Ísafold - 09.11.1889, Page 2
358
Frakklandi, sem vilja laga rjettritunina eftir
framburði, sjeu »sjervitringar». jpetta eru
sannarlega stórkostleg nímæli í sögu vísind-
anna ! Jeg get nú að vísu vel skilið það, þó
að ifirkennari H. Kr. Friðriksson kalli aðra
eins menn og Sweet, Ellis, Whitney og Passy
sjervitringa, því að þeir komu allir til sög-
unnar eftir það, að ifirkennarinn var í blóma
lífsins, þegar hann var hættur að gefa gaum
að vísindastraumnum í útlöndum. Enn jeg
get mínu máli til sönnunar vitnað í orð ann-
ars mans, sem er eldri enn við báðir, og
veit jeg, að ifirkennarinn muni ekki kalla
hann sjervitring. þessi maður er Easmus
Kristján Rask, sem sumir kalla Rask hinn
mikla. Hann segir svo í rjettritunarfræði
sinni:
»Til þess að finna hinn æðsta grundvöll
stafsetningarinnar, verðum vjer first að
gera 03S Ijóst eðli og tilgang skriftarinnar.
Nú er skriftin sínileg táknun hins heirilega
máls, eftirmind eða eftirlíking hljóðs. Enn
tilgangur allrar eftirlíkingar er að sína firir-
mindina svo nákvæmlega sem unt er. jpess
vegna hlltur tilgangur allrar skriftar að vera
sá, að gefa auganu svo nákvæma sínilega
mind, sem auðið er, af því sem eirað heirir,
þegar málið er talað. Framburðurinn, sem
er hið heirilega í málinu, hlítur því að vera
hinn æðsti grundvöllur skriftarinnar, og sú
stafsetning hlítur að vera rjettust, sem best
táknar framburðinn, rjett eins og það mál-
verk er hið fullkomnasta, sem er líkast þeim
hlut, sem málaður er».
"þessi orð eru samboðin hinum mikla vís-
indamanni, sem var svo langt á undan sín-
um tíma í flestum greinum. Skarplegri og
hugsunarrjettari sönnun er varla hægt að
leiða að því, að framburðurinn sje æðsta
regla stafsetningarinnar. Hún ein er í raun
rjettri nóg til að hrekja allar hinar lítilvægu
mótbárur ifirkennarans á móti framburðinum
sem æðsta grundvelli rjettritunarinnar. Samt
sem áður skal jeg nú í fám orðum sína fram
á, hve ástæðulausar þessar mótbárur eru.
Firsta mótbáran er sú, að rjettritunin irði
breitileg, ef framburðinum væri filgt, af því
að framburðurinn sje svo ímislegur og sumir
sjeu auk þess holgóma eða blestir í máli eða
stami, og hver þessara manna um sig mundi
filgja sínum framburði. þessi mótbára er
ekki ní, því að ifirkennarinn hefur tekið hana
upp úr firirlestri mínum á 4. bls., enn hann
gleimir að geta þess, að jeg segi á sama
stað, að rjettritunin megi ekki taka til greina
þann mismun, sem er á framburði einstak-
linganna, heldur eigi hún að laga sig eftir
þeim framburði, sem sje almennastur meðal
mentaðra manna. það vill svo vel til, að
jeg get hjer aftur svarað ifirkennaranum með
orðum Rasks,sem segir í rjettritunarfræði sinni:
»J>að er nærri því óþarfi að bæta því við, að
rjettritunin eigi að grundvallast á rjettum
framburði, því að það er eðlilegt, að hver
maður vilji gjarnan gera það, sem hann skrifar,
læsilegt firir almenning og þess vegna hljóti
að velja hinn almenna framburð, og jafneðli-
legt er það, að hver maður vilji gjarnan koma
fram firir almenning í sæmilegum búningi
og þess vegna hljóti að velja framburð hinna
mentuðu manna«. |>essi mótbára ifirkennar-
ans kemur þannig ekki mál við mig. Hann
berst hjer eingöngu við skuggann sinn. það
hefur aldrei verið og er ekki skoðun mín, að
rjettritunin eigi að eltast við framburðardutl-
unga einstaklingsins eða jafnvel framburð
einstakra hjeraða. Vjer eigum t. d. ekki að
skrifa verda, sjerdu, þó að Vestfirðingar og
sumir mentaðir menn beri svo fram.
