Ísafold - 07.05.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.05.1890, Blaðsíða 3
147 sakramentis-fikti“. Og þar við sat. En næsta sunnudag var prestur búinn aö skella neðan af hempunni, svo hún tók honum ekki nema niður á hnje. f>að var mikil mildi, að hann lifði á „góðu gömlu tímunum11, þessi prestaöldungur. Eú er hann farinn hjeðan i friði, hlessaður öðlingurinn; „hinn sárt saknaði og trúi sálnahirðir er nú kom- inn heim til föðurhúsanna“, eins og staðið mun hafa í likræðunni eptii hann. * * Jeg var á gangi hjerna á dögunum, og kom niður í fjöru ; þar var skip nýkomið eitthvað ofan úr sveit , skipið stóð í flæðarmálinu og skipshöfnin í kringum það. „Eigum við að setja?“ sagði for- maðurinn. „Já, eigum við að setja?“ gall við hjá öllum hásetunum allt i kringum skipið. Svo var farið að ræða málið, sumir voru með og sumir móti; sumum þótti vissara, áreiðanlegra að setja; öðrum þótti það hreinn og beinn óþarfi, „ómak og ekkert annað“. Um þetta var verið að þrefa góða stund ; orð tók við af orði, þangað tíl sam- ræðan var komin út í allt aðra sálma og skip og setningur var ekki nefnt á nafn. ÖIl skipshöfnin stóð í rjettri röð kringum skipið, lá fram á það til að hvfla sig, og skeggræðan bunaði áfram. J>egar góð stund var enn liðin, spurði formaður aptur : „Eigum við að setja ?“ Og aptur tóku hásetarnir undir og sögðu : „Já, eigum við að setja ?“ Svo var aptur farið að þrefa um það fram og aptur, þangað til unglingspiltur tók þegjandi hlunn úr skipinu og fór að skorða, þá tók hver að öðrum þegjandi hlunnana úr skipinu og svo skorðuðu þeir það þarna í flæðarmálinu. Og siðan gengu þeir upp í bæinn, hægt og gætilega, eins og íslendingum sæmir. Jeg var að hugsa um þetta litla atvik, þegar jeg gekk upp í bæinn og úak mig á tvo menn, sem sátu á bundnum vöiu- böggum hjá fjórum reiðingshestum. „Eigum við að fara að láta upp ?“ segir annar. „Ja, eigum við að fara láta upp ?* Báöir sátu nátturlega alveg kyrrir á böggunum. Svo leið lítil stund. „Eigum viö að fara láta upp ?“ segir hinn fyrri aptur í nokkuó hærri róm en áður. „Ja, eiguui við að fara að láta upp “? segir hinn síðari, líka í hærri róm en áður. Báðir sátu enn kyrrir. Við skulum — þar var ekkert „eigum við“ — fá okkur hress- ingu fyrst“, segír hinn fyrri. „Já, við skulum fá okkur hressingu fyrst“, segir hinn síðari. Og svo var pyttlan tekin fram og sopið á, og svo var farið að tala út um alla heima og geima. Hestarnir stóðu hjá þeim, hengdu hausana þreytulega niður, kreistu aptur augun og tóku upp fæturna á víxl til að hvíla þá. Og þegar þeir opnuðu augun, litu þeir útundan sjer til höfðingjanna á pokunum, sem voru að hressa sig. Jeg beið góða stund; en þegar ekkert varð úr þvi, að farið væri að láta upp, gekk jeg burtu. Rjett í því jeg gekk fram hjá næstu búðardyrum, heyrði jeg að maður sagði „Eigum við að fara að halda á stað ?“ „J>ú ræður“. „Nei, þú ræður“. „Eigum við að fara að hakla á stað, já eða nei ?