Ísafold


Ísafold - 26.04.1890, Qupperneq 3

Ísafold - 26.04.1890, Qupperneq 3
135 Síðan tók hann inn mjög sterkt örvandi meðal og Ijet bera sig Irá tjaldi sínu þangað sem mannfjöldinn var saman kom- inn og uppreisnarforinginn beið dóms sins. Stanley hvessti á hann sóttmögnuð augun, rjetti út hendina og mælti: „Vjer höfum lagt ossiþúsund hættur og mann- raunir til þess að bjarga þjer, og þetta eru þakkirnar. Burt með þig til guðs !“ Múgurinn rauk til og lagði hendur á manninn, og spurði, hvað ætti að gjöra við hann. „Fáið þjer guði hann“, svar- aði Stanley, og benti upp i eik, er þar stóð nærri. Að vörmu spori var maður upp festur á gáiga í efstu grein trjesins. Áfengir drykkir og geðrciki. Fransk- ur vísindamaður, er Henri de Parville heitir, hefir ritað nýlega fróðlega grein um það, hversu vitfirringum hefir fjölgað á Frakklandi síðan árið 1872. Hann sýnir fram á, að þeim hefir fjölgað á þeim 17 árum um 30 af hundraði. Ol- æðisvitfirringum hefir fjölgað um helming, að hann segir, á 15 árurn. þ>ar að auki er ofdrykkjuæði nú orðið þeim mun hættulegra en áður gjörðist, að banatil- ræði af hálfu slíkra manna eru nú miklu algengari en áður. Parville kennir þetta einkum áhrifum eiturtegunda þeirra, er hafðar eru í óekta vín þau, er allt af eru að fara meira og meira í vöxt. 109 milj. pd. af smjöri framleiða Danir á ári, eptir nýjustu landshagsskýrslum, jeta sjálfir 40 milj. pd., og selja 6q milj. pd. til annara landa. þetta er allt ekta smjör. Utflutningur af óekta smjöri (smjörlíki) frá Danmörku nam árið sem leið að eins 1458 pundum. t fasteignum á bærinn Kaupmanna- höfn rúml 50 milj. króna virði. far á meðal er ráðhúsið virt á 450,000 kr.; spftalarnir allir samtals 10,171.000 kr.; húseignir fátækrasjóðs 5,207,000 kr.; skól- arnir 4.317,000 kr.; eignir vatnsverks bæjarins 4,315,000 kr.; húseignir bruna- liðsins og lögregluliðsins 606,700 kr.; gasverkin 8,575,000 kr.; nautatorgið og slátrunarhúsin 2,^87,000 kr. Fólkstala á Færeyjum var 1. febr. þ. á 12,Q53- t>ar af voru í ein 1 kaupstaðn- um á eyjunum, þ>órshöfn, 1303, rjett við- líka og í Reykjavík fyrir 35 árum (135 + manns 1. okt. 1855). Ferðapistlar um ísland. í ensku blaði er út kemur í Sunderland og heitir Weekly Ecko and Times, stóðu 1’ vetur í nokkrir ferðapistlar, eptir kvennmann þar í bænum (Miss Camcron), er ferðaðist hjer í fyrra sumar. Brjef þessi eru ein- staklega velvildar- og vinsamleg oss til handa, hrósið sumstaðar fullt eins mikið og vjer eigum skilið, en af fullri ein- lægni mælt samt auðsjáanlega. Henni þykir Reykjavik laglegur bær, húsin snotur utan og innan og þægileg. íslendingar sjeu vel menntuð þjóð, og ef marka megi það, að ekki þurfi nema 2 lögregluþjóna í Reykj ,vík, þá hljóti þeir að vera líka einstaklega siðgóð þjóð. Hún segist ekki muna eptir að hún hafi sjeð nokkurn mann drukkinn þær 6 vikur, sem hún dvaldi hjer. — Mikið þótti henni koma til að heimsækja kaupmanninn á Bíldudal. f>að sje eitthvert hið snotrasta hús, sem hún hafi komið i. "þar hafi verið staddur sýslumaðurinn f þvf hjeraði, Fischer, er sje talinn kunna manna bezt á hljóðfæri á landinu. þ>ar var gott