Ísafold - 13.12.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.12.1890, Blaðsíða 2
nefndarmanninum í Mosfellshr., dags. 26. j þ. m., þar sem hann skorar á sýslunefnd- ina að ganga eptir staðfestingu amtmanns á reglugjörð um fjallskil o. fl. Sýslun. vísaði máli þessu til oddvita. 14. Yar lagt fram erindi frá hrepps- nefndinni í Mosfellshr. dags. 25. þ. m. þar sem hún fer því fram við sýslun., að hún útvegi hreppsnefndinni (hreppnum) fastákveðið afrjettarland. par sem sýslun. áleit, að hún gæti ekkert gjört í máli þessu, vísaði hún því til hlutaðeiganda. 15. Oddv. lagði fram brjef frá Vatns- leysustr.hr. dags. 4. þ. m. út af athuga- semdum endurskoðara við reikninga hreppsins fyrir árið 1888—89. Par sem sýslunefndinni er mjög annt um, að koma ábyrgð á hendur hreppsnefndarmönnum í hinum fyrverandi Vatnsleysustrandarhreppi fyrir það, að þeir án nokkurs leyfis frá sýslunefndinni hafa tekið á hverju ári 70 krónur til hreppsnefndarmanna, 10 kr. til hvers nefndarmanns og 30 kr. til oddvita, þá óskar hún að fá álit amtsins um, hvernig hún eigi að haga sjer í þessu efni. Því næst var fundi frestað til næsta dags. Franz Siemsen, f>órður Guðmundsson, |>órarinn Böðvarsson, Ásbj. Ólafsson, f>. Guðm.s., G. Gíslason, E. Jónsson, f>. Jónsson, J. Pálsson, H. Sigurðsson, G. ívarsson, Erl. Erlendsson. Næsta dag, 29. okt., átti sýslunefndin aptur fund. Var þá fyrir tekið: 16. Nefnd sú, sem á fundi í gær var kosinn af sýslunefndinni (J. P., f>. G. E. E.) til að íhuga beiðnina frá Bessa- staðahr. um, að sýslun. afstýri yfirvofandi hungursneyð í hreppnum, kom fram með álit sitt, dags. í dag. Var það lesið á fundinum. Tillögur nefndarinnar voru samþykktar þannig af sýslunefndinni, að hún felur oddvita sínum á hendur að útvega hreppnum lán á hvern þann hátt, I sem honum þykir hagkvæmast, upp á ábyrgð sýslunefndarinnar, og sjá um, að láninu verði eingöngu varið til að afstýra hungursneyð bjargþrota heimila, og að fje þessu verði úthlutað af hreppsnefndinni eptir þeim reglum, sem sveitarstjórnum eru heimilaðar í lögum 8. nóv. 1887, og að sömu lögum verði beitt við innheimtu lánsins, ef á þarf að halda. Pyrir láni þessu gefi hreppsnefndin út skuldabrjef til sýslunefndarinnar og endurborgist það innan árs frá lántökudegi. Sýslunefudin veitti hreppsnefndinni leyfi til að selja eða veðsetja jörðina Kirkjnbrú og krafðist sýslunefndin, að hreppsnefndin notaði þetta leyfi, áður hún leitaði til sýslunefndar um lán. 17. Eptir uppástungu sýslunefndar- tnannsins fyrir Seltjarnarneshr. var sam- þykkt að kjósa nefnd til að endurskoða hina gildandi refareglugjörð og koma fram með frv. til nýrrar reglugjörðar fyrir næsta vorfund. Kosnir voru J>orl. Guð- mundsson með 10 atkv., þórður Guð- mundsson með 9 atkv., Gísli Gíslas. með 7 atkv. J>á mœttu á fundinum úr bæjarstjórn Reykjavíkur H Kr. Eriðriksson og Gunn- laugur Pjetursson. Var þá fyrir tekið : 18. Fiskiveiðamálið. Nefnd sú, sem kosin var á fundi í gær til að íhuga mál þetta og koma fram með tillögur um það, kom fram með álit sitt, og var það lesið upp af sýslunefndarmanninum fyrir Garða- hrepp. Samþykkt var: 1. Frumvarp til samþykktar um ýsu- lóðarbrúkun í sunnanverðum Faxaflóa. 2. Frumvarp til samþykktar urn ým- isleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum, fyrir Rosmhvalaneshrepp, Njarð víkurhr., Vatnsleysustrandarhr., Garðahr., [ Bessastaðahr., Seltjarnarneshr. og Reykja- víkurbæ, svohljóðandi (Sjá blaðið ísa- j fold XVII 94. 22. nóv. 1890 bls. 373, 2. og 3. dálki). Bæði frumvörpin voru samþykkt með 9 atkv. Fundarmenn ákváðu, að hið síðara frv. (um ýmisleg atriði o. s. frv.) verði eigi borið upp á hjeraðsfundi, ef hið fyrra (uin brúkun ýsulóðar) verður fellt (á fundin- um). Ákveðið var, að halda hjeraðsfund í Hafnarfirði miðvikudaginn hinn. 26 n. m. Yfirkennari H. Kr. Friðriksson bað bókað : Fyrir hönd Reykvíkinga mótmæli jeg með öllu hvorutveggja þessu frumvarpi, og verð að álita, að sýslunefndin hafi ekkert vald til eptir lögum 14. des. 1877 að búa til samþykktir, er þeir hreppar sjeu skyldir að ganga undir, sem alls eigi vilja undir það ganga, og verð jeg því að telja víst, að þeir eigi sjeu bundnir við þessar samþykktir nema því að eins, að þeir sjálfir, með meiri hluta atkvæða, samþykki þær, og áskil jeg því í þessu efni Reykvíkingum allan rjett sinn ó- skertan. Bæjarfulltrúi Gunnlögur Pjetursson bað bókað, að hann væri hinu síðast bókaða samþykkur. Sýslunefndarmaðurinn fyrir Seltjarnar- neshrepp bað bókað, að bann bafi eigi getað verið með hvorugu hinna samþykktu frumvarpa, af því frv. um samþykkt um ýsulóð fari fram á, að taka af lóðina svo langan tíma eins og þar er tekið fram. |>ví næst fundi slitið. Franz Siemsen. H. Kr. Friðriksson, þórarinn Böðvarsson, J>. Guðinundsson, Gunnlögur Pjetursson, þórður Guðinundsson, Einar Jónsson, Ásbjörn Ólafsson, Erlendur Erlendsson, J>orlákur Jónsson, G. Gíslason, Halldór Sigurðsson, Guðmundur Ivarsson, Jens Pálsson. i8afoldarprent8miðja 18D0.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.