Ísafold - 21.12.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.12.1889, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (lo+arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifieg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 102. Reykjavik, lauyardaginn 21. des 1889 01ct2ðta í'íad 'fienniz \\X — ■vlt&L mid'vikudaq 25. |?. nt. (jóla- dac^innj, -fte tdnz jD-t iíjttc'aq 24. p. m. fyiiz ■fit. 11. ulttc| fi']oiiic| uut í pað -Gíac oc^c- nz oettt 'Ot3ta&a tit tit. 6 tivöldi3 á?ut. Fyrst um sinn frá 1. janúar 1ó90 að telja gefur landsbank'nn 1 vexti af spari- sjóðsinnlögum 3'/P’/0. og frá sama tsma heimtar hann fyrst um sinn aðeins 4'/:in/o af f*e, er hann frá þsim íima lánar öðrurn. þeir, sem þegar skulda bankanum, verða aðnjótandi vaxtalækkunar þessarar, hafi þeir staðið i skiium. þeir, sem eiga fje í sparisjóði, geta fengið pað allt út án upp- sagnar innan 12 vikna frá 1. jan. 13S0. Reykjavík 13. des. 1889. L. E. Sveinbjörnsson. Til sölu verzlunarhús og nokkrar jarðir. 1. Verzlunarhús ágætt, 6 ára gamalt, í Sauð- ■árkróks kaupstað. —■ 1 hálfu hitsinu upp og niðri eru fogur og björt íbúðarherbergi með .góðum ofnum og eldavjel, en í hinum helm- ingnum er vönduð og hentug sölubúð, og skrifstofa niðri, en stórt geymsluloft uppi. Httsi þessu fylgir allstórt útisvæði og rúm- gott vöruhúsvið sjóinn, og getur húsum þess- um þessutan fylgt öll verzlunaráhöld, úti og inui við, í bezta ásigkomulagi, 2 uppskipunar- bátar og bryggja. 2. Sjávarhnrg, með nýbýlinu Tjörn, sú alkunna fagra flutningsjörð, 29.1 hndr. að dýrleika; hlunnindi margs konar til lands ogsjávar, svo sem: óþrjótandi uppgripa-slægjur, bezta sil- ungsveiði, æðarvarp í framför, rekapláss stórt og gott, hvar síðast nú í haust rak hval; útræði á hmn fiskisæla Skagafjörð má einnig hafa þaðan. 3. AshilcLarhölt, 10,6 hndr. að dýrleika með lj kúgildi; slægnajörð hæg og góð; nær hæg- lega til sjávargagns. 4. Hdlfir Kimbastaðir, 13,9 hndr. að dýrleika með 1 kúgildi; sömuleiðis góð slægnagjörð, liggur haganlega við alfaraveg nálægt kaup- stað, og má sem hægast ná þaðan til sjávar- gagns. Allar þessar eignir eru í Sauðárhrepp í Skagafirði og eru eign herranna B. Muus & Co. í Kaupmannahöfn. j>eir sem kaupa vilja, snúi sjer til undir- skrifaðs umboðsmanns eigendanna með fram- boð sín, annaðhvort sjálfir eður með milli- göngumönnum, sem þá hafi óyggjandi skrif- leg umboð til að semja um, og ef saman gengur, að fullgjöra kaup á ofangreindum eignum. Görðum í Reykjavík 16. des. 1889. Egilsson. Um samgöngur vorar og gufuskipsmálið, cplir Jcns Pálsson. I. Hvað líður gufuskipsmálinu? Hví liggur það í þagnargildi? þannig hafa nokkrir menn, er máli þessu eru af alhuga sinnandi, spurt mig fyrir skemmstu. j>að verður ekki með sanngirui sagt, að spurningar þessar sjeu óeðlilegar nje ástæðulausar, þar sem ekkert hefir nú um nokkurn tíma sjezt í blöðunum > 11 m þetta mikilvæga framfaramál og lítið tiefir opinberlega verið á það minnzt síðan í sumar, að það var á dagskrá alþingis undir þinglokin, og slíku eða þvílíka gufuskipsferða- fyrirtæki, sem þetta er, var ákveðinn fjestyrk- ur á fjárhagstímabili því, er í hönd fer. Hvað Isafold, sem verið hefir flytjandi málsins frá upphafi, finn jeg mjer skylt að gjöra þá játningn, að það mun vera óbein- línis mjer að kenna, er það blað hefir eigi gjört málið að umræðuefni nú um hríð, eða því, að eg á útlíðandi sumri gat þess við ritsjórann, að jeg hefði hug á að nta í blað hans um málið hið allrafyrsta, og mun rit- stjórinn hafa beðið eptir mjer til þessa; en fyrir annríkis sakir hefi jeg eigi komizt til að framkvæma þessa fyrirætlun mína fyrr en nú, og vil jeg biðja Isafold og alla þá, sem annt er uvn að roáli þessu verði framgangs auðið, afsökunar á drætti þessum. Sú grein, sem hjer er gjörð fyrir honum, mun fullnægja þeim sem þekkja stöðu mína og störf, og þarf jeg ekki að fullvissa þá um það, er þeir vita, að drátturinn hefir ekki orsakazt af á- hugaleysi á máli þessu, nje af trúarskorti á það og sigur þess; en svo að þeim, sem mjer eru ókunnugir og fjarlægir, ekki sje ó- kunnugt um skoðun mína á málinu