Ísafold - 18.12.1889, Blaðsíða 1
K.emu> út á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(to+arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlimánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin vlð
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 101
Reykjavik, miðvikudaginn 18. des
1889.
Fyrst um sinn frá 1. janúar 1890 að
telja gefur landsbankinn i vexti af spari-
sjóðsinnlögum 373%, og frá sama tima
heimlar liann fyrst um sinn aðeins 473%
af fje, er hann frá þeim tima lánar öðrum.
þeir, sem þegar skulda bankanum, verða
aðnjótandi vaxtalækkunar þessarar, hafi
þeir staðið i skilum. þeir, sem eiga fje i
sparisjóði, geía fengið það alit út an upp-
sagnar innan 12 vikna frá 1. jan. 1880.
Beykjavlk 13. des. 1889.
L. E. Sveinbjörnsson.
Utgj örðarkostnaður og útróðramenn.
þegar rnjög vel aflast við sjóinn, þá hugsa
margir sveitabændur, að það sje framúrskar-
andi ágóði, sem útegsbóndinn hefír af útgjörð
sinni.
Og það er nú reyndar engin furða, þó
sveitamenn, sem ekki þekkja, hvað útgjörð
skipa og veiðarfæra er kostnaðarsöm, hugsi,
að ágóðinn sje mikill. En það er meiri furða
að sjávarmenn, sem gjört hafa út skip svo
árum skiptir, hat'a, margir hverjir, litla eða
enga hugmynd um hinn rjetta eða hreina á-
góða af útgjörð sinni.
Fæstir þeirra munu hafa athugað til þessa
öll þau útgjöld, sem leiðir t. d. af útgjörð
eins sexmanna-fars; því það er komið upp í
vana, að láta svo margt af hendi til útróðra-
manna hjer við Faxaflóa, reikningslaust, sem
dregur sig svo saman, að það bakar útgjörð-
armönnum ærinn kostnað, ef það er rjett
matið. En það sjá allir, á hvaða rjettsýni
•eða sanngirni það er byggt, að útgjörðarmenn
þurfi eins og áð kaupa sveitamenn með stór-
gjöfum til að stunda skiprúm sitt, sem þeir
sjnlfir hirða allan ágóðann af, nefnil. hlut
sinn, þegar á sjó er farið.
Víðast hjer við Faxaflóa mun það nú orð-
in algeng venja, að sjómenn, sem sjálfir róa
sjer hlut, hafa kaffi, með öllu, sem því fylgir
'(export, sykur, mjólk og hitun, fyrir alls enga
•borgun. A mörgum bæjum hafa þeir enn-
fremur ókeypis það harðæti, sem þeir þurfa
með um vertíðina. Fyrir vökvun og í soðn-
ingarkaup eiga þeir að greiða 10 pd. smjörs
•eptir alla vetrarvertíðina, sem þó vafasamt
mun vera að komi með sldlnm, nema frá
einstöku mönnum. þess utan er formaður-
inn (sje hann úr sveit) venjulega laus við að
þurfa að greiða eptirgjaldið. Hann hefir
vökvun og soðningu ókeypis, eins og í þokka-
•bót ofan á formannskaupið.
1 stuttu máli er það þannig, að sveita-
menn, sem róa sjer hlut, hafa víðast hvar
allt sem þeir við þurfa um vetrarvertíð, nema
branðmat og feiti, og borga fyrir allt, sem
tþeir þiggja hjá vitgjörðarmanninum eða eiga
að borga em 10 pd. af smjöri, eða rjettara
sagt, 1 pd. smjörs fyrir hverja viku, sem
þeir dvelja við sjóinn.
Ofan á þetta ranglæti bætist það, að þó
allir mennirnir, sem róa á sarna skipinu, sjeu
úr sveit — formaðurinn líka — og hver
þeirra hirði sinn hlut þegar í land er komið,
þá verður ivtgjörðarmaðurinn að gjöra svo
vel og borga formannskaupið af sínu; hann^
verður, af því hann hirðir skipshlutina tvo,
að borga formanninum 8—10 kr. fyrir hvert
100, sern hann fær til hlutar.
Flestir iriunu sjá, hvílík ósanngirni í því
er fólgin, að ivtvegsbóndinn einsamall skuli
bera þann kostnað, sem leiðir af formennsk-
unni, þó hann ekki Ivirði nema þ eða jafnvel
ekki nema J hluta af því, sem á skipið aflast.
þessi kostnaður ætti að rjettu lagi að skipt-
ast niður á alla hlutina af skipinu; því for-
maðurinn er ekki fremur formaður vegna vvt-
gjörðarmannsins, heldur en vegna sjálfs sín
og hásetanna.
þessa óreglu og ósanngirni, sem útgjörð-
armaðurinn verður fyrir í sjómannahaldinu
og útgjörðarkostnaðinum, kenni jeg engan
veginn sveitamönnunum, heldur útgjörðar-
mönnununv sjálfum. Sjávarmenn hafa til
þessa verið að rembast við það langt franv
yfir eftii sín, að gjöra út sem flest skip, til
þess að eiga setn flesta dauðu hlutina.
Hjer af leiðir, að margir hafa verið notaðir
fyrir formenn, sem ekki eru til þess hæfir;
en í nýtu formennina eru boðin þau ókjör,
s,em enginn útvegsbóndi stenzt við, ef atía-
brögð misheppnast. Af formannaeklunni leið-
ir það, að slóðinn vill hafa sömu kjör og dug-
legi fonnaðurinn, og að því ganga sumir ráð-
leysingjar, því þeir halda, að allt sje undir
því komið, að hafa skipin sem flest. Af
skipafjöldanum leiðir ennfrentur, að skortur
verður á hásetum, og af þessu eru sprottin
þessi ósanngjörnu kjör, sem sjómenn hafa
kornizt upp á hjá allflestum útgjörðarmönnum
hjer syðra.
