Ísafold - 10.01.1891, Blaðsíða 4
12
um Englendingur, sem komst suður í Suður-
sveit að austan) fullorðna sauði 14,ðO a.
Mýramenn seldu 200 sauði á 15,25 a. hvern.
í Nesjum keyptu þeir sauði 16 kr. 50 a.
(þar þóttust kaupeudur skaða sig). Einn
bóndi í Suður-Lóni (Sveinn Bjarnason í Vola-
seli) hafði selt 40 sauði á 18 kr. 50 a. Alls
mun hafa verið selt frá Skeiðará og austur
undir Almannaskarð hátt á 17. hundrað
kindur.
Hjer um sveitir ganga nú altnennt mikil
veikindi, helzt kvef og kíghósti. Læknirinn
kvað álíta kvef þetta inflúenzu, verri en í
sumar. Veiki þessi er mannskæð. Helzt
deyja fullorðnir og börn. í einu heimili í
Nesjum (Arnanesi) hafa dáið 5 af 18 síðan
um kaupstaðarferðir í sumar. þar hefir dá-
ið flest hjer nálægt. Nýlega hefir frjetzt, að
18 börn hafi dáið á skömmum tíma í Pá-
skrúðsfirði, úr kíghósta.
|>að sem af vetrinum er, hefir mátt heita
góð tíð; þá sjaldan að gránað hefir í rót,
hefir það jafnsnart tekið upp aptur, þvi opt-
ast hefir verið votviðrasamt.
t Hinn 25. dag nóvembermánaðar and-
aðist að Hrísnesi í Skaptártungu í Vestur-
Skaptafellssýslu bóndinn Einar Bjarnason,
faðir þeirr bræðra: síra Bjarna á Mýrum í
Alptaveri og Jóns sýslunefndarmanns á
Hemru í Skaptártungu. Einar sál. má án
efa telja meðal hinna helztu merkismanna
hjer í sýslu; hann bjó allan sinn búskap,
full 49 ár, á Hrísnesi, og naut allan þann
tíma elsku og virðingar, ekki að eins hjer-
aðsbúa, heldur allra þeirra, er honum kynnt-
ust, sökum ljúfmennsku, góðvilja og hans
prúða dagfars, og heimili hans var fyrir
löngu frægt orðið fyrir fram úrskarandi
gestrisni. Einar sál. mátti með rjettu kall-
ast sómi stjettar sinnar og prýði því hjeraði,
er hann bjó í, og mun minning hans geymd
í heiðri og virðing. Hann var 14 ár hrepp-
stjóri í Leiðvallarhreppi, og andaðist því nær
82 ára gamall. Br.
Brjef til pórðar í Hala frá ritstj. ísaýold-
ar í næsta blaði.
Proclama.
Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og op.br.
4. jan. 1861 er hjer með skorað á þá sem
til skulda telja í dánarbúi Valgerðar Gunn-
lögsdóttur, sem andaðist að Nesi við Sel-
tjörn 19. maí f. á., að gefa sig fram og sanna
skuldir sínar fyrir undirrituðum einkaerfingja
hennar innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birt-
ingu þessarar auglýsingar.
Nesi við Seltjörn 31. des. 1090.
Guðm. Einarsson.
Vasaúr með mjög góðu verði og sauma-
vjelarnar ágætu er nú hafa rutt sjer svo
vel til rúms, að kvennfólkið, er á aðrar vjel-
ar, selur þær eða setur þær til síðu til þess
að kaupa hinar hraðvirku fallegu vönduðu
og mjög ódýru saumavjelar í Úrverzlun
Reykjavíkur.
10 kr- Úrin alþjóðlegu og sem hafa
rjett til að bera það nafn, sel jeg einnig, fyr-
ir 7 kr; því mjer fellur illa að vera að aug-
lýsa þau sömu upp aptur og aptur, og svo
er engin öfundsverður af því kaupi.
Teitur Th. IngimundarSon-
þeir sem óska kynnu að gjörast fjelagar
í Kaupfjelagi Reykjavíkur, geta fyrir
18. þ. m. snúið sjer til einhvers af undir-
skrifuðum, er láta í tje upplýsingar um skil-
yrði fyrir inntöku í fjelagið.
Sigfús Eymuntisson. Sighvatur Bjarnason.
St. Thorarensen.
í haust var injer dregið lamb, sem jeg á ekki. en
var með minu marki: blaðst. apt. standfj. fr. hægra
eigandin vitja lamb þessa sem fyrst til mín, og semji
við mig um markið og borgi þessa auglýsingu.
Fróðholtshjáleigu 25. nóv. 1890.
ísleifur Einarsson.
þú sem í þjönustu hins illa hefir 6. þ. m. stolið
klæðispilsi úr húsi nr. 24 á Laugaveg, gjörðu svo vel
og skilaðu því aptur; ella skal uppvist nafn þitt og
þjei að lögum maklega refsað E. a.
Á næstliðnu hausti var selt í Hvftársíðu hrútlamb,
sem jeg markaði í sumar undir lambgimbur með
minu gamla marki, sem jeg ekki brúka, af þeirri or-
sök, að óglöggt hornamark var á gimbrinni, helzt á-
litið sýlt, gat hægra, óglöggt á vinstra, nema gat.
Eigandi gefi sig fram.
Síðumúla 23. desbr. 1890.
S. Sigurðsson.
Á næstliðnu hausti var mjeg dregið lamb með mínu
marki, sem er: heilrifað biti aptan hægra, blaðstýft
framan biti aptan vinstra, og jeg ekki á, og má rjett-
ur eigandi vitja verðsins fyrii lambið til mín og semja
um markið við mig.
Urriðafossi 20. desember 1890.
Asmundur Guðmundsson.
