Ísafold - 27.11.1889, Page 3
379
L
síðasta 24. sept. Til Beykjavíkur kemur
fyrsta strandferðaskip norðan og vestan um
land 14. apríl, og fer þaðan aptur 22. apríl
sömu leið ; kemur við á 6 höfnum öðrum hjer
við land í þeirri ferð báðar leiðir : Eskifirði,
Seyðisfirði, Akureyri, Sauðárkrók, ísafirði,
Dýrafirði, og 2 aðra leiðina: Onundarfirði
hingað, Siglufirði hjeðan. í síðustu strand-
ferð kemur Thyra hingað 15. okt., og hleyp-
ur þá að eins yfir 3 af hinum venjulegu við-
komustöðum hjer við land : Berufjörð, Húsa-
vík og Reykjarfjörð. A útleið fer Laura hjeð-
an síðast 2.' okt. kringum land, og kem-
ur þá að eins við á Dýrafirði, Isafirði, Siglu-
firði, Akureyri og austfirzku höfnunum öll-
um.
A vesturhafnirnar sjerstaklega fer »Laura»
alls einu sinni, snemma í maí. þó er hálf-
vegis ráðgerð aukaferð til vestfjarða með
»Romny» seint í júlímánuði.
f «Menntunarástandið á Islandi«. Út
af fyrirlestri Gests Pálssonar um það efni
var fjölsóttur málfundur í Good-Templara-
húsinu f Reykjavík laugardag 23. þ. m. þar
töluðu þeir Jón Olafsson alþingism., Björn
Jónsson rítstj., síra Jón Bjarnason frá Winni-
peg, Páll Briem alþingism. og Indriði Ein-
arsson revisor — allir í móti skoðunum fyr-
irlestrarhöfundarins, nema síra Jón Bjarnason.
Fundurinn stóð frá kl. 8—114. Agrip af
því, sem talað var, stendur til að birtist á
prenti aptan við fyrirlesturinn.
Fjárkaupaskip Coghills. Gufuskipið
Penelope fór ekki fyr en á sunnudaginn, og
Magnetic á mánudaginn 25. þ. m. Með því
fór Coghill sjálfur.
Fjársala kaupfjelaganna- Kaupfjelög
Arnesinga, Dalamanna og Skagfirðinga kváðu
hafa fengið 17f kr. að meðaltali fyrir fje það
— eintóma sauði —, er þau hafa selt til Eng-
lands í haust, fyrir milligöngu þeirra Zöllners,
að frádregnum öllum kostnaði; Eyfirðinga-
fjelagið 18 kr. fyrir sauði, Fljótsdalshjeraðs-
fjelagið nærri 19 kr., og þingeyingafjelagið
rúmar 19 kr.
Mannalát og slysfarir. Guðmundur
Ólafsson jarðyrkjumaður á Fitjum í Skorar-
dal er nýlega andaður, hálfsjötugur að aldri.
Hann hafði numið búfræði erlendis, var mik-
ið vel að sjer og ritaði ýmislegt í «Ný Fje-
lagsrit* og víðar, vandað og vel hugsað. Jarða-
bætur gerði hann miklar á biijörð sinni Fitj-
um, sljettaði túnið mestallt o. s. frv. Samt
var efnahagurinn örðugur lengstum, og mun
það hafa stafað af antiarlegum ástæðum.
Hann var heilsubilaður mjög hin síðari árin.
Á alþingi var hann 1875—1879.
Hinn 13. þm. skaut sig maður af slysi á
rjiipnaveiðum á Efstabæ í Skorradal, sonur
Sigurðar bónda Vigfússonar, Jón að nafni,
hálfþrítugur, mesti efnismaður.
Á Isafirði. rjeð maður sjer bana í haust,
skaut sig: Kristján Pálsson verzlunarmaður.
Frá Veiðileysu á Ströndum varð bátstapi
í haust 18. okt. í fiskiróðri með 4 mönnum,
er drukknuðu allir.
Ennfremur drukkuðu 2 menn á bát á Arn-
arfirði 30. okt., á heimleið frá Bíldudal út í
Bakkadal, Sumarliði Magnússon og Pjetur
þórðarson, báðir dugnaðarmenn; mun bátur-
inn hafa lent á grynningum og brotnað.
