Ísafold - 14.05.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.05.1890, Blaðsíða 2
154 þótt ekki gæti hann heitið neinn þing- skörungur. Við lækningar fekkst hann talsvert í Dalasýslu, með yfirvalds leyfi og eptir nokkurs konar próf hjá landlækni (J. Hjaltalín), til að bæta úr læknisleysinu þar, enda hafði hann mikla hjálpfýsi og góðvild til að bera. Verðlaun fekk hann einu sinni úr styrktarsjóði Christians kon- ungs níunda fyrir búnaðarframfarir og jarðabætur. — Hann lætur eptir sig konu og mörg börn, upp komin. Bókmeimtafjelagsfuiidur var haldinn hjer í Reykjavíkurdeildinni í fyrra dag. J>ar var lagður fram endurskoðaður reikn- ingur deildarinnar fyrir árið 1889. Reikn- ingur frá Hafnardeildinni ókominn enn. Með því að þannig vantaði skýrslur um fjárhagsástand fjelagsins — en upp frá þessu á deildin hjer að taka við öllum fjelagstekjum innanlands —, og með því sömuleiðis var ókunnugt um, hvað Hafn- ardeiidin ætlar fyrir sjer með bókaútgáfur þ. á., þá var frestað að ákveða um bókaútgáfur þessarar deildar í ár til árs- fundarins 8. júlí, — um fram hinar venju- legu ársbækur,- Tímarit, Frjettir frá ís- landi, Skírni, sem er prentaður fyrir nokkru, og Skýrslur og reikninga. Fjeiagsdeildin hafði fengið senda rúss- neska bók, þýðingu á Eiríks sögu hins rauða, með vinsamlegu brjefi frá höf., Serge N. Syromiatnikow í Pjetursborg, rituðu á dönsku, þar sem^hann kveðst í inngangi ritsins hafa skýrt fyrir sínum rússnesku lesendum, hvaðan hin forn- norræna bókvísi stafaði og hversu mikils- verð hún væri. Segist vona, að fjelaginu muni ánægja að sjá, að jafnvel austur á Rússlandi sjeu til menn, sem kunni að meta afreksverk forfeðra vorra og hafi yndi af að kynna sjer hinar merkilegu bókmenntir vorar. Ofþreugsli af færeyskum f'iskimönn- Uiil. í síðustu Stjórnartíð. er svar frá landshöfðingja til amtmannsins norðan og austan, út af fyrirspurn um rjettan skiln- ing á ráðgjafabrjefi 27. júní 1888 um staðfesting á fiskiveiðasamþykktum. Skýrir amtmaður frá, að leitað hafi verið fyrir skemmstu staðfestingar sinnar á fiski- veiðasamþykkt nokkurri (af Austfjörðum?), „sem fer fram á útilokun aðkomandi fiski- manna, - með því að verstöð sú, sem ætlazt til að samþykktin gildi fyrir, hafi síðustu 4 ár verið ofsett af fiskimönnum, þannig, að alls 483 bátar, er Færeyingar áttu þriðjunginn af, með 868,600 önglum á línu, hafi á síðustu 4 árum gengið til fiskjar á svæði, sem er talið um hálfa ferh.-mílu á stærð. I áminnztu ráðgjafabrjefi stóð, að eigi bæri að staðfesta neina samþykkt, er innihjeldi útilokun aðkomandi fiskimanna, nema amtmanni sje með áreiðanlegum skýrslum sannað, að ekki sje á annan hátt hægt að vernda fiskiveiðar þarsveit- armanna. Kveðst amtmaður nú, sem vonlegt er, ekki geta hugsað sjer annan veg til að vernda fiskiveiðar manna, þar sem veiðistöðin fyllist svo um of af aðsókn aðkomandi fiskimanna, að „þarsveitar- menn“ geta ekki stundað atvinnu sína eins og þeir vilja heldur, en þann einn, að útiloka hina aðkomandi fiskitnenn. Eptir skoðun landshöfðingja eiga um- mælin í ráðgjafabrjefinu ekki við neina sjer- staka verndunaraðferð, er átt geti við á öllum veiðistöðvum, heldur sje með þeim að eins gefið til kynna, að svo framar- lega sem einhver önnur aðferð yrði álitin nægilega verndandi á vissum veiðistöðum, þá beri heldur að nota hana heldur en að grípa til útilokunarinnar, sem þyki örþrifsráð, og verði amtmaðurinn í hverju einstöku tilfelli að athuga ástand og til- háttan alla, og dæma um, hvort það er nægilega upplýst um hvern einstakan stað, er farið er fram áútilokun fyrir, að sá vegur sje nauðsynlegur til að veita þar- sveitarmönnum nauðsynlega vernd. Sig'ling. Hingað kom 21. apríl Val- kyrien (161 smál., skipstj. Nielsen) frá Khöfn til Fischers verzlunar; 26. s. m. Anna (71, Rasmussen) frá Khöfn til Eyþórs; 29. s. m. Keflavík (61, Albertsen) frá Keflavík (og Khöfn) til Fischers verzlun- ar; 3. maí Familiens Haab (114, Brandt) frá Khöfn til Thomsens; 6. Sömanden (99, Olsen) frá Khöfn til Bryde; 6. Dag- mar (100, Nielsen) frá Mandal með við til lausakaupa; 13. Nancy (115, Heintzelmann) frá