Ísafold - 17.01.1891, Page 4

Ísafold - 17.01.1891, Page 4
20 «-L'-LLgS .......... ,-HIMIIM .... M... 630. Hvernig á jeg að fara að ná rjetti mínum á nágranna, mínum sem sífelt hefir [iann sið að reka fjenað sinn ýmist alveg að merkjum jarða okkar í þeim tilgangi að láta hanD renna yfir í mitt land, eða, ef hann heldur að enginn sjái til, þá að reka alveg i mitt land, en segir svo þegar jeg vanda um þetta viðhann: „jeg rek ekki í þitt land og það er laust við, að mig langi til að gjöra þjer ágang, en við því get jeg ekki gjört, þó fje mitt renni sjálfkrafa yfir merki"? Sv.: Lögsækja hann til skaðabóta, ef spyrjandi getur leitt sennileg rök að því, að honum hljóti að ganga það eitt til með umgetinn rekstur íjár- ins, að beita land spyrjanda. 631. Jeg fer að læra eitthvað til munns eða handa og er við lærdóminn í tiltekinn ára fjölda, -er jeg þá skyldur að borga bæjargjald á meðan jeg er að læra ? Sv.: Bannað er það ekki í lögum að leggja bæjargjald á slika menn, en ekki mun það þykja hæfilegt, nema sá sje fjáður nokkuð og ekki á annara vegum beinlínis. Til SÖlu er steinhús með helluþaki 14f al. langt og 12 al. breitt, alþiljað innan, með samtals 9 herbergjum uppi og niðri; hús þetta, sem stendur í Gerðum í Garði, fæst keypt við mjög vægu verði. jþeir sem sinna vilja boðinu semji sem fyrst við Jens Pálsson prest að Útskálum. Proclama. par sem bú Siguröar Benidiktssonar í Merkinesi í Hafnahreppi er tekið til skipta- meðferðar sem gjaldþrota, er hjer með eptir lögum 12. apríl 1878, sbr. o. br. 4. jan. 1861, skorað á alla pá, sem til skulda telja í tjeðu þrotabúi, að tilkynna skuldir sinar og sanna þcer fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá siðustu (3.) birtingu auglýsingar þessarar. Srifstofu Kjósar-og Gullbringusýslu 10. jan. 1891. Pranz Siemsen. Effersey fæst til legu næsta sumar, ef sam- ið er um það við landfógeta A. Thorsteinsson. Sveitalífið á íslandi. Fyrirlestur « eptir Bjarna Jónsson. Kostar í kápu 25 a. Um kosti og lesti sveitalífsins eða þjóðlífsins íslenzka: rækilega lýsing, með sögulegum dæmum, og nýjum k v æ ð u m innan um, og er þetta upphaf eins kvæðisins: jþú, fjallamóðir ! með bjarta brá, Sem brýtur unnir í norðursjá—- Eg vil ei flýja I veröld nýju þjer verð eg hjá. Niðurlag ritsins er þj ó ðh v ö t, er þannig byrjar: Vakna þú ! vakna þú ! unga íslands þjóö ! Aðal-útsala í bókaverzlun Isafoldar-prent- smiðju. A næstkomandi vori, 1891, óskast til kaups: 10—50 ær með lömbum, 5—20 hross, á öllum aldri, eða 5—20 vetra. 3—6 kýr, geldmjólkar, og sem bera frá 1. apríl til 21. júní, 10—40 hestar af vænum bandreipum, 10—50 pd. af íslenzku nautsleðri. Borgun í peningum út í hönd. A kaupanda vísar: Guð. Vigfússon á Klausturhólum. Skósmíðaverkstæði °g leðurverzlun j^gg~Björns Kristjánssonar"3@*| er í VESTUKGÖTU nr. 4. Skrifstofa fyrir almenning 10 Kirkjustræti 10 opin hvern rúmhelgan dag kl 4—5 e. h. Lœkningabók, nHjalp í viðlögum« og nBarn- fóstram fæst hjá höfundinum fyrir 3 kr 75 a. bókhlöðuverð: 4 kr. 50 a.). Ný kennslubók f ensku eptir Halldór Briem, kostar í kápu 75 a. innb. 1 kr. A bók þessa hefir enskufræðingurinn Jón Stefánsson, cand. mag., lagt svofeldan dóm (í jpjóðólfi). «Hún er handhægur og skemmtilegur bækl- ingur. Setningarnar eru langtum praktiskari en Eibes í «Hundrað tímum» og sama er að segja um samtölin aptan við og framburðinn neðanmáls 4 hverri síðu». «pessi litla bók er hin bezta islenzka kennslubók í ensku fyrir byrjendur, aðgengileg, ódýr og auðveld*. Aðalútsala í bókaverzlun Isafoldarprent- sraiðju (Austurstræti 8). PASSÍU SÁLMAR HALLGR. PJETHRSSONAR ný ritgáfa (38.) prentuð eptir eiginhandarriti hans, í handhægu broti, fást í bókaverzlun Isafoldarprentsmiðju (Austurstræti 8) og hjá öðrum bóksölum landsins. Verð: í einf. bandi gylt á kjöl 1 kr. í skrautbandi 1 kr. 50 a. Forngripasafnxð opið hvern mvd. og id. kl. 1 2 Landsbankxnn opinn hvern virkan dag kl. 12 2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12 - 2 útlán md„ mvd. og ld. kl 2 3 Málþráðarstöðvar opnar í R.vík og Hafnarf. hvern rúmhelgan dag kl 8—9, 10—2 og 3—5. Söínunarsjóðurinn opinn I. mánud. , hverjum mánuði kl. 5 6 Veðurathuganir i Reykjavik, eptir Dr, J. Jónaasen. 