Ísafold


Ísafold - 26.04.1890, Qupperneq 4

Ísafold - 26.04.1890, Qupperneq 4
13ö f>JOÐ A.R-EINKU'N'NIR. Araerikumenn þvkjast hafa veitt því eptirtekt, að sjá megi glöggt, hverrar þjóðar sá og sá maður er, á því, hvernig hann hagar sjer i áflogum. Frakkar æpa, verða óðamála, baða öllum öng- am og-—taka síðan á rás. þjóðverjar damla þindarlaust, þangað til skríður til skarar. Danir standa spakir með höndur í vösum, reka frá sjer bumlungshögg stöku sinnum, og stinga síðan höndum í vasann aptur og horfa á, meðan hinir berjast. Englendingar „boxa“. Ameríkumenn bregða fyrir sig marghleypunni sinni. ílalir og Spánverjar stinga með rvting. Svíar reka i mann hnifinn. írar bíta nef og eyru af þeim, sem þeir eigast við, eða kreista út úr honum augað með þumal- fingrinum. Svertingjar beita rakhníf, og Suður- Ameríkumenn blýslöngu. Hinn 6. þ. m. andaðist að Bakka á Skipaskaga konan Gunnhildur Halldórsdóttir á 76. ári. Hún var fædd 1. ágústm. 1814. Hinn 14. júlí 1832 giptist hún Einari forvarðarsyni, búandi manni. ráðsvinn- um, vinsælum og atorkusömum, er drukknaði með 2 börnum sínum 6. marzm. 1864. Varð þejm hjónum 12 barna auðið, og er að eins eitt þeirra nú á lífi, en 13 barna-börn og 3 barnabarna-börn. í annað sinn giptist hún 4. júlím 1865 Jóni Jóns- syni, eptirlifandi ekkjumanni á Bakka. Allan aldur sinn ól hún á Akranesi, og bjó þar við góð efni frá því hún giptist til dauðadags. Gunnhildur sáh var mikilhæf kona, skyldurækin, góð og göfuglynd; hún var gestrisin og hjá henni áttu nauðstaddir og vanheilir athvarfs að leita. — IJm 50 ár var hún yfirsetukona á Akranesi, og tók á móti 1000 börnum. Gegndi hún þessari köllun með árvekni, þreki og stillingu, kunnáttu og nákvæmni. Jarðarför Gunnhildar sáh, sem framfór 15. þ. m. að Görðum, ber Ijósan vott um það, hve virt og ástsæl hún var, því óvenjumikill mannfjöldi af Akranesi og úr nálægum sveitum var saman kominn við hana,—sem og heiðursgjöf (1000 kr. virði), er konur á Bkipaskaga sæmdu hina látnu' með, ári áður en hún dó. B. Leiðarvisir ísafoldar. 458. Hafa kaupmenn rjett til að neita um pen- inga út á vöru, sem lögð er inn í lausakaupum, ef sá, sem inn leggur, þarfnast peninga, eða geta þeir neitað um peninga út í reikning ? Sv.: J>eir geta því að eins neitað um peninga, að þeir hafi látið í Ijósi fyrir fram, svo kaupu- naut mátti kunnugt vera, að þeir I.jetu ekki nema vörur út í reikninginn (t. d. með verðmun gegn vörum eða peningum, eða á annan hátt). 459. þann dag, sem . þorskanet almennt eru tekin upp um stórstraum samkvæmt fiskiveiða- samþykktinni 9. júní 1885, eru 2 hásetar minir af 4 veikir, svo að jeg get ekki farið á sjó til þess að taka net mín upp. Næsta dag er vegna óveð- urs engum hægt að komast á sjó. Daginn eptir fara allir á sjó til þess að leggja net sín sam- kvæmt samþykktinni, en jeg til þess að vitja um net min. Má jeg nú leggja þau aptur þann sama dag, eða má jeg leggja önnur net úr landi þann dag ? Sv.: Spyrjandi mundi líklega sýknaöur, þótt hann legði aptur netin sama dag eða önnur net úr landi, þar sem hann hafði góða og gilda af- sökun. og hugsunin í samþykktinni er sú, að al- menningur skuli hafa netin á landi samtímis (gagnslaust, að einn maður hafi þau á landi á þeim tfma, sem almenningur hefir þau í sjó í lagaleyfi). 