Ísafold - 27.09.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.09.1890, Blaðsíða 2
310 allan háværisfögnuð við viðtökurnar í Flensborg og öðrum bæjum. Frakkland. Fylking Boulangers er nú svo fullrofin, sem honum sjálfum og for- ustugörpunum var helzt samboðið. Einn af þeim, Mermeix að nafni, hefir í blaðinu „Figaro“ —fyrir 20,000 franka borgun (!) — rakið leyndar- eða læðuferil Boulang- ers, og greint þar frá öllum brögðum hans og mökum við keisarasinna og Orleaninga, og hver ógrynni fjár honum svo bárust í hendur. Á hitt ekki dulur dreginn, að hann ætlaði helzt að svíkja hvorutveggja. Ein sagan sú, að frið hertogaekkja, d’Uzés að nafni, sem leizt vel á hann — hann var þá hermálaráð- herra — Ijet hann fá 3 miljónir franka. Hún var af Orleaningaflokki, og gerði það á vitorði greifans af París, en prinz- arnir sjálfir drógu sig heldur í hlje, því þeir eru sínkir. f>ar kom þó, að sögu frúarinnar, að Boulanger tókst að ná drjúgum framlögum úr greipum greifans. — Á fund, þar sem fyrir nokkru var rætt um sögur blaðsins, kom Mermeix sjálfur og fekk þar hörð ámæli af kump- ánum sínum, sem nærri má geta, en hann svaraði skammfeilnislaust og hvað sögu sína sótt búna, en þar kom að hann varð að skunda á burt til að komast undan þeim með heila limi. Bera sögur hans aptur gátu þeir ekki, en einum þeirra, Laguérre að nafni, sem var áður höfuðskörungur Boulangers vina, en hafði nú gerzt við hann skilið, varð ekki ó- hnittilega að orði : „að skiljast við ódygga fylgikonu er engin hneysa, heldur hitt, að tala illa um hana eptir á“. f»eim sem óvirtu Mermeix mest á fundinum, eða síðar i blöðum, hefir hann skorað á hólm. Einn er hann búinn með og veitti honum áverka, en á nú 3 eptir. Svissland. Frá Ticino, eða Tessín, fylki á suðurjaðri þessa bandaríkis, upp- reisnartíðindi borin þessa daga. íbúar fylkisins af itölsku kyni og fólkstalan hjer um bil hin sama og á voru landi. Reykjavíkin þar heitir Bellinzóna. í fylkinu mikið flokkastríð, en klerkar ráða þar mestu, og vinir þeirra hafa lengi orðið ofan á við kosningar og átt sjer svo götu greidda til landstjórnar og em- bætta. í vor vildi þeim svo illa til, að fjármálaráðherrann—eða fylkisgjaldkerinn —strauk í burt með allan landssjóðinn (hálfa miljón franka). Af þessu leiddi rifrildi í blöðum og hávaðafundi allt sum- arið, þar til er frelsismenn fyrir fám<3ög- um rjeðust til atfara með vopnum að ráð- herrunum og settu þá í varðhald, en einn af þeim fjekk bana í atgöngunni. Frelsismenn skipuðu nú stjórnina af sfn- um flokki. Við svo gránað gaman hefir sambandsstjórnin sent liðssveit til Bellin- zóna, og með henni erindreka eða sam- bandsfulltrúa, sem á að taka völdin af ráðherrunum nýju, en kveðja fólkið sam- an til nýrra kosninga og bera upp breyt- ingarnýmæli á fylkisskránni. Sagt er, að því muni vel tekið. Riíssland. í Wolhyníu, einu útsuður- fylkinu, voru fyrir skömmu stórfengileg- ustu orustuleikir haldnir af 150 