Ísafold - 14.01.1891, Blaðsíða 1
K.emur át á miðvikudögum og.
laugardögum. Verð árg. (um
ioo arka) 4 kr.; erlendis 5 k-
-Boigist fyrir miðjan júlímánuð.
XVIII 4.
ÍSAFOLD.
Reykjavík, miðvikudaginn 14. jan.
LJppsögn (skrifleg) bundin v:ð
áramót, ógild nema komin sjí
til útgefanda fyrir I.okt, Af-
greiðslust. f Austurstrœti 8.
1891.
Nýjum kaupendum að pessum
nýbyrjaða árgangi ísafoldar er ráð að
gefa sig fram sem allra fyrst, ef peir
vilja ná í I. bindi Sögusafnsins, frá 1889,
(sjá augl. fremst í síðasta bl.), með pví
að pað er pegar á protum.
Hvernig stöndum vjer?
IV.
Menntafjelög eru allmörg hjer á landi, og
:r Bókmenntafjelagið þeírra elzt og mest
< áttar. pað hefir og miklu afkastað og
margt til gagus unnið þjóð vorri fyr og síðar.
■—Annað bókmenntafjelag, eingöngu alþýð-
legt, er pjóðvinafjelagið, og mætti nefna eigi
fáar mjög þarflegar bækur, er það hefir út
gefið, á fám árum til þess að gera. Forn-
leifafjelagið hefir unnið talsvert að rannsókn
sögustaða; en að öðru leyti er eitthvert mók
;á því og hefir verið nokkur missiri: árbóka-
laust, ársfundalaust o. s. frv. Kennarafje-
lag og Náttúrufræðisfjelag eru of ung enn til
þess, að kveðinn verði upp rökstuddur dóm-
Ur um þau.
Svo fámenn þjóð sem vjer erum, höfum
vjer þó átt furðu-marga vísindamenn einnig
á þessari öld, t. d. fornfrseðinginn Finn
Magnússon, málfræðingana Konráð Gíslason
og Jón þorkelsson, stjórnfræðinginn Jón Sig-
urðsson, náttúrufræðinginn Jónas Hallgríms-
son, tölvitringinn Björn Gunnlaugsson og
loks jarðfræðinginn þorvald Thoroddsen.
A þessari öld höfum vjer fengið fræðibækur
á voru máli í allmörgum vísindagreinum,
þó flestar þeirra sjeu smáar, eins og eðli-
legt er. En furðu gegnir það, að þótt margir
hafi gefið sig við tungu vorri og sögu, þá
«igum vjer ekki eun nema ágrip og brot af
'sögu vorrar þjóðar sjálfrar.
íslendingar voru fræg skáld í fornöld, og
sum skáld, sem ortu á norræna tungu, geta
talizt með beztu skáldum fornaldarinnar, svo
setn hinir ókunnu höfundar Eddukvæðanna,
Eyvindur skáldaspibir og Egill Skallagríms-
Son. A síðari öldum hefir einnig verið nóg
af skáldum vor á meðal, þó rit þeirra sj'eu
barla misjöfn. Á þessari öld höfum vjer
Qinnig átt mörg skáld, sem eiga miklar þakkir
skilið fyrir það, hve mjög þeir hafa hreinsað
fungu vora. Eggert Olafsson hafði að sönnu
búið í haginn fyrir skáld þessarar aldar, en
þau hafa þó unnið aðalverkið í þessu efni.
Bram undir síðasta áratug ber allmikið á
skáldum vorum, og er furða, hvað vjer eig-
mörg skáld, jafnlítil þjóð og vjer erum.
þá fer að dofna yfir öllu f þeim efnum.
nú sem stendur er helzt útlit fýrir, að
vjer sjeum sofnaðir. En hvað lengi mun sá
8vefn standa ? Og af hverju kemur hann ?
Er það af fátækt landsins ? Er það af
skorti á hæfileikum ? Nei, jeg held að það
sje ekkert af þessu, heldur fjrst og fremst
af því, að hugsun þjóðarinnar stefni öll í
aðra átt nú um stundir. Lítur jafnvel nærri
því svo út, sem þjóðin sje hætt að hafa
mætur á skáldskap. Er það af því hún
sje orðin svo menntuð, að hún ætlist til svo
rnikils af skáldunum, að þeim sje það um
megn? Nei, því litla, sem sjest, er lítill
sem enginn gaumur gefinn. það er lesið og;
ekki lesið, og 3vo er ekki hugsað meira um
það. Er þetta framfaravottur eða apturfarar?
Er þjóðin orðin svo sokkin niður í að safna
sjer auði, að hún hafi ekki tíma til að hugsa
um annað ? Óskandi væri að vísu, að oss
færi fram í búhyggindum og sparsemi, en
engan veginn þó svo mjög, að vjer virðum
að vettugi allar hugsjónir mannlegs anda.
Mjer dettur ekki í hug, að álíta skáldskap-
inn hið eina nauðsynlega til allra þjóðþrifa,
heldur að hann eigi að haldast í hendur við
hina verklegu menningu, þar sem eiustakl-
ingurinn geti lypt anda sínum upp yfir dag-
lega smámuni. Mjer dettur ekkí heldur í
hug, að andlegt líf geti þróazt, meðan hug-
sýki fyrir viðurværis-skorti kæfir allar æðri
hugsanir, jafnvel þó skáldin sjálf hafi sjaldn-
ast verið auðmenn, heldur optast þvert á
móti.
