Ísafold - 14.05.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.05.1890, Blaðsíða 3
155 og kúfiskinum að innanverðu, að hann tek- ur ekki nema tálbeitu. Fáist einhverstaðar smokkfiskur, þá þjóta menn hjer úr sýsl- unni með svo þúsundum króna skiptir til smokkfiskkaupa, og beita honum í yztu veiðistöðinni í Bolungarvik að vetrinum. Hjer er annars allt sem að sjó lítur kom- ið í eitthvað lítt viðráðanlegt gegndarleysi með útreiðingu og beitubrúkun. Hingað hafa komið úr öðrum sýslum menn svo hundruðum skiptir eins í vor og endranær. og því standa hjer margir útvegir uppi, fyrir mannaskort. pað er ein með fleir- um ófarsælum afleiðingum hinnar miklu blautfisksverzlunar, að kaupmenn þurfa miklu fleira fóllc í vinnu en áður, og þeir einir standa við að bjóða þau laun, sem skipaeigendur treystast eigi til að bjóða mönnum til þess að róa, svo þeir láta heldur útveginn standa uppi. Nótabátar þeir, er ganga hjer af ísa- firði á fisk, hafa aflað fremur vel úti fyrir. Stærri fiskiskip hafa eigi komið inn síðan þau lögðu út. Vörur komnar hjer í flestar verzlanir. Heilsufar fólks er yfir höfuð gott, og skepnuhöld einnig. Skaptafellssýslu (miðri), 27. apríl: Veðrátta mjög mild og fremur vætusöm, svo grasið sprettur vel. Fyrir löngu er allur klaki úr jörðu, og mátti því vera búið að sá í kálgarða, hefðu menn kom- izt til þess. Kaupskip kom á Hornafjörð frá Djúpa- vogsverzlun rjett eptir páskana og annað kom á Papós á sumardaginn fyrsta, frá Johnsen. — Kaffið er á báðum stöðum 1,20 aur. Um Bismarck, er hann sleppti völdum, kemst enskt tímarit þannig að orði: „Enginn maður. sem nú er á lífi, getui borið á fótum sjer ilskó þessa Olymps- goðs vorra tíma, nje dregið ör fyrir odd á boga hins prússneska Odysseifs. Sú kynslóð, sem nú er uppi, hefir aldr- ei litið svo í mót austri, austur yfir Eng- landshaf, að eigi sæi hún jötuninn Bis- marck gnæfa þar við himinn álengdar. Undan yglibrún hans brunnu haukfrán hvarmaljós nótt sem nýtan dag, eins og sæi i fallbyssumunna fram úr rammgjörvu kastalavirki, og var svo að sjá, sem aidr- ei festi þau blund; og aldrei hefir liðið svo nokkur stund í nærri þvi þrjátíu ár, að vjer höfum eigi heyrt hið þjetta fóta- tak Bismarcks, varðmannsins örugga, fyrst fyrir Prússaveldi, siðan fyrir þ>ýzkaland og eptir það fyrir alla Norðurálfu, er hann stikaði varðstöðva-braut sína þindarlaust, hafandi sivakandi gætur á öllu því, er honum var trúað fyrir. þ>að er örðugt eða því nær ómögulegt að hugsa sjer, að hann skuli nú vera farinn, — að riki hans skuli hafa undir lok liðið á einni nóttu, og að nú skuli nýir og óþekktir menn handleika veldissprota hans, er hinn mikli ríkiskanselleri skók í gær í sinni ómjúku en þróttmiklu mund. þ>ýzkaland Bis- marks-laust, — það er eins og að sjá Sviss Alpafjallalaust". CaprÍTÍ, í’íkiskaiisellerinn nýi, er Vil- hjálmur keisari kaus til að taka við af Bismarck, heitir fullu nafni George von Caprivi de Caprera de Montecucculi, og er af ítölsku kyni að langfeðgatali. Hann er tæplega sextugur að aldri, hefir verið í öllum herferðum þ>jóðverja síða 1864 og gat sjer ágætan orðstír í ófriðnum við Frakka 1870—1871. Hann var flotamála- ráðherra á £>ýzkalundi 1884—i88g. „Hann er mjög líkur Bisman k á velli, sumir segja svo líkur, að margur mundi ætla að þeir væri bræður eða jafnvel tvíburar. Á hæð hefir hann samt heldur vinning- inn af fyrirrenn ra sínum og er fullt eins herðabreiður,en viðlíka breiðleiturogkjálka mikill, með grátt yfirskegg mikið, kafloðnar augahrýr, hálsdigur, hvasseygur og snar- eygur. og hefir á sjer blóð- og járn-keim, mýktan af kurteisis-hógværð þeirri, sem stjórnvitringum ig. aldar er svo töm. Hann er dável máli farinn, en fáorður. Hann mun vera hægur í orði, en harður á borðr1. Gistíhús-kurteisi. Við tveir ferðamenn fengum fvrir nokkrum kvöldum loks eptir langa mæðu næturgisting í einu gistihúsinu í Reykjavík, sem kvað hafa bæði rjett og skyldu til að hýsa ferðamenn fyrir borg- un. Við komum þar fyrst kl. 10l/2, og var þá búið að læsa öllum dyrum, þótt ekki væri áliðnara. Við leituðum þá fyrir okkur í öðrum gistihúsúm bæjarins, og var hvergi rúm að fá, þótt undar- legt megi virðast. þá hurfum við aptur þangað, er við urðum áður frá að hverfa, náðum þá tali húsráðanda og fengum með hörkumunum le%t hjá honum sitt fletið handa hvorum okkar, gegn fyrirframborgun, er við greiddum umtalslaust, eins og upp var sett, þótt