“ „J>ú ræður“. „Nei, þú ræður“ Svona voru tveir sveitamenn að þjarka góða stund og höfðu allt af upp aptur og aptur sömu orðin. En þegar svona var búið að ganga all- langa stund, þögnuðu báðir, settust niður á stakk- stæðisröndinni, annar tók upp pontu og fjekk sjer í nefið; hinn tók upp flösku og saup á. „Jæja, við tölum þá ekki meira um það“. Og meira varð ekki af ferðinni í það sinn. — En jeg fer að halda aö þetta „eigum vió“ sje ógnalega þjóðkennilegt orð fvrir okkur íslendinga. * * * Maður gengur varla nokkurn tíma svo um göt- urnar lijer, að maður sjái ekki hesti ofboðið á einhvern hátt; stundum eru þeir bundnir hver í taglið á öðrum, og rykkja og rykkja í sí-fellu; stundum er naut bundið aptan í tagl á hesti o. s. frv. Hjerna á dögunum var trjáviður fluttur á hestum fram á Nes ; slíka bagga hef jeg aldrei sjeð á æfi minni; þá var ekki sagt: „Eiguin við að láta upp“. £á var látið upp og það í snatri, og aumingja skepnurnar sliguðust í hverju spori undir böggunum ; jeg tók einkum eptir einum hestinum; hann var sýnilega gamall og lúinn t því hann gat svo sem í engan fótinn staðið, þegar komið var upp á hann og svo stundi hann ein- hvern veginn svo dauðans raunalega, að það var eins og hann segði þar með alla sína æfisögu, fulla af hörmungum og kvölum. Æfi hestanna hjer á landi flestra er sannkölluð „reynslu-tið“, þvi ef nokkur lifandi vera hjer á landi ber sinn kross, þungan og harðneskjulegan, með þögn og þreki— þá eru það hestarnir. Og þegar öllu er á bctninn hvolft, þá eru þó hestarnir lang-virðingarverðastir af öllum lifandi skepnum á íslandi. pESTUR j->ÁLSSON. Leiðarvísir ísafoldar. 474. Jeg var neyddur að gefa eigur mínar upp sem þrotabú; er ekki sýslumaður skyldur að skýra mjer frá, hvernig hann skiptir reitunum, og eins skuldaheimtumönnum í þrotabúi mínir ? Sv.: Jú. 475. Hafa ekki allir skuldaheimtumenn mínir heimting á skulda-afborgun að rjettu hlutfalli; er rjett að borga sumum, en ekki öðrum? Sv.: Skuldirnar eru misjafnlega rjettháar að lögum. 476 Getur sýslumaöur sett löghald á kaup mitt og Iátið mig h'ða klæðleysi, bæði til sængur- klæðnaðar og íveruklæðnaðar, svo jeg fyrir þá sök get ekki lifað frjálsu lífi eða reist mig neitt við aptur? Sv.: Nei; ekki nema áfallið kaup. 477, J>egar sýslumaður ber það fram, að jeg hafi gengið inn á samninga með skuldaafborgun, en það er ekki satt, hvernig á jeg þá að fara að?—Á jeg að lifa og deyja rjettlaus? — Efni hef jeg ekki að rjetta hluta minn. Sv.: Segi sýslumaður ósatt, þarf spyrjandi ekki að gegna þeim (tilhæfnlausu) skulda-afbotgunar- samningum. "V il ji hann áfrýja skiptagjörningi sýslumanns, getur hann sjálfsagt fengið gjafsókn. 478. Á húsbóndi minn að borga mjer umsamið kaup eptir loforði eöa sýslutnanni eptir kröfum hans? Sv.: Ekki sýslumanni nema áfallið kaup, hafi verið gert fjárnám í því 479. Jeg, sem er gamall og ellihrumr fátækur maður, átti rikan son, sem dó fyrír skömmu; hann eptirljet unga konu og börn. Uetur mjer borið arfur eptir hann á móts við hörnin ? Sv.: Nei, engan veginn. 480. Má neita veitingamanni í verzlunarstað kaupmanns borgararjettindi? Sv.: J>að má það sjálfsagt. 481. Mega lyfsalar einnig vera brennívíns- kaupmenn? Sv. J>eir hafa lagaleyfi til vínfangasölu, þar á meöal brettnivíns, sjá tílskip. 4. des. 1672. 482. Ef að mjer sem húsvilltur þurfamaður í hreppi mínum, ef af hreppsnefndinni komið á möti vilja mínum í húsmennsku í öðrum hreppi en þar kærður fyrir ólöglega húsmennska, síðan dæmdur til að borga sekt, ella dæmdur til að af- plána hana i hegningarhúsi. Er það þá ekki hreppsnefndin, en ekki jeg, sem á að borga, eða þola hegninguna? Sv.: Ekki eru lög til þess. Maðurin hlýtur að gjalda heimsku sinnnar að hlýða hreppsnefndinnj til lögleysu. Hitt er annað mál, að það væri siðferðisleg skylda hreppsnefndarinnar, að greiða fyrir hann sektina. 