þúsund- um hermanna við bæ, er Róvnó heitir, ekki ýkjalangt frá landamærum Austur- ríkis. þ>ar var keisarinn og flest stór- menni hirðarinnar, o: flestir höfuðskör- ungar Rússahersins. Meðal þeirra Gurkó —einn frægasti frá Tyrkjastríðinu sfðasta —og stýrði þeim her, sem ljek innrás 1' landið að vestan. Heldur tortryggilega talað um leikina f blöðum nágrannanna, eigi sfzt af því, er hjer var öllum ásjá- endum bönnuð viðurvist frá öðrum lönd- um. Bolgaraland. Við kosningarnar nýju varð allur þorri hinna nýju fulltrúa af liði stjórnarinnar. Hvort samfundir keis- aranna hafa búið undir nokkrar nýjar ráðstafanir f Bolgaramálinu, sem sumir ætla, verður að bíða seinni sagna. Frá Tyrklandi. Sá eldsvoði í Salonichi (í Macedóníu) 4. þ. m., sem eyddi- öllu „Evrópuhverfi“ borgarinnar og stórhýsi þess. þ>ar brann og höfuðmusteri Tyrkja, heitið eptir Ægisif í Miklagarði og eptir henni myndað. Tala húsnæðislausra manna um 18,000. Frá Ameríku. Forsetinn nýi í Argen- tina heitir Pellegrini, og friður á kom- inn, líkast meir en að kalla, en herlið verður enn að gæta til f ýmsum hjer- uðum í Miðameríku hefir stjórn Bandaríkj- anna í Norðuramerfku komið sáttum á með San Salvador og Guatemala. Eptir nýjum reikningsrannsóknum vanta enn 900 miljónir franka til að lúka við leiðarskurðinn yfir Panama-eiðið. Svartidauði- Lögb. 27. f. m. segirupp- komna voðalega sótt á Nýfundnalandi í Norð- urameríku, er hafi strádrepið á örstuttum tíma fjölda fólks í sjóplássum þar. nLýsing á sjúkdómum er á þessa leið : fyrst kemur mikill höfuðverkur, áköf uppsala, svimi og brennandi hiti. Svo koma óþolandi kvalir í öllum líkamanum, og eptir 6 stundir verður sjúklingurinn mállaus af sárindum í hálsin- inum. Svo kemur ákafur niðurgangur og venjulega óráð. þar næst koma sár og svartir blettir um allan líkamann. Svo deyja menn. þegar eptir dauðann urðu líkin svört«. Póstskipið Laura (Christiansen) hingað í gærdag frá Khöfn, og með því ýmsir far- þegjar : adjunkt Björn Jensson, skólastjóri Jón þórarinsson með frú sinni, kennararnir Jóhannes Sigfússon, Sigurður Sigurðsson og Pjetur Guðmundsson. Sömuleiðis kaupmað- ur Vald. Bryde frá Borðeyri, faktor Ól. Norð- fjörð frá Keflavík, frú Hólmfríður þor- valdsdóttir frá Isafirði, og Jóhann Bjarna- son frá Knararnesi. Bnn fremur 1 enskur ferðamaður, og endursendur vesturfari flngvar Magnússon), sendur á sveit sína aptur frá Canada (Winnipeg) á hennar kostnað. Póstskipið kom ekki við á Vestmannaeyj- um hingað í leið. Er því ófrjett um alþingis- kosninguna þar 22. þ. m. Vöruverð í Khöfn, eptir skýrslu það- an 13. sept. : Ull, hvft, norðlenzk, hin bezta, hefir selzt á 77, 77J, 78, 79, 80, 82 til 82J a., lakari á 74, 76J til 79£ a. Sunnlenzk ull og vest- firzk á 69, 71 til 75 a. Mislit á 50—51. Svört 51 a. Hvít haustull óþvegin 56 a., og hvít haustull þvegin 64§—65 a. Umbúðir með í verðinu. A Englandi hefir fengizt 8§—9 d. fyrir sunnlenzka ull hvíta, þangað flutta