Ísafold - 26.07.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.07.1890, Blaðsíða 2
sig hafa grætt það á þeim samanburði, á viðtali við ýmsa greinda og valinkunna menn vestan að, að alveg óhætt sje að fullyrða það sem hann gerði í Isafold 19. þ. m. um hag íslendinga vestra yfir höfuð, án þess að nokk- ur maður, sem ekki vill fara með ósannindi, geti dregið út úr því nein meðmæli með út- flutningum til hinna umræddu Islendinga- bjggða fyrir vestan haf. Að láta sannleikann liggja í láginni eða það sem maður veit sannast og rjettast, þeg- ar svo stendur á, að ekki másatt kyrrt liggja, það er eigi einungis samvizkuleysi, heldur heimska. Að dylja það t. a. m. eða bera á móti því, að kvennfólk fái hátt kaup í vist- um í Ameríku, í því skyni að aptra því frá að stökkva af landi burt, það væri ekki ein- ungis óráðvendni, heldur mesta heimska; það hefir nóg ráð til að fá áreiðanlega vitneskju um það hvort sem er. Orsökin til þess, að kvennfólk yfir höfuð er ekkert fýknara vest- ur en karlmenn, er ekki það, að því sje ó- kunnugt um hið háa kaupgjald, heldur hitt meðal annars, að það veit af ýmsum ókost- um á Ameríkulífinu, sem eru í þess augum eins þungir á metunum og dollararnir, sem því standa til boða. íslenzk bókfræði. Bibliographical Notices I og IV, eptir prófessor W. Fiske, Florens 1886 og 1889. (Framh.). í formálanum fyrir Bibl. Not. IV er ekkert merkilegt, nema próf. Fiske segir, að bækur prentaðar á íslandi fyrir 1844 muni vera kringum 750, og telur hann þó allar útgáfur með, og allt, smátt og stórt. Eptir því ætti hann að eiga tals- vert meira en helming af íslenzkum bók- um frá þessu tímabili. Hjer er jeg ekki samdóma prófessórnum, því þó jeg hafi ekki annað en hugboð mitt við að styðj- ast (það hefir annars próf. Fiske heldur ekki), þá hygg jeg að tala íslenzkra bóka, sem prentaðar eru á íslandi á tímabili þessu, liggi nær 950 en 750, þegar öll kurl koma til grafar, erfiljóð, kapitals- taxtar, fororðningar, brjef og auglýsingar frá yfirvöldunum, sem talsvert var prent- að af á öndverðri þessari öld, o. s. frv. f>á er að minnast á skrárnar sjálfar. Bókunum er raðað eptir tíma. Elztu bækurnar eru fyrst, en þær yngstu sein- ast. Titlarnir eru færðir til stafrjettir. J>að er þannig haldið prentvillum, þar sem þær koma fyrir í titlum. „Spalteri- um“ stendur t. d. á titilblaðinu á 12. út- gáfu af Passíusálmunum, í staðinn fyrir „Psalterium11, og fær villan að eiga sig. Línuskil eru sýnd á titlunum fyrir 1800, en ekki úr^því. pað er ekki einungis titillinn, sem próf. Fiske lætur prenta stafrjettan, heldur allt sem á titilblaðinu stendur, svo sem verð á bókinni eða „mottó“, eða hvað það kann nú vera. Eptir titilinn kemur brotið á bókinni, þá kemur blaðatala eða blaðsíðutala, og er gjörður munur á, hvort talan stendur i bókinni sjálfri eða ekki. þ>að stendur þannig hjer um bil aldrei bls.tala á titil- blaðinu, og opt ekki á formálanum eða formálunum, sem stundum eru tveir eða þrír við gamlar bækur. Svo er getið um blaðatalið neðanmáls, hve það nær langt aptur eptir stafrofinu, eða stafrofunum, því það er byrjað á stafrofinu aptur, þegar það er þrotið einu sinni. Bók getur t. d. endað á Ff2,og er það vottur um það, að bókin er 30 arkir og 2 blöð að auk. Að minnsta kosti var öinu sleppt úr stafrofinu á einum stað þar sem jeg hef gætt að því og svo náttúrlega öilum löngu hljóðstöfunum og ð, j og v þar á ofan. Líka er getið um það, hve blaða- talið neðanmáls nær langt aptur í hverja örk. þá er getið um skraut og upphafs- stafi. pk um tengiorðin. Ef myndir eða nótur eru í bókinni, þá er þess getið. Enn fremur er þess getið, hvort seinni siðan á titi'.blaðinu er auð og alstaðar ef þar eru tilvísanir í biblíuna, eins og opt er á guðsorðabókum eða þá myndir. Ef bókin er mjög sjaldgæf, þá er getið um línutal á hverri síðu. Getið er þess, ef rammi er um titilblaðið eða sumar lín- urnar á því eru rauðar. Víða er getið um hvernig bækurnar enda, opt á „Finis“ „Ender,, eða „Amen“, og ef ártal stendur aptan við bókina, eins og víða á mjög gömlum bókum, þá er það fært til. Sum- staðar eru tilvísanir útá spássíunum eink- um í biblíuna, og er þess líka getið. þ>egar þetta er