Ísafold - 10.01.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.01.1891, Blaðsíða 1
K.emur út á iniðvikudögum og. laugardögum. Verð árg. (um 100 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundtn við áramót, ógild nema komin s)e til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. XVIII 3. Reykjavík, largardaginn 10. jan. 1891. Nýjum kaupendum að pessum nýðyrjaða árgangi ísafoldar er ráð að gefa sig fram sem allra fyrst, ef þeir vilja ná i I. bindi Sögusafnsins, frá 1889, (sjá augl. fremst í síðasta bl.), með þvi að pað er pegar á protum. I Verðlauna-leikritið. Bins og auglýst hefir verið í ísafold eigi alls fyrir löngu, 2. des. f. á., og ná aptur í dag, hefir verið ítrekað fyrirheit það um 500 kr. verðlaun fyrir nýtt, vel samið íslenzkt leikrit, í 3 til 5 þáttum, sem verið er hjer um bil 3 klukkustundir að leika, og er frest- Urinn til að semja jpað jafnframt lengdur til 31. okt. 1891. Sumir munu að vísu hafa gert sjer eigi miklar vonir um merkilegan árangur af til- raun þessari í fyrra til að fá skáld landsins til að reka af sjer þar slyðruorð, að þau vantaði bæði vilja og mátt til að framleiða eitthvað nýtilegt í leikritasmíði, og munu þar á meðal hafa verið sumir þeir heiðurs- menn, er tóku sig saman um að bjóða fram fje úr sjálfs síns vasa í þessu skyni. Bn að raunin mundi verða jafnlítilfjörleg og fram kom, er fresturiun var liðinn, það mundu fiestir hafa fortekið. Alls einn maður hafði sinnt tiiboðinu og sent til verðlauna leikritskorn, sem var svo nauða-ljelegt í öllu tilliti, að fjelagsmenn sáu undir eins, að það væri hlægilegt gabb, að hafa svo mikið við að kjósa nefnd til að meta það. Fyrst og fremst var yrkisefnið nærri því bjánalega valið, og meðferðin í öðru lagi svo amböguleg, að ef nokkrum menntuðum manni dytti nokkurn tíma í hug að láta prenta það, þá hlyti það að vera eingöugu í þeim tilgangi gjört að sýna, hvernig leik- rit eiga ekki að vera. Auðvitað var eigi forvitnazt um, hver höf- undur væri þessa óskapnaðar; hinir lokuðu nafnseðlar, er verðlaunantgjörðum fylgja, eru aldrei opnaðir, nema ritinu sje dæmd verð- laun eða einhver viðurkenning; en nokkrir menn { fjelaginu, sem vegna stöðu sinnar fá tíðum miklar sendingar af leirburði til út- gáfu eða preutunar, Dæði í bundnum stíl og ■óbundnum, þóttust þekkja höndina á riti þessu, og geta þvf ættfært það tíl eina með- al þjoðkunnra leirskálda vorra. Skilmálarnir voru og eru enn, auk þess er nefnd var hjer að framan um stærð ritsins o. s. frv., þessir: Leikritið á að vera fnllsamið og afhent ritstjóra Isafoldar fyrir lok októbermánaðar þ. á., nafnlaust, en nafn höfundarins fylgi í lokuðum seðli. Yrkisefnið má vera hvort sem heldur vill atriði vir sögu landsins fyr eða síðar, eða úr daglegu lífi þjóðarinnar nú á tímum. Um meðferð efnisins er eigi annað haft í skilyrði en að ritið miði til að efla og styðja ,það sem fagurt er og gott, og að leika megi það með vægum köstnaði, einkanlega til leiktjalda. Yerði nokkur við áskorun þessari, velur fjelagið,—í því eru 20 menn—, dómnefnd til að meta rit það eða rit þau, er verðlaun er æskt fyrir, og skal hennar dómi hlíta um greiðslu verðlaunanna þegar í stað. Hið verðlaunaða rit er síðan fullkomin eign fje- lagsins, og má það fjenýta sjer það á hvern hátt, sem því henta þykir. Verði þessi tilraun enn árangurslaus, munu íslenzk skáld eiga þó óhægra með eptir en áður að kenna það algerðu uppörvunarleysi 1 orði og verki, ef þau láta ekkért nýtilegt eptir sig liggja í þessari grein skáldskapar- ins. Lög um innheimtu og meðferð á kirknafle. J>að hafa ýmsir látið í ljós, að lög 22. maí 1890, um innheimtu og meðferð á kirknafje, virðist í sumum atriðum eigi svo skýr sem skyldi. Lög þessi eru reyndar að eins síðari hluti af frumvarpi, sem fór fram á algerða breytingu á gjöldum til kirkna, og er að því leyti eðlilegt, að þau sjeu ekki eins aðgengi- leg og Ijós og þau hefðu verið, ef frumvarpið hefði allt orðið að lögum; en jeg get þó eigi betur sjeð en að þau sjeu nægilega skýr, jafnvel svo skýr, sem þau eptir ástæðum geta verið. J>að, sem einkum hefir þótt vafasamt í lögunum, er það, hvort greiða megi ljóstoll í þeim aurum, sem nefndir eru í 2. grein, ef gjaldanda brestur peninga. En stiptsyfir- völdin hafa með öllu rjettilega