forte- píano — sem er engan veginn óvanalegt á íslandi — og ljek hann fyrir oss úrvals lög eptir Beethoven, Chopin, og ýmis ensk og dönsk tónskáld. Dýrafjörður þótti henni mjög fagur. Sólarlagið þá um nóttina eptir var óviðjafnanlega fag- urt. ísafjörður þótti henni vera fjörugur bær og björgulegur, vegna hins mikla fiskiafla og fjörugrar verzlunar. í Flatey kom hún á leiðinni suður aptur til Reykja- víkur; þar þótti henni fallegt og merki- legt að sjá æðarvarpið þar. Hún fór síðan til þóngvalla og Geysis, og lætur mikið yfir, hvað margt sje merkilegt og skemmtilegt að sjá á þeirri leið. Um hestana íslenzku segir hún, að þeir verði aldrei of lofaðir. Hún var við, er alþingi var sett. þótti henni það fara mjög snoturlega frain, og lfkaði einkar vel guðsþjónustugjörðin á undan. Hún hefir orð á, hve þingsalirnir sjeu fallegir, og ágætar myndir á veggj- unum. „Islendingar eru greind þjóð. þ>eir gefa rækilega gaum því. sem við ber í öðrum löndum. í mörgum húsum sáum við myndir af Gladstone, John Bright og Parnell; og með því að þeir eru sem stendur að berjast fyrir meira sjálfsfor- ræði, á þingi, láta þeir sjer einkar-anút um írska málið. Hvað eptir annað var jeg spurð á þessa leið : „Ætli honum Glad- stone muni ekki heppnast að útvega írlandi sjálfsforræði?“ Og þegar Ifður Jón heit. Sigurðsson.hinn ágæta þjóðskörung þeirra. sem sjá má alstaðar myndir af, þá er eng- inn stjórnvitringur, sem þeir meta meir og dást meira að heldur en Gladstone11, „Island er farið að vekja athygli þeirra. er ferðast sjer til skemmtunar. Faxveið ar á íslandi álíta margir betri en í Nor- vegi, enda er þar of mikil ösin af ferða- mönnum. Meðal enskra ferðamanna á íslandi þetta ár voru tveir synir og ein dóttir hins fræga málara Sir John E. Millais, og ýmsir nafnkenndir náttúru- fræðingar“. „íslendingar eru hin gestrisnasta þjóð í heimi. Allir sýndu mjer hina mestu kurteisi og vinsemd, og verð jeg að segja það, að jeg skildi með miklum söknuði við þessa fjarlægu „storð frosts og funa“. Kátlegur safnaðarfulltrúi- ,.Fá trje bera fögur lauf, ef fv'iin rótin er“. Björn Bjarnarson í Beykjakoti virðist hafa í ógáti eða vísvitandi misst sjónar á sann- leikanum í 11. tbl. Fj.-kon. þ. á., og viljum vjer fúslega leiðbeina safnaðarfulltrúanum okkar á veg dyggðarinnar—bara það eigi sje orðið of seint.-----I 11. tbl. Isafoldar þ. á. skorar B. B. (safnaðarfulltrúinn í Reykjakoti), í nafni Lágafellssafnaðar, á umsækjendur Mos- fellsprestakalls, að gera sjer aðvart um umsókn þeirra. — Slíkt var a Iv e g heimild- arlaust, því söfnuðurinn hafði aldrei minnzt á það eiuu orði við safnaðarf. — Nokkru síðar, sunnud. 16. febr., hafði B. B. mál- fundarskrípi, sem hann gengst fyrir, með nokkrum unglingum hjer, og voru þar við- staddir ýmsir menn, utan og innan hrepps, og þar á meðal nokkrir bændur. Afsakaði B. þá, í viðurvist safnaðar þessa, framhleypni sína í umgetnu tbl. Isaf., sem hann mun hafa haft veður af, að eigi bætti um vin- sældir hans hjer, og — þögðu allflestir við. A þessum fundi gerði B. það að uppástungu sinni, að kveðja til almenns safnaðarfundar fyrir Lágafellssókn, til að