allt búið, þá er lýst inni- haldinu í bókinni. Fyrst er náttúrlega titilblaðið, svo er opt tileinkun og er þess þá getið, hver tileinkar og hverjum eða hverri er tileinkað. Svo kemur for- máli eða 2 eða þrír formálar, og er skýrt frá, eptir hvern þeir eru, þá kemur venju- lega sjálft innihald bókarinnar. Ef því er skipt í kafla, þá er þess getið og opt hve hver kafli sje langur, stundum eru viðbætar, opt fleiri en einn, og fær maður að vita, um hvað þeir eru og hve langir. Líka eru greinilegar skýrslur um registur og leiðrjettingar, þar sem þær eru. Stundum er prentaður sálmur eða bæn aptast í gömlum bókum, og sagt, að það sje gjört til þess, að þessar síður standi ekki auðar. Slíkt er allt tínt til. þ>etta sem nú hefur verið talið er al-títt í göml- um bókum íslenzkum, en opt eru auk þess framan og aptan við bækurnar lof- kvæði um höfundana, helzt á latínu. þ>ess getur Fiske, og yfir höfuð allra höfunda, sem eiga einhvern þátt í þessari og þessari bók, ef annars er hægt að grafa þá upp. Opt er getið um höfund- ana í formálunum og er þá hægur vandi að nefna þá; en opt eru nöfnin skamm- stöfuð, t. d. flest nöfn við erfiðljóð í út- fararminningum; standa þá ýmist upphafs- stafirnir, t. d. G. S. = Gunnlaugur Snorra- son eða t. d. „kvæðið er orkt (þetta er þó aldrei látið í ljósi með svona fáum orðum) af Einum hans Elskande Syne“ •= Egill Eldjárhson, „Hans Eilíflega skuldbundnum“ ■= Hálfdán Einarsson. Upp úr þessum skammstöfunum leysir próf. Fiske þar sem föng eru á, og segir hvenær höfundarnir lifðu. þegar bæk- urnar eru þýddar, þá eru þeir nefndir, sem sömdu frumritið og eins þýðararnir. Ef vantar í exemplör Fiskes, þá er þess getið hvað vantar, og eins efhannáfleiri en eitt exemplar af sömu bókinni. Um mjög sjaldgæfar bækur er þess sumstaðar getið, hvar menn vita af þeim annarsstaðar. Víðast getur próf. Fiske um, hve margar útgáfur eru til af þessari og þessari bók, bæði eptir eigin reynslu og svo sögnum Finns Jóussonar, Hálfdánar Einarssonar og fleiri heirnildarmanna. f>etta sem nú hefur verið talið um hríð er það helzta sem próf. Fiske getur um í skrám sínum, en víða drepur hann á margt annað smávegis, sem ekki þarf að tína hjer til. þ>ess má geta, að röð þeirri, sem jeg hef fylgt. er ekki fylgt alstaðar i skrán- um, en víðast þó að mestu leyti. Skránum fylgja góð regHtur, svo það þarf ekki að leita lengi að þvf, hvort þetta eða þetta er í þeim. Við seinna heptið eru líka leiðrjettingar við fyrra heptið það liggur þegar í augum uppi, að skrár próf. Fiskes hljóta að vera mjög fróðlegar fyrir alla þá, sem unna íslenzkri bókfræði eða jafnvel íslenzkri bókmennta- sögu yfir höfuð, og þó hef jeg ekki enn nefnt alla kosti þeirra. Próf. Fiske lýsir sjerstaklega nákvæmlega bókum þeim, sem hafa sjerstaklega bókfræðislega þýð- ingu. Hann hefir þannig heila bls. (stórt áttablaðabrot, næstum því fjögrabluðabrot og mjög þjett prentað) um Paradísarlykil, fyrstu bók, sem prentuð var í Skálholti, 1686. Sama máli er að gegna um Fjórtan guðrækilegar umþeinkingar eptir sjera Hallgrím Pjetursson, fyrstu bók, sem prentuð var á Hólum eptir að prent- smiðjan var flutt þangað aptur, 1704. þ>etta kvað þó ekki vera alstaðar rjett hjá próf. Fiske. pað kvað hafa verið prentuð á Hólum útgáfa af Plugvekju- sálmum sjera Sigurðar Jónssonar þegar 1703 Hann hefur jafnvel látið prenta upp latínskt lofkvæði um Björn biskup f>orleifsson, sem ljet í prenta bók þessa. f>ess er líka stundum getið, þegar prent- smiðjurnar fengu nýjan stýl. Gerhardi- hugvekjur komu út á Hólum 1745, og var það fyrsta bók, sem prentuð var með letri því, sem Harboe biskup hafði út- vegað. Margar svipaðar athugasemdir eru til og frá í skránum, þó þeirra sje skki getið hjer. (Niðurl.) Ó. D. SAMTÍNINGUR handa börnum, eptir Jóliannes Sigfússon, kennara við skólann i Flensborg. Rvík 1890. 96 bls. Höfundur þessa litla kvers hefir unnið þarft verk með því, að gefa það út. Hann hefir með því bætt úr tilfinnanlegum skorti á bókum, sem hentugar sjeu fyrir börn að lesa í, þegar stafrófskverunum sleppir. Efni kversins er vel valið við hæfi barna á ýmsu reki. það er ýmist fræðandi og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.