Ísafold - 03.01.1891, Blaðsíða 2
2
Bæjarstjórnarkosning.
Kjósa skal í bæjarstjórn hjer í Keykjavík
mánudag 5. þ. m. fimm fulltrúa, til 6 ára,
af hinnm almenna kjósendaflokki, með því
að liðinn er kjörtími þessara 5 bæjarfulltrúa:
Bjarnar Jónssonar ritstjóra, B. Th. Jónassens
amtmanns, Guðlaugs Guðmundssonar mál-
færslumanns, Guðmundar þórðarsonar og
Gunnlög8 Pjeturssonar.
Eptir bæjarstjórnarlögunum er sá, sem í
minnst þrjú ár í samfellu hefir verið bæjar-
fulltrúi, eigi skyldur að taka á móti kosningu
fyr en jafnlangur tími er liðiun og hann hef-
ir verið bæjarfulltrúi. Einn hinna 5 á-
minnztu bæjarfulltrúa, Björn Jónsson, hefir
gjört viðvart um það fyrir löngu, að hann neyti
þessa rjettar, og annar, Guðl. Guðmundsson,
óskar þess getið, að hann færist undan kosn-
ingu framvegis. Um hina 3 mun mega full-
yrða, að þeir skorist eigi undan, og er kunn-
ugt um tvo þeirra, að það er ahnennings vilji
að fá að halda þeim í bæjarstjórn áfram, sem
sje amtm. E. Th. Jónassen og Guðm. pórð-
arson. Um hínn 3., Gunnlaug Pjetursson,
er verið hefir í bæjarstjórn að eins 1 ár,
munu heldur skiptar skoðanir, og mörgum
lítast talsvert betur á Gunnar Gunnarsson
fátækrafulltrúa, sem er skyngóður áhugamað-
ur, fylginn sjer og vel máli farinn, og hef-
ir stundað fátækrafulltrúastarf sitt með mik-
illi alúð og röggsemi.
I þau 2 sæcin, sem þá eru óskipuð, hafa
allmargir kjósendur, er hugsa um höfuðstað-
arins »gagn og nauðsynjarn, fastan augastað
á þeim Indriða Einarssyni landsrevisor og
Jóni Jenssyni yfirdómara. Eru þeir báðir
svo nafnkenndir menn og að góðum hæfileg-
leikum þekktir, að þess gjörist engin þörf,
að flytja fjölorð meðmæli með þeim. Er eigi
svo að skilja, að eigi megi finna ýmsa aðra
vel hæfa í þessa stöðu; en svo mun þó vera
um flesta þá aðra, er álitlegir mundu þykja,
að þeir eru ýmist búnir að vera áður í bæj-
arstjórn sinn skyldutíma, eða þá að staða
þeirra fyrirmunar þeim að verja eins miklum
tíma til bæjarfulltrúastarfa og á þarf að halda,
en hann er mikill nú orðið;— sumir eru jafn-
vel í þeirri stöðu, að þeir eiga ekki vald á
neinum tíœa til slíkra hluta. Um suma er
svo ástatt, að þeir vegna atvinnu sinnar mega
til að vera fjarverandi úr kaupstaðnum all-
mikinn tíma árs, stundum missiri eða meir,
en slíka menn er ógjörningur að kjósa í bæj-
arstjórn, með því að þá getur farið svo marg-
sinnis, að útkljá þurfi áríðaudi mál með hálf-
skipaðri bæjarstjórn eða þar um bil.
