Ísafold - 21.12.1889, Blaðsíða 2
406
Pyrst af öllu verður að taka það fram,
þegar rita á um samgöngur vorar fyrir al-
þýðu manna, að það, sern alnrennt er skilið
við samgöngur í meuntuðum löndum, er hjer
á landi alls ekki til, að undanteknum þessum
fáu ónógu strandferðum, sern nú loks á
síðustu árum hafa komizt hjer á, og sem eru
talsvert betri en ekki neitt, þótt þær sjeu
ónógar og hafi reynzt oss mestu galia-gripir,
af því þær eru ekki nægilega sniðnar að vor-
urn þörfum og ástæðum. Aðrar samgöngur
eru hjer ekki til, í þeim skilningi, sem lagð-
ur er í þetta orð í hinum menntaða heimi.
Jeg áh'i skyldu mína að taka þennan saun-
leika ýtarlega fram, úr því að jeg er að rita
um samgöngurnar hjer á landi; að þegja um
þetta atriði, er að villa sjótiir öllum þeim
mönnnm, sem ókunnugir eru samgöngunum
á hinuin menntuðu löndum beggja rnegin
Atlanzhafs.
Frá þessunr mönnum býst jeg líka við
mótmælum gegu þessu; jeg býst við því, að
þeir trúi þessu ekki, og þyki það öfgar
einar, að telja ekki einusinni póstgöugurnar
lijer á landi með samgöngum í þeim skiln-
ingi, sern menntuðu þjóðirnar leggja í þetta
orð. En að þetta eru engar öfgar, verður
Ijóst, þegar litið er á póstgöngurnar okkar.
Póstarnir lijer á landi eru ýmist gangandi
menn, sem síga áfram á sínum »tveimur
jafnfijótum«, opt hlaðnir allmiklum byrðum,
bæði í bak og fyrir; með þessar byrðar verða
menn þessir að paufast áfranr í illviðrum og
ófærðum, og má geta því nærri, hversu ó-
greiðlega hlýtur að sækjast ferðin á þennan
hátt, eða, að póstarnir verða að brjótast
með klyfjaða hesta um illa og ógreiða vegi,
þjettskipaða torfærum og ófærum, eður þá
urn fuilkomnár vegleysur, svo sem snævi
þaktar heiðar og öræfi, sem ekki hafa svo
mikið sem kaldan, auðan torfkofa að bjóða
ferðamanninnm, honum til skjóls, ef manu-
drápsveður dettur á. Af því leiðir, að póst-
urinn verður opt að bíða við hálsa og heiðar
eptir einsýnu veðri; gjöri hann það ekki,
tefiir hann á tvær hættur og breytir óskynsam-
lega. Flestar ársprænur, sem ófærar geta
orðið, geta haldið honum, með því að fæstar
þeirra eru brúaðar. þessir og fleiri farar-
tálmar, sem meiri hluta ársins geta tafið
póstgöngurnar hjer á landi, gjöra þær svo
seinar, óvissar og óáreiðanlegar, að engri
menntaðri þjóð, annari en Islendingum, mundi
þykja við unandi, og eru þær ekki berandi
saman við póstgöngur annarstaðar; því þær
líkjast þeim ekki í öðru en því, að þær
nefnast póstferðir, og það sem flutt er, nefn-
ist póstflutningur, og mennirnir sem flytja,
póstar; enda þarf ekki lengra að fara til að
sannfærast um þetta, en í ferðaáætlun land-
pÓ8tanna. Meðal annars má sjá það þar, að
mánuðir ganga til þess, að hjerlendir menn
geti skrifazt á einu sinni um eitthvert mál-
efni, og það þótt fjarlægðin milli þeirra sje
ekki rneiri en svo, að brjefaskiptin gætu
gengið fram svo sem á einum sólarhring, í
hverju því landi, þar sem samgöngur eru í
góðu lagi. Vikur og jafnvel mánuði þarf til
þess að koma áríðandi orðsendingu með pósti,
áleiðis til manns í öðrum landsfjórðungi eða
sýslu; en til þess þarf ekki nema fáar mínút-
ur í þeirn löndum, sem góðar samgöugur
hafa.
