Ísafold - 11.10.1890, Qupperneq 2
J>á eru nú úr því brýr yfir lækina, og veg-
ur all góður þangað til kemur suður 1 Hafn-
arfjörð.
f>ar er vegurinn lagður yfir Hamarinn hjer
um bil þar sem hann er brattastur; en auk
þess er vegur þessi óruddur, ekkert í hann
borið, og er hann fullur af lausu grjóti, og
má það kallast hættulegt að ríða hann ofan
að norðanverðu; í sunnanverðum Hamrinum
neðst er sjórinn búinn að taka burtu hleðsl-
una úr veginum, og er honum því einnig hætta
búin úr þeirri átt. Svo er þess að gæta, að rjett
við endann á veginum er skipa-uppsátur þeirra
manna, er búa þar í grend. Af því, að sjór-
inn gengur þar rjett upp að veginum, standa
skipin svo hátt, að ókunnugum mönnum, sem
í myrkri fara um veginn, getur verið af þeim
hætta búin; 3kipa-uppsátur er ekkert annað
til þar í grend.
Svo kemur nú suður undir Flensborg. f>ar
standa þilskip, og líggja járnkeðjur af þeim
yfir þveran veginn, og er furða, að ekki skuli
opt hafa hlotizt slys af þeim. En þess ber
að geta, að þar er enginn vegur lagður, nema
hvað hrossin hafa unnið þar að vegavinnu.
Flensborgarskóli á þar lóðina, sem skipin
standa á, og leigir þar uppsátrið, og tekur
10 kr. fyrir hvert skip yfir veturinn. Ef skip-
in mega ekki hafa þar landfestar, þá er ekki til
neins að ljá manni uppsátur; hafa þar að
undanförnu legið 4 skip á vetrum; gjaldið
eptir þau eru þá 40 kr., eður sama sem að
skólaeignin sje 1000 kr. meira virði en ella.
Eitt af tvennu er: annaðhvort verður að
banna að hafa þar skipauppsátur, eða að
leggja veginn annarsstaðar.
En látum oss halda lengra.
Um stórstraumsflóð flæðir alveg upp undir
túngarðinn í Eleosborg, og verða menn þá
að ríða sjóinn fram með garðinum, opt tals-
vert djúpt, og auk þess er þar mjög grýtt,
svo að þar er mjög illt yfirferðar.
En þá tekur ekki betra við, þegar Ásbúðar-
megin kemur; þar er hár bakki, sem upp
verður að klöngrast; vinnist sú þraut, þá tek-
ur við dý, sém hver hestur liggur í.
þegar búið er að draga þá upp úr því, er
haldið suður Hvaleyrarholt. f>etta holt hef-
ur ekki verið rutt í ár, og er það mjög sein-
farið. En þegar kemur suður fyrir sand-
skörðin sunnanvert við Hvaleyrartjörn, þá
liggur vegurinn svo lágt, að þar flóir yfir í
stórstraumum.
Svo koma nú Hraunin, þ. e. Gráhelluhraun,
Kapelluhraun, Almenningur og Afstapa-
hraun. Um veginn gegnum þau ætla jeg
ekki að tala; hann er alkunnur, og líklega
ekki þeirrar núlifandi kynslóðar meðfæri að
bæta hann svo, að nokkru nemi; þó ætti það
að vera vinnandi vegur, að ryðja veginn
gegnum þau árlega; þegar það er gjört, er
þó ólíku betra að fara yfir þau, heldur en
þegar vegurinn er fullur af lausu grjóti og
steinvölum.
þegar Hraununum sleppir, kemur Vatns-
leysuheiði. Yfir hana mestalla hefir verið
lagður upphækkaður vegur, en hann er nú
orðinn því nær ófarandi, og miklum mun
verri en gamli vegurinn var. þessi upp-
hækkaði vegur er í daglegu tal opt kallaður
Vatsleysu(heiðar)brú, en af sumum «Svívirð-
ingin», og þykir bera pað nafn með rentu;
það er sama smiðs-markið á henni og Svína-
hraunsveginum gamla, og þarf þá ekki lengra
til að jafna.
|>essi upphækkaði vegur stefnir frá Kúa-
gerði til Kálfatjarnar, og er honum sleppir,
þá tekur við hinn gamli vegur suður með
bæjunum á Vatnsleysuströnd; þessi gamli
vegur er allgóður á sumrum, enda er hann
optast vel ruddur; en á vorum og haustum,
þegar bleyta og leysingar eru, er hann mjög
illur yfirferðar; ligg'tar sá vegur allt suður að
Vogastapa, og lengra ætla jeg ekki að fara
að sinni.
