Ísafold - 10.05.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.05.1890, Blaðsíða 2
2 falin hreppsnefndum og úttektir fari fram eins og vanalega. 5. Eptir tillögu sjera Brynjólfs Jóns- sonar á Ólafsvöllum sampykkti nefndin, að hlutast til um, að stofnað yrði lífsábyrgð- arfjelag eða -fjeiög fyrir stórgripi, og kaus 3 manna nefnd til að undirbúa pað mál uudir næsta fund, nefnil. kandidat Björn Bjarnarson, kaupmann Guðmund Isleifsson og barnakennara Brynjúlf Jónsson. Skyldi álit peirra vera tilbúið fyrir 1. júlí og síð- an sent í alla breppa sýslunnar, til ðlita. 7. Lesið upp sampykki arntsins til upp- ástungna sýslunefndarinnar f. á. um pað, hvar sýsluvegir skuli liggja. 8. |>á var tekið fyrir málið um flóð- varnarskurðina á Brúnastaðaflötum. Odd- viti skýrði frá, að búið væri að vinna í garðiuum öll pau dagsverk, er jafnað var niður í fyrra til pess. Nokkrir breppar áttu ógoldið nokkuð af vinnu sinni, en lán hafði verið tekið uppápá. Reikningi par að lútandi frá Einari kaupmanni Jóns- syni, upp á 610 kr. 75 a., vísaði nefndin frá sjer til hreppsnefndarinnar í Stokks- eyrarhreppi, er hún áleit sjálfsagt, að ann- aðist um borgunina. Reikning frá verk- stjóra, upp á 8 kr., tók nefndin ekki til greina. Úttektarmenn gáfu eptir úttekt- arkaup sitt, 6 kr. hvor. Úttektin har pað með sjer, að verkið væri yfir höfuð við- unandi af hendi leyst, en pó með nokkr- um göllum. Aætlun sú, sem búfræðingur Gísli Scheving gjörði í fyrra um kostnað- inn, hafði reynzt mjög ónóg. Svo taldist til, að húið væri að verja til garðsins um 2300 kr., en enn vantaði mikið til að full- gjöra hann. Til pess, að gjöra áætlun um, hvað vanta mundi, og ráðgast um, hvern- ig fá skyldi fje til að Ijúka við garðinn, var kosin 3 manna nefnd, nefnil. nefnd- armenn Hraungerðis- og Stokkseyrarhreppa og Jón bóndi Sveinbjarnarson. Nefnd pessi gjörði ráð fyrir, að ekki mundi veita af 1200 kr., sein og lagði til, að 2/s kostnað- arins skyldi reyna að fá bjá eigendum og áhúendum peirra jarða, er í veði eru fyrir flóðinu, en greiða 7» af s/slusjóði. Sýslu- nefndin fjellst á fyrra atriðið, en ákvað að skipta peim priðjungi, sem eptir væri, pannig, að sýslusjóður borgaði helming hans eða '/e alls hins áætlaða kostnaðar, en hinn helminginn skyldi reyna að fá hjá Flóahreppunum og jafna pví á pá ept- ir jarðarhundruðunum, pó pannig, að helm- ingi færri aurar kæmu á hvert jarðarhundr- að í Villingah'oltshrepp og Gaulverjabæjar- hrepp en í hinum hreppunum. Dagsverkið í garðinum ákvað nefndin að skyldi vera talið 2 kr., en borgun fyrir 1 hest dag- langt 1 kr. Oddvita var falið að sjá um frainkvæmd verksins, er skyldi byrja 2. júní, sömuleiðis að sækja uin einhvern styrk til viðbótar af landssjóði og frá búnaðar- fjelagi suðuramtsins. Skorað var á hlut- aðeigandi hreppsnefndir, að annast um, að útvega liið áætlaða fje hjá eigendum og á- búendum jarða, og hlutaðeigandi sýslu- nefndarmenn, að útvega nauðsynleg verk- færi í viðbót við pau, sem oddviti annað- ist um að yrðu útveguð. Akveðið var, að Hraungerðishreppur skyldi einn borga verkstjóranum, og hreppsnefndin par hafa umsjón með verkinu ásamt oddvita. Til pess að skipta milli hreppanna pví, sem leggst á eigendur og ábúendur jarðanna og hreppssjóði, voru kosnir í nefnd sýslu- nefndarmenn ölves, Stokkseyrar, og Skeiða- hreppa, og sampykkti sýslunefndin skipt- ingu hennar, er var á pessa leið : Jarðai- Gjöld af Tillag úr hndr. jörðunum. hreppssi. 1. Hraungerðishr. 317,84 kr. 277,71 kr. 51,25 2. Sandvíkurhr. 