beina leið. Ekkert óselt þar af íslenzkri ull. Fyrir vestfirzkan saltfisk stóran, hnakka- kýldan, hafa fengizt 58, 60 og 62 kr. skpd. en óhnakkakýldur 54, 55 og 56; fyrir aust- firzkan og norðlenzkan stóran óhnakkakýldan 52, 53—55 kr.; fyrir smáfisk 38, 40, 42 og 45 eptir gæðum ; fyrir ýsu 33, 31, 30, 29, 28 til 26J kr.; löngu 50 kr. Fyrir Spánarfisk, beint frá íslandi, hafa verið gefin 57—56 ríkismörk (kringum 50 kr.) fyrir skpd. af sunnlenzkum fiski, fluttum á skipsfjöl. Sömuleiðis fyrir fisk til Genúa vest- firzkan 47J kr. Til Liverpool beina leið 17 —18 pd. sterl. smálest af stórum fiski, 15, 16, 16£ og 17§ fyrir smáfisk, og 12, 12J, 12J og 12J fyrir ýsu, og 14—15 fyrir löngu; til Leith 16—17J fyrir stórau fisk, 13J til 16£ fyrir smáan, 12—12J fyrir ý9U og 14J til 15J fyrir löngu. Vestfirzkur fiskur stór, er hingað kom með Thyra, hefir selzt á 65 kr., meðalstærð á 50, langa á 50, ýsa á 32 kr. Lýsi. Ljóst hákarlslýsi gufubrætt gróm- laust hefir selzt á 34 kr., pottbrætt á 33J dökkt 23 — 29. þorskalýsi ljóst á 32—33 kr., dökkt á 25—30. Sellýsi Ijóst 30—34 kr. Ó- seldar um 800 tnr. Harðfiskur. það som komið hefir, selt á 180, 187i til 200 kr. skpd. Æðardúnn bezti seldur á 11—ll-§ kr., lak- ari á 10—10§ kr. pd., eptir gæðum. Einlit lambskinn 100 kr. hundraðið, mislit 50 kr., Fiður, hvítt, 12 kr. lísipundið, mislit 8 kr. Sundmagar síðast í 30 a. Búgur að hækka í verði: 560—600 a. 100 pd.; ri'tgmjöl 585—600, bankabygg 800—900. Kaffi aptur að hækka í verði nú í 80—84 a., lakara í 76—79 a. Kandís 19 a. Hvítt syk- ur 19§ a. Púðursykur 13—14 a. íslendingacUgur• þjóðhátíð íslendinga í Vesturheimi, 2. ágúst, hefir mikið vel tek- izt, eptir því sem blöðin skýra frá. í Winni- peg byrjaði hún á hátíðagöngu um borgina, hinni fallegustu, er þar hafði sjezt nokkurn tíma, er haft eptir enskum blöðum, enda segja þau 1500 manna (íslenzkra) hafa gengið í einni fylkingu, og báru fyrir sjer eitt enskt merki og 3 íslenzk ný : heiðblátt með hvítri stjörnu í miðju fimmblaðaðri (á að jartegna pólstjörnuna á blárri himinhvelfingunni), en hvítur kross í rauðum feldi í einu horninu, því efra, er að stönginni veit (danska merkið). A samkomustaðnum, Victoria Gardens, voru ræður fluttar og minni sungin, eptir þá Jón Ólafsson, Einar Hjörleifsson, Gest Pálsson og Kr. St. Fyrir minni íslands og kvenna mælti J. Ó„ Vesturheims síra Jón Bjarnason, Vest- ur-íslendinga Einar Hjörleifsson, og gestanna Eggert Jóhannsson, á ensku. Gestirnir voru: fylkisstjórinn í Manitoba, Sehultz, og margt stórmenni bæjarins, og svaraði fylkisstjórinn og nokkrir aðrir gestaminninu mjög kurteis- lega, hældu Islendingum fyrir ráðvendni og sparsemi, trúmennsku og sannleiksást. þetta lof og meira til fluttu ensk blöð í Winnipeg á eptir, og Ijetu mikið yfir hátíðinni. Telja Islendingar vestra sjer mikinn ávinning að henni, að því leyti til meðal annars, að þeir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.