Ísafold - 14.01.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.01.1891, Blaðsíða 3
15 Til hr, p. Guðmundssonar Rangárvallasýslu (Hala ?) í>jer berið fyrir brjósti litilræði, er viðkemur ekki yður sjálfum, ekki yðar heimili og ekki yð- ar sveit, heldur yðar sýslu, þ. e. ekki sýslu, er þjer eruð yfir skipaður,heldur aðeins sýslu,sem þjer eigið heima í. Lítilræði þetta er smá- vegis-atvik, er átti að hafa gerzt á einhverj- um bæ einhversstaðar í sýslunni einhvern tíma í haust., Ut af því, að frá þessu atviki var sagt í Isafold, hafið þjer gert yður eríndi í annað blað, sem yður mun koma lítið vi_ð, enmjer þó minna. Brotaminna og beinna virðist hefði verið fyrir yður, að snúa yður blátt áfram til mín eða míns blaðs, hafi yður yerið alvara að vilja fá svar frá rojer> ÞV1' ðskylt tel jeg mjer að gefa hinn minnsta gaum nokkru orði, sem í hví málgagni birtist. þrátt fyrir þessa yðar óþörfu og tilgangslausu krókaleið svara jeg yður samt rjett í þetta sinn,—á prenti, úr þVí yður þótti nauðsynlegt að ávarpa mig á prenti,—þó svo, að mannúðar vegna við þann, er áminnzt atvik er til minnkunar, verð jeg að senda yður hins vegar, í lokuðu brjefi, nafn hans og 1—2 annara, er við málið eru riðnir. Atvik það, er frá var sagt í Isafold og þjer viljið fortaka að við hafi getað borið í yðar sýslu, er, að binda varð bruðguma í veizlu í haust þar einhversstaðar, til þess að hann gerði eigi óskunda af sjer. Atvik þetta var skrifað hingað í hau3t úr því þyggðarlagi, er þaó gerðist, kunnugum manni þaðan, og sögunni haldið á lopt hjer um pláss eptir honum hiklaust og af skilrikum mönnurn og merkum mjög. Eptir einum slíkum, or rakið gat greinilega svo lagaða heimild fyrir henni, komst hún í ísafold. Veit jeg og eigi betur heldur en að hún sje fyllilega rjett, nema hvað maðurinn, sem þrjefið fekk að austan, kom til min síðar og gat þess við mig, að sami maður hefði skrif- að sjer aptur, og sagt þá, að brúðgumanum hefði verið haldið (en ekki bundinn), af því hann hefði œtlað að slást upp á prestinn sinn, sem var einn í veizlunni, eins og lög gjöra ráð fyrir. Jeg skal játa það, að mjer þótti ekki taka því, að fara að segja söguna upp aptur með þessari tilbreytmgu; því í mínum augum er ofur-smágjör rnunur á því, hvort maður er heldur bundinn, vegna þess, að hann er svo vitlaus af brennivíni, að hann ætlar að slást upp á saklaust fólk, eða hon- um er haldið í sama skyni,—og þá með þeirri viðbót, að það var presturinn hans, og hann sómamaður, sem hann œtlaði að slást upp á! Sje nú svo, sem beinast liggur við að ætla, að yður sje þessi atburður fullkunnugur, þótt gerzt hafi ekki í nágrenni við yður, og að öll vörn yðar fyrir gjörvalla sýslu yðar sje byggð á mismuninum á nbundinnu. og »haldið«, þá tel jeg yður eigi öfundsverðan af þeim málstað. Jeg þykist alls eigi hafa sýnt mig í að vilja ófrægja »sýsluna yðar« fyrir drykkjuskap, þótt jeg segði frá þessu spaugilega atviki, til að sýna, til hvers drykkjusiðaflónskan getur leitt, hvar sem er. En hitt segi jeg, að held- er en að stökkva upp á nef sjer, ef eigi er látið satt kyrrt líggja, það er til hneykslis horfir, ættuð bæði þjer og aðrir góðir menn og mikils báttar í hverju hjeraði að leggjast á eitt til að útrýma ölfangahjátrúnni og drykkjusiðaflónskunni, og koma siðan, þegar það er búið, og gera heyrum kunnugt, bve mikilsverða framför þjer hafið afrekaða. En ekki fvr—ekki fyr! Með virðingu B. J. Leiðarvísir ísafoldar. 