Ísafold - 10.05.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.05.1890, Blaðsíða 3
3 þykktur í einu hljóði með athugasemdum endurskoðara og svörum reikningshaldara. Yið reikninginn var sjerstaklega athugað, að verkfærralistinn 1888 hafði af vangá verið lagður til grundvallar fyrir niður- jöfnun vegabótakostnaðarins, í staðinn fyrir verkfærralistann 1889. Sá nefndin ekki, að úr pví yrði ráðið hjeðan af, og áleit,' að svo búið mætti standa. Sömuleiðis á- kvað nefndin, að reikningarnir fyrir út- tekt sýsluvega skyldu vera komnir til odd- vita fyrir hver árslok, ef menn vildu fá pá borgaða. Eudurskoðari var endurkosinn sýslu- nefndarmaður Hraungerðishrepps. 20. Lagðar voru fram skýrslur sveita- kennara, nefnil. kennara barnaskólans í ölveshreppi Og umgangskennaranna í Hruna- sókn, Skeiðahreppi og Grímsneshreppi, á- samt vottorðum hlutaðeigandi presta, er báru með sjer, að kennslan hefði verið í góðu lagi og komið að notum. Einnig voru lögð fram bónarbrjef til landshöfð- ingja um styrk til pessara sveitakennara eptirleiðis, og veitti nefndin peim beztu meðmæli sin, nefnil. : Guðna Símonarsyni á Kröggúlfsstöðum í ölvesi, Jóni Jónssyni í Hörgsholti í Hruna- mannahreppi, Jóni Vernharðssyni á Ásgautsstöðum, kennara í Skeiðahreppi, Sigurði Jónssyni í Norðurkoti í Gríms- nesi. 21. Erá nokkrum hreppum komu fram tillögur viðvíkjandi gripasýning, sem ráð- gjörð var í fyrra. Hjeðu flestir frá að stofna til pess konar sýningar að svo komnu, og var nefndin pví sampykk, en sampykkti par á móti frumvarp frá Ás- mundi Benediktssyni í Haga, er fer fram á skoðanir búpenings m. m. í hverri sveit, er verður ásátt urn pað, og jafnframt að- alskoðanir 2 kjörinna manna á ýmsum bæjurn í öllum pessum hreppum sýslunn- ar, svo framarlega sem slíkir menn fengj- ust með aðgengilegum kjörum, og vill sýslunefndin útvega peim kaup: 1 kr. um hvern dag, sem peir eru á skoðunarferð- um, pó svo, að öll borgun til livors peirra fyrir sig ekki fari fram úr 40 kr. árlega. Skulu peir sjálíir ráða ferðum sínum, en gefa sýslunefndinni skýrslu um framkvæmd- ir sínar; en ekki ferðast peir um aðra hreppa en pá, sem vilja hafa slíkar skoð- anir hjá sjer. feir hreppar, sem ekki vilja sinna pessu, skulu hafa tilkynnt oddvita sýslunefndarinnar pað fyrir jól, og lætur hann hina kjörnu menn vita sem fyrst í hverjum hreppum peir skuli skoða. Odd- vita var falið að útvega skoðunarmennina. 22. Sýslunefndin áleit algjörlega óað- gengilegt að færa rjettir fram; sömuleiðis áleit hún óhentugt að breyta rjettardög- um úr vikudögum í mánaðardaga. Bar á mót sýndist henni gjörlegt, til reynslu, að hoða til markaða á sauðfje í haust, og kom hún sjer saman um pessa markaðs- staði og markaðsdaga: í Almannagjá 1 pingvallasveit 2. okt. ■ - Klausturhólarjett í Grímsnesi, 3. okt. - Holtakotarjett í Biskupstungum, 4. okt. - Reykjarjett á Skeiðum, 6. okt. - Sandvíkurrjett, fyrir neðan Selfossí.okt. - Hveragerðisrjett í ölvesi, 8. okt. 23. Lesin upp skýrsla frá Sveinbirni búfræðing Ólafssyni um jarðahótastörf hans 1 sýslunni næstliðið sumar. Nefndin hafði fregnir af pví, að búnaðarfjelag suðuramts- ins hefði ráðið pennan búfræðing til að vinna að jarðabótum í sýslunni komandi sumar, og óskuðu flestir hreppar sýslunn- ar að fá hann 3 til 6 daga að vorinu fram að slætti og máske síðari hluta september. En með pví að nefndinni ekki var kunn- ugt um, hvað langan tíma hann væri ráð- inn, var oddvita falið, að skipta vinnu- tíma hans milli hreppanna sem næst ept- ir pví sem peir höfðu óskað. 