Ísafold - 13.09.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.09.1890, Blaðsíða 1
Kemot út i tó6r*«döe»« »8- laugardögum. Yerí árgangíiw (104 arkm) 4 hr^ erlendw 5 k' Borgict fyrir »iðjan jnlim&nnð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundtn v ð áramót, ógild neraa komin s;< til ntgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. xvh 74 Reykjavík, laugardaQinn 13. sept. 1890 TJm eyðing sels í veiðiám og -vötnum. Eitt af þeim málum, er hnigu í valinn eða lognuðust ut af á síðasta þingi, en líkindi eru til að muni rísa upp aptur bráðlega, var frum- varp til laga um eyðing sels í veiðiám og veiðivötnum. f>ótt mál þetta sætti mótspyrnu á þinginu, eru engin líkindi til annars en að formælendur þess muni vakna upp aptur og reyna að sannfæra þing og þjóð um sanngirni og nauðsyn þeirra laga, er gætu útrýmt seln- um algjörlega. Enn fremur er mál þetta auðvitað áhuga- mál bæði selveiðenda og laxveiðenda, og þó þeir sje að eins lítill hluti þjóðarinnar, er þó hjer uui svo mikið fje að tefla, að það verð- skuldar að því sje gaumur gefinn. f>eir, sem vilja útrýma selnum úr ánum, rjettlæta það með því, að selurinn sje randýr, Bem sje svo skaðlegur fyrir laxveiðina, að arður sá, sem fáist af selaveiðum, komist í engan samjöfnuð við skaða þann, er selurinn gerir á laxveiðinni. En mótstöðumenn þeirra, sem aldrei dettur í hug að neita því, að hinir segi þetta dagsatt, bera fyrir sig rjett sel- Veiðenda og að það komi í bága við eignar- rjett þeirra og tryggingu stjórnarskrárinnar á «ignarrjettinum, væri selurian útlagur gjör og rjettdræpur hvar sem er, og annaðhvort væri lög um slíkt gjörræði og btjórnarskrár- brot, eða að laxveiðendur ættu að greiða sel- veiðendum skaðabætur fyrir það, þegar þeir missi selveiðarinnar. J>etta kynni nú að vera satt og rjett, ef selurinn lifði á þanginu í fjörunni og sefinu með arbökkunum. En nú er ekki því að heilsa, heldur spillir hann laxveiðinni svo mjög, að ekki er hægt að telja það neinum áreiðanlegum tölum. Tökum til dæmis árið 1885. £>á voru flutt úr landi 1312 selskinn, en um hitt engin skýrsla, hvað mikið gengið hefir kaupum og sölum innanlands. Eeyndar er minnsti hluti sela þessara veiddur í ánum, heldur í sjó, einkum á Breiðafirði, en þó mun mega telja það víst, að miklu fleiri selir haldi sig að minnsta kosti helming ársins í laxveiðiánum. Reiknum nú þessa 1312 seli á 10 krónur hvern, sem er hið allra mesta, sem hugsazt getur, og verður það 13,120 krónur. Gjörum ennfremur ráð fyrir, að jafnmargir selir hafi verið upp í ánum í 160 daga af arinu, og hver hafi jetið 5 pund af laxi á dag, sem reyndar er langt um of lítið í lagt. Yerða það 1,049,600 pund af laxi, og sje hvert pund verðlagt á 40 aura, verða þetta 419,840 kr. eða þrjátiu og tvisvar sinnum meira en virði allra selanna. f>ó er ótalinn allur sá lax, sem selurinn hlýtur að fæla frá aðgangaupp í árnar, og allur sá fiskur, bæði lax og ann- að, sem selurinn drepur í sjó árið um kring. Er þá svo fjarri sanni, þegar alls þessa er •gætt, þótt selnum væri ekki lofað að eyða eða spilla veiði í öllum ám landsins og væri lát- ið nægja, að lofa honum að leika lausum hala hvervetna með ströndum fram? Selurinn er auðvitað sama meinvættin fyrir laxveiðina eins og svartbakurinn er í æðar- varpinu eða refurinn í sauðfje, og mun eng- um blandast hugur um, að nauðsyn sje, að eyða bæði svartbaknum og refunum svo fljótt sem auðið er. Flestir munu kannast við, að í sumum hjer- uðum landsins hafa einstöku menn aflað sjer talsverðs fjár á vetrum með refaveiðum, þeg- ar skinnin eru í hæsta verði; en þó munu hvorki þeim nje nokkrum öðrum hafi dottið í hug, að sauðfjáreigendum bæri að greiða þeim skaðabætur fyrir það, þó veiði þessari væri spillt fyrir þeim með því, að drepa refi við gren á vorin, og yfir höfuð leitast við að eyða þeim með öllu hugsanlegu móti. Er nú hægt að bera á móti því, að hjer sje svo líkt ástatt og um selinn og laxinn, að líkara dæmi verði varla fundið? Mætti ekki hugsa sjer, að selveiðendum bæri ekki síður að greiða laxveiðendum skaða- bætur fyrir tjón það, er selurinn gerir þeim á laxveiðinni ár frá ári, eins og hinum að bæta fyrir þó selurinn væri allur drepinn ? Að minnsta kosti gætu þó selveiðamenn komið sjer upp dálítilli laxveiði á einhvern hátt víðast hvar þar í ám, sem selveiði er nú, og er