Ísafold - 13.09.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.09.1890, Blaðsíða 3
au5 Var honum fagnað þar engu miður en í fyrra, með því að vimltfca hefir haldur auk- izfc en minnkað síðan milli þeirra voldugu ríkja, ekki sízt fyrir landaskiptasátfcmálann (í Afríku) í vor. A heimleiðintii kom hann við á Helgolandi 11. f. m., en daginn áður hafði eyin verið seld í hendur þýzkum yfir- völdum samkvæmt áminnztum sáttmála. Keisari stóð við á eynni 4 stundir. þar var mikið um dýrðir, eptir föngum. Var keisari í bezta skapi, og segja menn að honum þyki meiri fengur í hólmanum en efni eru til, og mælti fagurlega fyrir minni ömmu sinnar, Viktoríu drottningar, f veizlu, er hann þáði þar, en kvaddi eyjarskeggja alla, er þar voru nærstaddir, með handabandi, og þeir bræður báðir, Hinrik og hann. Fám dögum síðar hjelt keisari austur til Pjetursborgar, sjóveg, að heitnsækja Alex- ander keisara, eptir heimboði hans. Var þar stórmikið um dýrðir, hersýningar og margs konar viðhöfn. Hefir Alexander verið miklu betur til frænda síns síðan í haust að hann heimsótti hann í Berlín, en áður gerðist. Vilhjálmur keisari hefir gefið 10,000 ríkis- mörk (9 þús. kr.) nauðstöddum mönnum í Hammerfest í Noregi eptir bæjarbrunann þar í sumar. Kcleran á Spáni. Fram í miðjan f. mán. var kólera búin að gjöra vart við sig þar í 87 bæjum, og 1000 manna dánir úr henni. Af 550 íbúum í einu þorpi höfðu 118 fengið sóttina og 66 dáið úr henni. I einu þorpi nálægt Valencia var nærri búið að kviksetja konu, er spítalalæknir hafði sagt dauða úr kóleru. Líkið var flutt samdægurs út í kirkjugarð, góðan spöl fyrir utan þorpið. A leiðinni tók fólk á engjum, þar sem líkið var flutt fram hjá, eptir því, að lokið á lík- kístunni lyptist upp og koma út hönd. Kon- an hafði fengið ómegin og raknað við. Hún hresstisfc skjótt og varð albata. Stjórnin í Portúgal hafði sett hervörð við landamærin, en þó hafði sóttin komizt þaug- að, til Lerena í fylkinu Badajoz, og urðu menn felmtsfullir við. Stanley var á leið til Sviss með konu sína, til að njóta þar næðis um hríð. Borg- arstjórinn 1 Cardiff hafði hann beðið hann að koma þar og þiggja að sjer veizlu, en Stan- ley þakkaði fyrir og sagðist vilja heldur ferðast 1000 mílur en sitja í einni átveizlu. Eldsvoði varð nokkur í Khöfn 21. f. m., nóttina fyrir: brann vörugeymsluhús allmikið, fimmloptað, og er ætlað á að skað- inn nemi nokkrum liundruðum þúsunda króna. Herskipafloti frá Austurriki kom til Khafnar í miðjum f. man., kynnisför, og var í förinni stórmenni af keisaraættinni. Hafði þar miklar fagnaðarviðtökur. Mikið sund. Maður svam yfir sundið milii Frakklands og Englands, er Dalton heitir, frá Ameríku, milli Boulogne og Folke- stone. Hann var nær sólarhring á leiðinni (23J stund) ; lagði af stað 17. ágúst kl. 4 e. h., kom á land morguninn eptir kl. 3J. Hann hvíldi sig við og við á sundinu, um 10 mínútur í senn. Björgunarbátur fylgdi hon- um alla leið. Hann var mjög að þrotum kominn og lá rúmfastur um tíma á eptir. Hann var nær blindur orðinn af seltu, er settist 1 augun. Hann sagði, að fiskar héfðu sófct að sjer á leiðinni nokkrum sinnum og bitið sig í fótinn ; hefði sjer þá legið við að gefast upp og láta taka sig upp í björgunar- bátinn. Einn hefir þreytt sund þetta áður, er Webb hjet, fyrir mörgum árum; hann fór þar sem sundið er mjóst, milli Calais og Dover, enda var hanu rúmum tveim stundum skemur á leiðinni. Hann drukknaði löngu síðar í Niagarafljóti í Ameríku. Sparisjóðir í D a n m ö r k u. Tala sparisjóða var í Danrnörku í fyrra 539, þar af 144 í kaupstöðum, en hinir allir í sveitum Elztu sparisjóðir í Danmörku eru frá 1820, í Æröskjöbing og Khöfn. Kaupmannahafnar- sparisjóðurinu (for Khavn og Omegn) ávaxt- aði í fyrra rúmar 93 miljónir króna, fyrir nál. 102,000 samlagsmenn, og græddi það ár 790,000 kr.; en meira en 100,000 kr. höfðu embættismenn sjóðsins í laun, og rúmum 60,000 kr. nam annar kostnaður, er hann hafði það ár. Alls áttu menn inni í tjeðum 539 sparisjóð- um í Danmörku í fyrra rúmar 476 miljónir kr. Tala samlagsmanna var nær 824,000. Yantar ekki mikið á, á annaðhvort manns- barn í Danmörku eigi fje í sparisjóði. Eru þó ekki taldir með i þessu yfirliti aðrar pen- ingastofnanir, sem hafa sparisjóðsdeildir, t. d. Bikuben með 37 milj. kr. í sparisjóðs- deild, og Landmandsbankinn með meira en 14 milj. í sparisjóðsdeild. Djarfleg sigling. Norskur skip- stjóri, er Jörgensen heitir, hinn mesti full- hugi, hefir siglt á smábát, svo