ræða »prestskosn- ingarmálið o. fl. kirkjumál«; og geðjaðist fundarm. ýmislega að þessutn framfaravotti hjá safnaðarfulltr. Ljet fundarstj. (B. B.) þá ganga til atkvæða, og var uppástungan samþ. af meiri hluta æskulýðsins og hinna fáu bænda, sem viðstaddir voru, og þeir um síðir höfðu látið sannfærast um, að einnig á þessum fundi mætti útkljá allsherjar safnað- armál. Var síðan B. B. á sama hátt íalin á hendur öll umsjá og virðing fyrirhugaðs fundar. — það mun efalaust þessi hirlcju- fundur(!), sem safnaðarfulltr. æpir sig á £ Fj.-konunni, þó eigi hafi fyr heyrzt, að hann hafi valið málfundum sínum svona hefðarlegt nafn. —Nú kemur kátlega fundarhaldið nr. 2 á Lágafelli 23. f. m., og vísum vjer að fullu og öllu til þess, sem stendur um það í Isaf. 26. marz, sem órengjanlegs sannleika. það er því engin missögn, eins og safnaðarfulltr. þóknast að komast að orði í Fj.-konunni. — Hvað snertir »áskorun sóknarm. á kirkju- fundi« vísum vjer til ofanritaðs. — »0. fl. kirkjumál« var eigi minnzt á á fundinum. — Tillagan um »meðmæli með einum tilteknum umsækjenda« var ekki einungis felld frá um- ræðu og atkv., heldur og sjcrhver önnur í þá átt, rneð annari till., sem safnaðarfulltr. sjálfur var svo »framsýnn«, að bera upp, þvert ofan í hina fyrri till. sína. — »Að slíta ekki fundi án frekari ályktunar#, er rjett hermt, — menn vildu gjarna heyra, hvað safnaðarfulltr. hefði að segja um þessi »fl. kirkjumál«, sem hann hafði egnt fynr söfn- uðinn með. — þegar íundarhlje varð, liafði fundur staðið 3\ st., og eptir fundarhlje stóð fundur að eins skamma stund (þá viðurkenn- ingu á minni hlutinn, að hann var ekki lengi að átta sig). — Vjer könnumst eigi við, sem ljetum hlíta við fyrri atkv.gr., og vikum síðan af fundi, áhugaleysi á vorum velferðar- málum; auðvitað^ leiðum vjer hjá oss 0/ niikla afskiptascmi. — »í þriðja lagi var borin undir atkv. till. um, að mæla fram með einhverj- um umsækjenda, samþ. með 10 : 3 atkv.«. Mikið rjett, og síðan var hin 1. till. borin upp og samþ. í e. hlj. af minni hlutanum, áu þess málið nokkurn tíma löglega væri tekið fyrir á ný. — A fundinum var almennt áhugaleysi, sem Ijósast af öllu sjest á fund- arsókninni. En það er ósæmilegt, að drótta því að oss, að vjer sjeum áhugalausir um málefni vor; mun þvf meir hafa valdið áhuga- leysi á afskiptum safnaðarfulltr. í þessu efni, að merlcir hændur ýmist sátu heima eða riðu um fundargarð, án þess að koma við. — Vjer öfundum sannarlega eigi safnaðarfulltr. af smekk hans, hvað snertir kátlegu fundarhöldin hans; vjer höfum eigi vanist því, fyr en nú í seinni tíð, að fundarstjóri hafi jafnaðarlega lang-optast orðið, en varni þess, ef til vill öðrum, greiði œtíð atkvæði, og líði mönnum alls kyns óreglu, svo sem skvaldur, samræð- ur, að ræðumaður gangi um gólf o. s. frv., o. s. frv. — Vjer leiðum hjá oss að öðru leyti þenna vleiðandú mann (í gönur?), en mund- um vissulega kunna honum annað ráð sæmra, ef hann vill afla sjer álits, en moka flórinn fynr Fj.-konuna. Mosfells»veit 21. apríl i8qo. G. Gíslason. Guðlaugur Arnason. Magnús Olafsson.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.