Hjer er ekki um þann einn baga að ræða,
að þeir muuir, sem með pósti eru sendir,
komast svo seint áleiðis, heldur skiptir liitt
meiru, að öll þau erindi, sem með brjefum
má reka, ganga óbærilega seint, og að öll
andleg viðskipti rnanna — liugsanaviðskiptin
—, eru í fjötrum, og kosta þessir fjötrar oss
ekki einungis stórfje árlega, heldur bakar
þetta andlega samgönguleysi oss ennþá miklu
meira tjón; því að það skapar svo mikið
rænuleysi og deyfð, framtaksleysi og ein-
ræningsskap, sem er oss dýrara böl en svo,
að tii peninga verði metið.
Svo er nú ekki nóg með það að þessar
póstpöngur, sem svo eru nefndar hjá oss, eru
strjálar og seinfærar, heldur hafa til þessa
sumstaðar fjölbyggð hjeruð verið sett hjá
öllutn póstferðurn. Jeg tek til dæmis alla
sjávarsíðuna frá Eyrarbakka og vestur til
Keflavíkur; á því svæði hafa þó 1700 manna
fastan bústað, auk marga hundraða sjómanna,
sem dvelja þar á vertíðum; það er þó ekki
lengra en svo sem 10—14 mílur, eða 2 dag-
leiðir. Víðar á landinu eru heilir hreppar
og prestaköll með öllu afskipt ölium póst-
ferðum.
þessar póstferðir bæta þannig stórum mið-
ur en skyldi úr samgönguskortinum á þessu
landi. Er það elilegt, þar sem póststjórnin
verður að notast við vor löngu úreltu vand-
ræðalegu samgöngumeðul. Næstverður farið
um það nokkrum orðum.
«Fj.kon.» og Edilon bátasmiðnr.
Edilon garmurinn Grímsspn, sem vitanlega
er meinleysingi að upplagi, hefir látið brúka
nafn sitt til að klína því undir ógerðar- og
illkvitnis-samsetning á móti ritstj. Lsaf. í síð-
asta bl. «Fj.konunnar» út af hinu nýja skipa-
lagi, alveg í anda þeirra alkunnu þokka-
skepnu. Er samsetnings þessa eigi getandi
að öðru en því, að bæði það og eins línur
þær, er «málgagnið» flytur frá sjálfu sjer,
hafandi sannleika og siðprýði í viðlíka háum
sessi, og það á vanda til-—ber þess órækan vott,
að þeir kumpánar skammast sín nú fyrir
og eru upp gefnir við að reyna að spilla
framförum þeim í skipasmíði og skipa-
lagi, er Sigurður Eiríksson hefir gjörzt
frumkvöðull að hjer, og allir almennileg-
ir, skynberandi menn, er þetta mál varðar
og eigi stjórnast af óviðurkvæmilegum hvöt-
um, kunna honum miklar þakkir fyrir og
munu vilja styðja og efla svo sem vera ber.
Sannast það hjer, sem optar, að þegar eitt-
hvað gotc og nytsamlegt er að ryðja sjer til
rúms, hvort það er heldur smátt eða stórt,
þá verða þeir, sem amast vilja við því, á
endanum óvart til að styðja það óbeiulínis.
Ritstj. Isafoldar hafði að eins skýrt frá
því, satt og rjett, hvert álit aðrir, sem sje
góðir og óhlutdrægir sjómenn og útvegsmenn,
hefði lagt á hið nýja skipalag Sig. Eiríksson-
ar. I »Fj.-konu«-grein þessari er Edilon hefir
skrifað undir, er svo látið, — auðvitað mót
betri vitund — sem hann (ritstj. Isaf.) hafi
sjálfur lagt dóm á það. J>að hefir hann vit-
anlega aldrei gjört. Hann hefir látið sjer
nægja að skýra frá álici annara skynberandi
manna. |>ar fyrir getur hann haft eins gott
vit á um það að dæma, þótt hanu gjöri það
ekki, eins og Edilon og hans kumpánar um
sitt hvað, sem þeir leggja síua «hæstarjettar-
dóma» á.