Um siðferðislíf vort og fjelagslíf mætti rita
langt mál fram og aptur með og mót. jpað
tekur engu tali, að vjer sjeum langt á eptir
öðrum þjóðum almennt hvað það snertir. En
það tekur og engu tali, að ímynda sjer, að
vjer þurfum ekki í því efni að taka oss mjög
mikið fram. Jeg veit og viðurkenni, að vjer
eigum marga góða og göfuga menn og kon-
ur. En jeg hika aptur á móti ekki við að segja,að
staðfesta, þreklyndi, kjarkur, orðheldni, og ráð-
vendni.eru of fágætar dyggðir vor á meðal til að
geta heitið þjóðdyggðir. þeir eru ekki marg-
ir, sem berjast fyrir því, sem þeir hafa seit
sjer fyrir mark og mið, með óbilugum kjarki
og staðfestu, hvað sem á móti blæs. — þeir
kuuna að vera margir, en þeir eru of fáir,
sem óhætt er að reiða sig á í hvívetna, sem
»standa eins og stafur á bók« í öllu sem þeir
lofa; og hafi forfeður vorir verið framar öðr-
um í því efni, þá hika jeg ekki við að segja,
að við erum orðnir ættlerar og verrfeðrung-
ar. — - Meðan jafnmargir krytja sjer, — enda
þótt smátt kunni að vera — eins og víða á
sjer stað, meðan tíundarsvik eru jafn algeng
og enn á sjer stað, meðan rekaþjófnaður er
eins algengur og nú er, og annað þess kon-
ar, er ráðvendnin ekki þjóðdyggð. Að vísu
er þetta ekki þjóðin í heild sinni, nei, þvert
á móti; en því hægra ætti að vera að kveða
niður slíkan ófögnuð, og kenna öllum, að
allur þjófnaður er svívirðiug, í hvaða mynd
sem hann birtist og hversu smár sem hann
er, og enda þótt það sje ekki kallað nema
gripdeild :—tíundarsvik, prettir og óskilvísi í
viðskiptum, eða hvað sem vera skal.
9-
Samsöngur var haldinn í Good-Templara- 1
húsinu 10. þ. m., að tilhlutun kaupm. jporl,
O. Johnson, af smásveinasöngflokk undir for-
ustu Brynjólfs þorlákssonar landshöfðingja-
skrifara, og þótti fara allvel fram; var og
sæmilega fjölsóttur. Fjórir góðir söngmenu
fullorðnir sungu og nokkur lög margraddað.
Loks fluttu og sveinarnir svo látandi mýdra-
kveðju til þjóðskdldsins Steingríms Tlaorsteins•
sonar,« eptir Bjarna Jónsson:
Vjer heilsum þjer með litlu þakkarljóði,
sem lifað hefir fyrir þína tíð
því lífi, er beztan ávöxt ber í óði,
sem ungan bæði’ og gamlan hrífur lýð;
í þínum ljóðum fjallagrundin forna
hinn fagra svip og móðurlega ber;
í þínum Ijóðum þjóðin endurborna
með þjóðrækninuar hendi máluð er.
Vjer hinir ungu elskum þig af hjarta,
þú ert vort skáld, vjer syngjum ljóðin þín;
þú opnar söngsins undra-veröld bjarta
með óði þínum, myrkrið flýr og dvín;
og meðan nokkrir fegurð finna’ í ljóði
og fólk vort talar söngsins engla-mál,
þá lifir þú — menn unna þínum óði,
sem að sjer laðar hverja fagra sál—.
Og enn ér sál þín undir silfurhærum
svo ung sem sólargeisli’ á morgni dags,
þfn æfisunna aptangeislum skærum
þjer ávallt skíni glatt til sólarlags;
1 þínum Ijóðum fjallagrundin forna
hinn fagra svip og móðurlega ber;
í þínum ljóðum þjóðin endurborna
með þjóðrækninnar hendi máluð er.
Álfadans hjeldu nemendur á kvöldskóla
verzlunarmanna, ásamt nokkrum er þeir buðu
(alls 46), 11. þ. m. á Skildinganesmelum, og
þótti hann takast mikið vel, einkum bar
búningur þeirra vott um óbeit á sóðalegum
skrípahúningi, sem opt hefir átt sjer stað
endrarnær við þess konar tækifæri. — A.
Slysför- »Maður að nafni þórður Jónsson,
í Gerðum í Garði (ættaður frá Eyvindarmúla
í Fljótshlíð, sonur Jóns þórðarsonar, er þar
bjó lengi og var alþingismaður einhvern
tíma,—1847 og 1849), varð úti á þrettánda-
kvöld á leið úr Keflavík út í Garð. Hrak-
viðri var og myrkur, en maðurinn heilsuveill
og bar þunga byrði. — jpað er gamla harma-
sagan, að menn verða úti á heimleið úr
kaupstað undir þyngsla-byrðum. þórður sál.
byrjaði búskap í fyrra vor; hann var greind-
armaður, stilltur og reglusamur, og yfir höfuð
atgervismaður, og er að honum því meiri
eptirsjá.«
ý Hjer með tilkynnist vinum mínum og vauda-
mönnum, að 31. desember næstl. andaðist, eptir
8 vikna sjúkdómskröm, min elskulega kona, Ragn-
hildur, dóttir Jóns sál. Jónssonar, hreppstjóra í
Hlíð i Skaptártungu.
Hún varð rúmra 70 ára gömul. Við lifðum sam-
an í ástríku hjónabandi 60 ár og 6 mánuði, og
eignuðumst 11 börn; 4 af þeim döu í æsku, hin 7
giptust; en af þeim lifa nú 5: Guðmundur, kaup-
maður á Eyrarbakka, ísleifur, í Ameríku, Ragn-