Ísafold - 20.08.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.08.1890, Blaðsíða 2
866 reglunni er svo vel komið fyrir, að það er naumast hægt betur. En eins og menn geta ímyndað sjer fjelag, heilbrigt í undirstöðu sinni, samhuga í aðferð sinni og fullkomið í öllum útbúningi, sem samt vantar það þrek þá eindrægni andans og þá einbeittni, sem útheimtist til þess að því verði ætlunarverk sitt framgengt, eins kann það lika að vera, að reglan hafi ekki eins góð áhrif alstaðar eins og hún ætti að hafa eptir tilgangi sínum. Líkaminn er ekki einhlítur; það vantar lifandi krapt, sem vjer verðum að tileinka oss, ef vjer viljum sjá og undirbúa æskilegan ávöxt viðleitni vorrar ! Líkaminn er tilbúinn; setjið í hann lífsaflið og þá mun hann miklu afkasta. Hvað kröfur reglunnar snertir, þá er það ekki ofmikið, þótt hún vænti samvinnu, fylgis og fyrirbæna kristilegrar kirkju, og frá sjónarmiði hagsmuna og viðskipta hefir hún mikla og sterka kröfu. Bindindisfjelögin hafa styrkt kirkjuna ; reglubræður og- systur hafa snúið mörgum manni frá ofdrykkjunni, og því næst hafa guðsþjónar náð aðgangi að þeim, að leiða þá til Jesú Krists, frelsara heimsins. Sannarlegt bindindi er stigið til fagnaðarboðskaps drottins vors. Enginn getur neitað því, að verkmenn Good-Templar- reglunnar hafa mikið g]ört;— en — hve miklu meiri hefðu eigi ávextirnir þegar venð orðnir, ef kírkja Krists hefði beitt árvekni og fylgi í þessu efni. Vjer skorum á yður alla og leiturn stuðnings yðar í þessu mikilsvarðandi máli í Jesú nafni! Vjer biðjum yður og í þeirra nafni, sem enn eru haldnir fjötrum ofdrykkjunnar, og þeirra, sem á annan hátt þjást af afleiðmgum hennar, að rjetta hjálparhönd. Gangið í regluna; lítbreiðið rit hennar. Ó, kristnir bræður og systur! ef þjer vilduð flytja bindindiserindið dyggilega og einarðlega, þá yrðuð þjer ósigrandi hetjur í þessari kross- ferð gegn hinum volduga og illa óvini mannkynsins. I trú, von og kærleika,— hverf jeg aptur að því, að undirstaða, viðhald og viðgangur bindindisins, er þessi dýrðlegi fagnaðarboð- skapur drottins vors. Til þess að öðlast náð guðs, sem yfirgengur allan skilning, þurfum vjer að krjúpa að krossinum, játa syndir vorar og einsetja oss að afneita þeim, því Kristur segir, að hann varpi þeim eigi frá sjer, sem til hans koma. það er mikíð í það varið, að berjast fyrir máli bindindisins, en hitt er óumræðilega mikils meira virði, að vera meðlimur kirkju Krists. Og ef nokkur væri sá sem eigi fyndi Krist í hjarta sínu, þá er það víst, að Kristur er við dyrnar og biður að honum sje innganga leyfð. Leyfið honum inn. Ejettið hönd yðar mót kærleikans útrjettu hjálparhönd, yðar frelsara, og leyfið honum að leiða yður inn í hið dýrðlega heimilið, fjelagið, sem dauðinn fær eigi tvístrað. Minnizt orða frelsarans : »Leyfið börnunum til mín að koma«, og leiðið börn mannanna til föðursins, karl og kona, bróðir og systir, og foreldrarnir leyfi börnum sínum að fótskör frelsarans, leiðið hver annan að hinu eina nauðsynlega og hlýðið rödd hans. Komið til mín ! því hann einn veitir hina sönnu hvíld. Guðs blessun sje með yður, og gefi, að orðið mætti ná hjartanu#. Til skýringar dómum vestanmanna um íslenzkt kirkjulif. (Frh.) Sra Einar Jónss. villist mjög, ef hann imyndar sjer, að jeg hafi ætlað að draga nokkur ný tíðindi sjera Stefáni viðvíkjandi fram á fundi þessum. f>að er mjög barna- leg getgáta, að hugsa, að jeg hafi verið að hefna min á þeim manni. Hann hefir persónulega aldrei gjört mjer neitt illt og jeg held helzt engum manni. Hann er vitanlega einhver mesti meinleysingi, og jeg get varla ímyndað mjer, að nokkur maður hafi nokkurs á honum að hefna. Jeg nefndi sjera Stefán á fundinum á nafn fyrir þá sök, að jeg þóttist vita, að flestir, ef ekki allir, sem þar voru, vissu eins vel og jeg, hver og hvílíkur embættismaður hann var. Jeg gat eigi ímyndað mjer, að nokkrum þætti sem jeg væri að Ijósta upp einhverju launungarmáli, er jeg nefndi þann prest í því sambandi, sem jeg gjörði. i Jeg uat í ræðu minni um þetta atvik, sem fyrir mig bar á Skjöldólfsstöðum á nýaf- staðinni ferð minni, að eins til þess að sýna hugsunarháttinn hjá öðrum eins heið- virðum embættismönnum kirkjunnar á ís- landi eins og þeim, sem ásamt mjer hafði sjera Stefán við þetta tækifæri fyrir aug- unum, hve fullur ósanngirni hann er and- spænis oss hjer vestra, sem helzt höfum látið til vor heyra um þjóðlífsástandið heima. Sjera Einar, sem er að bera mjer og samverkamönnum mínum hjer vestra á