Tímatal og viðskiptalif.
I viðskiptalífi manna eru nú orðið ekki
notaðar nema örfáar leifar af hinu forna ís-
lenzka tímatail. En þessar fáu leifar eru
til ógagns eins og ættu að dysjast á forn-
gripasafni, eins og annað úrelt dót. f>ær
gjöra eintóman rugling og ekki annað. Að
hafa tvenns konar tímatal er sama heimskan,
sama óhagræðið, eins og að hafa tvenna letur-
gerð á bókum, latneskt letur og gotneskt, eins
og tíðkaðist áður hjer á landi, en nú er þó lagt
niður. Eða að vera að burðast með tvenns
konar rithönd, fljótaskript og snarhönd; það
er eins að sínu leyti. Vjer erum nógu mikl-
ar heimsins hornrekur, Islendingar, þótt vjer
gjörum eigi leik til þess að fylgjast ekki með
almennilegum mönnum—menntuðum þjóðum
— í sameiginlegum mæli á tímanum, eins og
öðrum hlutum.
Hafi hann því sæll gjört, hinn þjóðkunni, góði
viðskiptamaður meiri hluta allra landsmanna,
kapt. J. Coghill, er hann fer fram á, að
hætt sje við hið gamla fjallskilatímabil, 21.
eða 22. viku sumars, og hafa í þess stað á-
kveðinn mánaðardag, er leitir skuli byrja á
hverju ári um land allt. Vegna hinna vax-
andi fjárverzlunarviðskipta hans og annara
útlendinga er nokkurs vert, að alkunnugt sje
hvar sem er, hvenær fjenaður getur verið til
taks hje,r á markaði að haustinu ; en þá þarf að
nauðsynlega að miða við ákveðinn mánaðar-
dag ; því hvernig getur nokkur maður ætlazt
til, að útlendingar fari að leggja sig í líma
með að kynna sjer sjervizku-tímatal, sem
hvergi tíðkast nema hjá þessari örsmáu þjóð-
nefnu ?
Almenningur mun líklega hafa það helzt á
móti breytingunni, sem hr. Coghill stingur
upp á, að hann vill hafa leitirnar dálítið fyrri
en tíðkanlegt er, en fyrir það skerðist hey-
skapartíminn. En athugandi er það, sem
öllum jarðyrkjufróðum mönnum ber saman
um og góðir búrnenn þekkja mjög vel, að einn
hestur af snemmslegnu heyi er eins góður og
tveir af seinslegnu, slegnu löngu eptir að grös
eru farin að falla, með jafnri verkun, og því
er mjög óvíst, hvort nokkur bagi mundi að
því að öllum jafnaði, að hætta heyskap í miðj-
um septernbermánuði, en byrja slátt heldur
þeim mun fyr, þótt snöggt kunni að vera.
Annað er það, að sjeu leitir snemma um garð
gengnar, verður miklu heldur tími að haust-
inu til jarðabótavinnu, ef bærilega viðrar; en
það er fásinna og eitt aðalmeinið í íslenzk-
um búskap, að menn eru að teygja úr tím-
anum til að hornaskellast um kargaþýfi og
óræktarmóa og hjakka þar hvert ílustrá, í
stað þess að verja heldur hæfilegum hluta af
bjargræðistímanum, sem kallaður er, til þess,
að geta haft meira ræktað land og sljettað á að
ganga, og þar með upp skorið margfalt
meira á skemmri tíma.
