Ísafold - 30.11.1889, Page 1
'fvemur ót á miðvikudögum og
Jaugardögum. Verð árgangsins
(iO^arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgisit fyrir miðjan júlírnánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifieg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir i.okt, Af-
greiðslust. í Austnrstrœti 8.
XVI 96
Reykjavík, laugardaginn 30. nóv.
í| 1889.
Elllll árgangur af ísafold er miklu
o o
stcerri en tveir árgangar af öðrum blöðum
'hjer á landi hiuum stærstu, og kostar þó
ekki meira en þau, eða
að eins 4 kr. árgangurinn.
Blaðið kemur út tvisvarí viku allt árið,
104 blöð alls. Kostar þá hvert númer, heil
örk, ekki fulla 4 aura, en í öðruin blöðum
jafnvel 7—8 aura, þótt í miklu minna broti
sjeu.
Samt sem áður fá nýir kaupendur að
ísafold næsta ár (1890) í kaupbæti eða d-
heypis og kostnaðarlaust sent
Sögusafn ísafoldar 1889,
nálægt 400 bls.
NÝlR KAUPENDUR gefi sig fram
sem fyrst.
Sundrungar-barátta.
það er sannkölluð sundrunga-barátta, sem
»jþjóðviljinn» ísfirzki hefir fyrir stafni. Hann
hamast í gegn meiri hlutanum á þinginu í
sumar, íyrir málamiðlunarstefnu hans í stjórn-
arskrármálinu. Hann metur þá alla oalandi
og óferjandi, er þann flokk fylltu, svo sem
aðra landráðamenn. Hanti lætur sem þeir
hafi hopað á hæl og gefizt upp fyrir vjelræð-
islegri atsókn stjórnarsinna.
|>að hefir verið rækilega og ýtarlega utlist-
að, bæði í nefndaráliti meiri hlntans í neðri
deild og í blöðuuum síðan, að málamiðlunar-
atriði þau, er urðu að samkomulagi við meiri
hluta beggja flokkanna í efri deild, hinna
konungkjörnu og hinna þjóðkjörnu, veikja
ekki að öllu saman lögðu minnstu vitund
málsveg einbeittrastjórnarskrárendurskoðenda.
Aðalkröfum þeirra er haldið fram jafnt eptir
sem áður. Ymislegt í stjórnarskrárfrumvarp-
inu, sem samþykkt var í efri deild, var eigi
einungis miklu betra en það, sem nú eru lög,
heldur betra en það, sem haft var í frum-
Vörpunum 1885 og 1887. Og það sem á brest-
ur til þess, að vel megi við una, er eigi stór-
vægilegra en svo, að engan veginn er örvænt
um að samvinna fáist af hálfu meiri hluta 1
báðum deildum á næsta þingi tíl þess að fá
þá annmarka burtu sniðna. En um það get-
ur enginn efast af fullri alvöru, að stórum
mun líklegra er það til sigurs, ef allur þorri
þingsins getur orðið á einu bandi í málinu,
jafnt þjóðkjörnir menn §em konungkjörnir,
heldur en ef það dagar uppi eða fer í mola
þing eptir þing, svo að það kemst ekki einu
sinni gegn um þingið.
f>að er ekki annað að heyra á málsmet-
andi mönnum víðsvegar um land, en að þeim
líki vel meðferð málsins í sumar að öðru en
því, að það var látið daga uppi og fór að
því leyti til í mola. Úr því svo tókst til, er
ekki um annað að hugsa en að taka til ó-
spilltra málanna á næsta þingi og leiða þá
til lykta það, sem nú var hálfgert, ef auðið
er, eptir nákvæma íhugun þangað til. »þjóð-
viljinn» sjer, að þetta er stefna tímans og að
þetta muni ná fram að ganga. En við því
vill hann sporna af öllum mætti. Blöð af
hans tagi þurfa jafnan að ala á ríg og flokka-
drætti. J>að er þeirra líf og andi. Bresti
það, er úti öll þeirra dýrð. Ulfúð og tor-
tryggni milli stjetta, flokka og jafnvel hjeraða
er þeirra matur og drykkur. Að atyrða,
rægja og óvirða menn, það er það heygarðs-
hornið, sem þau halda sjer við ; en að styðja
góðan máls-veg með alvöru, en sanngirni og
sannleiksást, það fást þau alit minna við.
Snæfellsnesi, 18. nóvbr. Veðrátta hefir
verið hin óstöðugasta síðan eg skrifaði sein-
ast, sífeldir útsynningar, ýmist með áköfu
kafaldi eða rigningu, og alla jafna mátt heita
lítt fært veður tíl allra starfa; þessvegna
mjög gæftalaust við sjó. Pönn hefir oft
kyngt svo mikilli, að ófærir hafa orðið fjall-
vegir, og enda orðið hart um jörð á einstöku
bæ stundum; en nú í gær og dag hefir leyst
svo mikið, að varla sjest fönn til fjalla.
Allur fjenaður hefir lirakizt mjög að holdum
við þessi illviðri.
Fislciafli undir Jökli nú svo að segja eng-
inn; kemur nokkuð af gæftaleysi; en þá
sjaldan gefur, verður ’dálítið vart við smáfisk
á dýpstu miðum, en örlítið af rosknum fiski
og þá mögrum mjög. Spá reyndir formenn
mjög illa fyrir afla á vetrarvertíðinni.
