Ísafold - 20.08.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.08.1890, Blaðsíða 3
5167 fylla flokk forvígismanna góðs málefnis, meðan það á í vök að verjast, af einhverri tilviljun eða óhreinum og hjegómlegum hvötum; en það er hin versta hefndargjöf, því bæði spillir þeirra fylgi fyrir málefninu sjálfu í augum hinna betri manna, og svo eru þeir sjálfsagðir að svíkjast undan merkjum óðara en þeir verða þess varir, að annaðhvort mugurinn eða þeir, sem mikið eiga undir sjer, eru því ekki fylgjandi. þeir eru frá undir eíns og þeir fá veður af, að hitt muni »borga sig« hetur, og ganga þá óðara á mála hjá fjandmannaliðinu. þeir gjörast trúníðingar, bindindisníðingar o. s. frv., þ. e. níðast á öllum trúnaðarheitum við hinn góða málstað, og snúast til fullkomins fjandskapar við hann. En annars er það eitt höfuðeinkenni skríl- blaða, að þau gefa sig alls eigi við ueinum máLum, heldur mönnum. Skrílblaðamenn eru flugumenn vorra tíma. Eins og flugumenn voru í fyrri daga marg- sinnis settir til höfuðs ágætismönnum, er varmenni og bleyður lögðu fjandskap á, eins sitja skrílblaðastjórar nú á tímum ura mann- orð, æru og velferð beztu manna síns þjóð- fjelags, ýmist af sjálfsdáðum, eða leigðir til þess af óþokkum og löðurmennum. A væg- ara stigi kemur þessi nýmóðins flugumenska fram í því að blekkja slíka menn af öllu megni í almennings augum og öll þeirra fyrir- tæki, gjöra þá sem tortryggilegasta og allt þeirra háttalag, í smáu og stóru. Gildir einu hvað þeir að hafast, — það er allt lagt út á verri veg, að svo miklu leyti sem ekki er hægt að ljúga upp um þá lýtum og skömm- um. Leysi þeir eitthvað það af hendi, sem engin tilsjón er að fá almenning til að virða nema vel, þá er ráðið að seinþegja um það. En sína lagsmenn og lánardrottna skjalla þeir og hefja skýjunum ofar, þótt vesalmenni sjeu og að illu einu nýtir, og stunda af fremsta megni að blekkja almenning með skrumi um þá og sjálfa sig og hvers konar táli. Prentfrelsið hefir veitt mörgum góðum kvist vöxt og viðgang. En í þess skjóli sprettur líka illgresið innan um hveicið, hvar sem nokkur jarðvegur er fyrir það. Altaristöflur. þegar jeg var síðast á vesturlandi, 1886, kom jeg meðal annars að Ogri. þar í kirkj- unni voru margir gamlir munir og enda dýr- mætir, þar á meðal altaristafla frá miðöldun- um, en sem var orðin lítt hæf fyrir elli sak- ir. það varð að samningum milli mín og kirkjueigandans og síðan með samþykki stiptsyfirvaldanna, að jeg fengi alla þessa gripi, móti því að útvega nýa altaristöflu sómasamlega. En það er annað hægra en að útvega altaristöflu, sem sameinar það tvennt, bæði að málverkið sje gott sem lista- verk og þó ekki gangi upp í það afarháa verð, sem vanalega slík verk kosta, sem þeim er kunnugt, er þar á bera skyn; en hjer á landi er því miður skortur á slíkum altanstöflu- málverkum, enda þótt frá nýrri tíð sjeu. Sum liggur enda við að sjeu hneyxli í guðs húsi. Blandast þó víst engum hugur um, að altar- ismálverk hafa mikla þýðingu, ef þau eru listaverk, og að þau með fegurð sinni vekja virðingu fyrir guðsþjónustugjörðinni. Jeg leitaði fyrir mjer suður uin Danmörk og víðar, en heppnaðist ekki að finna þann mann, er jeg tryði fyrir slíku verki, þangað til jeg fyrir eptirleitun og milligöngu skóla- kenuara Steingríms Thorsteinssonar, er hann fór utan sumarið 1888, komst ofan á mann, sem hefir hlotið lofstír sem málari og málað margar altaristöflur í ýmsar danskar kirkjur. þéssi maður heitir Anker Lund og hefir hann einnig fengizt við að gera frumhugsuð sögumálverk. Ejeðst jeg í það að semja við hann að mála áður áminnzta altaristöflu, og málaði hann, eptir því sem jeg tiltók, upprisu Krists. þegar altaristafla þessi loks- ins kom, sýndi jeg hana Hallgrími biskupi og fleiri merkum mönnum, sem vit hafa á slíku, og luku þeir upp einum munni um það, að altaristaflan væri prýði í guðs húsi. Tilgangur minn með þessa yfirlýsingu er alls ekki sá, að skýra frá þessum aðgerðum mínum, heldur einungis sá, að gefa mönnum kost á að geta fengið^ altaristöflur verulega vandaðar í kirk]ur á Islandi með sanngjörnu verði; þvi það er kunnugt, að slíks er víða þörf. Æski menn fleiri upplýsinga, er jeg fús að veita þær. Sigurður Vigfiisson. Bjargráðamál. Brœður og sjómenn ! Með þakklátu og fagnandi hjarta minnist jeg samfundanna á ferð minni þetta sumar, og bið yður vera starfsama og stöðuga, og misvirða eigi við mig, þótt jeg eigi geti komið því við, að skrifa yður með þessari ferð pósta, eða #Thyru«. Jeg mun eigi sofna, þótt