Ísafold - 03.01.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.01.1891, Blaðsíða 3
3 fara mjög varlega að irmbyrða mennina að þeir komi sem minnst við, borðstokkinn og skal taka þá fyrst sem hættast sýnast komnir. þegar skipið er á hvolfi, sem bjargað er af, og maður finnur ekki alla mennina, er nauð- syn að velta því við, og verður þá að rífa úr negluna eða brjóta gat á botninn ; því vel getur verið, að eitthvað af skipshöfninni sje flækt í veiðarfærum eða áhöldum innan í skipinu. þegar velta skal við skipi, sem hvolft hefur undir seglum (sem alloftast vill til), er aðalatriðið, að reyna að komast svo undir há- stokkinn, að losa megi stögin öðru megin, svo seglið leggist út af; því annars er ómögu- legt að velta farinu við, og sje farið að mun stærra, sem á hvolfi er, en það, sem er að bjarga, álít jeg þetta ekki fært í vondu veðri. Jeg álít mjög hættulítið, að leggja að skipi á hvolfi þó sjór sje úfinn. Skipið liggur flatt við hvikunni og dregur úr sjógang á skipinu, sem er að bjarga. Bn sjálfsagt væri mjög nauðsynlegt, að hafa lýsi eða olíu til að deyfa sjógang, þegar þannig stendur á. Báðar ferjurnar, er jeg bjargaði mönnun- um af, fórust á siglingu, og svo mun oftast vera hjer við Faxaflóa. það er því miður hugsað meira um það, að hafa seglin nógu stór eða of stór, en um hitt, að geta minnkað þau nóg í tfma Að síðustu hygg eg, að hin mikla seglfesta af grjóti, sem samfara er hinum stóru segl- unum, hafi á stundum orðið þess valdandi að engin tök hafa verið á að bjarga. Skipið hefir fyllt í einni holskeflu, sokkið eins og steinn með öllu saman, og þó að mennirnir hafi flotið út úr því um leið og það sökk, hefir ekki verið hægt að sjá neitt í sjórok- inu; mennirnir hafa þá ekki getað náð í neitt til að halda sjer við, og því allt af verið í kafi. Jeg álít þess vegna mjög nauðsynlegt, að sem flestir taki upp kjölfestupoka. Sumir hafa það á móti þeim, að þeir sjen svo dýrir; en kostnaðurinn þarf ekki að verða svo mjög tilfinnanlegur. það hafa nokkrir menn hjer í plássinu tekið þá upp, og þeir taka einn fisk úr hverjum róðri af óskiftum afla, og segja þeir að það muni hjerumbil borga pok- ana, að því ógleymdu, hvað þetta fer betur með menn, skip og skinnklæði; því þarf ekki að lýsa fyrir sjómönnum. Hliðanesi, á Gamlárskvöld 1890. Kristján Jnnsson. Systrasjóður kvennaskólans í Reykjavík. Fimmtudaginn 18. desember 1890 var í kvennaskólanum í Beykjavík stofnaður sjóð- ur, er heitir: Systrasjóður kvennaskólans í Bcykjavík. Stofnendur sjóðs þessa voru: forstöðukona skólans, kennendur hans og allar þær yngri meyjar, sem nú í vetur eru þar til náms. Upphæð fjárins, sem þannig safnaðist saman, er 140 kr. og er áformað, að koma þeim á vöxtu í; Söfnunarsjóð Islands, leggja síðan ársvextina við höfuðstólinn, þang- að til hann er orðinn að minnsta kosti 1000 kr. Skal þá meiru eður minna af ársvöxtum varið til þess, að styrkja fátæka en efnilegar námsmeyjar, sem í skólann ganga. Af þessu er ljóst, að hugmyndin er hjer mjög lfk þeirri, sem vakti fyrir þeim mönn- ur°, er stofnuðu bræðrasjóð