leyst úr þeim efa með því að álíta í brjefi, frá 6. nóv. f. á., að ljóstoll beri að greiða í tólg eða pening- um, eins og lög standa til. Ljóstollur er ekki til í lögum nema sem 4 pd. af tólg (heill ljóst.) og 2 pd. af tólg (£ Ijóst.), eða andvirði þeirrar tólgar í peningum. Akvæðin í 2. grein um það, í hverju gjaldandi megi greiða, ef hann brestur peninga, snerta að sjálfsögðu eingöngu þau gjöld, sem ákveðin eru í álnatali eptir meðalalin. Ef ákvæði þessi ættu að heimfærast upp á ljóstolls- gjaldið, þá ætti fyrst að reikna ljóstollinn til peniuga eptir verði á tólg, síðan að gjöra þá npphæð að álnum eptir meðalverði allra meðalverða, sem þá yrðu optast álnir og brot úr alin, og síðan gjöra álnirnar að pen- ingum, og svo skyldi mega borga þessar álnir í ýmsum aurum. En lögin gefa hvorki átyllu nje heimild til slíkra vafninga, sem gætu breytt upphæð gjaldsins, en það er sýnilega eigi tilgangur laganua, að breyta upphæð kirkjugjaldanna að neinu. Hin eina verulega breyting, sem lögin gera á greiðslu gjalda til kirkju, er sú, að þau setja eindaga gjaldanna fyr á dvalarári gjaldþegnsins, fardagaárinu, láta eindaga gjaldanna vera við lok reikningsársins, 31. des. J>etta hlaut að vera til þess, að enginn vafi væri á í framkvæmd laganna, þar sem reikningsárið var sett frá nýári til nýárs. Eptir hinum eldri lögum var reikningsárið frá fardögum til fardaga, og voru eindagar gjaldanna á ýmsum tímum síðari hluta árs- ins, sumir jafnvel eigi fastákveðnir. Eptir mjög gömlum ákvæðum var eindagi ljóstolls talinn á föstudaginn langa, fasteignartíundar fimmta dag viku, er 4 vikur eru af sumri, en lausafjártíund aptur á sumardag fyrsta, eptir lögum Kþ 1878, og kirkjugjalds af hús- um (lög 19. sept. 1879) »fyrir lok hvers reikn- ingsársii. Oll gjöld þessi ber nú samkvæmt 2. gr. laganna að greiða 31. des. ár hvert. Eins og löggjafanum er heimilt að ákveða nýjan gjalddaga, svo kemur hinn nýi gjald- dagi víðast heim við venju, sem myndazt hefir, því flestir, sem eigi draga því lengur að greiða kirkjugjöld, hafa greitt þau fyrir nýár. Og eins og það er heimilt, að setja ein- daga kirkjugjaldanna 31. des. ár hvert, svo er það eigi ósanngjarnt, að gjaldþegn, sem hefir haft aðgang að kirkju sinni kauplaust frá fardögum til 31. des., eða x72 hluta árs, greiði þá af hendi allt sem honum ber að greiða henni á því dvalarári í sókninni. Og þetta eru engin nýmæli í lögum. Tilsk. 4. maí 1872 um sveitarstjórn hefir eindaga á sveitargjöldum hinn sarna, 31. desember, og þó er reikningsár sveitargjalda frá fardögum til fardaga. Bóndi t. d., sem kom í hrepp- inn í síðastliðnum fardögum, átti að greiða öll sveitargjöld 31. des. f. á. og öll gjöld til sóknarkirkjunnar sama dag. Að sjálfsögðu greiðir hann ekkert til sveitar eða kirkju til næstu fardaga og eigi fyr en 31. des. þessa árs, nema ef hann verður gjaldskyldur um legkaup eptir nýár, en það gjald telst í reikn- ingi frá 1. jan. til 31. des. 1891. Hefði reikningsári hreppsgjalda verið breytt og látið byrja 1. jan. 1891 og enda 31. des., þá hefði, að mínu áliti, enginn getað verið í efa um, að semja bæri hreppsreikning frá fardögum 1890 til 31. des. s. á. Og hefði sá reikningur verið yfir allar tekjur og gjöld hreppsins yfirstandandi gjaldár nema það, sem kemur upp á af nýju frá 1. jan. til 6. júní, sem yrði í reikningi þ. á. J>að sem einkum virðist villa sjónir manna í skilningi hiuna umræddu laga, er, að reikn- ingsárið er nú almanaksárið, frá nýári til nýárs, en frá hálfu gjaldanda það tímabil, sem hann dvelur í sókninni, fardagaárið. En eins og tekið er fram, er éindagi allra hinna almennu kirkjugjalda 31. des. og greiðir gjald- andi þá öll þau gjöld, sem honum ber að greiða það fardagaár, sem hann er í sókn- inni, og svo ár eptir ár. Samkvæmt því, sem jeg nú hefi tekið fram, get jeg ekki sjeð neitt því til fyrirstöðu og álít það eitt rjett, og eptir lögunum skylt, að semja reikninga ljenskirkna nú þegar, sem fyrst eptir nýár. Verður ’með því einu full- nægt fyrirmælum laganna í 2. grein: »skal semja reikninga kirkna sem fyrst eptir nýár«, og því árlega eptirliti með reikningum, sem fyrirskipað er í sömu grein. Verður sá reikn- ingur að sjálfsögðu, að tímabilinu til, frá 6,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.