við höfum reyndar eigi van- izt þvi áður, og það þó fullt eins hefðarleg gisti- hús hafi verið. En sagan er ekki þar með búin. þegar við vorum nýlega lagztir til svefns, eða á að gizka klukkan 1 um nóttina, vitum við eigi fyrri til en að vaðið er inn þangað sem við sváf- um, með lítilli hæversku eða kurteisi. það er þá húsráðandinn sjálfur, veitingamaðurinn, og hefir mann í eptirdragi okkur alveg ókenndan, en ekki algáðan, að okkur heyrðist, og skipar honum að öðru rúminu, sem við höfðum leigt og vorum háttaðir i. ( En er við vildum eigi láta okkur það vel lfka orðalaust, brást húsráðandi reiður við, og lauk svo, að við kusum að fiýja rúmin og nætur- staðinn, er við höfðum borgað fyrir fullt verð, og urðum að hafast við úti á strætum bæjarins alla nóttina til morguns.—Yeður var blítt, svo að okk- ur sakaði að vísu eigi; en við þykjumst vita, að veitingamaður þessi mnndi hafa haft sömu siði í frammi, þótt öðruvísi hefði á staðið, og gat því verra af hlotizt. En hvað um það: okkur virðist annað eins háttalag mjög svo óforsvaranlegt í alla staði. J>að var heimskulegt meinleysi okkar, að við ltærðum eigi veitingamann þenna fyrir yfir- valdi. En við höfum ásett okkur að halda spurn- um fyrir um háttalag hans framvegis, og munum eigi hlífast við að birta uafn hans, og sjá um, að hann sæti frekari áhyrgð, ef hann leikur því likt framar og bætir eigi ráð sitt. Staddir í Iteykjavik 13. mai 1890. Tveir ferðamenn. PENING ABUDD A hefir gleymzt hiá A. Jespersen veitingamanni. Eigandi borgi auglýs- ingu þessa. Hljóöberinn. »þjer — þjófur — þjer — svikari — þjer — morðingí — þjer — ræningi! — », öskraði hann inn í hljóðberaun. <iVið skulum nú vera rólegir, og halda okkur við efnið. Jeg þarf nauðsynlega að halda á 5000 dollurum; og ef þjer viljið gera svo vel að greiða mjer þetta fje þegar í stað, þá skaJ jeg gjarnan afsala mjer allri skemmt- uninni af að sjá húsið yðar brenna, og, meira að segja, jeg skal þá ekki gera yður neitt mein». «þjer rúið mig inn að skirtunni! þjer komið mjer á vonarvöl!» — tautaði Wood. «þjer eruð víst að gera að gamni yðar, herra Wood ! — þjer hljótið að vera stór- auðugur maður og græða á tá og fingri, því allt af helzt svínafeitin í jafnháu verði». «Jeg get það ekki», svaraði Wood, og stundi við. »þjer aetlið að neyða mig til að . ... nei — hugsið yður um, góðurinn minn; jeg stend með eldspýtuna í aunari hendinni og stokk- inn í hinni. — Segið já — eða — nei. —Ætlið þjer að borga þessa 5000 dollara?» «Já — jeg má líklega til», svaraði Wood, og stundi við. «það er gott. Bptir fá augnablik mun að- stoðarmaður minn koma inn á skrifstofuna til yðar, til að taka við fjenu, og þegar hann er búinn að taka við því, mun hann segja yður orðtak okkar, og þjer hafið það síðan upp fyrir mjer í gegn um telefóninn. Jeg ætla að láta yður vita fyrir fram, að við getum hvorki notað víxla nje ávísanir. Hana ! — nú slær klukkan fjögur. I þessu vetfangi kemur aðstoðarmaður minu inn til yðar». Wood leit aptur fyrir sig ósjálfrátt, og sjer þá mann standa þar, sem leit reyndar út fyrir að vera allra mesta nettmenni. «Jeg átti að taka hjer við 5000 dollurum fyrir hann Smidt*, mælti komumaður, heldur stuttaralega. «það stendur heima», svaraði Wood, lauk upp peningaskápnum í snatri, taldi seðlana fram á borðið, og fjekk hinum ókunna manni þá. Hann tók við þeim með þurlegum embættis- svip, og stakk þeim í vasa sinn. «Getið þjer ekki látið mig fá góðan vindib ? segir hann svo. «JÚ, það er guð-velkomið», svaraði Wood, og rjetti honum vindlahylki sitt. #En viljið þjer nú ekki gera svo vel að segja rnjer orðtakið ?» bætti hann við, og skalf á leggj- unum bæði af hræðslu og reiði. «Gjörið rjett og óttizt engau mann ; — þá er öllu óhætt», svarar hinn ókunni maður, hneigir sig fyrir kaupmanni og fer. Wood gekk að hljóðberanum og kallaði: «Gjörið rjett og óttizt engan mann ; þá er öllu óhætt. — En má jeg nú ekki biðja yður, góði herra Smidt, að hafa yður til vegar sem allra fyrst. þjer megið gjarnan láta hálminn vera ‘kyrran þar, sem hann er, en konuna mína..........» «Henni er óhætt; jeg skal ekki snerta eitt hár á höfði hennar. — Jeg er drengskapar- maður*. Wood kaupmaður andaði 5000 dollurum ljettara. Hann fór nú að halda heimleiðis; aldrei á æfi sinni hafði hann flýtt sjer annað eins, og aldrei hafði hann kviðið eins mikið fyrir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.