Mjer kemur ekki til hugar að lá það sveita-
mönnurn, þó þeir gangi að þeim kjörum, sem
þeim eru boðin, hversu vitlaus sem þau eru
fyrir vvtvegsbóndann, sem býður þau; en jeg
lái það útvegsbændunv hjer í veiðistöðunum,
að þeir skuli ekki hafa sjeð það á afkomu
sinni undanfarin ár, hvernig mikill útvegur
hefir rúið þá í aflaleysisárutn; því fæstir
þeirraj sem mikinn útveg hafa haft undan-
farin ár, hafa færtút kvíarnar hvað fjárhag-
inn snertir.
|>au kjör, sem sjómenn þeir ttafa, er róa
hjer að sunnanverðu við Faxaflóa, rnunu
hvergi viðgangast annarsstaðar í kringum
landið, þar sem vvtræði er stundað, nema ef
vera skyldi á Seyðisfirði eða öðrum Aust-
fjörðum. En Auscfirðingar munu nú, ekki
síður en vjer, vera farnir að finna til þess,
síðan afli fór að bregðast þar, að slíkt borg-
ast ekki.
|>að eru líka rnargir útvegsbændur hjer
syðra, sem nú eru farnir að sjá, hvert fjár-
hagslegt tjón þeim er búið að því, að hafa
þenna mikla útveg og þar af leiðandi sjó-
mannagrúa á heimilum sínum, ef þeir hitta
fyrir aflaleysisvertíð, og þess vegna hafa þeir
tekið upp þá nýbreytni, að gjöra út eitt ein-
asta skip og eiga allt það, sem á það aflast.
IJndir duglegum og ötulum formanni, sem
allt af getur valið um háseta, mun þetta vera
einhver hin affarasælasta vvtgjörð, hvermg sem
í ári lætur. Svo mikið er víst, að sumir af
þeirn mönnurn, sem gjört hafa vvt á þennan
hátt þessi síðari ár, hafa rifið sig úr skuld-
um, sem þeir voru sokknir í á meðan þeir
þó gjörðu út fleiri skip.
Vitaskuld er, að til þess að eiga allan afla
af einu eða tveim skipum, verður útgjörðar-
maðurinn að eiga það á hættu, að taka þá
sjómenn upp á fæði og kaup, sem hann ekki
hefir á heiinilinu; en þetta er ekki svo tiltak-
anlega mikil áhætta, þegar rjett er skoðað.
Utvegsbóndinn veitir sjómönnum hvort eð er
fæði og alla aðhlynningu kauplaust, nema
brauðmat og feiti, eins og að framan er sagt.
Hann rnissir að vísu smjörfjórðunginn fyrir
grautinn og matreiðslu á soðningu, það er að
segja hjá þeirn, sem á annað borð gjalda
hann nokkurn tíma. En jeg vil ætla, að
fyrir það, að láta vökvun og soðningu fyrir
ein 10 pd., smjörs, rnrssi vvtvegsbóndmn önn-
ur 10 pd., af því þetta hvorutveggja er allt
of lágt reiknað. Fáir mundu vilja selja það
með þessu verði þeim sjómönnum, sem róa
á annara útveg en þeirra eigin.
Auðvitað er, að kaup sjómanna ætti að
vera miðað við aflaupphæð, en ekki eins og
nú viðgengst, að taka þá upp á fastákveðið
kaup, hvernig sem aflast, sem á stunduin er
svo gífurlegt, að það er á engu viti byggt.
En þó kaup (auk fæðis) væri Akveðið 10 kr.
fyrir hvert 100 af þorski, sem maðurinn afi-
aði, allt upp að 400, og svo 12—15 kr. fyrir
hvert 100, sem þar yrði fram yfir, þá tel jeg
það enga frágangssök fyrir útvegsbóndann,
og jeg vil ætla, að sveitabændur yfir höfuð
mundu að öllu samanlög’ðu vera skaðlaivsir
af þessu kavipi fyrir menn sína.
En með því að taka upp þessa reglu, er
það áríðandi fyrir útvegshóndann, að hafa
duglegan og ötulan formann.
Kaupið ætti heldur ekki að vera jafnt
fyrir alla háseta; því það er fjarska mikill
munur á þeim, og sumir, sem til sjávar fara,
eiga ekki hálfan hlut á móti öðrum, og er
það eitt af hinu marga ósanngjarna, sem
viðgengst meðal útróðrarnvanna og útvegs-
bænda. Ef nvv útvegvvrinn væri minnkaður
og útróðrarmönnum fækkað d þann hátt, þá
ætti útvegsbændvvm að veita hægra að velja
úr hásetum þá sem nýtastir væru. |>ó þeir
ættu að gjalda þeim hærra kaup, mundi það
optast vera tilvinnaudi. Hinir, sem liðljett-
ari væru, yrðu þá annaðhvort að sitja heima,
eða ganga að þeim sennilegu kjörum, að
kosta sig sjálfir að öllu leyti, ef þeir vildu
róa upp á það, og hirða svo hlut sinn sjálfir.
Upp á þau kjör, að hver annist sig sjálfur,
sem aflar í sínar þarfir, kynni það að vera
tilvinnandi fyrir vvtvegsbændur, að gjöra út
skip sín og eiga af þeim dauðu hlutina, en
annars ekki.
fótt ótrúlegt kunni að virðast, nvun jeg
geta sannað, að fjögra hundraða hlutur af
jafn-rýrum fiski og hjer aflaðist síðastliðna
vetrarvertíð, horgar tæplega útgerðarkostnað-
inn, sem leiðir af einu sexmannafari, ef skip-