sem eins og vænum áttæring, við annan mann frá Lund- únum til Astralíu. Hann lagði af stað frá Englandi 12. sept. í fyrra, kom til Madeira 2. okt. og suður að Góðrarvonarhöfða 1. marz. þar hvíldu þeir fjelagar sig í 6 vik- ur. Hjeldu síðan áleiðis, fengu tvívegis ofsalegan fellibyl á leiðinni yfir Indlandshaf, og komust heilu og höldnu til Albany í í Astralíu 1. júlí í sumar. Báturinn heitir Storm Ring, og er svo gerður, að hann getur ekki sokkið og nauinast farið af rjettum kili. Hann er 15 álna langur, rúmra 14 álna breiður og 2J al. á dýpt. Tíðarfar. Síðan um höfuðdag hefir verið mjög vætusöm tíð og kalt í veðri. Úthey mikil úti óhirt viða og liggja undir skemmd- um. Fiskur sömuleiðis óverkaður af þilskip- um úr hinum síðari ferðum þeirra í sumar. Hr- jþorvaldur Thoroddsen er ný- kominn heim úr rannsóknarferð sinni í sum- ar um Snæfellsnes og Breiðafjarðardali, er hinn stórgjöfuli, frægi auðmaður Dickson í Gaufcaborg hefir kostað að öllu leyti. Mannalát og slysfarir. Ámi bóndi Jónsson Matthiesen í Hafnarfirði bróðir Krist- jáns heitins Matthiesen á Hliði, er nýlega látinu. Drukknað hafa að sögn 2 menn af bát á Hvammsfirði á heimleið frá Stykkishólmi upp að Staðarfelli. Forinaður var Hallgrímur bóndi Jónsson á Staðarfelli og einn í förinni Sigurður Sigurðssou, hiun nýi læknir Dala- Bónorösförin. sterkara kyni mannþjóðarinnar—nei, jeg bið fyrirgefningar — af friðara kyninu, kynui ef til vill að vera utan þeirra endimarka, er hatin gæti náð til. Hann gekk til mannsins, sem var að tína saman kartöflurnar í illu skapi og gaf sig á tal við hann. Hann varð þess þá vísari, að maðurinn var einmitt þjóðverjinn sami, sem keypt hafði húsið og ]örðina, og að kvenumaðurinn var — þjóð- verjinn leit allt í kringum sig — norskt flagð — annars allra myndarlegasta kona —, sem hann hafði orðið samferða fyrir 20 árum vestur um haf og síðan bundizt helgu hjóna- bandi. Kobbi klóraði sjer bak við eyrað, kvaddi, og óskaði með sjálfum sjer, að þjóðverjinn vildi gjöra það fyrir sig að hálsbrotna, og það sem fyrst. Mörg ár beið Kobbi með mestu þolinmæði eptir því, að ósk sú rættist og sendi margt brennheitt bænarávarp til hins helga Patriks í þessu skyni, svo sem sannkaþólskum manni sómdi; — og viti menn: hann var bænheyrður að lokum. þjóðverjinn gleymdi því einhverju sinni, að hann var undir kouuna gefinn, stalst í kaupstaðinn, svo him vissi ekkert af, og hafði það upp úr krapsinu, að hann drakk sig fullan, datt úfc úr vagninum á heimleiðinni, þannig, að eptri hjólin gengu yfir hann, og hann fannst sund- urkraminn og steindauður á veginum. þegar Kobbi frjetti þetta, þakkaði hann guði og hin- um helga Patrikusi, og bjó sig í kyrþey í bón- orðsför. Hann þvoði sjer öllum hátt og lágt, hafði skirtuskipti og festi hnappa í buxna- haldið sitt, svo þær skyldu ekki síga niður undan vestinu ; hann keypti sjer rauðan og bláan hálsklút og gylta ermahnappa, 10 aura, í stuttu máli : hann sparaði ekkert til að búa sig svo, eptir því sem hann hafði vit á, að hann gengi í augun á kvennfólkinu. Hann bragðaði hvorki brennivín nje tóbak heilan dag, svo ekki fyndist nein óþægileg lykt af sjer. En þegar hann svo komst loks á fund uunustunnar væntanlegu, þá var annar kominn á undan. það var nábúi ekkjunnar, sænskur að ætt og uppruna, og eineygður. Kobba datt í hug gamla sagan um manninn, sem beiddi ekkjunnar meðan verið var að taka gröfina að manninum hennar : »f>ú kemur of seint« sagði ekkjan, hún hafði lofazt þeim, sem smíðaði kisfcuna; en Kobbi gat með engu móti trúað því, að eins færi fynr sjer. Hann komst þó brátt að því, að Svíinn var kominn í sömu erindagjörðum og hann, sem sje : að hugga hina harmandi ekkju og bæta henni missirinn. Svíinn var líka mjög guðhræddur maður, því hann vitnaði allt af í spámanninn Esaías og hafði yfir eitt vers um hlið himnaríkis, en þetta átti þó engan veginn við hina sorg- mæddu ekkju, því hún fussaði og mælti fyrirlitlega: »Himnaríkishlið ! Ekki nema það þó ! Jeg held varla. |>að hefði orðið að vera dálítið meira mannsmót að honum, hefði hann átt að komast þangað. En mátu- legt var það. fpegar menn eru ekki meiri menn en svo, að drekka sig fulla og liggja eins og svín fyrir hunda og manna fótum, þá eiga þeir ekki betra skilið. En hann var þó meinleysingi og geðhægur, hróið«. Og ekkjan komst svo víð, að hún brá svuntu- horninu upp að augunum. Kobbi notaði nú tækifærið og lagði út af viðurstyggð drykkju-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.