Ísafold - 26.04.1890, Side 1

Ísafold - 26.04.1890, Side 1
SCemut út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kt. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD Uppsögn (skrifieg) bundin v ð áramót, ógild nema komín sje til útgefanda íyrir 1. okt, Af- greiðslust. í Amturstrœtí S. XVII 34. Reykjavik, laugardaginn 26. april 1890. Getur gjört og getur ógjört látið. Margur var sá, er eigi leizt á blikuna 'fyrst þegar miðlunarmennirnir i efri deild í fyrra sumar komu upp með að orða fyrirmælin i stjórnarskrárfrumvarpinu um skipun jarls hjer á landi og framkvæmd- arvald hans á þessa leið: „Konungur skipar jarl, sem hefir að- setur sitt í landinu, og víkur honum fra völdum. Konungur getur látið jarlinn í nafni sínu og umboði framkvæma hið æðsta vald í hinum sjerstöku málefnum landsins, enda skal þess getið við hverja stjórnarathöfn, að hann gjöri hana í nafni og umboði konungs-1. það var miðlunartilraun, þetta að breyta boðorðinu : „konungur lætur‘‘, er aður stóð 1 frumvarpinu, í heimildina: „kon- ungur getur látið“. pað hafði fyr og síðar verið einhver hinn helzti ásteyting- arsteinn andvígismanna málsins, að með skilyrðislausu boðorði til konungs um að láta jarlinn framkvæma hið æðsta vald i sjerstökum málum landsins væri stjórnar- skrárfrumvarpið gert svo óaðgengilegt fyrir konung til undirskriptar, að fásinna væri að halda því fram. Enginn gæti ætlazt til, að nokkur konungur færi að afsala sjer með lögum hinu æðsta fram- kvæmdarvaldi, þótt eigi væri um mikið eða merkilegt land og þjóð að tefla. Með slíku væri of nærri gengið frumrjett- indum hátignarinnar o. s. frv. Meðan mótstöðumenn stjórnarskrár- endurskoðunarinnar voru henni svo and- vígir, að þeir hugsuðu ekki um annað en að ónýta málið, ineð hverju sem helzt móti, er auðið væri, á meðan hirtu hinir eigi um að gefa mikinn gaum þessari eða öðrum útásetningum út á einstök atriði í frumvörpunum. þ>eir þóttust vita, að margt af því væri fyrirsláttur eða uppgerðar-viðbárur, og ljetu þá eitt yfir allt ganga hjer um bil. En þegar það sást, að mótstaðan var orðin annars eðlis en áður, að í stað mótspyrnu gegn nokk- urri sem helzt endurskoðun á stjórnar- skránni var komin mótstaða gegn því að hafa hana svo hamramma, sem formæl- endur vildu, þá tókust skaplegar viðræður Og samkomulagstilraunir. f>á bar það brátt á góma, að ómissandi væri að taka á einhvern hátt beizkjuna úr þessu boð- orði í 6. gr., og fundu menn þá eigi annað ráð snjallara en að víkja orðunum svo við, sem fyr segir. Enginn efi leikur á því, að hvorir- tveggja ætluðust til, að söm yrði niður- staðan, er til framkvæmdanna kæmi, á hvorn háttinn M þessum tveimur sem fyrirmæli þessi yrðu orðuð. Enginn ís- lendingur fer að greiða atkvæði með þvl, að hafa hjer jarl með ráðgjöfum, í öðru skyni en því, að þessum jarli og ráðgjöf- um sje þá ætlað að hafa það á hendi, sem tíðkanlegt er að láta slíka stjórnend- ur hafa á hendi annarsstaðar, en það er hjer um bil alla stjórn lands þess, er þeir eru yfir settir, í þess sjerstaklegu málum. Flitt óttuðust menn, að einræn og óbilgjörn stjórn í heimaríkinu, Dan- mörku, kynni að hagnýta sjer heimildar- orðatiltækið til þess, að láta heimildina ónotaða, með öðrum orðum: að fela jarl- inum ekki hið æðsta vald í hinum sjer- stöku málefnum landsins, heldur halda því hjá sjer, eins og fyrrum. f>etta óttuðust menn fyrst. En við nánari íhugun komust menn að þeirri niðurstöðu, að ekki væri neitt voða- legt að aðhyllast heimildar-orðatiltækið. Nefndin í neðri deild, er ljet uppi ýtar- arlegt álit sitt um frumvarpið, er það kom frá efri deild, öll nema einn af 7, lætur að visu ekki rjett vel við því; en það er full vitneskja fyrir því að hinu leytinu, að nefndin var samt einráðin í að fallast á það, og var hún auðvitað skipuð þeim mönnum, er deildin hafði mest álit á og traust í þessu