Ísafold - 16.08.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.08.1890, Blaðsíða 2
5162 ferðaskipinu 3. júlí, kom aptur með Thyra um daginn. Hefir ferðazt kringum land vestan, norðan og austan, allt til Djúpavogs, haldið fynrlestra víða og komið á fót bjarg- ráðanefndum, eins og hjer um suðurland. Forlög íslendinga í Ameríku. »l>að hefir“, segir síra Jón Bjarnason í prjedik- un í „Sameiningunni“ síðustu (júnínúm.) „lengi vakað fyrir mjer sem eitt af því sorglegasta, sem fyrir fólk vort gæti komið í þessu landi, ef svo eða svo stórt brot af því yrði hjer að skríl, hugsunar- lausum, alvörulausum heimskum, æpanda, gapanda skrfl, eins og sumt af því, sem ófegurst er og iskyggilegast í neðstu lögum mannfjelagsins í þessu landi og hinum miklu menntalöndum heimsins yfir höfuð. Og það hefir allt af staðið fyrir huga mínum sem eitt af því helgasta og háleitasta hlutverki, sem hinum kirkju- lega fjelagsskap væri að guðlegri tilhlut- un fyrir sett, að varna æskulýð þjóðflokks vors frá því að lenda niður i skrilinn“. pessari fyrirætlun hljóta allir góðir ís- lendingar að árna allra heilla, bæði aust- an hafs og vestan. Prestaköll. Óveitt er Húsavíkurbrauð, auglýst 13. þ. m., metið 990 kr. í kjöri um Hvamm í Dölum eru þeir síra Jón Jónsson á Stað á Beykjanesi, síra Jónas Bjarnarson í Sauðlauksdal og prestaskóla- kandídat Kjartan Helgason. Yöruverð í Kliöfn 4. ágúst, eptir skýrslu þaðan: Saltfiskur, sem kom með Lauru og Romny, seldist þar (í Khöfn) 54, 57, 58, 60 til 62 kr. stór vestfirzkur hnakkakýld- ur og 54—55 óhnakkakýldur ; meðalfisk- ur vestfirzkur 46 kr.; austfirzkur fiskur ó- hnakkakýldur 53 kr., og ýsa, norðlenzk og sunnlenzk, 32 kr. — Til Ítalíu (Genúa) seldust qoo—1000 skpd. frá Isafirði í júlí með „Agnes“ (Ásgeirssonar?) fyrir 49 kr. skpd. — í Liverpool seldust um 55 smá- lestir af ýsu frá Eyrarbakka á 113/4 £, og um 7 smálestir af smáfiski á 14% £■ — í Leith seldust um 33 tons af ýmis konar fiski frá Seyðisfirði þannig: stór fiskur 16 £, smáfiskur £, ýsa 11 ’/8 £■ — Til Barcelona á Spáni seldist snemmbúinn farmur af vestfirzkum fiski stórum á 63 ríkismörk (= 56 kr.) skpd. — Til Spánar og Ítalíu er verðið miðað við fiskinn af- hentan hjer, fluttan á skipsfjöl. Harðfiskur. Eptir að seld voru fyrir fram um 200 skpd. af nýjum harðfiski á 130 og 150 kr., komu með „Romny“ um um 20 skpd. af sunnlenzkum fiski, sem seldist á 180 kr., og nú selt um leið eptir pöntun fyrir 165 kr. skpd. JJll. Til Liverpool komu frá Eyrar- bakka 300 sekkir af hvítri vorull, sem er lögð þar fyrir til geymslu og haldið í 9 d. fyrir pundið umbúðalaust, sama sem 67'/2 a., en boðið mest 8J/4 d., sama sem 62 a. Hingað, til Khafnar, komu frá Papósi um 200 sekkir af hvítri vorull, sem einnig er lögðfyrirtil geymslu, hald- ið í 70 a., en ekki fáanlegt meira en 68 a. Fyrir mislita vorull fást í mesta lagi 50—52 a. Lýsi. Gömlu leifarnar eru nú hjer um bil allar seldar; gufubrætt hákarlslýsi, ljóst og grómlaust, seldist á 33—333/4 kr., en fyrir pottbrætt ljóst hákarlslýsi gróm- laust, sem kom með Romny, fengust 33V4 kr. Dökkt hákarlslýsi hefir selzt á 25— 2 73/4 kr., og dökkt þorskalýsi á 27—30 kr., eptir gæðum. Æðardúnn. Gömlu leifarnar, sem voru mestmegnis af lakara tagi, eru nú seldar fyrir g'/2 kr„ auk umbúða. Ekkert kom- ið af nýjum dún. Sundmagar seljast allt af illa; fást f mesta lagi 22—25 a. fyrir pundið. Rúgur 550—580 a. 100 pd. Rúgmjöl 590—600 a. Bankabygg 750—goo a„ ept- ir gæðum. Hrfsgrjón 73/4—gs/4 pundið. Kaffi að hækka aptur; nú í ’jö'/.j—83V-2 a„ lakara f 73*/^—75Va a- Kandís 19 a Hvítt sykur 17 a. Púðursykur (farin) 12 V2 14 a- Ölfusárbrúin kom hingað á Reykja- víkurhöfn 13. þ. m. með gufuskipinu Mount Park (Zöllners) frá Newcastle. Seglskip frá Eyrarbakka, frá Guðm. kaupmanni ís- leifssyni, á að taka við henni hjer og flytja hana austur á Eyrarbakkah'öfn. Grufuskipið Mount Park (Zöllners) kom hingað frá Newcastle 13. þ. m„ með mik- ið af pöntuðum vörum, sem það affermir hjer, á Alcranesi, suður í Garði og víðar. Fer aptur í næstu viku, með hesta o. fl. Skipstrand. Kaupskipið Ásta, eign Duusverzlunar í Keflavík, sleit þar upp