Ísafold - 01.02.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.02.1890, Blaðsíða 2
38 tínu konungsdóttur, er hún vildi ná með sjer peningum úr hirzlum sínum.— I höllinni hafði stundum Napóleon fyrsti bústaðsinn, oghjer gerði hann ráð sitt, áður en hann lagði af stað til Kússlands. Skrifborð hans var meðal þeirra hluta, sem brunnu. Austurríki. Hjer vili ekki linna þjóða- rifriidi og þingdeilum, hvorki hjermegin Leithu éða fyrir austan, og þeir verða að hafa sig alla við, sem ráðaneyti keisarans skípa, að ekki verði að brandi. Taaffe greiti hefirfyrir skömmu komið fulltrúum þjóðverja og Sjeka frá Böhmen á ríkisþinginu á sáttaleitafund, en allt í óvissu, hvað saman gengur. I Pesth áTizza líkaíströnguað stríða,ogfyrirekkilöngu gerðu mótstöðumenn hans landsvist Kossúths gamla að deiluefni, en eptir lagaboði frá 1879 varð hann í útlagatölu við útgöngu ársins sem leið, því hann ljet frestinn — 10 ár — líða, án þess að beiðast landsvistar. Hjer víkur reyndar svo við, að Kossúth kallar sig rjett- an höfðingja (þjóðveldisforseta) Ungverjalands, og segist aldrei taka sáttum við lögleysuhöfð- ingja þess (Austurríkiskeisara). Rússland- »Ekki vægir vargurinn !» — Svo mega þjóðverjar kveða í löndunum við Eystrasalt, því Kússar bola hjer vægðarlaust þýzkunni út úr skólum, kirkju, umboðsstjórn og dómum. Er þegar um talað, að allmargir hverfi frá Lútherstrú til grískrar kaþólsku.— A þessu ekki lint tekið í blöðum bræðranna fyrir vestan, en við rammari reip að draga en á öðrum stöðum. Tyrkjaveldi. það lætur ekki fjarri, sem sumum þyki, að stjórn soldáns hafi stælzt heldur upp við heimsókn Vilhjálms keisara, og að Tyrkir hafi gert sjer dælla en fyr við kristna menn á sumum stöðum, t. d. í Armeníu og á Krít. Gladstone gamli bar ný- lega Torýstjórainni á brýn vanhirðufullt ept- irlit á stjórnaratferli Tyrkja í Armeníu, en Gríkkir hafa æ nóg að herma frá Krít þeim til ámælis. Hjer siæst enn í illar viðureign- ir hvað eptir annað. Bolgaraland. f>ó landsbúar sje ánægðir með hagi sína, hefir landið orðíð að vand- ræðagrip stórveldanna. f>ó Kússum sje ekki minnst um að kenna, gerast átölu þeirra harðari og harðari, og kalla hjer Berlínar- sáttmálann sýnt rofinn, hvað sem aðrir bera f bætifláka. Atfarir vill enginn nefna, því hverjum skyldi fyrir þeim trúa? Tyrkja sjálfa má ekki nefna, því þá yrði allt í upp- reisnarbáli. Grikkland- I sumar leið rjeðu stór- veldin Grikkjum til að varast allt flan í Krítarmálinu.'og í haust á Herbert Bismarek að hafa gefið Trikúpis góðar áminningar um hið sama, og sagt hreint og beint, að stór- veldin mundu láta fara sem fara vildi, ef þeir reittu Tyrkjann til reiði. Mótstöðumenn Tríkúpis — Delyannis og hans liðar — spara ekki að klifa á árangursleysinu af brjefum hans í sumar til stórveldanna, og nú hlaupa allmargir undan merkjum hans á þinginu. Fyrir skömmu fjekk hann þó nóg atkvæði fjárlögunum til fylgis — en eptir mikil óhljóð og áflog í sjálfum þingsalnum. Frá Brasilíu. Hjer er keisaraveldið undir lok liðið — eptir margra ára uppdrátt- arsýki, sem sumir kalla. Keisarinn gamli, Dom Pedro, var menntaður og mætasti