Ísafold - 01.02.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.02.1890, Blaðsíða 1
KeuiU' út a imövtkudögum og laugardögum. Vero árgansr<sins (lO^arka) 4 ki.; erlendis 5 kr. Boigist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundm vtf* áramót, ógild nema komin sjt til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í An9twstrœti S. XVII 10. Reykjavik, laugardagitin 1. febrúar 1890 Útlendar frjettir. Khöfn 14. jan. 1890. Veðrátta og heilsufar. Til þessa hefir verið svo lítill vetrarbragur á tíðinni um mestan hluta Evrópu og Norðurameríku, að nýbrigði mega þykja. En þeim veður-vilkjör- um hafa annmarkar fylgt, — og við þau, að ætlim læknanna, í náttúrlegum tengslum. það er landfarsótt (kvefsótt), hraðfarandi land af landi um alla álfu vora, og nú komin til Vesturheims. Hún byrjaði á Eússlandi, var með linara móti hjer og víðar framan af, en síðar harðtæk í flestum borgum, — lagði í sumum 3. hvern mann í rúmið — og eykur enn drjúgum manndauðann, einkum í suður- löndum; þá hættulegust, er hún snerist í mein- semdir í kverkum og lungum, eða önnur veikindi, en við því hættast, er þeir fóru ó- varlega með sig, sem voru ljett haldnir eða í apturbata. — Mestum ófögnuði gegnir, ef það skyldi rætast, sem sumir læknar segja, að sóttin muni vera undanfari kóleru. Svo segir rússneskur læknir hafa fimm sinnum farið á Eússlandi. Priðarhorfið- Yfir því hafa allir höfð- ingjar álfu vorrar vel látið, sem orð og um- mæli eru eptir höfð um nýársleytið, og svo er satt að segja, að menn hafa sjaldan verið svo öruggir um friðinn, sem þeir þykjast nú vera. Er þá vígbúnaðinum hætt? Nei, hitt heldur; að honum unnið á sjó og landi með sama kappi og áður. Hitt er líka satt, að þar er hvergi um heilt gróið, sem lengi hefir verið við veilur að búa. Danmörk. Boðað til nýrra kosuinga, og eiga þær að fara fram 21. þ. m. Fólksþingið hefir haldið sjer vel að vinnu, og nefndará- litið var búið frá fjárlaganefndinni, og mörg lagafrumvörp vel á veg komin, þegar botni var slegið í allt saman. Að svo stðddu virð- jst hjer a.llt—eða mestallt—til ónýtis unnið. Um kosningarnar viljurn vjer fæstum getum leiða, en líklegt er, að þær sæti minni breyt- ingum en hægri menn ætla, þó hinir sje svo á tvístringi sem kunnugt er—og jafnvel só- síalistar sjeu í tvennt dottnir. Í nóvember komst Hörup í varðhald fyrir ókvæðis-orð eða ofuryrði um einn af bæjar- fógetum stjórnarinnar. Kemst tit aptur í febrúarmán. þ. á. Tvö skip hafa enn slys hent (um jólin) í skipastól »hins sameinaða gufuskipafjelags« Annað (Kieff) brann, nýkomið með farm frá suðurlöndum, svo að skaðinn kom á 150 þús. króna, eða meira, en hitt (Norge) lestist á klöpp, er það hjelt inn til lægis í Kristjaníu. Af dánum mönnum skal nefna C. J. Brandt, prest við Vartou—hælishús aldraðs fólks í Kh.—, eptirmann Grundtvigs, og vel metinn í hans liði. Enn fremur: Matthison-Hansen, organista við dómklrkjuna í Hróarskeldu. Noregur og Svíaríki- Frá hvorugu landinu neitt markvert að segja, en nú fara þingseturnar í hönd, og á báðum þingum þar um vant mál að ræða, sem er »Mellem- rigsloven«, eða um verzlunarsamskipti beggja ríkjanna, ákvæði um tolla o. fl. Vinstriblöð Norðmanna segja, að á stórþinginn skuli kanna hug og dug stjórnarinnar nýju til frammistöðu í jafnstæðiskröfunum við Svía. Norðmenn hafa að dæmi Dana hafið al- menningssamskot til landvarnar — kastala, skipa og vopna—, og beinast hjer konur til, sem hjá Dönum, með ötulleik og kappi. Af Norðmönnum er látinn að segja Ketil Motzfeldt, sem varð 75 ára að aldri. Skör- ungur á þingi og í ráðherrasessi, þó hann hjeldi sjer utan flokka, en alla tíð frjáls- lyndur og traustur maður. Meðal Svía er Utinn Carl Ifvarson (27. des.), höfuðskör- ungur sænskra bænda, bæði á þingi og utan- þings. Um tíma helzti forustumaður fyrir »land- mannafjelaginun. Hann hafði skömmu áður sagt af sjer þingmennsku, en var varafor- maður neðri deildarinnar. Eptirmælin hin loflegustu í öllum sænskum blöðum. England. Lent í misklíðir við Portúgal um landeignir í Zambezelöndunum í Afríku (austan- vert) —þau eru gullauðug og kostarík—, út af frumhlaupi á þjóðflokka, sem Englendingar kalla standa undir sínum hlífðarskildi. Sjálf- sagt talið, að hjer greiðist úr til sátta, en þó svo, að Portúgalsmenn verði að sætta sig við, að hita í lægra haldi. Dómskýrslan í Parnellsmálinu