Ísafold - 16.08.1890, Síða 4
264
Stranduppboð.
Við opinbert uppboð, sem verður haldið í
Keflavík nœstkom. fimmtudag hinn 21. p. m.
verða seld ýmisleg flhöld af shipínu »Astat,
sem rak þar á land i fyrra dag, svo sem ak-
keri, segl, kaðlar og fl., svo og skipsskrokk-
urinn sjálfur. Einnig verður selt það, sem
bjargazt hefir úr skipinu af saltfiski, en það
var búið að láta í það d 4. hundrað skiypund.
Fiskurinn kvað vera talsvert skemmdur.
Uppboðið byrjar kl. 9 fyrir hddegi, og verða.
söluskilmálar þd birtir.
Skriftstofu Kjósar-og Gullbringusýslu 15. ágúst 1890.
Franz Siemsen-
White saumavjelar Peerless.
Nýar byrgðir konmar af þessum velþekktu
vjelum, bæði með hinu gamla lagi og nýu, sem
sauma miklu fljótara en hinar og kosta
að eins 5 krónum meira.
Hjá mjer fæst líka maskínuolía og nálar og
skraddarakrít í ýmsum litum.
M. fohannessen.
Eins og sumum mun kunnugt, hefi jeg
látið kenna nokkrum ungum drengjum
söng í sumar, og nú gefst borgarbúum
og öðrum ferðamönnum, sem hjer eru,
færi á að heyra æskunnar fjörugu og
bliðu tóna. f>ví á mánudaginn 18. ágúst
i8qo kl. g (præcis) heldur hið unga söng-
fjeiag „ V O N I N “
Kvöld-concert.
far á meðal verður sungið nýtt kvæði á
ensku, undir hinu þjóðlega lagi : „Fyrir
fólkið*.
Eitt af lögum þeim, sem „Vonin“ syng-
ur, er músíkurinnar Blómstur-Bouquet til
hins blíða sumars
Til þess enn fremur að krydda þessa
kvöldskemmtun hefir herra bæjargjald-
keri og kaupmaður Björn Kristjánsson
sem „compliment“ til
Vonarinnar
lofað að spila Solo á Harmonium:
1. Andante (W. A. Mozart).
2. Das Bild der Rose (Reichardt).
Concertinn er undir forustu söngkenn-
ara „Vonarinnar“, herra landshöfðingja-
skrifara Brynjólfs þorlákssonar.
Bflætin fást allan mánudaginn f búð
undirskrifaðs og við innganginn kl. 8’/2
og kosta : sjerstök sæti (reserv.) 0,75
almenn — 0,50
Reykjavik 16. ágúst 1890.
porl. O- Johnson-
„Eeim heiður, sem heiour ber“. J>ar eð
jeg hef þessi orð hugföst, vil jeg eigi leiða hjá
mjer, að votta opinberlega mitt hjartfólgið þakk-
læti göfugmenninu H. L. Petersen, fyrir dreng-
Iyndi hans mjer til handa, sem hjer skal skýrt frá
Haustið 18b8 var hr. Petersen vikutíma til húsa
hjá mjer, ásamt hásetum sínum, skipbrotsmönnum
af „Herthu“, Kostnað þann, sem jeg hafði fyrir
þeim fekk jeg endurgoldinn hjá Gránufjelaginu.
Bn næstliðið vor þegar hr. Petersen kom á Siglu-
fjörð, bauð hann dætrum minum tveimur með sjer
til K.hafnar og flutti þær fram og aptur mjer
kostnaðarlaust, að því ótöldu, sem þær dvöldu í
Khöfn og skeramtu sjer þar, allt á kostnað Peter-
sens. Lika er jeg ínnilega þakklátur öllum öðr-
um þeim, se'm greiddu götu dætra minna í nefndri
ferð, þó jeg tilgreini eigi nöfn þeirra.
Vík í Hjeðinsfirði 1. des. 1889.
Björn porleifsson,
Prociama.
Samkvcemt lögum 12. apríl 1878 og opnu
brjefi 4. jan. 1861 er skorað d þá, er til
skulda teija l dánarbúi pórða,r Ornólfssonar,
er dó d Garðstöðum í Ógurhreppi nœstliðið
dr, að sanna kröfur sínar fyrir skiptaráðand-
anum 1 Isafjarðarsýslu innan 6 mánaða frá
síðustu birtingu þessarar auglýsingar.
Jafnframt er skorað á erfingja hins látna,
að gefa sig fram og fcera sönnur d arjtöku-
rjett sinn.
Skrifstofu ísafjaröarsýslu 30. júlí 1890.
Skúli Thoroddsen.
Lœkningabók, »Hjalp 1 viðlögumn og »Barn-
föstram fæst hjá höfundinum fyrir 3 kr 75 a.
bókhlöðuverð: 4 kr. 50 a.).
*
JJrsmiöur
INGIMUNDARON
BÝR í ^ÐALSTR. NR. 9. fií.LS KONAR AÐGERÐ
ÚRUM oa KLUKLKUyL FYRIR hÖKNUN.
Á
LEIÐA.EVÍ8IE TIL LÍFSÁBYB.GÐ AR fæst
ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónas-
sen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja
líf sitt allar nauðsynlegar upplýsingar.
Skósmíðaverkstofa, Vesturgötu 4,
Eptir þessu
sýnishorni ættu
þeir. sem panta
vilja stígvjel bjá
mjer að taka
mál af fætinum
utan yflr 1 sokk
með mjóum
brjefræmum eða
mælibandi. Nákvæmlega verður að taka lengdar-
málið eptir því sem sýnishornið bendir til.
Björn Kristjánsson.