106,86 — 140,55 — 37,96 3. Gaulverjabæjarhr . 37,9 — 31,94 — 23,24 4. Stokkseyrarhr. 427,10 — 359,80 — 61,72 5. Villingaholtshr. — 25,83 Saratals 949,79 kr. 800,00 kr. 200,00 Á hvert jarðarhundrað koma alls 84-"/as aurar, og kemur helmingur pess á jarða- eigendur, en helmingur á ábúendur. Sýslunefndin vottaði peim 2 nefndum, er höfðu haft mál petta til meðferðar á fundinum, pakklæti sitt fyrir, hvað vel pær hefðu greitt úr pví. 9. Út af fyrirspurn frá hreppsnefnd Gnúpverjahrepps Ijefc sýslunefndin í Ijós pað álit sitt, að selja skyldi jarðarhús á jörð, sem er eign sveitarmnar, og sem í ráði er að sameina annari jörð, til hags- muna fyrir sveitarsjóðinn, að pví leyti sem andvirðisins ekki pyrfti með til að stækka jarðarhús á peirri ]örð, er hún yrði sain- einuð við. Sömuleiðis rjeð hún til að láta pinglýsa landamerkjum sveitarjarðanna, eins og hreppsnefndin áliti pau rjettust, pó að eigi fengjust undirskriptir hjá öllum við- komendum. Enn fremur leyfði hún, eptir beiðni hreppsnefndarinnar, að selja mætti fasteignir sveitarinnar, ef svo hátt boð fengist í pær, sem samsvaraði núverandi eptirgjaldi. 10. Yfirsetukonunum Margrjeti Jóns- dóttur á Ásum, fórdísi Símonardóttur á Eyrarbakka og Guðrúnu Jónsdóttur íDal- bæ var veitt, hverri fyrir sig, 20 kr. launa- viðbót árlega. Nefndin ákvarðaði, að til pess að slíkum bænum yrði veitt áheyrn eptirleiðis, yrðu hlutaðeigandi yfirsetukon- ur að hafa læknisvottorð um árvekni og dugnað í Ijósmóðurstörfum. 11. Kærum til sýslumanns frá Hruna- mauiia- og Gnúpverjahreppum út af pví, að peim hreppum hefði ekki í nokkur ;ír verið gjörð grein fyrir andvirði óskilafjár, vísaði nefndin aptur til sýslumanns. 12. Lagðar voru fram skýrslur um lög- ferjur í sýslunni, og hafói nefndin ekkert við pær að athuga. Frá Sandvíkurhrepp vantaði skýrslu er skyldi senda sem fyrst. 13. Lagðar voru fram skýrslur um refa- veiðar frá öllum hreppum sýslunnar, og fann nefndin ekkert athugavert við pær. 14. Lagðar voru fram skýrslur um hreppavegi, og póttu pær vera í góðu lagi. Frá Ölveshrepp vantaði skýrslu, en sýslu- nefndarinaður paðan gat upplýst hið nauð- synlegasta í pví efni. Áminnt um, að senda hina vantandi skýrslu sem fyrst. 15. Fyrirspurn frá hreppsnefndinni í Stokkseyrarhrepp um pað, hvort nokkur laudeigandi gæti breytt stefnu á hreppa- vegi eptir eigin vild, var vísað til sýslu- manns. 16. Guðrún Sigurðardóttir, ekkja í Ey- vík í Grímsnesi, Guðmundur bóndi Jóns- son á Miðengi í sömu sveit, Eiríkur bóndi Einarsson í Fellskoti í Biskupstungum og Sigurður bóndi Pálsson á Laug í sömu sveit höfðu beiðzt meðmæla sýslunefndar- innar með beiðni um verðlaun aí styrkt- arsjóði Kristjáns 9. Nefndin mælti í einu hljóði með beiðni Guðrúnar Sigurðardóttur, en taldi einnig verk Guðmundar Jónsson- ar verð heiðurslauna, ef kostur væri á Með hinum sá nefndin sjer ekki fært að mæla að svo stöddu. 17. í stað Helga Eiríkssonar í Vill- ingaholti, er sagt hafði af sjer hreppsstjórn í Villingaholtshreppi, stakk nefndin upp á pessum hreppstjóraefnum: Halldóri Bjarnasyni í Hróarsholti, Árna Pálssyni á Hurðarbaki og Sigurði Jónssyni í Kols- holci. 18. Sýslusjóðsreikningurinn fyrir 1889 var lagður fram og sampykktur í eiriu hljóði ineð athugasemdum endurskoðara og svörum reikningshaldara. Endurskoðunarmaður var endurkosinn sýslunefndarmaður Hraungerðishrepps. 19. Sýsluvegasjóðsreikningurinn fyrir sama ár var einnig framlagður og sam-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.