1 1 Hiti (áCelsius) ' Loptþyngdar- mælir(millimet.) Veðurátt, jan, |ánóttu|um hád.j fm. em. fm | em. Mvd.14. -r- 1 + ! 787-4 7849 Svhd O d Fd. 15. 4- ?. + 4 78! 3 ni.' S h d O d Fsd. ió. Ld. 16. + 2 -r- 3 + 6 774.7 759.5 76 >.0 O b ÍSahd S h d | Sama veðurblíöam undanfarna daga, optast logn eða hæg sunnangola (S. Sv) með nokkurri vætu. I dag (17.) hægur á sunnan-útsuunan með þoku- svækju í morgun, og mjög dimmur. Rítstjór, Björn Jónsson, cand. pbil. Prentsmiðia IsafoJda'. 14 f>að mun hafa verið á jólanótt sjálfa, er Jón Eggertsson dreymir Stefán bróður sinn, að hann kemur á gluggann, er Jón svaf undir, og hefir járnkarl í hendi, og vill brjótast inn. |>ótti Jóni sem bróðir sinn væri reiður mjög og vildi vinna sjer mein eða jafnvel hafa líf sitt. Hann hrökk upp við draum þennan og þótti hann illur og óviðfeldinn. Segir hann draum sinn að morgni, sem vandi er til, og fekkst eigi meira um. Aðra nótt dreymir Jón aptur hinn sama draum eða líkan mjög, og fannst fátt um. Hafði hann orð á því um daginn við heimamenn, að líkast væri því sem Stefán bróðir sinn hefði þungan hug til sín. Leiti er nokkurt í Fagradal ytri skammt upp frá bænum. J>að var sögn manna, að þar hefði einhverntíma verið borið út barn, og þóttust smalamenn og aðrir, er þar áttu leið um, heyra stundum ámátlegt gól eða vein fyrir ofan leitið, og kölluðu útburðarvæl. Hefir slík trú verið algeng víða hjer á landi til skamms tíma, sem kunnugt er. Heimamenn í Eagradal töluðu um, að illa Ijeti í útburðinum venju fremur um þessi jól. En nýlunda að meiri þótti þeim það, að nú kom hljóðið úr gagnstæðri átt því sem áður var, og upp úr sjónum, sögðu þeir. En slík tilbrigði komu eigi gömlum mönnum á óvart; því eigi halda forynjur ávallt kyrru fyrir á sama stað, og sízt á hátíðum, slíkum sem jólum og gamlárs- kveldi. Messað var í Búðardal á þriðja í jólum, er mun hafa borið upp á sunnudag ; þá heita brandajól. þar var margt fólk við kirkju, því veður var fagurt. f>á bjó þar Friðrik prestur Eggerz, og var aðstoðarprestur föður síns, er þá hjelt 15 Skarðsþing (46 ár alls). Áður en gengið var í kirkju, barst í tal um lætin í Eagradal, og mun sumum hafa þótt svo sem vera mundu fyrir tíðindum. Prestur heyrir hjal þetta undir væng og ámælir sóknarbörnum sínum fyrir heimsku þessa og hjátrú. Kom honum þegar í hug, hvert efni tnundu í vera : að þar mundu menn staddir í lífsháska, og hafa hóað til þess að gera vart við sig. Hann hraðaði messunni sem mest hann mátti, Ijet syngja eitt vers fyrir hvern sálm, en sagði svo fyrir áður, að hafa skyldi hest sinn söðlaðan í messu lok ; ríður síðan af stað inn að Fagradal þegar eptir embætti. Nú er að segja frá því, að þegar fólk var farið til kirkju og húslestri lokið í Innri-Eagradal, gengur Helga Sigmunds- dóttir tii fatakistu sinnar og ætlar að viðra föt sín. Hún átti kíkir, er hún geymdi í kistunni og lá ofan á fötunum. Henni kemur í hug, að móða muni hafa safnazt á glerin, skrúfar kíkirinn sundur og fer að þurka upp glerin. Að því búnu vill hún reyna kfkirinn og gengur út með hann á hlað; bregð- ur honum fyrir auga sjer og miðar fram á fjörð. Hún ber kíkirinn fyrir eptir firðinum út og inn, og lendir Fagurey í sjóndeildarhringnum. Hún sjer einhvern dökkna hreifast á eynni, verður bylt, gengur inn þegar og spyr Ólaf bónda, hvort nokkrar skepnur eigi að vera í Eagurey. Hann kvað nei við ; kindur þær, ér þar hefðu verið til haustgöngu, væru heim fluttar fyrir löngu. Helga kvað þar þó eitthvað kvikt á ferð. Ólafur bóndi tekur kíkirinn, gengur út og sjer brátt, að menn eru í eynni. Hann bregður við þegar og tekur menn með sjer, hrindir fram bát og ræðst til ferðar, en ljet áður mjólka kú og hafði með sjer mjólkina spenvolga

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.