TIL LEIGU fást rjett við miðjan bæinn 14. maí
2 rúmgóð herbergi, auk þess eldhús, stórt búr, stórir
geymsluskápar pakkhúsrúm og kolakjallari; einnig
fylgja 2 beð í kálgarði. Leigan 12 krónur á mánuði.
Ritstjóri vísar á.
Bókaverzl. ísafoldarprentsm.
(Austurstræti 8)
hefir tií söSu allar nýlegar ísSenzkar bækur
útgefnar hjer á landi.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og Id. kl. 1-2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki. 12 - 2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12 2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2 -3
Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarf. hvern
rúmhelgan dag kl. 8—9, 10—2 Og 3—5.
Söfnunarsjóðurinn opinn t. mánud. !
hverjum máuuði kl. 5 6
Veðurathuganir i Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen,
I jan. |á Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- mælir(millirnet.) Veðurátt.
nóttw|um hád. fm. em. fm em.
Mvd. 7. + 1 4* 2 744.! 746.8 O d O d
Fd. 8. -ir I 4- 1 754.4 756 9 O b O b
Fsd. 9 O + 5 751.8 744-2 S h d S h d
Ld. IO. + 1 736.0 V h d
Sama veðurbliðan; optast logn og nú siðustu
daga regn; aðfaranótt h. 10. mjög mikil rigning
alla nóttina; í morgun (10.) genginn í vestur-út-
norður, þó hægur'
Ritstjóri Björn Jónason, ca,nd. phil,
Prentsmiðja ísafoldar
6
mjóan tanga á henni utanverðri, en brast í sundur jafnskjótt
sem hann kom við land, og fylgdi sinn hlutinn hvorri rast-
arkvíslinni inn með eynni, innan um annan íshroða, er
hvergi sá út yfir. þeir fjelagar voru viðbúnir að stökkva á
land, á fjörumóðinn, jafnskjótt sem jakann bæri að, og tókst
það í því hann klofnaði. Hundur Stefáns Eggertssonar, er
Svipur hjet, gulur að lit og mjög fylgispakur, stökk upp á
eptir þeim, en hinn rakkinn hrataði ofau af ísklungrinu og
fórst í straumnum.
þeir fjelagar þóttust nú hafa fjörvi forðað að vísu og lofuðu
guð fyrir lífgjöfina; en nestislausir voru þeir og heldur illa
búnir, enda tvísýnt mjög þegar, að þeim yrði borgið úr eyði-
ey þessari, þó svo heppilega vildi til, að þeirra yrði vart á
einhvern hátt, vegna isreks þar um slóðir, sem opt hamlar
skipaferðum að vetrinum svo vikum skiptir. þó gerðu þeir
sjer von um, að skjótt mundi úr greiðast fyrir sjer, ef veður
breyttist og gengi til landsuðuráttar; því vel mátti heyra
köll þeirra á land, til bæjanna í Fagradal, — en síður til
Akureyja —, þótt þeim yrði það seint að liði, og mun síðar
frá skýrt, hversu því vjek við.
En hvort sem þeir ættu langa dvöl eða skamma á eynni,
reið þeim á framar öllu öðru, að koma sjer upp einhverju
skýli, til að hlífa sjer fyrir næturkulda og illviðrum. Harð-
fenni og klaki var um alla eyna, og var því einkis annars efnis
kostur til skýlisgjörðar en ísjaka. f>eir viðuðu að jakana þar
sem skemmst var til, völdu sjer hússtæði þar sem steinn
stóð upp úr klakanum, til þess að þurfa eigi að sitja á beru
hjarninu, reikuðu jakana til með broddstöfum sínum og hlóðu
7
úr þeim veggi, þöktu yfir með ís, og höfðu þunnan ísjaka í
hurðar stað. Höfðu þeir lokið starfi þessu að mestu áður
en fulldimmt var orðið. Ekki var skýlið stærra en svo, að
þeir gátu að eins setið á steininum inni rjettum beinum.
|>ar tóku þeir á sig náðir. En illt var legurúmið og óhægt.
f>eir urðu að sofa sitjandi og halla sjer hvor upp að öðrum,
með klakavegginn að baki. Svipur lá á fótum húsbónda sfns,
ok varð það honum að góðu liðí síðar, til að verja hann kali.
Fro.-.Llítið var að vísu, en útræna hæg, og bljes inn á þá gegn
um kofaveggina óþjettaða og framan í þá, og hjelt fyrir þeim
vöku, ásamt nið í röstinni og gný af jakaburði. jpegar léið
að degi, festu þeir svefn litla stund. En er birta tók, risu þeir
á fætur og tóku til að hlaupa um eyna fram og aptur, sjer
til hita.
f>að sáu þeir, að eigi mundi skipgengt milli lands og
eyjar þann dag ; en það var aðfangadagur jóla.
Glöggt sjer úr Fagurey til bæjanna í Fagradal, og þangað
hugðust þeir fjelagar að gera vart við sig þegar er færi gæfist.
En með því skuggsýnt var vegna skammdegis og jörð óhrein,
sáu þeir illa til mannaferða, nema við snjó bæri. Sáu þeir
skömmu eptir fótaferðartíma, hvar tvéir menn gengu yfir skafl
skammt frá fjárhúsum í Ytri-Fagradal og ráku á undan sjer
fjárhóp. Tóku þeir þá til að hóa sem ákafast, og sáu jafn-
skjótt, að mennirnir námu staðar, svo sem þeir hleruðu; en
ekki var hóað í móti. f>eir fjelagar gerðu hlje litla stund, og
tóku þá til að hóa aptur. Eór þá á sömu leið, að fjármennirnir
stöldruðu við, en gáfu ekkert hljóð frá sjer. En hundgá
heyrðu þeir nafnar á landi, og þóttust vita, að vera mundi