460. Er ekki mönnum heimilt að vinna af sjer lögskipaöa aukavinnukvöð með því að gjöra eða bæta veg gegn um tún sitt ? Sv.: Nei, ekki öðru vísi en eptir samkomulagi við hreppsnefndina, og það þvi að eins, að vegur- inn gegn um túmð sje löglega ákveðinn hrepps- vegur, en það gjörir hreppsnefndin, með samþykki sýslunefndar, sjá vegalög 10. nóv. 1887, 15. gr. 461. Er nokkur lagaleg heimild til að taka allt sem hendi er næst, til ofaníburðar í þjóðvegi, t. a. m. mannvirki, tún- eða traðargarða, jarð- eplagaröa eða bæjarveggi, sem liggja með vegin- um, án þess að veita honum fyrirstöðu ? Sv.. Nei, það er ólöglegt, sjá 23. gr. vegalaga 10. nóv. 1887. 462. Maður, sem hefir dvalið átta ár i sama hreppi, tilkynnir hreppsnefndar-oddvita við byrjun hins níunda árs, að hann eigi núlögheimili i öðr- um hreppi, en dvelur þó eptir sem áður í hreppn- um mestan hluta ársins, án þess að vera skrifað- ur í kirkjubók eða gjalda til sveitarþarfa. Getur hann með þessari dvöl sinni unnið sjer sveitfesti i tjeðum hreppi, þó hann á næsta ári verði lög- lega búsettur þar, eða byrjar hann þá algjörlega að nýju. að vinna sjer þar sveit-festi? Sv.: Áminnzt tilkynning til hreppstjóra um lög- heimili í öðrum hreppi er þýðingarlaus hjegómi og getur alls eigi slitið sveitfesti, úr því maðurinn dvelur samt kyr i sama hreppnum. 463. Tveir búendur eiga jafnt land að veiðiá sinn hvoru megin, sá, sem neöar er, stokkleggur raunar ekki, en girðir svo, að hinn sem hefir sitt veiði- látur straummegin, veiðir lítið sem ekki neitt, vegna þess, að hann getur ekki hlaðið sitt látur jafnt hinum, vegna dýpis. Er það rjett, að binn síðarnefndi beri þennan skaða bótalaust? Sv.: Ef hinn ábúandinn hefir eigi girt frekara en lög leyfa, er ekki hægt að rjetta hlut þess, er hallann bíður, öðruvísi en ef til vill með reglugjörð sýslunefndar, samkvæmt 7. gr. laga 19. febr. 1886. 464. £arf hver sá, er giptast vill, að eiga 400 krónur eða 400 kr. virði, er engin slmld hvllir d, til þess að fá giptingu af presti? Sv.: Spurning þessi er sprottiqn af misskiln- ingi. 400 króna eign kemur ekkert gii>tingu við eða gipting-ar-leyfi, heldur er hún að eins skilyrði fyrir þurrbúðar-leyfi utan kauptúna samkvæmt lögum 12. jan. 1888. Skilyrðið er: sönnun fyrir því, að maðurinn eigi, auk alls klæðnaðar fyrir sig og sitt skuldalið, skuldlausa fjármuni í pen- ingum eða öðrum fjemætum munum, er nemi að minnsta kosti 400 kr. fjárhæð. 465. J>arf leyfi lögreglustjóra til að halda op- inbera dansleiki, þar sem aðgangur er seldur ? Sv.: Já, ef veitingar áfengra drykkja eru sam- fara dansskemmtuninni og sá sem hana heldur hefir ekki veitingaleyfi á annað borð. 466. Hefur lögreglustjóri nokkra heimild til, að krefjast 10 kr. gjalds til f'átækra, fyrir leyfi til op- inberra dansleika ? Sv.: Ekki mun vera lagaheimild til þess að svo stöddu. 467. Hefur lögreglustjóri nokkra heimild til, að leyfa vínsölu-veitingamönnum að selja vin og annað í tjaldi utan húss ? Sv.: Já, ef það er innan lögsagnarumdæmisins. 