Ísafold - 27.11.1889, Blaðsíða 1
KLemui út á miðvikudö'um og
laugardögum. Verð árgangsins
(I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
(Jppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 95.
Reykjavík, miðvikudaginn 27. nóv.
1889.
Líf og lifsvon sjómanna.
Síra Oddur V. Gíslason, sem er nýkominn
heim úr ferðalagi austur um Arness- og Rang-
árvallasýslur, til að leiðbeina almenningi þar
í ýmsu, er sjávarútvegnum má verða til fram-
fara, hefir ritað ísafold svo látandi skýrslu:
Herra ritstjóri! A ferð minni 1,— 20. þ.
m. um fiskiver Arness- og Rangárvallnasýslna
átti jeg tal við hina helztu sjómenn, formenn
og útvegsmenn, hjelt fyrirlestra um »bjarg-
ráð« á öllum fundarstöðum í Rangárvallasýslu
og 3 stöðum í Arnessýslu, til þess að skora
á sjómenn, að neyta allra þeirra »bjargráða«,
sem menn þekktu, »til að bjarga lífi sínu«.
Var því hvervetna mjög vel tekið, og studdu
beztu menn mál mitt, svo bjargráðanefndir
voru kosnar og skipaðar æfðustu mönnum.
Lofuðu menn alstaðar í Rangárvallasýslu að
reyna »lýsið« sem sjólægi við hinn voða-
lega »landsjó«, sem þar ér hættulegastur,
og á nú að reyna sjerstaka lýsispoka, sem
herra faktor P. Nielsen á Eyrarbakka sjer
um, að búnir verði til. Álít jeg þá hentugri
og betri heldur en tappalausar flöskur, sem
vaualegast hafa verið notaðar erlendis í lág
og brimi. þessa poka á að nota bæði af
skipi og úr landi, svo lygnubrú myndist iit
yfir landsjó, milli skips og lands. Sumstað-
ar skulu ræktuð »hlið« með niðurburði feitar,
grútar, lifrar eða lýsis. Lýsti sjer almennur
áhugi og vilji á, að gjöra alvöru úr þessu, og
efast jeg ekki um, að það verði á sínum
tíma framkvæmt, og þá verðar raunin sönn-
un fyrir því, .>að lýsið hjdlpar alstaðam, þótt
örðugast sje við »landsjóina« að eiga.
I Arnessýslu hefir lýsi verið brúkað stöð-
ugt á Eyrarbakka og Stokkseyri, samkvæmt
samþykkt þar að lútandi.
I ITerdísarvík og Selvogi var lýsi haft á
hverju fari síðastliðna vetrarvertíð, en í þor-
lákshöfn og Loptsstaðasandi var það að eins
á fáum skiputn. Bjargráðanefndirnar gjöra
það, sem í þeirra valdi stendur, til að fá
alla formenn til að hafa lýsi á sjó með sjer,
og hvetja til þess, er sjómennsku getur verið
til framfara og efiingar, og vona jeg, að árið
1890 beri þess vitni, að í bjai'gráðanefndun-
um sje »kraptur ókomins tíma til nýrra' fram-
kvæmda», því þær eru skipaðar þeim, sem
sjómenn hafa bezt traust á, og sem þeir
sjálfir þekkja að greind, dugnaði og fram-
kvæmd.
1 Arness- og Rangárvallasýslum eiga sjó-
menn að fagna fylgi og stuðning embættis-
rnanna og verzlunarmanna, sem hafa allan
hug á, að styðja og styrkja framfarir í sjó-
mennsku, sem viðurkenna, að afnot erfiðis
sjómanna eflir eiginn hag þeirra, og teljast
þess vegna eigi undan samvinnunni, heldur
taka þátt í henni með ánægju, sem aptur
hvetur og örfar sjómanninn til nýrrar og
ítrekaðrar áreynslu.
þar sem áður hefir verið auglýst, hverjar
og hvar væru nefndir (I. í Gúllbringusýslu
og IV. Borgarfjarðarsýslu) bið jeg yður að
auglýsa nefndir Arnes- og Rangárvallasýslna :
II.
Bjargráðanefndir í A r n e s s ý s lu,
1. porlákshöfn (2. S. G.).
Jón Jónsson, Hlíðarenda (oddviti).
Halldór Jónsson, þorlákshöfn.
Jón þorsteinsson, Móhúsum.
2. Eyrarbakka.
Guðmundur Isleifsson, Stóru-Háeyri.
Jón Hannesson, Litlu-Háeyri (oddviti).
Jóhann þorkelsson, Mundakoti.
Jón Sigurðsson, Túni.
Ólafur Gíslason, Götuhúsum.
Eyvindur Jónsson, Eyvakoti.
Magnús Ingvarsson, Einkofa.
3. Stokkseyri.
Adolf Adolfsson, Stokkseyri.
Jón Grímsson, Stokkseyri.
Benedikt Benediktsson, Iragerði.
Jón Jónsson, Holti.
Sturlaugur Jónsson, Starkarhúsum.
Hallgrímur Jóhannesson, Kalastöðum.
Júníus Pálsson, Syðraseli.
4. Loptsstaðaveri.
Jón Jónsson eldri, Loptsstöðum.
Jón Jónsson yngri, s. st. (oddviti).
Gísli Jónsson, s. st.
Ari Andrjesson, Ragnheiðarstöðum.