laxinn, eins og allir vita, í svo háu verði, að ekki þarf mjög mikla laxveiði til að jafnast við selveiðina, en þeir sem búa lengra frá sjó og eingöngu stunda laxveiðar, geta ekkert fengið í staðinn, þegar veiðin bregzt. £>ví ekki ná þeir í selinn, sem hefir hrakið laxinn í burtu og jetur hann, og situr fyrir honum neðan til í anum, þó hann kunni að halda dálítið lengra upp eptir ánum stöku sinnum, þegar hann hefir uppjetið allan fisk í árósunum. Auðvitað má koma með þa mótbáru gegn ófriðhelgi selsins, að laxveiðimenn geri sjer sumir ekki rnikið far um, að drepa selinn, þegar hann kemur í grennd við þá; en þó einn eða tveir kynnu að vera þannig sjón- lausir á það, sem er þeim sjálfum fyrir beztu, þá ætti það ekki að vera því til fyrirstöðu, að aðrir fengju rjetti sínum fram komið, enda kemur eyðing selsins ekki að fullum notum fyr en hann hefir engan frið í árósunum. Meðan hann fær að halda sig í þeim, stoðar lítið þótt hann sje drepinn annarstaðar; því meðan getur hann jetið eða fælt burtu mest- allan þann lax, sem kemur upp í árnar. Að drepa selinn eingöngu hið efra í ánum væri líkt og að reyna að stemma ána sjálfa, þar sem hún fellur til sjávar, í stað þess að gjöra það þar sem hún sprettur upp. Enn fremur ber þess að gæta, að lítið þýðir að vernda laxinn fyrir ágirnd og gegndar- lausri veiðifíkn mannanna, meðan hann er ekkert verndaður gegn árásum selsins, sem veiðir hann árið um kring. Meðan ekki er ráðin bót á því, eru allar laxfriðunarhug- myndir og öll lög, sem eiga að tryggja timgun laxsins, hartnær árangurslausar. m.—g. I Upp í sveít. —:©:— Enginn mun geta neitað því, að þó Eeykja- vík, höfuðstaður landsins, sje ekki stór borg, þá er þó lífið í henni allt öðruvísi en í sveit- inni. f>að er því bæði fróðlegt og skemmtilegt, einkum í fögru veðri á sumrin, að bregða sjer upp í sveit, ferðast um, sjá landslagið, dást að fegurð náttúrunnar og kynna sjer háttu landsmanna. Margir geta veitt sjer þessa skemmtun, en hirða ekki um slíkt, og kemur það af ein- hverjum vana og andlegu rænuleysi. £>eir kunna bezt við að sitja þar sem þeir eru komnir. En við það verða menn sljóvir og leiðinlegir með sjálfum sjer, svo lifið verð- ur eins og byrði, og missir allt sitt aðdrátt- arafl. f>á eru og margir, t. d. verzunarþjónar, sem fegnir vildu hressa sig upp árlega, fara upp í sveit nokkra daga og losna við búðar- borðið; en þá er þeirra störfum stundum svo hagað, að húsbændurnir þykjast aldrei geta misst þá, vitandi ekki það, að þeir tnyndu sjálfir hafa hag af því að lofa þjónum sínum sínum að lypta sjer upp bæði andlega og líkamlega, og kæmu þeir svo aptur með nýju fj'öri og águga að sínu starfi. — Nei, sumum húsbændum dettur slíkt ekki í hug. |>eir skoða þjóna sína nærri eins og dauð vinnu- tól. f>eir eigi að vinna með þolinmæði (og það stundum fyrir lítil laun) ár út og ár inn, án þess að fá nokkurt leyfi, nema þá lögboðu helgidaga. — Sumir húsbændur vilja jafnvel láta þjóna sína vinna stundum á helgum dögum, þó engin nauðsyn beri til. Á Englandi er það siður í öllum skrifstof- um og verzlunarhúsum, að þjónarnir fá 14 daga leyfi á ári, til þess að lypta sjer upp, hver eptir sinni vild. f>etta sýnir mannúð og siðferðislega liluttekningu húsbændanna í vellíðan þjóna sinna, og væri gott, ef vorir göfuglyndu kaupmenn og verzlunarsjórar í Eeykjavík vildu mi taka upp nj'jan sið, og gefa þjónum sínum að minnsta kosti 10 daga leyfi á ári á hentugum tíma, til þess að ljetta sjer upp. Nýlega brá jeg mjer upp í sveit; fór fyrsta daginu að Skógarkoti í fúngvellasveit, reið hinn nýlagða veg yfir Mosfellsheiði í bezta veðri, og gisti hjá Hannesi bónda Guðmunds» syni. TJm kvöldið, þegar jeg kom, var féð að renna heim á bólið. Jeg sá þar allmik- inn heyforða og leizt búlega á mig. f>egar dimma tók, kom máninn upp í öllu sínu skrúði, og sló geislum sínum yfir hið spegil- fagra fungvallavatn. Ekki bærðist hár á höfði í þessari yndislegu kvöldværð. f>að var harla fagurt umhvefis og mikilfenglegt. Mjer varð litið upp undir Almannagjá, og það glitti í fossinn, sem manni fannst eins og væri að kveða hulduljóð um tíðindi þau, er gerzt höfðu um liðnar aldir á þessum fornhelgu stöðvum, en skógarilmurinn kryddaði allt með þeirri þægilegustu angan. Daginn eptir riðum við um fungvallasveit

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.