617. þegar maður hefir með ábýli sínu eyðiey sem liggur í öðrum hreppi en maður býr í, en flytur allan arð af henni heim til sin, og hrepps- nefndin í þeim hreppi, sem þessi eyðijörð eða eyði ey er, leggur aukaútsvar á árlegan arð af þessu á- býli t. d. dún, sel, gras o. s. frv., er þá rjett að leggja á grasið sem tekjustofn? og á nú að leggja á þetta stofna gjald „er samsvari útsvarinu eptir efnum og ástandi“? Sv.: Nei, ekki hægt að leggja sjerstaklega á grasnytina, og raunar ekki heldur á aðrar nytjar eyjunnar, úr því hún er ekki í neinni ábúð. 618. Hvað segist á því, ef húsráðandi leyfir ekki sóknarpresti sínum að húsvitja, hvorki að yfir- heyra börn sín nje heldur að taka manntalið, og lætur úti við hann óviðurkvæmileg orð fyrir dyr- um úti, þrátt fyrir það, að presturinn biður hús- ráðandann að gæta þess, að það muni segjast tals- vert á þvi, að hindra sig í því að gjöra þetta em- bættlsverk? Sv.: það varðar fangelsi eða sektum eptir &9. gr. hegningarl. 619. Er það ekki á móti lögum kirkjunnar, fyr- ir presta, aö gefa saman í hjónaband óhindraðar persónur í heimahúsum, án þess að leyfisbrjef sje fengið? Sv.: Jú, bannað í tilskip. 24 apríl 1824. 620. Er þessi aðferð; sem fyrirspurnin hér að framan hljóðar um, og farin er að tíðkast hjer um strandir, nokkuð saknæm fyrir hlutaðeigandi prest? Sv.: Já, varðar sektum eða fangelsi, eða jafn- vel embættismissi, „ef miklar sakir eru (144 gr. hegningl.) 621. Hvað hefir sá maður langa ábúð, sem hefir enga munnlega byggingu og er byggingarbrjefs- laus? Sv.: Æfilanga, ef hann hefir tekið jörðina með samþykki landsdrottins. 622. Er það rjett, að sýslumaður neiti lands- drottni um útburð á manni af jörð, þegar hann krefst þess á sina ábyrgð og honum hefir verið byggt löglega út af jörðinni fyrir jól? Sv.: Nei, bezt að áfrýja neituninni. 623. Hver á þá að bæta þann skaða, sem lands- drottinn hefir af því, að komast ekki af jörð sinni? Sv.: Sýslumaður, ef hann dæmist hafa haft lög- leysu í frammi. 624. Eru hreppsnefndarmenn skyldir að ferð- ast um hrepp og taka manntal, fyrir ekker endur- gjald? Sv.: það er engin lagaheimild tíl að greiða þeim neitt fyrir það. 625. Eru búfræðingar ekki skyldir að kaupa lausamennskubrjef, ef þeir setjast að í hreppnum við ýmsa algenga vinnu, en ráða sig ekki fyrir árs- eða sumarkaup hjá búnaðarfjelagi hreppsins? Sv.: J>að eru þeir trauðlega. 626. Getur eigandi þingstaðar bannað hrepps- nefndinni að byggja innanhrepps- húsmanni þing- húsið til íbúðar, eða heimtað borgun fyrir torfristu húsinu til þakningar? Sv.: J>inghúskvöðin á jörðinni felur eigi í sjer þá kvöð, að þar megi lika vera húsmaður (í þing- húsinu), en borgun fyrir torfristu á þakið mun á- búandi trauölega getað heimtað, hafi það eigi ver- ið áskilið upphaflega, er húsið var fyrst reist. 