þorsteiun Oddsson, s. st.
Hannes Magnússon, Baugstöðum.
Guðmundur Hannesson, Tungu.
5. Selvogur og
6. Herdisarvík er enn þá óákveðið, hvort
myndi eina eða tvær nefndir, og verður
það síðar auglýst.
III.
Bjargráðanefndir i Bang ár v alla-
sý s lu.
1. pykkvabce.
þórður Guðmundsson, Hala (oddviti).
Ólafur Ólafsson, Hábæ.
Kristján Pálsson, Borgartúni.
Jón Benediktsson, Unhól.
2. Vestur-Landeyjahreppi.
Arni Jónsson, Sperðli.
Tómas Jónsson, Gerðum.
Kjartan Olafsson, þúfu (oddviti).
Einar þorsteinsson, Arnarholti,
Jón Halldórsson, Strönd.
Jón Nikulásson, Alfhól.
3. Austur-Landeyjahreppi.
Oddur Pjétursson, Krossi (oddviti).
Guðni Guðmundsson, Skækli.
Sigurður Guðmundsson, Litlu-Hildisey.
Sigurður þorbjörnss., Kirkjulandshjáleigu.
Bjarni Guðmundsson, Búðarhjáleigu.
Guðlaugur Nikulásson, Hallgeirsey.
4. Vestur-Eyjafjallahreppi.
Bergsteinn Einarsson, Pitjarmýri.
Jón Sighvatsson, Efriholtum (oddviti).
Auðunn Einarsson, Syðrirofum.
Jón Einarsson yngri, Skála.
Sigurður Arnason, Steinmóðarbæ.
ð. Austur-Eyjafjallahreppi.
Magnús Jónsson, Steinum (oddviti).
þorsteinn Jónsson, Drangshlíð.
Sigurður Ólafsson, Hrútafellskoti.
Vigfús Einarsson, Hlíð.
Að þessu sinni var mjer ekki hægt að
að gjöra meira, þar sem tími minn var bund-
inn; en ef jeg lifi (þá kemur tími og þá kem-
ur ráð) mun jeg reyna að koma í flest fiski-
ver, í þeirri von, að einhver not verði að
ferðum mínum, og hefir þessi ferð mín hvatt
mig mjög til þess, þar sem jeg ekki varð
annars var en vilja og áhuga til framfara í
sjómennsku, og mjer var sem hjá bræðrum
væri.
Jeg tel sjálfsagt, að nefndir Arnessýslu
reyni að sjá þeim 2000 manns, sem á vertíð
verða mílli Ólfusár og þjórsár, fyrir viðunan-
legri læknishjálp, því það á sjer hvergi stað
í heimi, að svo fjölmenn og náin fiskiver sjeu
læknislaus (þ. e. hafi eigi sjerstakan lækni)
og hjer er betra »að veifa röngu trje en
engu«, ef eigi verður úr því bætt.
Reykjavík 23. nóv. 1889.
O. V. Gíslason.
* *
*
Hinn mikli áhugi og þolgæði síra O. V.
Gíslasonar við þá sjerstaklegu framfaravið-
leitni, er hann hefir tekið að sjer, er líklegt
til þess að bera muni góðan ávöxt. Undir-
tektirnar eru, að hans sögn, víðast mikið
góðar. »En efndanna er vant, þótt heitiu
sjeu fengin»: allt er undir því komið, að fram-
kvæmdirnar verði sæmilegar. Sjervizka og
hleypidómar gera auðvitað vart við sig innan
um móti þepsari framfaranýbreytni sem ann-
ari, þótt hann hafi ekki orð á þvi, enda kann
hann manna bezt tök á að yfirbuga það með
lipurð og þolinmæði; en við deyfðina og
skeytingarleysið, þegar til framkvæmdanna
j kemur og talsmaðurinn er hvergi nærri, —
við það er erfiðara að fást. En takist að
yfirbuga það líka í þessu máli, þá munfleira
á eptir fara : meira fjör og framtakssemi til
annara hluta líka ; og því á þetta og því um
líkt að vera áhugamál fyrir þjóðina í heild
sinni.
Fjártökuviðskipti Zöllners og
Kaupfjelags Arnesinga
(Niðurlag),
Eptir að skip Z. var farið hjeðan, skrifað
jeg austur, hvort jeg ætti að afhenda þessa
354 sauði hjer til geymslu eða selja. Var
mjer svarað aptur, að vissast væri að selja
þá, þar sem engin trygging væri fyrir frá Z.
hálfu, að fjelagið biði engan halla, bæði við
kostnað fjárins hjer eins og sölu þess seinna
meir. Aleit jeg þó hyggilegra að hinkra við
með söluna, ef Z. seinna sendi mjer skriflega
trygging fyrir því, að fjelagið skyldi engan
halla bíða við þessa bið fjárins hjer; en það
reyndist óþarfa hinkrun. Dróst því sala
fjárins undir það í 2 vikur.
Að vísu fjekk prófasturinn »privat«-brjef
frá J. V., og stóó þar, að þeir væru fúsir á,
að borga allan kostnað af bið fjárins hjer,
og hefði þeim dottið í hug, að senda lítið
gufuskip eptir báðum fjárhópunum og hross-
unum; en þar sem þeir ekki vissu nema
búið væri að selja kaupfjelags-fjeð, þá þyrðu
þeir ekki að ráðast í að senda skip. þetta
«