24. Nefndin veitti meðmæli sín bón- arbrjefum frá búnaðarfjelögunum í Gríms- neshreppi, Biskupstungnahreppi, Hruna- mannahreppi, Gnúpverjahreppi, Skeiða- hreppi, Gaulverjabæjarhreppi, Sandvíkur- hreppi og Ölveshreppi, um styrk af pví fje, sem landshöfðingi hefir til umráða til eflingar búnaði, eptir rjettri tiltölu við pað, sem pau höfðu unnið næstliðið ár, samkvæmt skýrslum fjelagsstjórnanna, en pó svo, að tillit yrði tekið til pess, að nokkuð er mismunandi lagt í dagsverkin. Nefndin ákvað, að leggja í dagsverk eptir- leiðis eptir pví, sem gjört er í skýrslum í búnaðarriti Hermanns Jónassonar. Garða- hús mega teljast til jarðabóta, ef pau eru rúmgóð, vel vönduð og með hlöðu við; sömuleiðis vönduð innileguhús. 25. Mælt með bænarskrá frá kynbóta- fjelagi Guúpverjahrepps til landshöfðingja um styrk af pví fje, er hann hefur til um- ráða til eflingar búnaði. 26. Beiðni hreppsnefndanna í Hruna- manna- og Gnúpverjahreppum um að gjöra veginn frá Múla í Biskupstungum að pjórs- árholti í Gnúpverjahreppi að sýsluvegi var synjað. 27. Sýsluvegareikningur frá Eiríki Ei- ríkssyni í Miklaholti var færður niður um 50 a. á dagsverk eða allt að 3 krónum. 28. Nefndin lýsti óánægju sinni yfir pví, að aðalpóstvegurinn 1 sýslunni er víða iilfær, og áleit nauðsyn að skora á lands- höfðingja, að láta bæta sem fyrst verstu kaflana á pessum vegi, og hugði hún, að ekki mundi nægja minna en 500 kr. til að bæta hið allra nauðsynlegasta, 150 kr. utan Ölvesár, en 350 austan hennar. 29. Sýslunefndarmenn ölveshrepps', Stokkseyrarhrepps og Hrunamannahrepps voru kosnir í nefnd til að íhuga, hvar hentugast mundi að halda aðalfundi fyrir sýsluna, t. d. kjörfundi, og jafnframt, hvort byggja pyrfti nýtt fundarhús eða leggja til pess að einhverju leyti, og pá leita sam- komulags við hlutaðeigendur og gjöra á- ætlun um kostnaðinn. Nefnd pessi áleit hentugast, að hafa fundarstað á Eyrar- bakka, og sampykkti sýslunefndin pað fyr- ir sitt leyti með flestum atkvæðum, en á- kvað, að senda nefndarálitið í alla hreppa sýslunnar, til sampykkis sýslubúa, og skyldi pað álítast sampykkt, ef meir en helmingur peirra, sem atkvæði greiða á vorfundum, væri með pví. 30. Sýslunefndin ákvað, að brot á móti reglugjörð fyrir hreppana í Árnessýslu vestan Hvítár og ölvesár um notkun af- rjetta o. s. frv., skal fara með á sama hátt og brot gegn sams konar reglugjörð fyrir hreppana austan Hvítár. 31. Nefndin sampykkti með ölluin at- kvæðum, að leyfa hreppsnefndunum með sampykki meiri hluta atkvæðisbærra lirepps- búa að leggja einhverja upphæð af sveit- arfje í Söfnunarsjóð íslands, hvort heldur árlega eða 1 eitt skipti fyrir öll. 32. Með pví, að yfirsetukona í Skeiða- hreppi ætlar að ílytja úr hreppnum, vant- ar par yfirsetukonu, og fól nefndiu nefnd- armanni pess hrepp, að útvega sem fyrst færa yfirsetukonu eða láta einhverja læra ljósmóðurstörf. 33. Nefndarmönnum Skeiðahrepps og Sandvíkurhrepps var Flóa- og Skeiðamanna vegna falið að útkljá landamerkin milli afrjettanna milli pjórsár og Hvítár, ásamt hreppsnefndum Hrunamanna og Gnúp- verjahreppa. 34. Hreppsnefndinni í Skeiðahrepp var leyft að kaupa liðug 3 hndr. í jörðinni Miðbýli 1 sama lirepp.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.