er ekki enn birt, en verður líkast að drjúgum ræðutexta þegar hún kemur til þingsins. Af höfuðsök- inni oddur brotinn við uppgötvun falsbrjef- anna. Nú er nýju óhróðursmáli upp ljóstað Parnell á hendur, sem liann eignar flokks- vinum Times. Um þaðmáþá frekara herma, þegar reynt þykir hver tilhæfan er. 29. des. varð Gladstone áttræður, og þá slík tilsóku að hallargarði hans, og fagnaðar sendingar, sem nærri má geta. Forustufán- anum heldur hann enn uppi með þeim krapti, sem fáum er unnt, og það forsmegin er enn í ræðum hans, að margir ætla honum auðn- ist, að sjá enn rofna fyrir þeim stíflugarða Torýmanna. Barnum, hinn nafnkenndi sýningamaður undra og ginninga, frá Ameríku, er nú í Lund- únum og skemmtir þar borgarlýðnum í hall- arskála, sem Olympshöll heitir, en þar kom- ast fyrir 12,000 manna. Meðal margs ann- ars eru þar hestreiðaleikir framdir á þrem stöðum. Frakkland. Sýningunni lokað 6. nóv- ember. Hennar höfðu vitjað á 28. miljón manna, þeirra sem inngangseyri borguðu. þannig urðu 8 milj. franka yfir kostnaðinn fram, sem í borgarsjóðinn rennur. það er sú eina alþjóðasýning, sem slíku hefir átt að fagna. þing Frakka tók til starfa sinna 19. nóv- ember, og hefir þar farið allt skaplegar fram en vandi hefir verið til; og betur en nú hefir aldrei horfzt á fyrir þjóðveldinu, síðan það komst á stofn. Konungsliðar með daufu bragði, og los kallað komið á öll bönd við hina af óvinum þjóðveldisins. því fleygt fyrir skömmu, að nokkur hluti keisarasinna og Boulangersliðar hinir skárri mundu binda lag sitt og kallast »lýðvaldsmenn hægra meg- in«. Garpurinn sjálfur gerður kjörrækur, sem við mátti búast ; situr í öngum sínum á Jersey, og er nú sjaldan á hann minnzt. En er hann nii úr sögunni með öllu'.' Þýzkaland- Af nýnæmis- eða höfuðtíð- indum hjeðan fátt annað að segja en lát Agústu drottningar, ekkju Vilhjálms keisara fyrsta. Hún andaðist 7. þ. m., og er sagt, að landfarsóttia hafi lagzt á ellilasleik henn- ar. Hún var prinsessa frá Weimar, f. 1811, og hafði þar á æskuárum haft kynning af Goethe. Eagurlega er eptir hana mælt í þýzk- um blöðum og öðrum, um menntun hennar, hjartagæzku og alla valkvendiskosti. I Afríku eða Zansibar hefir lið þjóðverja jafnau fullt 1 fangi við árásasveitir Araba. Nýlega höndluðu þeir þann foringja, sem Búskíri nefndist, og hafði gert þeim mikinn óskunda, og var hann upp festur. En hjer kemur þegar maður í manns stað, þegar slífc óhöpp henda, og fyrir skömmu barst þaðan, að nýr Arabaforingi hefði komið tveimur eða þremur fyrirliðum á óvart, og haft þá burt með sjer. þeir verða dýrir í litlausninni, ef til kemur. Annars sækist liði þjóðverja vel áleiðis vestur, og því áttu þeir Stanley og Emin pasja alla þá fyrirgreiðslu að þakka, sem þeir hlut í Mpúapúa á austurleið sinni. Kosningarnar nýju tií ahikisþingsins fara fram 20. febr. Eptir allar hviksögurnar fram og aptur af dr. Peters mun því mega trúa, sem nú er eptir brjefum Jiaft, að hann sje á lífi og fylgd hans öll, en afdrifin illu hafi hlotið sveit enskra manna sunnar á þeim slóðum. Belgía. þó verkaföll sje alstaðar tíð á vorum dögum, er þeirra hjer optast við að geta. það er líka náraafólkið, sem á hjer undir þyngri byrði að stynja en á flestum stöðum öðrum. Nýlega var talað um kola- þurð og vandræði sökum verkafalla, en sein- ustu fregnir segja, að þau muni skaplegum lyktum nærri. Stundum spilla iijer sósíalistar og bylt- ingamenn málstað verkmanna, en það vegur hjer á móti, að stjórnin klerkhugaða hefir orðið uppvís að svo illum hrekkjum sem þeim, að senda falsara á fjelagafundi verkmanna til ginninga eða æsinga, og komast svo yfir sak- arefni þeim á hendur, eða þeirra forustu- mönnum. Af slíku máli mikil rimma áþing- inu { byrjun desbrmán., þó ekki tækist að vinna bug á klerkavinum eða ráðherrunum af þeirra flokki. Laéken heitir sá hallargarður—nokkuð frá Bryssel—sem Leopold konungur hefir til að- seturs. Meðan hann var í höfuðborginni á nýársdag að taka við fagnaðarkveðjum stór- mennisins, kviknaði í höllinni af eldi í vatns- hitukjallara, og varð ekki slökkt fyr en mik- ill partur hennar var brunninn. Hjer eydd- ist stórmikið af dýrindismunum, þar á meðal mest af bókum konungs og pentlistarverkum, þó mörgu yrði bjargað. Bana beið þar sú kona við hirðina, sem hafði fóstrað Clemen-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.