og rak á land 13. þ. m. og brotnaði. Búið var að flytja út i skipið á 4 hndr. skippd. af saltfiski. Uppboð verður haldið á öllu saman 21. þ. m. Til skýringar dómum vestanmanna um íslenzkt kirkjulif. í hinu prentaða ágripi af ræðum þeim, sem haldnar voru á málfundum f Reykja- vík 23. nóv. síðastliðinn, stendur á 32. bls. þetta haft eptir mjer: „Jeg var staddur í haust á bæ á Jökuldal fyriraustan; þar sá jeg sóknarprestinn í Hofteigi, sjera Stefán Halldórsson, vera að kútveltast blindfullan í túnfætinum með þeim munn- söfnuði, sem honum er títt; annar merk- asti presturinn í prófastsdæminu var þar við ásamt mjer. Við vorum að tala um „Samein.“, og hann kom með þetta vana- lega: við færum með öfgar, sjer í lagi um drykkjuskap presta. Og þetta var rjett um leið og hann hafði horft á prest- inn sjera Stefán Halldórsson". Eitthvað af þessu vitnuðuð þjer svo í, hr. ritstjóri, skömmu eptir að ágrip þetta kom á prent, í grein einni í blaði yðar með fyrirsögninni: „Hneykslisprestar“. Nú sje jeg, að sjera Einar Jónsson kemur fram f ísafold 14. júnf fokreiður við mig út af þessum ummælum, sem nefnd fund- artiðindi hafa eptir mjer, og lýsandi yfir þvf, að jeg hafi hjer farið með verstu ó-- sannindi, og stór-hneykslaður jafnframt á því, að þessar lygar úr mjer skuli hafa verið teknar sem sannleiki inn f ritstjórn-- argrein frá sjálfum yður, og að þjer hafið þar lagt út af þessu eins og þér hafið- þar gjört. Af þvf mjer er nú ekki um að standa sem lygari frammi fyrir lesendum blaðs yðar, og af þvf að jeg veit, að jeg hefi ekki farið með nein ósannindi við hið um- rædda tækifæri, leyfi jeg mjer að koma. með ofurlitla skýring á máli þessu. Eins og þjer sjálfur vitið, hr. ritstjóri, eru ræður þœr, sem haldnar voru á mál- fundinum út af fyrirlestri hr. Gests Páls- sonar, að eins gefnar út f mjög stuttu og að sumu leyti ónákvæmu ágripi J>etta. gildir jafnt um ræðu mfna og allar aðrar, sem fluttar voru á fundinum. Hr. Jón Olafsson ritaði niður hjá sjer meðan á fundinum stóð minnispunkta til alls þess,. sem honum fannst vera aðalatriði í ræð- um manna. Svo, eptir því, sem. hann sjálfur sagði mjer, er hann koro hingað vestur frá íslandi í vor, lágu þessir minnispunktar hjá honum þangað til einhvern tfma eptirjól. þ»á fyrst fjekk hann tfma til að rita eptir þeim ágrip það af ræðunum, sem áður var prentað. Ekki fyr en eptir komu hr. Jóns hingað fjekk jeg að sjá þetta prentaða ágrip, og þá gat jeg þess strax við hann, að það væri talsvert ónákvæmt það, sem þar er haft eptir mjer út af samfundum okkar sjera Stefáns Halldórssonar og hins ann- ars prests á Skjöldólfsstöðum. Svo sagði- jeg honum, hvernig mjer hatði farizt orð- þeim samfundum viðvíkjandi, gat þess að* hefði mjer farizt þar orð eins og í ágrip- inu stendur, þá væri það ekki bókstaf- legur sannleikur, sagði, að jeg gæti bú- izt við, að einhver mundi fetta fingur út í þetta, en tók um leið fram, að jeg sæi ekki ástæðu til að leiðrjetta þetta, þar sem hin litia skekkja eða ónákvæmni gjörði í aðalefninu alls ekkert til. Ágripið er, að minnsta kosti að því er kemur til ræðu minnar, mjög trútt í öllum aðalat- riðum, svo vandað og nákvæmt, sem nokk- ur með sanngirni gat búizt við eptir því, sem á stóð. Slík ágrip dugir náttúrlega ek-ki að vitna í nema með tilliti til aðal- efnisins. Að hanga þar i bókstafnum, er allt að því óðs manns æði. þetta hefir þó vinur vor síra Einar Jónsson gjört. Hann bítur sig fastan í það, sem stendur f ágripinu, að jeg hafi sjeð síra Stefán kútveltast blindfullan í túnfætinum með þeim munnsöfnuði, sem honum sje tftt, og að „annar merkasti presturinn í prófastsdæminu“ hafi verið þar við ásamt mjer. í ræðu minni sagði jeg áldrei, að þessi hinn prestur (síra Einar) hefði verið við, þegar jeg fyrst kom auga á síra Stefán hálf-fullan rísa upp á milli þúfna þar í túninu, er jeg reið heim að bænum. En jeg gat þess, að við hefðum, eins og lfka síra Einar segir, allir verið þar samnátta, og eptir að hinn merki prestur hefði ásamt mjer verið búinn að horfa á sfra Stefán með sínu alkunna drykkjuskapar-gaspri og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.