mað- ur í alla staði, afhuga öllum tignarbrag og stórlæti, bókum og fræðum meir sinnandi en stjórnarstörfum. Allt um það ótal margt til þrifnaðar og framfara unnið á hans stjórnar- árum. Hjer má lausn svertingja nefna, sem sumir segja hafi verið flýtt meira en góðu gegndi — en fyrir henni gekkst sjerílagi dótt- ir keisarans, Isabella (gift Gaston greifa af Eu af Orleansættinni), sem á ferða-og veik- indaárum keisarans stóð við stýrið, og átti eptir hann að erfa ríkið. Við það varð hún óvinsæl hjá eigendum þræla og stórgóza. Annað spillti ekki miður fyrir henni, vinfengi og eptirlæti hennar við krisbmunka (jesúíta), sem jafnvel fældi marga klerkanna þarlendu frá keisaraveldinu. Annars hefir viðkvæðið verið í mörg ár á fundum og í blöðuin í Brasilíu, að þjóðstjórn yrði að vera sjálfsögð innan skamms tlma. Að þessu kom 15. nóvember. Sveit hermanna skyldi send til fjarlægs hjer- aðs frá höfuðborginni (Kio de Janeiro). Fyr- irliðarnir vildu ekki hlýða, og þetta dró til, að herinn í borginni snerist móti stjóruinni, og þetta tækifæri notuðu þjóðveldisvinir og lýstu keisarann frá völdum. Innan tveggja daga var hann á leiðinni til Evrópu (Portú- gals) með öllu ástmenni sínu. Á raun hins aldraða manns bættist, að hann missti drottningu sína skömmu á eptir að þau kotnu til Lissabonar. Fonseca marskálkur heitir forseti hins nýja þjóðveldis. Til ríkislagagerða skal á þing gengið í september þ. á. Að víðáttu til slagar Brasilía hátt upp í Bandaríkin í Norðurameríku, en íbúatalan enn ekki meiri en rúmar 12 miljónir. Norður-Ameríka. Sambandsþingið sett 3. des. í ræðu forsetans talað um nýjan viðauka við herflotann — 20 dreka —, en í smíðum eru 31. Af nýmælum má nefna, að meira vandlæti skuli viðhaft, er aðkomnir sósíalistar beiðast þegnrjettar þar vestra. 1 lok nóvembermán. brunnu 268 hús í bæn- um Lynn í Massachusettr. Skaðinn metinn á 18 milj. króna. Dáinn er (6. des.) Jefferson Davis, forseti suðurríkjanna á uppreisnarárunum, 81 árs að aldri. Fimm síðustu árin stýrði hann járnbrautarfjelagi í New-Orleans. Frá Afríku. þeir Stanley og Emin Pasja eru nú komnir til Zansibar. Um ferðaþrautir Stanley og uppgötvanir er þeg- ar löng saga borin, en von á margfalt lengri. Hjer má að eins á það drepa, að hann hafði Emin hálf-nauðugan með sjer úr sýnni hættu, og, auk tveggja fylgiliða frá Evrópu —Jephson og Cassati — nokkur hundruð heimfúsra manna frá Egiptalandi. Síðan í vor hafa þeir verið á leiðinni frá Nílvatnalöndunum, sem nú eru á falsspámanns valdi. — I byrjun desembers var austur komið til Bogamoyo, tvær dag- ferðir frá ströndinni, en hjer vildi Emín það slys til, að hann hrasaði í ógáti — sökum sjóndepru, sem hann hefurfengið þar syðra — af svölum fram, 10 álnir niður. Meiddist stórum, lengi þungt haldinn, en er nú í góð- um bata. Hinn 15. jan, (að kveldi); Stanley er kominn til Kairo. — Portugalsstjórnin hefir svarað svo seinasta hótunarbrjefi Salisburys, að hún láti undan ofríkinu, en geti okki af- neítað rjettindum sínum. Blöð Frakka og þjóðverja taka hart á kergjumóði Englend- inga við lítilmagnann. Vera má, að málinu verði í gerð komið. Um