þ>að er hvorttveggja, að illkvitnisbrigzli
þau, er áminnzt «Fj-konu»-grein er krydduð
með, eru of bernskuleg til þess, að þau geti
vakið nokkurn hinn minnsta hefndarhug,
enda er óvirðing sú, er Edilon hefir bakað
sjer með því að lána nafn sitt undir jafn-
tilefnislaust, persónulegt frumhlaup, við mann,
sem hann á engar sakir við, fyr nje síðar,
nóg ráðning fyrir hann, tetrið, ofan á alla
framkomu hans í þessu bátalagsmáli hingað
til, og er engin gustulc á það að bæta, að
svo stöddu. Ekkert »fjós-tudda«-fylgsni skýl-
ir honum, ekkert hákarlslifrar-stórveldi hlífir
honum fyrir aðhlátri þeim og ámæli, er gort-
ara-flan hans og peysuleg öfundar-frumhleypni.
hleður að honum.
Enn um rjettafærslu,
(Niðurl.).
|>að hefir stöðugt verið brýnt fyrir þjóð-
inni, sjerstaklega nú á hinum síðari árum,
og það mest og bezt af blöðunum, að efla
grasræktina í landinu — að hafa sem mest-
ar og beztar fóðurbyrgðir handa fjenaði sín-
um undir veturiun. þar til heyrir fyrst og:
fremst, að slátturinn sje byrjaður svo
snemma sem fært er, að honum sje fram
haldið af kappi og forsjá, svo lengi semhægt
er; og þótt einn hestur heys snemma feug-
inn, sje betri en 2 síðslegnir, þá er samt
flest hey í harðindum, og sje snemma farið
að gefa það ljetta hey, áður en fjenaðurinn
er farinn að ganga saman, hefir það mikið
að þýða.
|>á er það eitt af undirbúningi undir vet-
urinn, að afrjettarlöndin sjeu sein bezt not-
uð, fjenaður sje í sem beztu standi, þegar
vetur kemur sem > vetur», að heimahagar sjeu
sem óbeittastir að verða má.
Hvert það sveitarfjelag, sem hefir enga
eða þá ljelega afrjett, það er gallapláss —og
þar getur naumast búsæld verið, og hvert
það sveitarfjelag, sem á afrjett, og notar
hana illa eða ekki, par hlýtur búskapurinn
að vera á lágu stigi.
það er hvorki skilningur minn nje mis-
skilningur, að einu gildi, hvort keypt sje-
feitt eða rnagurt fje; — en jeg bendi á það,
til að sýna, að rýrnunin á fjenu hjer, eptir
að það er keypt á mörkuðunum, og þar til
það er flutt úr landinu, hlýtur að lenda á
landsmöunum; því fjárkaupmenn eru eins og
aðrir kaupmenu, að verði þeir fyrir skaða á
einni vöru, þá gefa þeir því minna fyrir
hana hitt árið.
p. t. Reykjavík 10. desbr. 1889.
poriákur Guðmundsson.
Hinn heiðr. höf. hefir villzt á rangt orðaðri
auglýsingu Coghills í hinum blöðunum hjer,
þar sem talað var um, að markaðirnir ættu að-
vera 18.—20. sept., í stað þess, að tilætlun-
in var aldrei önnur en sú fyrir honum (Cog-
hill) en að fara fram, að markaðir byrjuðu
um það leyti, —- að fyrsti markaður, norðan-
lands, væri haldinn 18.—20. sept. Hinir-
markaðiruir áttu svo að koma þar á eptir,
með hæfilegu millibili til þe3S, að sömu fjár-
kaupamenn gcetu, ef vildu, komið á alla mark-
aðií fjársöluhjeruðunum um miðbik landsins,
sunnan og norðan, og var gert ráð fynr, að
til þess gengju 16—18 dagar. Yrðu eptir þvf
markaðir á síðasta staðnum, í Arnessýslu, ekki
fyr en viku af október, eða því sem næst.
jþetta var þannig orðað í auglýsingunni í Isa-
fold 9. f. m., að bezt væri að halda markað-
ina ofyrstu vikurnar eptir rjettirnar, í þeirri
röð, sem hjer er nefndx, þ. e. byrjað í Skaga-
firði og endað í Arnessýslu, og var þetta ýt-
arlega útlistað í aths. ritstj. við grein höf. i