J>ótt allar lfkur sjeu til, að flestir hugsandi
og skynberandi kjósendur bæjarins muni fús-
ir á að verða samtaka um að kjósa þá fyrir
fulltrúa sína til næstu 6 ára, er hjer hafa
nefndir verið, þá
amtmann E. Th. Jónassen,
útvegsbónda Guðm. þórðarson,
fátækrafulltrúa Gunnar Gunnarsson,
landsrevisor Indriða Einarsson, og
yfirdómara Jón Jensson,
þá mun samt eigi vanþörf nú heldur en fyr að
árninna menn um, að hlífa sjer eigi við það
ofurlitla ómak, að koma á kjörstaðinn og neyta
kosningarrjettar síns. því sízt er fyrir að vita,
nema upp kunni að rísa nú sem fyr stundum
í síðustu forvöðum einhver hjegómaskepnan,
ein eða fleiri, er vilji komast í bæjarstjórn
af eintómri fordild, áskapaðri eða uppkveiktri
af óhlutvöndum gárungum, en eiga þangað
ekki nokkurt nytsemdarerindi, og smali sjer
1 Iaumi atkvæðaloforðum, þar sem þe3s er
kostur og með misjafnlegu móti; bera svo
sjer betri menn ofurliða, fyrir tómlæti hinna,
ef til vill. það má og í annan stað eigi
minna vera, en að almenningur sýni þeim
mönnum þá kurteisi, er verja árum saman
miklum tíma og kröptum alveg kauplaust í
þjónustu bæjarfjelagsius og til almennings-
heilla, að ómaka sig einu sinni á fund 3.
hvert ár til að gefa þeim atkvæði.
Að sækja kjörfund almennilega, að neyta
þar atkvæðisrjettar síns eins og hver hyggur
bæjarfjelaginu hollast, en að varast þó að
dreifa atkvæðum að óþörfu og eiga þar með
á hættu, að illa takist til, —það er það sóm
bæjarbúar eiga að gjöra á mánudaginn, eins
og endrarnær, er líkt stendur á.
Lögreglusamþykkt
fyrir Reykjavíkurkaupstað.
Samkvæmt heimildarlögum frá síðasta al-
þingi, staðfestum 3. janúar í fyrra, var gerð
lögreglusamþykkt fyrir kaupstaðinn árið sem
leið, staðfest af landshöfðingja 15. nóv., eptir
að bæjarstjórnin hafði gert nokkrar breyt-
ingar á hinu upphaflega frumvarpi sínu sam-
kvæmt bendingum landshöfðingja.
Gekk samþykktin í gildi 1. janúar 1891.
Megnið af því, sem fyrir er skipað í hinni
nýju samþykkt, var að vísu haft fyrir reglu
áður í lögreglustjórn bæjarins, en sá var
gallinn á, að skýlausa lagaheimild vantaði
fyrir ýmsum atriðum, þótt nauðsynleg væri.
Nú er hún fengin, og þar með sjerstaklega
heimild til að Ieggja sektir (allt að 100 kr.)
við ýmsum brotum, er áður var ekki hægt
að sekta fyrir.
Eyrirmæli um reglu og velsæmi á götum
eru nokkuð nákvæmari eu áður gerðist, en
verulegt nýmæli mun varla geta heitið þar
annað en þetta :
»þeir sem finnast ósjálfbjarga fyrir drykkju-
skap á götu, svæði eða torgi eða annarsstaðar
á eða við almannafæri, skulu sæta sektum
eptir samþykkt þessari#.
I kaflanum um að afstýra tálmunum eða
hættu fyrir umferðina má nefna fyrirmæli
um skyldu foreldra og annara hlutaðeiganda
að annast um, að tilhlýðilegt eptirlit sje haft
með óstálpuðum börnum, sem eru á þeirra
vegum, meðan þau eru á götunum eða ann-
arsstaðar á almannafæri; að sje hús eða
hluti af húsi svo hrörlegt, að hætta er búin
að hrynji eða falli niður, þá getur lögreglu-
stjóri bannað að nota húsið og lagt fyrir
eigandann innan tiltekins tíma að láta gera
slíkar endurbætur á því, sem nauðsynlegar
eru til að afstýra hættu; að þegar ís er á
tjörninni, má enginn höggva gat eða vakir á
hana án leyfis lögreglustjóra; að seglfestu-
grjóti má eigi kasta út eða skilja eptir í
fjörunni nje neitt annað, er tjóni getur valdið
skipum, er þar lenda eða leggjast.