Reykjavíkur lærða skóla árið 1846. Sá sjóður var upphaflega lítill, eins og að líkindum lætur (um 200 kr.), en hefir á þeim 44 árum, sem síðan eru liðin, aukizt svo og margfaldazt, að nú er hann orðinn um eða yfir 11000 kr., og hefir þóum mörg undanfarin ár styrkt margan fátækan skólalærisvein til góðra muna af vaxtafje sínu, eins og skólaskýrslurnar bera með sjer. Sann- ast hjer sem optar hið fornkveða, «að mikið má ef vel vill». Stofnun þessi ætti að geta gjört sjer von um góða aðhlynningu frá þeim hinum all- mörgu merkiskonum hjer á landi, er notið hafa menntunar í þessum elzta og helzta kvennaskóla landsins. þeim og þeirra vanda- mönnum er það kuunugt af sjálfs sín raun, hvílík nytsemdarstofnun skólinn er, og hve mikilsverða umbót á menntunarhögum þjóð- arinnar einmitt kvennaskólarnir gera og eru því líklegri til að gera eptirleiðis, sem þeir eru betur studdir. Yiðgangur bræðrasjóðs latínuskólans er einmitt hvað helzt að þakka rækt góðra lærisveina þaðan við þá stofnun. þeirra dæmi skyldi konurnar taka sjer til fyrirmyndar, og verða eigi þeirra eptirbátar, heldur öllu fremri þeim, með því að tryggð og hugulsemi eru að fornu fari ríkari dyggðir með konum en körlum. Landsbókasafnið 1890. Léð Lán- A Les- bindi út takendur lestrarsal endur í janúar 390 175 314 105 - febrúar 250 115 335 120 - marz 272 152 272 110 - apríl 219 111 211 90 - maí 108 50 243 72 - júnf 94 50 271 65 - júlí 135 56 300 56 - ágúst 131 59 232 68 - sept.ber 179 77 277 74 - október 150 77 238 67 - nóv.ber 213 109 198 63 - des.ber 78 36 196 80 Samtals: 2219 1067 3088 970 Safnið hefir auðgazt að hjer um bil 800 bindum. f>ar af hafa gefið: hr. gehejmeráð A. F. Krieger 130 bindi; Albert bóksali Cammermeyer 360; Magnús landshöfðingi Stephensen 9; Möller & Meyer í Kh. 20, ennfremur prófessorarnir Konráð Maurer; Fiske og Hiram Corson; justizráð C Bruun; Höst bóksali; sfra Arnljótur Olafsson; síra Walker, er hjer hefir komið tvö undanfarin sumur; Doeent Finnur Jónsson; síra Jón Bjarnason í Winnipeg; þorleifur ritst. Jóns- son; þorvaldur adjúnkt Thoroddsen og að- stoðarbókavörður Pálmi Pálsson. Bnn hafa þeir Magnús Stephensen landshöfðingi, Dr. Jón þorkelsson ýngri, Dr. Björn M. Ólsen, Páll sagnaritari Melsteð, Ólafur Davíðsson og Jón Ólafsson ritstjóri gefið ýmislegt smávegis, er annars hefði eigi verið auðfengið (Jón ólafsson t. d. ýmisl. úr útl. blöðum viðv. Is- landi, þar á meðal syrpu viðv. harðindunum á ísl. 1882). f>á hefir bókasafnið fengið sendar bækur frá ýmsum stofnunum og fje- lögurn, svo sem: Actademia dei Lincei; Geol. and naturalhist. Survey of Canada; Gesellsch. fúr Pommersche Geschichte u. Alterthumsk.; Hinu norræna fornfræðafjelagi; Observatorio meteorologico í Rio de Janeiro; Meteorolog. Observat. Upsala; Association géodésique internationale (Norvegs-nefndinni); Samf. til den danske Literaturs Fremme (yfir 30 bindi) o. fl. Af bandritum hefir safinu bætzt 33 númer. Af þeim hefir eitt verið gefið af fröken D. Rafn, eitt af Dr. B. M. Olsen og eitt af Gesti ritstjóra Pálssyni. ££ 90. Hallgr. Melsteð. Okeypis »skemmtun fyrir fólkið* hjelt kaupm. f>orl. O. Johnson í gærkveldi í Good-Templarahúsinu að vanda, myndasýning, söng o. fl., fyrir fátæklinga bæjarins, 300 manns, er urðu þeirri hugulsemi harla fegnir, og glaðningi þeim, er fylgdi skemmt- uninni : 100 pd. af kaffi að gjöf frá flestum kaupmönnum bæjarins. Aflabrögð- Mikið góður afli var í Garðsjó og innar nokkuð milli jóla og nýárs, jafnvel inni í Strandarsjó, af vænum stútung og þorski nokkrum með, 30—50 í hlut einn daginn. Barðastrandarsýsla (Arnarfirði) 15. nóvbr. »Haustið hefir verið fjarskalega umhleypinga- samt, optast stórviðri, stundum með frosti og kafaldi, eða þá stórrigningar. Sjávarafli brást að mestu, bæði sökum gæftaleysis og fiski- leysis, enda kom nú ekki hin ágæta beita, smokkfiskurinn í fjörðinn, eins og i fyrra og hitt eð fyrra, er gjörði hann þá að gullnámu. Samt hefir einn formaður og frægur sjófara- maður, Matthías skipstjóri Asgeirsson á Baul- húsum, aflað um 600 hdr. til hlutar, mest af ýsu; er það eingöngu því að þakka, að hann hefir haft hina beztu beitu, er hægt er að fá til þeirrar veiðar, en það er görn úr hnýsu, sem hann hefir manna bezt lag á að skjóta, enda unnið 20 á þessu hausti. f>ar að auki var hann svo heppinn, að járna hval, sem sveitungum hans á Arnarfjarðarstönd kom— að góðu haldi. Sumstaðar hjer íDölum, þar sem helzt gaf á sjó, aflaðist nokkuð af þorski, en eingöngu á kúffisk, sem hjer var notaður til beitu nú í fyrsta sinni og veiddur þar tií með verkfæri eða plógi, sem Einar Gíslason hreppstjóri í Hringsdal smíðaði og notaði hér fyrstur manna og kenndi oðrum að nota. Aður befir þessi sami ötuli aflamaður fyrstur allra smíðað hjer og brúkað smokkfisksöngla, og auk þess varið miklum peningum til að koma á síldarveiði með nótum, er mjög hefir bætt aflabrögð í Arnarfirði á seinni árum. Siík framtakssemi er þess verð, að henni sje haldið á lopti og að minnsta kosti viður- kennd í orði. Bráðapest sumstaðar tekin að stinga sjer niður og hefir drepið nokkrar kindur á sum- um bæjum, flest tíu. — Kvillasamt hefir verið manna á meðal síðan í haust er leið, eitthvað svipað inflúenzaveikinni; engir þó dáið, nema 2 börn ung á sama bæ í Tálkna- firði. ITT AF HVERJU OG HVAÖANjEFA. Brjbstveikislækning. Dr. Koch, heimsfrægur læknir og efnafræðingur í Ber- lin, hefir fyrir skemmstu gert upp skátt, að því er segir í síðustu blöðum enskum, að sjer hafi nú loks eptir margra ára tilraun og ept- ir grennslanir, takist að finna óyggjandi með- al við þeirri tegund brjóstveiki einkanlega, er nefnist lungnatæring og er mjög tíð veiki í öðrum löndum og banvæn, en hjer að vísu fágæt, að læknar segja. Hann »bólusetur« menn, með einhverju kemisku efni, líkt og Pasteur f París fer að lækna þann hinn voða- lega sjúkdóm, er kviknar af biti óðra hunda, og hann er víðfrægur orðinn fyrir. í ráði er, að koma upp í Berlín stórkostlegri lækninga- og efnafræðisrannsóknarstofnun til frekari hagnýtingar á þessari uppgötvun Dr. Kochs og stuðnings ýtarlegri rannsóknum hans, á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.