brýn, að vjer förum með öfgar og ósannindi og að vjer höfum vestur- heimskan skilning á kærleiksboði kristin- dómsins, segir það sje auðsjeð, að jeg hafi tekið sig sem dæmi upp á guðlaust ltœru- leysi hjá vissum hluta íslenzku prestastjett- arinnar. Svona útleggur hann nú orð mín frá sjónarmiði síns kristilega kær- leika. Jeg skal hiklaust fyrirgefa það, þar sem jeg sje, að maðurinn hefir ritað í reiði. Jeg er viss um, að hann hefir ekki haldið áfram að útleggja orð mín svo, eptir að honum rann reiðin. Fað, sem fyrir mjer vakti, er jeg nefndi hið umrædda atvik, var það, hve ósanngjarnir og fullir hleypidóma margir beztu prest- arnir á íslandi gæti verið andspænis því, sem vjer hjer vestra höfum látið til vor heyra íslandsmálum viðvíkjandi. Guðlausf kæruleysi um hag kristninnar á íslandi hefir mjer aldrei dottið í hug að bera sjera Einari eða neinum hans líkum meðal ís- lenzku prestanna á brýn. J>essi smáskekkja í ágripinu prentaða af ræðu minni á Reykjavíkur-málfundin- um og reiðigrein sjera Einars út at þeim orðum, er þar eru höfð eptir mjer, gefa mjer nú tækifæri til að taka nokkuð fram, sem líklega hefði lengur verið af mjer ó- sagt, hefði þetta ekki komið fyrir. f>eir eru víst margir meðal hinna heið- virðu og betri presta á íslandi mjög reiðir oss, embættisbræðrum þeirra hjer vestra, fyrir þá kritík á hinu islenzka kirkjulífi, sem þeir hafa sjeð eptir oss bæði í „Sam- einingunni“ og víðar. Ýmsir af vinum mfnum, sem jeg á meðal prestanna á ís- landi, hafa látið þetta í Ijósi í prívatbrjef- um til mín. Og það sýnist af mörgum þeirra svo litið á, að þó vjer yfir höfuð að tala höfum haft satt að mæla, þá sje slíkar aðfinningar ótækar; það dugi ekki, að taka eins djúpt í árinni og vjer gjör- um ; það gjöri ekki annað en hleypa vonzku í menn, því menn sjái, að oss vanti í þess- um aðfinningum svo stórvægilega aðal- dyggð kristindómsins, kærleikann. Á þetta kærleiksleysi vort leggur líka sjera Einar Jónsson stórmikla áherzlu (Niðurl.). Winnipeg, 18. júlí 1890. Jón Bjarnason. Skrílblaðamennska. —o--- Leit er á auðvirðilegri gróðaveg en þeim, að gefa út skrílblöð. því hefir verið jafnað saman við að halda spilabanka eða pútnahús eða selja óvitum og yfirkomnum drykkju- mönnutn áfenga drykki. því eins og þeir, sem slíka atvinnu reka, gera sjer holdlegar ástríður og lesti náungans að gróðaveg, eins reyna skrílblaðastjórar og -útgefendur að gera sjer andlega óknytti manna að fjeþúfu. þeir lifa á þeim, sem fýsir illt að heyra heldur en gott, sem eru sólgnir í lastmæli og óhróður um náungann, í agg og þras, í smánar- eða hnjóðs-yrði um flest það, er fagurt er og há- leitt. þeir eru bandamenn og verkfæri í hönd- um þeirra, er myrða vilja mannorð hvers þess, er þeim eru að einhverju leyti andstæði- legir, en til þess þarf ekki annað en að vera. af öðru sauðahúsi en þeir, — vilja ekki leggja lag sitt við þá og gerast samdauna klækjum þeirra og óknyttum. það eru til margvíslegar tegundir skrílblaða og skrílblaðarithöfunda, þótt höfuðeinkunn allra þeirra sjeu hin sömu. Meðal annars eru þau misjafnlega berorð, — misjafnlega blygðunarlaus í framferði sínu. það fer ept- ir því, hve mikið skrílsmót er að lesendum i þeirra og kaupendum, eða rjettara sagt: hve • langt þau eru komin áleiðis að gera lesendur ! sína og kaupendur að skríl, að skrílslega hugsandi lýð; því það er þeirra aðal-mark og mið, að skapa þá upp í sinni eigin mynd og líkingu, þ. e. gera þá að skríl, ef þeir eru það ekki áður. Meðan þetta göfuga »siðbótarverk« er skammt komið áleiðis, fara þeir optast nokk- uð gætilega í sakirnar, til þess að styggja ekki hjörðina, meðan verið er að venja hana við fóðrið. þeir gefa þá ólyfjanið annað- hvort inn í smáskömmtum innan um annað betra, eða þá girnilega tilreitt með ýmsum lævíslegum matreiðslubrellum. Trúleysi og siðleysi gefa þeir inn t. a. m. með ómeltum snöpum úr »vísindalegum« sleggjudómum og hártogunum tungumjúkra »fjölfræðinga«. Færa sig síðan smátt og smátt upp á skaptið, eptir því sem þeir ætla sjer óhætt hvað atvinnuna eða gróðann snertir; því þar við er all miðað. Af nytsömum fyrirtækjum eða góðum mál- efnum hafa þeir þau ein afskipti, er þeim horfir til meins og tálmunar, ef þeir annars leggja nokkuð til þeirra. þangað til þau hafa borið fullkominn sigur úr býtum eða hafa feng- ið fylgi almennings. þá fara þau að verða með, til þess að mæla eins og múgurinn vill heyra. Stundum ber við, að skrílþlaðastjórar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.