margt kalli að, en sjá um að yður verði kunnugt það, sem um var talað, viðvíkjandi »bjargráðum« m. fl. fyrir lok þessa árs. Yðar O. V. Gíslason. Brœður og sjómenn á Suðurlandi ! Jeg hefi lokið ferð minni þetta sumar og er fyrir guðs náð aptur heim kominn, heill og huggóður. Bjargráðanefndum hefir fjölgað, og má nú heita að sjeu kringum allt land. Að jafnaði eru þær skipaðar valinkunnum mönnum, og hefi jeg fulla von um blessun- ríka ávexti, því guð er með og góðir menn; og ti! þess að það sjáist, að yfirstand- andi ár 1890 hafi eigi hjáliðið ávaxtalaustf leyfi jeg mjer að skora á allar bjargráða- nefndir suðuramtsins, að þær í skýrslu sinni á þessu hausti haldi »bjargráðadeildar«-fundi þannig, að hver nefnd kjósi 1 mann úr flokki sínum til fundar; og til þess að gangast fyrir þessu, leyfi jeg mjer að stinga upp á bjarg- ráðanefndum Eyrarbakka, Holtamannahrepps, Vesturlandeyjahrepps, í fjelagi við Austurfjalla- hrepp — og Vestmanneyjar — og treysti jeg því fullkomlega, að á komandi Jári, 1891, nái bjargráðanefndir höndum saman kringum land allt. Yðar O. V. Gislason. Bjargráðadeildar-fundur fyrir Eeykjavík, Gullbringusýslu og Akranes, verður haldinn í Hafnarfirði, G. T. húsinu fimmtudaginn 28. ágúst (þ. m.) kl. 12 á hádegi, óg eru bjargráðanefndir beðnar að senda 1 mann hver, með umboð og skýrslur. p. t Reykjavík l8. ágúst l8qo. O. V. Gíslason. Proclama Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. o. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á pá, sem til skuldar telja í dánarbúi Ingimund- ar Alexíussonar, vinnumanns í Deildar- koti í Bessastaðahreppi, sem andaðist hinn 14. f. m., að tilkynna skuldir sínar og sanna pœr fyrir mjer innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar pessarar. Með sama fresti er skorað á erfingja hins Látna að gefa sig fram við mig og sanna erfðarjett sinn. Skrifstofu Kjósar-og Gullbringusýslu 8. ág. 1890 Franz Siemsen. Elclci er allt scm sjjnist. Nokkurn tíma vann jeg að gullgrepti, og lánaðist mjer það mæta vel. Nú eru ekki eptir nema tvö ár af útlegð- artíma mínum. — Jeg get ekki lýst því, hversu útlegðin hefir verið mjer ljettbær. Mjer hefir fundizt hún vera svipuðust inn- dælum draumi. Jeg tel Ernilíu fyrir öllu, og þykist vera þjónn hennar; en þegar þessi tvö ár eru liðin, hugsa jeg til að giptast henni eptir hjerlendum sið. En hvort við flytjum okkur hjeðan eða setjumst hjer að, læt jeg ósagt; þó þykir mjer líkast, að við verðum hjer kyr, því það hefir lagzt í mig, að hjer mundi jeg eiga góða æfi fyrir hönd- um. það er frá lækninum að segja, að hann hjelt fyrst til þýzkalands og hafðist við um hríð í Hamborg. Síðan sigldi hann til Ame- ríku, og komst þar í góða stöðu. Hann hefir skrifað mjer nýlega, og segir að sjer líði mæta vel. Stóra-þjöl og Litla-þjöl hafa að líkindum fylgt húsbónda sínum til Ameríku; þó er mjer ekki full kunnugt um það. En Skrúfu var fyrir drottinsvikin sýnd sú hugulsemi, að hann var gerður að njósnara lögregluliðsins í Birmingham. (St. +). Sæluhúsgistingin. Spœnskur flðttamaður segir frá. Eerdínand sjöundi Spánarkonungur var nýkominn til valda, sem hann Imfði tekið við þegar hann slapp úr fangelsinuí Yalencja, en þar hafði Napóleon mikli haldið honum í nokkur ár. Hinir trúlyndu íbúar Madridar, #hinnar hetjulegu höfuðborgar#, höfðu leyst hestana frá vagni konungs á sigurför hans frá höllinni Aranjues til höfuðborgarinnar, til að setja hinn »elskaða og sárþreyða« konung á hástól feðra sinna. Hina trúlyndu og tál- dregnu þjóð, sem konungur hafði sagt um í brjefi til stjórnarinnar, að »hún gæfi öllum heimi fyrirmynd hinnar hreinustu konungs hollustu og hins hetjulegasta og göfuglegasta skaplyndis«, hana grunaði ekki, að hún drægi þarna á eptir sjer bölvun lands og lýða. En trúðu allir fögrum heitum konungs; og þó einstaka rödd heyrðist sem tryði ekki kon- unginum sem allra bezt, var hún óðara kveðin niður af gleði allra þjóðarinnar yfir sigri sínum. En sæludraumurinn var bráðum á enda. Ferdínand »hinn vanþakkláti« ætlaði sjer ekki lengi að hylja harðstjórnaranda sinn neinni grímu, og byrjaði þegar sína al- ræmdu sex ára stjórn. En á þessum sex árum voru þó framdir allir þeir glæpir og hryðjuverk, sem hinni hugvitssömustu grimmd og blygðunarlausustu hræsni gat í hug komið. Hershöfðinginn Eguia var sendur á undan konunginum til Madridar með skriflegt umboð til að taka fjölda manna höndum, og gerði hann það , leynilega á næturþeli; og þegar konungur ljet

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.