máli. þ>ótt ótrúlegt sje, þá hafa málsmetandi menn lesið 6. gr. frumvarpsins frá 1889 svo óvandlega eða haft fyrirmæli hennar svo rangt eptir og hugsunarlaust, að þeir hafa álitið konungi með frumvarpi þessu í sjálfs vald sett, hvort hann hefði hjer nokkurn jarl (eða landsstjóra) eða ekki. f>á var ekki að kynja, þótt hún þætti viðsjál. þ>á hefði verið von, þótt talað væri um apturför. jpað var þó talsverð framför, sem fekkst 1874, er það var stjórnlögum helgað, að hjer á landi skyldi jafnan vera landshöfðingi. Að kippa því aptur burtu og setja ekkert í staðinn, engan innlendan valdsmann í hans stað, það hefði verið apturför. En það er öðru nær, en að svo sje. í stað landshöfðingja, með hans allmjög tak- markaða valdi og verkahring, með hans ábyrgðarleysi og hans ráðaneytisleysi, á eptir frumvarpinu frá 1889 að koma jarl með ráðaneyti, er hafi ábyrgð fyrir al- þingi. f>að er skýlaust boðorð, að svo skuli vera. Út af þvi verður eigi brugðið á nokkurn hátt, öðruvísi en með hreinu og beinu stjórnarskrárbroti. Gallinn er sá einn, að ekki er bætt við skýlausu boðorði um, að jarlinn og ráðaneyti hans skuli hafa á hendi allt hið æðsta fram- kvæmdarvald í hinum sjerstöku málum landsins, heldur í þess stað komizt svo að orði, að konungur geti látið jarlinn fram- kvæma hið æðsta vald í hinum sjerstöku málum landsins. f>etta segja menn sje engin framför .frá þvi sem nú er, því konungur geti líka eptir hinni núgildandi stjórnarskrá látið landshöfðingja fram- kvæma þetta vald. fessari flugu má skjóta þeim í munn, sem ekki lesa eða athuga nema til hálfs það sem þeir eru að tala um og dæma. Aðrir sjá undir eins, að hjer víkur öðru vísi við. Fyrst og fremst er í eptirfarandi grein- um frumvarpsins talin upp ýms mik- væg landsstjórnarstörf, sem jarlinum eru ætluð berum orðum, en landshöfðingja er ekki trúað fyrir eptir núgildandi lögum. Jarlinn getur vikið embættismönnum frá. Jarlinn getur flutt embættismenn úr einu embætti f annað. Jarlinn stefnir saman alþingi ; hann getur lengt þing- tímann og ræður, hve lengi aukaþing eiga setu ; hann getur frestað fundum hins reglulega alþingis um tiltekinn tíma, og hann getur meira að segja rofið neðri deild og stofnað til nýrra kosninga. Loks annast jarlinum, að lögin verði birt og að þeim verði fullnægt. Aptur eru sjerstaklega nefnd fáein mikilsverð landsstjórnarstörf, er sagt er um, að konungur geti falið jarlinum að annast þau (embættaveitingar, leyfi og undanþágur frá lögum), og loks er kon- ungi sjálfum berum orðum áskilið valdið til að náða menn og veita almenna upp- gjöf á sökum. J>að sem konungur hefir á að ganga, ef hann skammtar jarlinum valdið úr hnefa, samkvæmt heimildinni í 6. gr., það er þá einungis ofannefnd tvenn mikils- verð landsstjórnarstörf, embættaveitingar og leyfi, og þar næst ýms störf, sem ekki eru nefnd í stjórnarskránni, en eru flestöll langt um minni háttar heldur en þau, sem þar eru nefnd og ráðstafað berum orðum. Um hin minni háttar landsstjórnar- störf, svo sem þau, er nú þegar eru falin landshöfðingjanum, er nú það að segja, að það eru harla litil líkindi til, að konungur eða ráðgjafi hans muni finna hjá sjer nokkra freistingu til að draga þau undir sig aptur, eptir að þau hafa legið undir óæðra úrskurðarvald í 20 ár eða lengur. í>á er ekki annað eptir handa konungi eða ráðgjafa hans í Khöín, auk embætt- isveitinga, leyfis- og náðunarvalds, en einhver meiri háttar stjórnarstörf, sem ekki eru nefnd i stjórnarskránni berum orðum. En hver þau ættu að vera, er ekki gott að sjá, úr því að’ stjórnarstörf þau, er berum or^um eru falin jarlinum og áður eru nefnd, eru einmitt meðal hinna mikilsverðustu, sem til eru, úr því að i 7. gr. stendur, að „ráðgjafarnir (jarlsins) hafi á hendi stjórnarstörfin inn- anlands“ yfir höfuð, og úr því að í 8. gr.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.