483. Ef jeg finn hval rekinn að landi, en ekki landfastan og geri hlutaðeigandi leiguliða aðvart um hvalrekann; hvað ber mjer í fundarlaun sam- kvæmt lögum? Sv.: Engin lög fyrir neinum fundarlaunum. Annað mál hvað sanngirnin býður. 484. Landsdrottinn vill ekki greiða mjer sem leiguliða, aura þá, er lagðir eru á hvert æðardúns- pund samkvæmt lögum 8. jan. 1886, en jeg er svo fátækur, að jeg get ekki lögsótt hann. — Hvernig á jeg að ná þessu endurgjaldi ? Sv.: Með því að halda því eptir af landskuld- inni (og geta þess við landsdrottinn.) 485. Ef jeg er búsettur í Reykjavik og á stór- eignir í jörðum í öðrum landsfjórðungi, er jeg ekki skyldur til að hafa umboðsmann í því lög- s agnarumdæmi, sem jarðirnar liggja í, og hverju varðar við lög ef jeg vanræki það? Sv.: J>að fer eptir samningum við leiguliðana. Ef ekki er til skilíð við þá, að þeir færi lands- drottni leigur og landskuld til Reykjavíkur, verð. ur hann að hafa umboðsmann fyrir sig, til að taka við jarða-afgjöldunum, er eigi búi fjærleigu- liðum en nemi einni þingmannaleið, sjá lög 12. jan. 1884, 25. gr. 486. Vorið 188. flutti bóndi nokkur burtu af Islandi til Vesturheims. Stór-bóndi einn tók flest sauðfje hans og hross til sín, færði ánum f'rá og markaði lömbin undan þeim undir sama mark og önnur lömb sín, og menn gátu cigi betur sjeð, en að stór-bóndin færi með fjármuni þessa að öllu leyti sem sína egin eign, enda mun mega fullyrða, að hann hafi keypt fyrgreint lausafje af vesturfaranum, og borgað það út, áður en hann (emigrantinn) fór af landi burt, því á annan hátt gat maður þessi ekkki komizt til Ameríku. Stór- bóndinn taldi fje þetta ekki fram til tíundar á næstu vor- og hausthreppaskilum, og var þannig eigi goldið af af því til neinna stjetta það ár. Er þessi aðferð stór-bóndans ekki að ganga í berhögg með að fótum troða lög og rjett? — Óg ef nú hlutaðeigandi sýslumanni, hreppstjóra og hrepps- nefnd hefir veriö /w/íkunnugt um þetta athæfi stór-bóndans, hafa þá ekki þessir bakað sjer á- byrgð með því, að láta það með öllu afskiptulaust og á hverium hvílir ábvrgðiu? Sv.: Stórbóndinn er því að eins sekur, að hann hafi verið búinn annaðhvort að eignazt fjeð eða fá það í sínar hendur í fardögum (lög 12. júli 1878). Ábyrgð þyngst á sýslumanni. AUGLYSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 s.tafa frekast; með öðru letii eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd, Bólusetning fer fram í barnaskólahúsinu á hverjum miðvikudegi og föstudegi kl. 4 e. m. Menn vanrælei ekki að koma með b'órnin. J. Jónassen. Lífsábyrgð. þeir, sem vilja tryggja líf sitt hjá 1/fs- ábyrgðarstofnuninni frá 1871, eru beðnir um að hafa meðferðis löglegt aldursskírteini frá hlutaðeigandi sóknarpresti, því að eptirleiðis sendi jeg enga slíka beiðni til stofnunarinnar nema aldurs-skírteini fylgi. Reykjavík 5. mai 1890. J. Jónassen, SXjAG eð kragi af karlmans kápu hefur tapazt l.þ.m.á leiðinni frá Vinaminni út í póstskipið (Laura); skila á skrifstofu ísaf. gegn fundarlaunum. PENHÍÖABUDDA hefur fundizt við BatteríúV með ýmsu smádóti í og fáeinum aurum. Er geymd á skrifstofu ísaf.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.