Blautfisksverzlun er nú með langminnsta
móti í Ólafsvík (Ólafsvíkurverzlun hefir blauc-
fiskstökumenn úti á Sandi), og kemur það að
sjálfsögðu nokkuð af aflaleysi. En mest er
það þó því að kenna, að hr. Lárus Skulason
(sýslunefndarm. Neshr. utan Ennis) og nokkr-
ir aðrir nýtir menn, sem fundið hafa til þess,
hversu mikið tjón blautfisksverzlanin hefir
verið hin sfðustu ár fyrir Jöklara, hafageng-
ið í fjelag til þess, að afstýra með öllu blaut-
fisksverzluninni og koma á almennri sam-
söltun í Neshrepp utan Ennis. Hafa þeir,
til þess að fátæklingar skyldu ekki freistast
af neið eða þröngum kringumstæðum til að
leggja inn blautan fisk, falið tveimur mönnum
að sjá fátæklingum fyrir brýnustu nauðsynj-
um (kornmat og þessleiðis) í vetur, og er
mönnum lánað það til sumars. þetta ereitt
hið þarfasta fyrirtæki, eins og á stóð undir
Jökli.
Verzlunarsamtök hefir syðri hluti Breiðavík-
urhrepps gjört, þannig löguð, að skipta fram-
vegis alls ekkert við Ólafsvíkurverzlun, þ. e.
við Clausensverzlanir yfir höfuð, og jafnframt
því fengið loforð frá Thor kaupm. Jensen í
Borgarnesi, að koma vestur á Stapa- og
Búða-höfn með vörur í vor og sækja til
þeirra aptur vörur þeirra að sumri. Alveg
sams konar samtökeru Staðsveitingar og meiri
hluti af Miklhreppingum að gjöra með sjer,
og ætla þeir einnig að skipta við Thor
kaupm. Jensen.
Barnauppfrœðsla er nú í talsvert lakara
horfi að sumu leyti hjer, en í fyrra vetur.
Að vísu er nú eins og í fyrra barnaskóli bæði
í Olafsvík og á Sandi, með sömu kennurum
og í fyrra, og í Stykkishólmi eru einhverjar
vomur á mönnum, að hafa einhverja barna-
skóla-nefnu. En hvorttvegja er það, að þar
eru ekki fjárráð góð til sllks, og áhugi manna
á þeim málum kailnske ekki alveg glaðvak-
andi. En í sumum hreppum, sern umfar-
andi kennara höfðu í fyrra vetur, eru alls
engar slíkar ráðstafanir gerðar í vetur. Er
það þá hvorki blómlegt eða- lofsvert, þegar
uppfræðingartilraunum fer heldur apcur er
fram.
Barðastrandarsýslu sunnanv. 11. nóv.:
Hin sama góðæristíð helzt enn; þó má heita
heldur umhleypingasamt síðan veturinn byrj-
aði, en optast þíða eða lítill froststirðningur,
fannkoma engin í byggð og nú marautt þar, .
en talsverður stijór er kominn á fjöll, og
umbrota ófærð var fyrir skömmu kominn á
|>orskafjarðarheiði. Stórviðrasamt hefir líka
venð og ógæftir til sjávarins; sunnanveðrið,
sem kom á að kvöldi hins 6. þ. m., var hjer
með mestu veðrnm af þeirri átt. J>að mátti
heita aftakaveðnr um nóttina og fram eptir
degi þ. 7., enda urðu misferli á skipum og
bátum víðast, er til hefir spurzt. Unnu þar
líka að óvenju mikið stórflóð og sjáfargangur.
Brotnuðu eða skemmdust margir bátar í
vestureyjum og á Reykjanesi og víðar, Yöru-
skip frá kaupm. Gram fór þá úr Stykkishólmi
með það kjöt sem iiann átti þar til fram-
siglingar, en átti að fara vestur á Flatey að
taka þar kjöt Björns kaupmanns, hreppti
veðrið að kvöldi hins 6., og komst ekki inn
á höfnina, lagðist fyrir utan Flatey og notaði
öll sín legufæri, sem þó elrk dugði um nótt-
ina, fyr en þeir hjuggu siglutrjeð með reiða
fyrir borð, og var það síðan róið inn á
höfnina, og seut eptir sýslumanni að láta hann
álíta, hvort strand skuli metast eða ekki.
Vegua þessara ógæfta og umhleypitiga hefir
afli orðið minni í veiðistöðum hjer um slóð-
ir (Oddbjarnarskeri og Bjarneyjum) en ann-
ars hefði; því allvel hefir aflazt þar, þá sjald-
an er gefizt hafa góð sjóveður nú í haust.
Fiskilaust enn við Steingrímsfjörð, eins og
fyrri, en góður afli á Gjögri norður og vest-
anvert við Húnaflóa inn að Bjarnanesi við
Steingrímsfjörð.
Heilsufar fólks hjer um pláss í betra lagi;
þó hefir stungið sjer niður á stöku mönnum
lungnabólga; enginn nafukenndur dáinn.
Barðastrandarsýslu vestanverðri 6.
nóv.: Seinustu dagana af umliðnu sumri
gengu hjer rigningar miklar með hvassviðri,
svo ekki gaf á sjóinn; hjeldust þær fyrstu
dagana af vetrinum, en 1. þ. m. varð jörð
hjer alhvít af snjó; hafa síðan verið fann-
komur með talsverðu frosti; er nú ófærð mikil
á fjöllum uppi, en næg jörð er enn þá í
byggð fyrir roskið sauðfje; en haldist veðrátta
þessi lengi, verða menn að fara að kenna
lörnbum át.
Júlskipið »Kjartan», eign Pjeturs Björnsson-
ar fráHlaðseyri og Einars Gíslasonar hrepp-
stjóra í Hringsdal o. fl., aflaði í sumar 38,000
af fiski, og hefir það verið sett upp á Bíldu-