Leiðarvísir ísafoldar.
286. Eru menn skyldir til að vaka eða vaka
láta yfir fjörum sínum, að ekki sje tekin beita á
næturþeli af þeim, þegar eigandi hefir margbann-
að það?
Sv.: Nei, ekki frekar en hann vill.
287. Er það ekki vítavert, hvort það er beita.
eða annað því um líkt, sem rekur á fjörurnar, að
taka það heimildarlaust, hvort heldur er á nóttu
eða degi, og hvað segist á slíkum yfirgangi?
Sv.: Skaðabætur og ef til vill sektir.
288. Jeg, sem er ekkja eptir mann minn sál-
uga og stend í öllum skiluin, samkvæmt munn-
legum byggingarskilm&lum, er manni mínum voru
gefnir,— verð jeg lirakin frá ábýli mínu, riijer nauð-
ugt og til mikils kostnaðar, eða er það útbygging-
arsök eða vítavert, þótt jeg vilji verja tún mitt í
gróanda fyrir ágangi af annara manna fjenaði?
Sv.: Nei. „Ekkja heldur ábúðarrjett manns síns“
(lög 12. jan. 1884, 2. gr ),
289. Hefir faðir ekki heimild til að taka til sín
barn sitt óskilgetið, ef það er ekki hjá móður-
inni?
Sv.: Nei, ekki að móðurinni nauðugri.
290. Er það leyfilegt fyrir móður óskilgetins
barns, sem ekki getur gefið með því að neinu
leyti, eða sjeð um uppeidi þess, að neita föðurn-
um, sem kostar það að öllu leyti, um tilhlutun í
vali verustaðar þess, ef hún sjálf fer í vist og
kemur barninu fyrir annarsstaðar ?
Sv.: Já, svo er það að lögum.
291. Hvers vegna hef jeg ekki kjörgengi tit
prestskosningar, þar sem jeg er löglegur lausa-
maður, og hef löglegt heimili á þeim bæ, sem jeg
er fæddur og uppalinn á?
Sv.: Af því að þeir, sem lögunum eiga að beita,
skilja svo orðið „búsettir“ í prestskosningarlög-
unum, 3. gr., að það eigi ekki við lausamenn.
292. Hvers vegna hafa lausakonur fremur en
lausamenn kosningarrjett, þótt þær gjaldi minna
til prests ?
Sv.: þær hafa haun ekki fremur. Hitt er ann-
að mál, að standi þær á kjörskrá, geta þær kom-
ist að að kjósa, ef enginn kœrir.
AUGLÝSINGAR
i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd.
Leiðir og lendingar.
Hjer með skora jeg á bjargráðanefndir þæiy
sem nú eru í Suður- og Vesturamtinu, að
senda mjer áreiðanlega og nákvæma lýsing
á þeim leiðum (sundum) og þrautalendingum,
sem almenningi þurfa að vera kunnar.
011 undir-mið þurfa að vera sundmerki:
súlur eða vörður, með trje á — því hæðir,
bakkar, garðshorn, bæjarþil, strompar, hólar,
hjallar og því um líkt er ónóg og óljóst flest-
um, nema heimilismönnum.
Ef nokkuð er að athuga við sundalýsingar
o. s. frv. í Arnessýslu, þarf jeg að fá athuga-
semdir um það.
Brjef þessu viðvíkjandi og öðrum bjarg-
ráðamálum óska jeg send rnjer á Geysir í
Reykjavík, fyrir 5. janúar 1890.
P. t. „Geysi“ 25. nóv. 1889.
0. V. Grslason.
ÓSKILAKIND. í haust var mjer dregið lamb-
sem jeg á ekki, með marki mínu: fjöður fr. vinstra.
8á, sem getur álitizt rjettur eigandi lambs þess,
má vitja andvirðis þess til mín, að frádregnum
öllum kostnaði, og semja við mig um markið, fyr-
ir lok maímán. næstkomandi.
Hrafnadal við Hrútaf|örð 1. nóv. 1889.
Kristján Jónsson.