Hvað skal nú gjöra við þennan veg? Eins
og er, er illa við hann unandi.
Jeg skal leyfa mjer að láta í ljósi skoðun
mína um það; það fara svo margir þennan
veg, að vonandi er, að einhverjir fleiri en jeg
skýri frá, hvernig þeir álíti þessu bezt í lag
hrundið.
I Fossvogi má ef til vill leggja veginn fyrir
ofan rásirnar allar, nema hina syðstu; hana
þarf að brúa.
Fossvogslæk ber brýna nauðsyn til að brúa,
og það sem allra fyrst, og væri það lítill
kostnaður.
Götutroðningana við Kópavogstún verður að
brúa, og virðist það auðgjört.
Kópavogslækjar-brúna þarf að athuga; það
er of seint að gjöra það eptir að slys er búið
að hljótast af því, hversu veikgjörð hún er.
I öllu falli væri nauðsynlegt að láta áreiðan-
lega menn, sem vit hafa á því, dæma um
það, hvort henni sje treystandi eins og
hún er.
Veginn yfir Hamarinn í Hafnarfirði, þar
sem hann er, ætti alveg að leggja niður.
|>ar sem hann liggur upp Hamarinn, er mik-
ils til of bratt; það er ógjörningur, og líklega
heldur enginn lagaheimild til, að vísa mönn-
um burtu með skip sín, sem uppsátur hafa
rjett fyrir sunnan Hamarinn, en skipa-upp-
sátur þar og vegur geta ekki samrýmzt.
Sama er að segja um þilskipa-uppsátrið hjá
Flensborg; annaðhvort er, að banna skólan-
um að hafa þar uppsátur, eða að leggja af
sýsluveginn þar fram hjá. Og þegar þess er
gætt, að vegurinn þar er afar-illa lagður, þ.
e. undirorpinn sjávarágangi, og menn verða
aó sæta sjávarföllum til að komast hann, þá
virðist lítil eptirsjón í honum þar sem
hann er.
En hvar ætti þá að leggja hann?
Hann ætti að leggja3t sunnar upp Ham-
arinn en nú er, fyrir ofan bæinn «á Hamri,»
neðan til í Jófríðarstaóaholti, fyrir sunnan
Ásbúð og svo suður Hvaleyrarholt hjer um
bil beina stefnu á Hjörtskot. f>að, sem ynn-
ist við að leggja veginn þannig, hjá því sem
nú er, mundi vérða: vegurinn upp Hamar-
inn yrði ekki eins brattur; hann yrði ekki
undirorpinn sjávarágangi; vegfarendum yrði
engin hætta búin af bátum, sem nú standa
því nær yfir þveran veginn; skólaeigninni í
Flensborg yrði ekki meinað að hafa þann
hag af þilskipa-uppsátri, sem hingað til hefir
optast samsvarað vöxtuin af 1000 krónum;
menn kæmust hjá hinni afarillu torfæru hjá
Asbúð, og um stórstraumsflóð þyrfti ekki að
klifra upp sandskörðin hjá Hvalej'ri.
Veginn suður Hraunin ætti sannarlega að
ryðja á hverju ári; minna má það ekki vera;
hann er full-illur samt.
