bóin aðleggja líf og blóð í
sölurnar fyrir fósturjörðina. En með slíkum
öfgum hleypti hann svo megnri byltinga-ólgu
í almenning, að hrifi hón eigi þegar í stað,
með illu eða góðu, þá hlaut hón að linast
og hjaðna aptur.
Hón hjaðnaði. Sunnudag 8. okt. 1843
hafði O’Connell stefnt til allsherjar-málfund-
ar þar sem heitir Clontarf, eigi langt frá
Dýflinni. Stjórnin hafði afráðið, seint og
síðar meir, að skerast f leikinn gegn æsing-
urn þessum. Fundurinn var fyrirboðinn dag-
inn áður, og her manns sendur þangað, sem
hann átti að standa. jþað var mjög misráð-
ið, að hafa eigi fyrirvarann lengri en þetta ;
því feiknasægur manna dreif að fundarstaðn-
um hvaðanæfa, og vissu eigi af banninu fyr
en þeir sáu þar fylkt liði fyrir. Hjer var
komið í óefni. Lýðurinn var hamslaus. Hjer
var tíðinda von.
Enginn mannlegur máttur hefði fengið af-
stýrt vandræðum, eins og nó var komið, ut-
an O’Connel einn. Og hann gjörði það.
Hann gaf ót áskorun, þar sem hann lýsti