Um reið á götunum, rekstur gripa og
fjenaðar o. fl. er tekið fram, að ekki megi
ríða harðara en á hægu brokki; að lestamenn
og aðrir ferðamenn megi ekki láta hesta sína
standa á götum bæjarins eða stjettum, nema
á götum að eins meðan verið er að taka ofan
eða láta upp klifjar; að bæjarmenn megi ekki
láta hesta sína ganga lausa á götum bæjar-
ins frekara en nauðsynlegt er til að hleypa
þeim í fjöru eða til vatns, og sama er um
sauðfjenað, og má engan sauðfjenað hafa í
bænum frá 1. maí til 10. okt., nema hann
sje í öruggri vörzlu; að naut, sem færð eru
til bæjarins, skuli ávallt leidd í bandi nægi-
lega traustu, og tveir fullorðnir karlmenn að
minnsta kosti fylgja hverju nauti.
Töluspjöldum á húsum (til að tákna húsa-
röð) skulu húseigendur halda við á sinn
kostnað.
Yeitingahús öll, þar sem áfengir drykkir
eru seldir, skulu vera lokuð frá kl. 11% á
kvöldin til kl. 6 á morgnana; þó má selja
ferðamönnum greiða á hvaða tíma sem er.
«Enginn má halda opinbera sjónleiki fyrir
borgun án leyfis landshöfðingja«; sje það
gjört borgunarlaust eða í velgjörðaskyni, get-
ur lögreglustjóri veitt leyfið. Opinbera sam-
söngva eða aðrar söngskemmtanir eða dans-
leiki má og eigi halda án leyfis lögreglu-
stjóra, og bazar eða tombólu ekki án leyfis
landshöfðingja.
Um almennt hreinlæti og þrifnað í bænum
er talsvert af nýjum reglum, svo sem að eigi
má fleygja hræjum, rusli nje öðrum óhrein-
indum frá húsum í tjörnina eða lækinn, og
ekki kasta sorpi, slori, ösku eða öðrum ó-
hreinindum í fjöruna nje skilja þar eptir
neitt það, er valdið getur óhreinlæti eða ó-
heilnæmi; ekki má hafa sorphauga, áburðar-
hauga o. s. frv. í nánd við götur eða svæði,
sem almenningur fer um, nema í stunlímd-
um gryfjum og nægilega byrgðum; að safni
úr salernum má eigi kasta í tjörnina eða
fjöruna eða sjóinn, heldur skal það látið í
byrgðar gryfjur fyrir utan bæinn, þar sem
heilbrigðisnefndin til tekur, og tekur bæjar-
stjórnin að sjer að láta hreinsa salerni bæj-
arins gegn endurgjaldi frá húsráðendum; að
ekki má slátra skepnum á eða við alimnna-
færi, ekki hleypa hundum að blóðvelltnum
og ekki láta sauðkindur horfa upp á meðan
skorið er.
Samt er það í samþykktinni, er eigi getur
komið til framkvæmdar nú þegar, af því
undirbúning vantar til þess enn, svo sem
áburðarsafngryfjurnar fyrir utan bæinn m. m.
Að bjarga mönnum í sjávarháska-
|>rátt fyrir hinar mörgu ritgerðir sem blöð-
in hafa að undanförnu flutt um bjargráð,
hefur enginn orðið til þess að segja neitt um
björgun manna af kili eða farvið á sjó úti í
slæmu veðri.
Af núlifandi mönnum, er jeg þekki, mundi
Kristinn bóndi Magnússon í Engey véra
manna færastur að riba um það efni, en
hann er maður sjónlaus orðinn og því ekki
til þess ætlaudi af honum.
það hefur tvisvar komið fvrir mig, að bjarga
mönnum af kili í ofsaveðri úti á rúmsjó og
heppnaðist vel í bæði skiftin. Annað skiftið
voru mennirnir tveir og náði jeg þeim báðum.
í hitt skiftið voru mennirnir 4 og voru tveir
þeirra týndir, er jeg kom að, en hinum tveímur
gat jeg bjargað.
Mest af öllu ríður á, þegar bjarga skal í
sjávarháska, að formaðurinn sje hugaður og
að hann hafi gott vald yfir skipshöfninni;
því annars er mjög hætt við að allt fari í
handaskolum.
/ J>egar leggja skal að skipi í sjávar-háska
skal leggja sð hljeborða, verði skipið ekki
svo nærri laudi eða skeri, að því verði ekki
við komið. Gæta verður þess vandlega, að