Um hitt, sem hr. Cpghill fer fram á, að
bændur boði sjálfir fjármarkaðina, getur þeim
eigi blandazt hugur, að það er þeim sjálfum
mestur hagnaðurinn. f>á geta þeir haft mark-
aðina á þeim stað og tíma, sem þeim er hent-
ugast, og stefnt þangað öllum fjárkaupamönn-
um í einu lagi, og þar með gert markaðina
sama sem uppboðsþing. það eru einsæ
hlunnindi fyrir seljendur. En þó að þeir ráði
tíma og stað fyrir markaðina, þá hljóta þeir
samt að sjá sjer hag við það, að hafa þá
þannig, að helztu fjárkaupamennirnir geti, ef
þeir vilja, komið sjálfir á þá alla, og þurfa
markaðirnir þá að vera í ákveðinni röð, með
hæfilegum tíma til að ferðast milli þeirra, og
byrja þar, sem siglingar að landinu eru örð-
ugastar og hættumestar, er á haust líður, en
það er norðanlands.
Með því að hafa markaði snemma á hausti,
ætti líka að vera hægra að koma skepnunum
af stað frá landinu áður en frost og snjóar
dynja á og hálfkvelja úr þeim lífið áður en
þær komast á skipsfjöl, með þeirri meðferð,
sem geymslunni fylgir : hnappsetning með
hundum á daginn og bæling á nóttum úti
undir berum himni, hvernig sem veður er.
Hin ráðgerða færsla á fjallskilatímanum
mun kosta breyting á fjallskilareglugjörðum
um land allt. En til þess er hún færð í tal
svona snemma, að sýslunefndir og amtsráð
hafi tíma til að koma því í kring fyrir næsta
haust, ef það yrði ofan á að sinna því máli,
sem líklegt er, úr því að langmesti fjárkaupa-
maðurinn gerir það að skilyrði fyrir að halda
viðskiptum sínum áfram, — maður, sem hefir
fram undir 20 ár verið aðalpeningalind lands-
búa og flutt hingað margar miljónir króna.
í gulli.
Prestskosningin.
DÖmkirkjusöfnuðurinn fjekk lof fyrir það
í sumar, að hann dreif sig til að sækja svo
kjörfund til prestskosningar, að fundurinn
varð vel lögmætur, og það þótt fjöldi manna
væri fjarverandi frá heimilum sínum um
þann tíma árs. Raunar er það nú ekki sjer-
lega mikið þrekvirki, að koma á mannamót.
þar, sem leiðin á fundarstaðinn er ekki lengri
nje torsóttari en hjer í höfuðstaðnum. En
það er eins og reynslan hafi kennt það, að
ekki sje við inikln að búast til slíkra hluta
af almenningi í höfuðborginni eða þar í
grennd, og því þyki góðra gjalda vert, ef
betur rætist úr stóku sinnurn.
þess skyldu meun gæta samt, að mikið
fellur á frægðina fyrir að nota rækilega kosn-
ingarrjett sinn, ef til þess þarf jafn-vandlega
og fast-sótta smölun eins og beitt var hjer í
sumar. þetta bæjarfjelag og söfnuður ætti
að vaxa sem skjótast upp úr því. |>á fyrst
haga kjósendur sjer eins og á að vera, er
þeir neyta sinna sjálfstjórnarrjettinda eins og
verulega frjálsir menn, af eigin hvötum og
eptir beztu sannfæringu. því tíðara sem tæki-
færi býðst til að neyta þessara rjettinda, því
fljótara á mönnum að lærast það.
Nú ættu safnaðarmenn að sýna það á þriðju-
daginn, að þeim hafi farið það fram síðan í
sumar, að þeir neyti nú prestskosningarrjett-
ar síns engu miður en þá, og nokkurn veginn
sjálfkrafa, án þess að hneyksla náungann með
því að láta þurfa að smala sjer nærri því
eins og skynleysingjum, hvort heldur eru karl-
ar eða konur. f>ótt svo kunni að vera, að
söfnuðinum í heild sinni sje ekki kappsmál
um neinn af umsækjendunum um brauðið,
þá á honum að vera það kappsmál, að láta
ekki um sig spyrjast það tómlæti og mann-
rænuleysi, að hann láti ónotuð mikilsverð og
langþreyð sjálfsforræðisrjettindi, er litla sem.
enga fyrirhöfn hafa í för með sjer.