12 Margt ræddust þeir fjélagar við í einsetunni, meðan þeir voru með sæmilegu fjöri, um hagi sína og forlög, og minnt- ust vina sinna og vandamanna. En tíðræddast varð þeim um það, hvort þeim mundi verða bjargað eða eigi, og hvern veg það mundi atvikast. f>eir vissu glöggt, að heiman að, úr Akureyjum, gátu þeir eigi vænzt neinnar hjálpar, því þar gat eigi hafa sjezt til ferð þeirra út á ísinn, með því eyjar skyggðu á frá bænum, og því síður sást þaðan inn til Eagureyjar eða um leiðina þar í milli. Auk þess voru engin tnanna ráð þar til bjargar, þótt svo ólíklega hefði að borið, að eítthvað hefði vitnazt um hrakning þeirra. En um vini þeirra og kunningja á landi var það að segja, að þeir höfðu að vísu átt von á þeim fyrir jólin; en með því að ísinn var nýr og heldur ótraustur, sem fyr segir, þóttust þeir fjelagar vita, að á landi mundi engan grunað hafa, að þeir mundu hugsa til ferða. En það furðaði þá mjög, er eigi sá neinn vott þess, að tilraun væri gerð að bjarga þeim úr landi eptir að þeir höfðu gert vart við sig með því að hóa og kalla, og gátu þeir eigi rekið sig ur vitni um það, að hljóðið hefði hlotið að heyrast til lands. Virtist þeim nokkurn veginn skipgengt af landi öðru hvoru frá því á jóladag snémma. f>riðja dag jóla var enn bjart og fagurt veður, sem fyr, og ísinn rýmri en áður. En ekki er þess getið, að þeir hafi átt neitt við að hóa þá, með því þeir voru orðnir úrkula- vonar um, að því væri gaumur gefinn, úr því þeim hafði eigi orðið það að liði áður. f>á var og Stefán Björnsson orðinn svo máttfariun og rænulítill, að hann hjelt lengst af kyrru fyrir í kofanum. Leið svo fram um hádegi. 9 Tók þeim nú að veiklast von og bjuggust helzt við, að þeir ættu þarna beinin að bera. En viðfeldnara þótti þeim, ef þau yrðu forlög sín, að vinir þeirra og vandamenn fengju nokkra vitneskju um afdrif þeirra og allan atburð þennan. Kom Stefáni Eggertssyni það ráð í hug, að rista á göngustaf sinn fáorða frásögu um tíðindi þessi, og tók þegar til þeirra starfa. Var hann manna leiknastur að lesa bundið letur, með því hann var mjög handgenginn fornum sögubókum, og kunni því vel að binda letur og skammstafa. Hann hafði numið silfursmíðar og þar með leturgröpt nokkuð svo, og var því skurðhagur allvel. Stafurinn var áttstrendur að neðan, á álnar bili hjer um bil, en sívalur upp þaðan, eins og vel gerðir göngustafir eru flestir. Hann skar á fletina sendibrjef til Friðriks prests bróður síns, er hann unni manna mest alla æfi. Hjelt hann þeirri iðju fram dag hvern, ineðan les- bjart var, allan tímann, er þeir voru í eynni, og átti eigi eptir nema kvartilsbil af síðasta fletinum, þá er þraut þeirra var loks á enda. Nú leið jóladagurinn og nótt hin næsta. Annan dag jóla var veður allfagurt. Jakaburður var enn mikill umhverfis eyna í röstinni. Kom þeim þá það van- hyggjuráð í hug, að sæta færi, er jaka bæri að eynni, svo mikinn, að bera mundi tvo menn, og reyna að láta jak- ann bera sig til lands. En það var lán þeirra, að allir voru jakarnir smærri en svo, og varla annað en mulningur. því feigðarför mundi það hafa orðið. f>egar leið á daginn, fór ísinn að greiðast 1 sundur meira en áður, og flaug þeim þá í hug, að fleygja stafnum í sjóinn, með letrinu á, í þeirri harla völtu von, að hann mundi reka að landi svo

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.