Af hinum upphækkaða vegi suður Strand-
arheiði (eða Vatnsleysu-heiði), þar sem hann
nú er, ætti sýslunefndin alls ekki að skipta
sjer. Sá vegur liggur vestur Ströndina, og ef
menn ætla t. a. m. suðurí Vogaeða þaðan af
lengra, þá er það sá afarkrókur, að ríða nið-
ur á Ströndina, að jeg er viss um, að það
nemur fullum þriðjungi, móti því að fara
beint úr Kúagerði á Reiðskarð (upp Voga-
stapaj. Strandarmenn mundu þá halda við
gamla veginum sem hreppsvegi. En eigi að
halda við hinurn gamla vegi sem sýsluvegi,
þá mundi sú aðgjörð, sem hann þarfnast, ef
hann á að geía kallast viðunanlegur, dragast
að verðinu til hátt upp í það, sem nýr veg-
ur, beint frá Kúagerði á Reiðskarð, mundi
kosta.
Sumir berja því við, að með slíku fyrir-
komulagi þyrfti svo víða að leggja vegi frá
Ströndinni upp á sýsluveginn. þ>etta fæ jeg
ekki sjeð að sje nauðsynlegt. Sá, sem ætl-
ar að koma við á Ströndinni, ríður hrepps-
veginn; en ætli maður beint frá Kúagerði
suður, án þess að eiga erindi á Ströndina,
þá fer maður sýsluveginn.
Ritaö á Fidesmessu 1890.
1 egfarandi.
Húsabætur.
Eptir tilmælum yðar, herra ritstjóri, í 62.
tbl. (2. ágúst þ. á., um búsabætur), vil jeg
gjöra mönnum skiljanlegt, hvernig íveruhús
yrðu gjörð hlý og haganleg, en þó sem ódýr-
ust. En það er sá galli á mjer, til að sjá
ráð til slíkra bygginga, að jeg er ekki srniður.
En smiðirnir einmitt ættu að geta gefið
áreiðanlegar skýrslur um, hvernig hentast
mundi að haga slíkum byggingum; og smiðir
ættu að geta smíðað baðstofur eptir þeirri
lýsingu, er jeg gaf af bæ mínum í fyrnefndu
blaði. En samt skal jeg reyna að skýra það
mál dálítið betur.
Allmargir hinir efnaðri bændur hjer hafa
nú, hin síðustu tvö ár, látið járnþak utan
yfir torfþök á baðstofum sínum, og álít jeg
það mjög gott, ef þakið er þurrt og ófúið,
þegar járnið er látið á, og mun sá kostnaður
verða nálægt 100 kr. á hverja 6 ál. langa og
5J al. víða baðstofu, eptir því verði, sem nú
er á járnplötum ; og álít ]eg þessum 100 kr.
mjög vel varið; því sje þakið þurrt og ekkert
vatn hafi komizt að súðinni, getur húsið
verið ófúið og óskemmt svo lengi sem járnið
þolir, en það hlýcur að verða mjög lengi, ef
passað er að farfa það eða bika með koltjöru,
svo vatn og vindur slíti því ekki.
En hugsa má sjer öðruvísi byggingarlag
á baðstofum í svtit, er vera skulu með járn-
þaki, og er það þannig, að með miklu viða-
minni grind mætti komast af en almennt
tíðkast. Svo má einnig spara timbur og járn
með því, að hafa veggina 2 álnir á hæð
og allt að 3 álnum (í stað 1 álnar, sem al-
mennt tíðkast), ef gott grjót er fyrir hendi.
Með því móti má þakið vera miklu flatara,
og gæti húsið þá orðið loptgott og hlýtt.
Og þar sem þessu yrði komið við, er jeg
helzt á, að kostnaður við baðstofubyggingar
með járnþaki yrði ekki meiri en almennt
gerist nú án járns. En auðvitað er það, að
bygging þessi verður að vera vönduð og vel
frá öllu gengið, svo að vatn komizt hvergi
að torfinu nje súgji inn um gaflana; því það
getur feygt húsið á fáum árum. það er
sorglegt að vita, hvernig sumar stórar bað-
stofur, er kostað hafa mörg hundruð krónur,
eru stórskemmdar, og sumar grautfúnar eptir
5 til 6 ár, af vatni, er komizt hefir inn á
súðina.
Jeg álít æskilegt, ef einhver vandvirkur
smiður byggði baðstofu, sem járnþak væri
haft á, og gæfi skýrslu um allan kostnaðinn og