►
Hefndin.
maður leggur ekki á sig, þegar hann er hug-
fanginn af ungri og laglegn stúlku. Mjer
fannst þetta ekki neitt, þegar jeg hugsaði til
þess, að hún Jóhanna ætlaði að eiga mig,
þegar jeg væri orðin yfirmaður. Jeg rjeð
mjer varla fyrir gleði, þegar jeg var að
hugsa um þetta, og ásetti mjer að vanda
svo breytni mína, að jeg gæti orðið unnustu
minni samboðinn og verið henni til sóma,
enda varð þess ekki langt að bíða, að jeg
var virtur og elskaður af öllum, sem þekktu
mig, og ekki er það raup, þó jeg segi, að
jegvarálitinn reglusamasti, iðnasti og atorku-
samasti liðsmaðurinn í herdeildinni. Ár og
síð og all tíð annaðist jeg störf mín, og var
reiðubúinn til allra vika, bæði fyrir yfirmenn
mína og samliða, og ávann mjer því hylli
þeirra allra, nema eins, Feldbergs yfirliða«.
»Já, nú skil jeg«, greip einn þeirra fjelaga
fram í; »honum hefir sjálfsagt litizt á hana
Jóu líka«.
»Skyldir þú ekki eiga kollgátuna, lagsi«,
sagði Bornemann. »Hann var meðbiðill minn
og reyndi því með öllu móti að sverta mig
f augurn hennar; en opt gat jeg þó varað
mig á undiferli hans og rógi.
Arið eptir varð jeg yfirrnaður í veiðiliðs-
sveitinni. Jeg varð glaðari en frá megi
segja, og skundaði á fund Jóhönnu, til að
segja henni tíðindin; var þetta engu minna
gleðiefni fyrir hana. Sátum við nú saman
stundarkorn, og hlóðum í skyndi allmikinn
loptkastala, sem við ætluðum að búa í eptir-
leiðis. Við tókum ekki eptir því, að inn var
kominn nýr gestur, fyr en hrópað var með helj-
arröddu: »Er Bornemann hjer! þekkir hann
ekki lög herdeildarinnar og hvað við liggur,
ef yfirmaður vanrækir skyldu sína? Ef hann
veit það ekki, skal jeg segja honum, að hann
mi8sir öll sín metorð. Veit ekki Bornemann
það«?
Af því svo vel lá á okkur Jóhönnu, hafði
jeg leiðzt til af fortölum hennar að drekka
hjá henni nokkur glös af víni, og var jeg
því búinn að fú í kollinn meira en ef til vill,
góðu hófi gegndi fyrir mig. Blóðið stökk
fram í andlitið á mjer við þessi þjösnalegu
orð Feldbergs, því það var liann, sem kom-
inn var inn til okkar. Jeg stóð upp og sagði:
»Skárri eru það ósköpin ! Berið þjer yður að
standa á fótunum þangað til þjer verðið yfir-
foringi, en fyrir mitt leyti vildi jeg helzt óska
að jeg væri blátt áfram annnað hvort þúaður
eða þjeraður, en ekki ávarpaður með þessu
blessuðu hann; óbreyttir hermenn eru þjerað-
ir og á þá víst engu síður við að þjera yfir-
mann í hernum; að minnst kosti þykist jeg
geta ætlazt til þess«.
Feldberg skipti litum. »Hvað ér þetta«
hrópaði hann. »Ætlar hann að sýna óhlýðni
— svo sem hann ákvað — —naggurinn—
»Hann ætlar sjer að nota það er hann þyk-
ist nú öðrnm fremri. En jeg sltal kenna
honum að haga sjer öðru vísi; þarna eru
dyrnar; út, út«.
»Jeg fór ekki, en hef sjálfsagt svarað ein-
hverjum ónotum. Hann brá mjer ýmsum
brigzlum, og varð jeg loks svo fokreiður, að
jeg brá sverði mínu og lagði til hans; var
þá komin að hermannasveit til hjálpar við
Feldberg, svo jeg var skjótt borinn ofurliða
og hnepptur í fjötur. Eptir nokkra daga dæmdi
hermannarjetturinn mig til eins árs þrælkunar-
vinnu, og var þá úti orðið um öll mín metorð«.