Bókbandsverkstofa
ísafoldarprentsmiðju (Austurstræti 8)
— bókbindari pór. B. porláksson —
tekur bækur til bands og heptingar.
Vandað band og með mjög vægu verði.
Bókaverzl. ísafoldarprentsm.
(Austurstræti. 8)
heíir til sö!u allar nýlegar íslenzkar bækur
útgefnar hjer á landi.
Verzlunarhúsið
F. G. Briikner í Hamborg
stofnað 1813,
kaupir saltfisk og lýsi fyrir hæsta verð, og
selur útlendar vörur frá fyrstu hendi með
bezta verði einungis fyrir milligöngu agents
vors
0. J. Haldorsen 1 Reykjavík.
Forngripasafnið opið hvern mvd, og Id. kl. I — 2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I >—3
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3
Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. i
hverjum mánuði ki. 5- 6
Veðurath.uganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen.
Ág. Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- m8ölir(mi]limet.) Veðurátt
ánóttu|um hád. fm. ern. fm em.
Mv.l.lj, + 7 + 10 746.S 744-2 A hv d N h d
Fd. 14. + 7 + 11 744.2 746.8 O d N h d
Fsd. 15. + 7 + 10 746.8 751 -8 N h d N h d
Ld. ib. + 6 759.5 N hv b
Hinn 13. var hjer bráðviðri á austan og húðarign-
ing fyrri part dags, lygndi um kveldið; gekk til
norðurs með hægð eptir hádegið og hefir verið við
norður siðan ; í dag 16. hvass á norðan og bjartasta
sólskin.
Ritstjón Björn Jónsson, cand, phil.
Prentsmiðja ísafoldar.
»Er nokkur ferðamaður staddur hjer?«
spurðu þrír menn, er kornu þar í þeirri
svipan«.
»Já«, svaraði stúlkan, sem á hleri hafði
staðið ; »hjer er karlmaður og kvennmaður,
sem voru að láta gefa sig saman í hjónaband;
en ekki veit jeg hvaðan þau eru«.
»Hvað heita þau ?«
Hún sagði þeim það.
»það er gott, — getum við fengið að tala
við þau ?« —
Komumenn þessir voru þeir Skrúfa og
lögregluþjónar tveir. þeir höfðu lagt af stað
sama kvöldið og við, og allt af verið í hæl-
unum á okkur.
Stúlkan kom inn og sagði mjer til gestanna.
Jeg fór út. þeir sýndu mjer lögreglu-ein-
kenni sín, og spurðu, hvort jeg vildi vera svo
góður, að koma með þeim.
Jeg svaraði þeim engu.
•Viljið þið koma með okkur, vorum við að
spyrja. — Eptir hverju eruð þið að bíða ?«
»Jeg var að velta því fyrir mjer, hvort jeg
ætti að láta ykkur taka mig«.
»Mikið karlmenni ertu, og vel má vera, að
þú getir haft einn okkar undir, en varla
muntu standa fyrir okkur öllum«, mælti
Skrúfa.
Jeg vjek mjer frá til að kveðja konu mína.
Jeg gekk að því vísu, að jeg mundi ekki sjá
hana framar í þessu lífi. Svo sneri jeg mjer
að lögregluþjónunum og mælti:
»Jeg læt ykkur taka mig !«
þeir lögðu á mig handjárn og hjeldu af
stað með mig á járnbrautinni til Birmingham.
þegar þangað kom, var jeg hafður í gæzlu-
varðhaldi, meðan málið var fyrir dómi. Að
nokkrum tíma liðnum var mjer birtur dóm-
urinn, og var hegningin »líflát«! Jeg krafðist
þess, að hegningunni yrði breytt vegna systur
minnar, og þegar það reyndist satt, sem jeg
sagði um arfleiðsluskrá gömlu ekkjunnar, þá
var hegningunni breytt í »æfilanga Ástralíu-
vÍ8t«. Nokkurum dögum síðar var jeg sendur
af stað til Viktoríu á Nýja-Hollandi.
Mjer var komið fyrir í Melbourne, og var
jeg látinn vinna þar í þarfir stjórnarinnar.
Jeg gerði mjer allt far um, að vera svo
þægur og auðsveipur, sem unnt var, og lagði
gjörsamlega niður öll mín æskubrek og -bresti.
Að ári liðnu var hegning mín færð niður í
fjórtán ár, fyrir »framúrskarandi siðprýði og
þægð«. Litlu síðar var mjer birt það, að jeg
mætti af sömu ástæðu ráða mig sjálfur í
vist hjá hverjum sem jeg vildi.
Um þessar mundir kom til Melbourne
ekkja nokkur frá Englandi, er nefndi sig
Emilíu. Hún kvaðst mundu taka sjer þar
bólfestu, og beiddist þess, að sjer yrði Ijeður
einhver af útlögum þeim, er stjórnin hefði
undir höudum. Henni var sagt velkomið að
taka hvern þann, er hún vildi af þeim, er
leyfi hefðu fengið til að ráða sig hjá einstök-
um mönnum. Svo kom hún, og varð jeg
fyrir valinu. Jeg fór þegar í vistina til
hennar.
þessi nýja húsmóðir mín hjet í raun og
veru Sally, og var hin sama, sem fyrir rúmu
ári hafði fylgt mjer til Skotlands og gengið
að eiga mig þar. Jeg hafði ekkert frjett af
henni, frá því jeg fór frá Skotlandi; en hún
hafði haldið spurnum fyrir, hvar jeg væri
niður kominn og hvernig mjer liði, og kom
nú hingað til Melbourne einmitt til þess, að
reyna að gera útlegð mína Ijettbærari.------