Khöfn til Fischers verzlunar. filskipaafli. Flákarlaveiðaskip þeirra Geirs kaupmanns Zoega & Co. hafa feng- ið þetta á vetrarvertíðinni: Geir (skipstj. Sig. Símonarson) 254 tunnur lifrar, Gylfi (Markús Bjarnason) 291 tn., Matthildur (Jóhannes T. Zoega) 211 tn. f>orskveiði stunduðu: Haraldur, eign hinna sömu, skipstj. Finnur Finnsson, fjekk 7 þús.; Margrjet, eign hinna sömu, skipstj, Guð- mundur Kristjánsson, fjekk g’/2 þúsund; To Venner, eign hinna sömu og Jóns Olafssonar, skipstj. Jón J>órðarson, fjekk 12 þús.; Einingin, eign Fyþórs Felixson- ar, skipstj. Páll flafliðason, fjekk 8'/2 þús.; Njáll, skipstj. og eigandi Jón Jóns- son, fjekk 12 þús.; Klarína, eigendur Eri. Guðmundsson og Pjetur Sigurðsson, skip- stj. Runólfur Oiafsson, fjelck 10 þús. Biskups-vísitazíil stendur til að fram fari í Dalasýslu um miðjan júnímánuð. Ætlar biskupinn, herra Hallgr. Sveinsson, með strandferðaskipinu „Thyra“ vestur í Stykkishólm 13. júní, þaðan inn í Dali og síðan suður hingað aptur með „I.aura“ þegar hún kemur norðan um land og vestan seint í júní. Prestakðll. Um Bægisá hefir enginn sótt nema Theodór Jónsson prestaskóla- kandídat (frá Auðkúlu). Síra Jónas Guðmundsson á Staðarhrauni hefir sótt um lausn frá prestskap, vegna sjóndepru. Um Rangárvallasýslu sækja að sögn þeir Sigurður sýslumaður Olafsson á Kirkjubæ, yfirrjettamálfærslumaður Páll Briem og cand. juris Björn Bjarnarson. „Sigurði sýslumanni hafa Vestur-Skapt- fellingar almennt sent áskorun um að apturkalla bónarbrjef sitt“ — er skrifað þaðan 2. þ. m.— „J>ykir þeim hin mesta eptirsjá í því, ef hann fengi aðra sýslu eða færi burtu“. Póstskipið Laura (Christiansen) lagði af stað í nótt áleiðis til Khafnar, með fáeina farþega. Aiutmaður E. Tli. Jónassen og frú hans sigldu með þessari ferð póstskipsins, til Danmerkur og |>ýzkalands. Eru vænt- anleg aptur heim í ágústmánuði. Settur amtmaður yfir suður- og vestur- amtinu í fjarveru amtmanns E. Th. Jón- assen er yfirdómari 'Jón Jensson. Barðastr.sýslu (vestanv.) i2.april: Tíðar- faríð hefur síðan síðasta brjef var ritað 19/s verið gott, að sönnu all-stormasamt og með nokkurri úrkomu, helzt kafaldi, lengst af, en nær ávallt meiri og minni hiti; 26. f. m. og síðara hluta 1. þ. m. var aftakarok, fyrri daginn á norðan, en seinni daginn austan. Um pálmasunnudag- inn var lygnt og fagurt veður. Og þessa daga síðan 9. þ. m. hefur verið blíðasta veður, lítill andvari austan fyrri dagana, en stillilogn í gær og í dag, og í gær og dag allt að 9 stiga hiti um hádaginn. Annan páskadag var lygnt og bjart veður. í byggð er orðið al-autt að kalla, neaui í giljum og djúpum dældum, en allmikill snjór á fjöllum. J>ilskip þau, sem hjeðau eru gjörð út til fiskveiða, eru nýlögð út. Skip komið til Flateyjar fyrir skömmu rneo vörur og von á öðru þá og þá (getur verið komið nú). Verð sagt þann- ig: grjón 25 kr., rúgur 17 kr., kaffi 1 kr. 25 a.— 1 kr. 35, kandis 0.40. Kvef hefur gengið hjer nú um nokkurn tlma. 2!>. apríl'. Veðrátt góð, reyndar nokkuð stormasöm enn og óstöðug, en alltaf þurr- viðri, með litlu frosti um nætur, þangað til um síðast liðna helgi, að rigning töluverða gjörði. í dag aptur lygnt og þurrt veður. Veruleg hlýindi eru nú fyrst komin, 7—io° hiti í gær R. 20. þ. m. var og hlýtt, 5—110 R. Norðaustan- rok á síðasta vetrardag. Farið að brjótast í jörðu, og sjást grænt á túnum. Fje og hestar komið víðast af gjöf- Hinn 17. þ. m. rak hval í Kollsvíkur landi, 30 álnir milli sporðs höfuðs, en um 50 áln. alls. Áf honum fengust um 140 vættir (10 fj. v.) ai' spiki. J>vestið varnær því ónýtt sögum ýldu. Eigi hefur hjer enn orðið vart við fisk. hrognkelsi eigi heldur fengizt, en sagt er eptir þilskipum, að nógur fiskur sje djúpt, bæðiþorskur, steinbítur og heilag- fiski. Sjö Fcereymgar eru nú komnirtil Pat- reksfjarðar til róðra 14. þ. m. ísafirðl 4- tnaí: Tíð einmuna góð það sem af er sumri. Atlabrögð mjög treg slðan á páskum og misjöfn, enda hrogn- kelsaveiði svo sem engin til beitu. En hjer er fiskurinn svo vaninn tálbeitu að vetr- inum, nefnil, smokkfiskinum á útmiðum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.