468. Mega prestar sitja hvar sem þeim þóknast í prestakallinu, t. d. út í annexíusókn, þótt á- kveðið prestssetur sje í heimasókninni og hent- uglega í sveit koraið ? Sv.: Nei, engan veginn. Afbrigði í því efni eru óheimil öðru vísi en með biskupsleyfi og sain- komulagi safnaðanna. AUGLÝSINGAR ísamfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út f hönd. Sundkennari. Ef einhver vill og getur tekið að sjer að kenna sund hjer í Laugun- um (hjá Lauganesi) í vor eða sumar, er hann beðinn að snúa sjer sem fyrst til ritstj. Isafoldar. Hjer með er skorað á alla þá, sem skjóta fugla hjer í nánd, að selja náttúru- fræðisfjelagiiiu þá, ef þeir eru vel skotnir og óstruaóir. Einhver af oss undirskrif- uðum kauþir fuglana. Sjeu fuglarnir sjald- gæfir, borgast hœsta verð fyrir þá. Sömuleiðis fiska fremur sjaldfengna, svo sem löngu, keilu, marhnútategundir og þess konar. Reykjavík 15. apríl 1890. B. Gröndal. f>. Thoroddsen. Björn Jensson. J. Jónassen. Yerzlunarhúsið: F. G. Brukner i Hamborg stofnað 1813, kaupir saltfisk og lýsi fyrir hæsta verð, og selur útlendar vörur frá fyrstu hendi með bezta verði einungis fyrir milligöngu agents vors O. J. Haldorsen í Reykjavík. Alls konar kóloníalvörur, rúg, rúg- mjöl, hveitimjöl, bankabygg, brenni- vín, romm, vín, munntóbak, rjól, vindla O. s. frv. hef jeg til sölu fyrir bezta verð, sem fáanlegt er. íslenzkar vörur eru seldar svo vel sem auðið er gegn 2°/» í ómakslaun. Carl Andersen. Börsgade 44 Kjöbenhavn. Albert Zenkner’s forbedrede Maltosenpraparatet anbefales af Læger som det bedste Middel í Stedet for Levertran imod Hoste, Forkölel- se, Kartarh, Slim, Aandebesværlighed, Hæs- hed, Kighoste og Smerter i Eespirations- Organerne. Paaes kun ægte veð Opfinderen ALBERT ZENKNER i Berlin 26. og ved Herr Haldorsen, Reykjavik- Bókbandsverkstofa ísafoldarprentsmiðju (Austurstræti 8) — bókbindari pór. B. porláksson — tekur bækur til bands og heptingar. Vandað band og með mjög vægu verði. Bókaverzl. ísafoldarprentsm. (Austurstræti. 8) hefir til sö!u allar nýlegar islenzkar bækur útgefnar hjer á landi. LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jón- assen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsylegar upplýsingar. Forngripasalmö opið hvern mvd. og ld. kl. i_____2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 13—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvo. og ld. kl. 2— 3 Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. c—6 Veðuratliuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen. Hiti | Loptþyngdar- j (i Celsius) mælir(millimet.)l Veðurátt. Apiíl [ánóttu um hád. fm. em. fm | em. MvJ.23.1 -)- 2 + 9 739.1 744.2 Na hv bi A h d Fd. 24. + 4 + 6 744.2 749-3 N h b IN h b Fsd. 25.1 -þ 2 Ld. 26.; 0 1 + 7 756.9 762.5 761.0 N h b [N h b Sa h b j Undanfarna daga hefir verið norðanátt, optast hvass til djúpa, en frostlaust, siðari part h. 25 gekk hann ofan og varð logn. i morgun h. 26. hægur á land- sunnan, dimmur. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Brentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.