samgöngur vorar og gufuskipsmálið Eptir Jens Pálsson. IX. þessi er annar aðalgallin á vegalögunum nýju, að öll aðaláherzlan er lögð á póstvegina, en ekki á mestu flutningavegina. En af þessu leiðir, að þótt þessi lög yrðu fram- kvæmd á. næstkomandi hálfri öld, þá mundu þau einkurn greiða götu póstanna og lang- ferðamanna, en ekki duga til að bæta að nokkrum verulegum mun úr fiutningavandræð- unum hjer á landi og hafa því mjög óveru- lega þýðingu fyrir samgöngur landsmanna. Hinn aðalgalliun á þessum lögum er sá, að þessir 6 álna breiðu aðalpóstvegir, sem nú á að leggja á landssjóðs kostnað, verða sam- kvæmt svohljóðandi ákvæði í 7. gr. laganna »eigi skuht þeir að ja/naði hafa meiri halla en sem svarar 3—4 þuml. d hverri alinn ekki1 annað en almennir lestavegir, »að jafnaði« ekki mjög brattir; því þann halla, sem lög- leyfður er í 7. gr., mega akvegir, sem vera eiga nýtilegir flutningavegir, alls eigi hafa; þeir mega ekki hafa meiri halla en 2 : 24 eða í hæsta lagi 2 : 20, en lög þessi leyfa að halli þessi megi vera 3 : 24 eða jafnvel 4 : 24 og jafnvel meira, þegar því er að skipta. Af þessu leiðir, að hafi þingið ætlað þessa fyrirhuguðu póstvegi til aksturs og vagnaflutninga, þá er með ákvæðinu í 7. gr. um hallann brotin gildandi meginregla fyrir halla á nýtilegum flutningavegum, en hafi þingið ekki ætlað þessa vegi til aksturs og sett ákvæðin í 7. gr. einungis með tilliti til veganna sem reiðvega og lestavega, þá hefur það brotið þá viðurkenndu meginreglu, að kosta ekki stórfje til lestavega, heldur ein- ungis til nýtilegra akvega. En þareð marg-áminnzt ákvæði 7. greinar um halla þessara vega ekki gefa heimild til að álíta að þingið hafi ætlað hina fyrirhug- uðu aðalpóstvegi til aksturs, þá verður loks- ins lestavegabáknið gamla uppi á teningnum; og með því þnð nú er orðið 6 álna breitt, verður það æði-dýrt. það mun láta nærri, að þessir lögleiddu aðalpóstvegir verði samtals nálægt 200 dönsk- um inílum, eða um 800,000 faðmar; ef gjört er ráð fyrir, að faðmurinn í vegum þessum, gjörðum eins og lögin ákveða, ásamt brúar- gjörðum þeim, sem samkv. 22. gr. laganna íylgja vegagjörðinui, kosti 4 kr., þá verða það 3 miljónir og 200 þúsundir króna; ef vjer nú getum lagt til þessara vega 50,000 kr. á ári, sem jeg leyfi mjer að efast um, þá verðum vjer, samkvæmt þessari áætlun minni, 64 ár að koma lögum þessum í fram- kvæmd. í>yki áætluu mín heldur há, þá gæti menn þess, að jeg legg ekkert fje til viðhalds vegunum í þessi 64 ár, og má þó nærri geta, að álitleg upphæð gangi til þess. Og hverju yrðu Islendingar svo nær fyrir aðalpóstvegina, þegar þeir væru búnir að leggja út fyrir þá sínar 3—4 miljónir króna, og fá þá lagða samkv. vegalögunum 1887 ? Gjörum ráð fyrir, að þessu yrði framgengt á svo sem | öld, og lítum svo fram á hag þeirrar kynslóðar, sem þá verður uppi. Hún hefir fyrir meira en 3 miljónir króna fengið í arf greiða lestavegi, sem liggja þvert yfir hin byggðu hjeruð landsins, aðalpóststöðva á milli; með öðrum orðum : hún hefir fengið greiðan reiðveg fyrir póstana sína og lang-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.