og afstöðu þess við önnur framfaramál vor, þá vil jeg nú opinberlega gjöra þá játningu: 1., að jeg hef þá trú, að landi voru geti orðið fram- fara auðið og að hin íslenzka þjóð geti kom- izt á framfara rekspöl með öðrum menntuð- uvn þjóðum; 2., að það er föst sannfæring mín, að landi voru og þjóð verði ekki neinua verulegra framfara auðið, fyrri en ráðin er gagngjör bót á samgönguleysi því, sem vjer íslendingar höfum átt og eigum enn við að búa, og sem er sterkasti slagbrandurinn fyrir öllum framförum hjer á landi í verknaði, framleiðslu og velmegun; 3., að jeg treysti því, að landsbúar fái augun opin fyrir því, að af öllu nauðsynlegu, sem hjer þarf að gjöra, er allranauðsynlegast að ljetta af þjóðinni þessu óbærilega og drepandi samgönguleysis- oki, sem á henni hvílir; og 4., að jeg er sann- færður um að vjer sjeum þess megnugir nú þegar að ráða verulega bót á samgönguleysi voru með gufuskipsferðum með ströndum fram, enda þótt það sje og verði oss til langframa uvn megn að fá góðar og greiðar samgöngur á landi. þessvegna — af því jeg trúi á framfarir lands og þjóðar, afjþví jeg veit að gagngjörð- ar umbætur á samgöngum innanlands eru skilyrðin fyrir þeim, af því jeg veit að allir greindari menn þjóðarinn sjá þetta, og af því jeg er viss um, að oss er ekki utn megn að koma upp og halda uppi tíðum og hag- kvæmum gufusinpsferðum með ströndum fram, -— þá trúi jeg á sigur gufuskipsmáls- ins á sínum tíma, jeg trúi því, að þjóðmeg- unarleg nauðsyn standi á bak við það, styðji það og knýi það áfram; en hitt sjá allir, að geti það mál náð fram að ganga og staðizt, þá biasir við fram undan ómetanleg gagnsemi og óafmarkanleg blessun fyrir land og lýð. •Teg hef leyft mjer að bjóða lesendunum þennan inngang að grein þeirri, er hjer fer á eptir, ekki einungis til þess að gjöra grein fyrir þögn þeirri um mólið, sem nú er rofin, heldur og fyrir því tiltæki mínu, að jeg dirfð- ist á síðastiiðnu vori að koma hreyfingu á mál þetta af nýju hjer á Suðurlandi. En málið sjálft er alls éigi nýtt; fyrir 5 árum síðan var það á dagsskrá hjer sunnanlands; flytjendur málsins í það skipti voru tveir hinir sömu menn og nú eru í forgöngunefnd; þess, þeir Björn Jónsson ritstj. og Sigfús Eymundsson agent, og ennfremur rneðal ann- ara síra Eiríkur Briem, alþingism. og lands- bankagæzlustjóri. En á undan öllum öðrum rnunu ísfirðingar hafa verið farnir að hugsa um gufubátsferðir á Djúpinu, og hefir þeim orðið mikið ágengt til undirbúnings því máli fyrir framgöngu beztu manna þar í sýslunni, einkum sýslunefndarinnar með hinum ótrauða sýslumanni þeirra í broddi fylkingar. í Dala- sýslu hefir og töluvert verið talað og hugsað um gufubátsferðir, og þingmaður þeirra Dala- manna, síra Jakob, hefir í ræðum og ritum með miklu fjöri og áhuga sýnt frara á nauð- synog nytsemi innlendra gufuskipsferða. Borg- firðingar hafa og hugsað um gufubátsferðir á Faxaflóa, einkummilli Akraness og Reykja- víkur, og var það mál einhvern tíma fyrir sýslunefndinni þar. jpað erþannig ekkert nýmæli, að hugsað sje um að koma upp innlendum gufuskipsferðum með fram vesturströnd Jslands; hin eina verulega stefnubreyting, sem fram er komin í málinu í þetta skipti, er sú, ítð gjöra alla vesturströndina að ferðasvæði hins eina og sama skips, og uota það með fram til nokk- urra vöruflutninga að og frá landi, til þess að tryggja því nægar tekjur; þetta fyrirhug- aða fyrirkomulag kann að mega teljast ný- mæli, en annað eigi, og verður síðar í grein þessari gjörð tilraun til að sýna fram á, að það sje í alla staði ábatavænlegra og trygg- ara, að byrja fyrirtækið á þennan hátt, held- ur en hitt, að setja upp smábátaferðir á fjörðum og flóum. IJ. Lítið eitt um innanlands-samgöngur. Jeg held að enginn sá Islendingur, sem lætur sig nokkru skipta um liagi þjóðar sinnar, og sem hefir glögga hugmynd um samgöngur hjá nágrannaþjóðum vorum og í öllum hinum menntaða heimi, og hina ómetan- legu nytsemi þeirra, geti liugsað um samgöng- ur þær, sem vjer Islendingar eigum við að búa innanlands, öðruvísi en með gremju og blygðun.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.