Ísafold - 24.01.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.01.1891, Blaðsíða 2
26 aoah»xitsm***-r~~——i rmnfnr- • • Trnmrnrnn- - -m-ifrrrrinMMMiir TrmrnTrrmmr nQnuunuLWDnm Óþarft og hjegómlegt viðhafnarprjál mun mjög hafa farið i vöxt á síðari árum, og það svo, að jeg ætla að margur fátæklingur og hreinir öreigar hafi í því efni farið lengra en kringumstæður þeirra leyfðu. það er margt, sem getur að rjettu lagi kallast heimska, þó að menn hafi efni á að framkvæma það, og þurfi ekki að eyða ann- ara fje til þess. það er samt fje þjóðfje- lagsins, sem ekki verður brúkað til annars þarfara, þegar þvf hefir verið eytt í þennan eða annan óþarfann; en hvað þá þegar þetta er lánsfje, sem ef til vill aldrei verður borgað, eða það er tekið frá brýnustu þörfum eptir- lifandi vandamanna. Að líkkisturnar sjeu traust smíðaðar og hreinlega frá þeim gengið, virðist vel við eiga, og allur líkbúnaðurinn hreinlegur. En hvað sem þar er fram yfir, er hvorki til virðingar hinum dauðu eða eptirlifandi náungum, og allra sízt er það til huggunar. Allt annað er að segja um vel samdar lík- ræður, snotur erfiljóð og varanleg minningar- merki. En svo er ekki til néins að hafa kisturnar sjálfar með viðhafnarskrauti; því að augað kemst ekki að þeim þessu fáu augnablik, sem þær eru ofan jarðar, svo á sama stæði, þó það væru eintrjáningar holaðir innan, og líkunum væri svo rennt á endann ofan í þá og fæturnir látnir ganga á undan að fornum sið. En af hverju er það, að líkkisturnar geta ekki sjezt meðan þær eru ofanjarðar? jpví valda þessir óviðjafnanlegu kranzar, þessi furðuverk mannlegrar heimsku. f>að er ekki svo mikið tiltökumál, þó að látin sjeu fáein blóm á líkkistur ungbarna. En þegar líkfjalir fullorðinna manna eru þaktar svo, að ekki sjest, hvort það eru verklega smíðaðar kistur eða það er sívalur, maðksmoginn rekadrumbur, brimbarinn í báða enda, þá detta mjer í hug, er jeg er einn af áhorfendunum, þessi orð Hallgríms : »Erfisdrykkjur og ónýtt prjál Ekki á skylt við þetta mál«. Og hvað mundi hann hafa sagt, ef hann hefði fengið að sjá þessi læti ? — Slíkt hefir þó ekki þekkzt á hans dögum. En þetta á nú líklega að vera vottur vaxandi menntunar og gert til virðingar við hinn framliðna, og ef til vill af sumum til að sýna hluttekningu í söknuði náunganna, —ef þetta væri þá á stundum annað en til að sýnast fyrir mönn- um. það efni, sem í kranzana er borið, er ekki óþokkalegt. En samt virðist ekki við eiga, að vera að hengja það utan á dauða menn eða Hkfjalir þeirra, sem allír mundu hlægja að ef það væri látið utan á lifandi menn. Skyldi ekki einhverjum verða á að brosa, ef heldri menn bæjarins væru allir þaktir í krönzum gangandi á götunum? jpað er ætlan mín, að þessi heimska, sem jeg kalla svo, hafi stórum farið í vöxt síðan Jón Sigurðsson var hjer jarðsettur, og að menn sjeu að stæla þá viðhöfn, sem þá var höfð. En hvað mundi hann nú hafa sagt, ef þetta mál hefði verið borið undir hann í lifanda lífi, hvort svona skyldi til haga við jarðarför hans, eins og gert var, og koma svo þjóðinni á að ganga einhverja hófleysis- götu og rífa upp jörðina og gera hana að flagi og langvinnri landauðn ? Jpað er full ástæða til að halda fyrir alla, sem nokkuð þekktu hann, að hann mundi hafa sagt eitt snjallt nei; og svo mundi verða um marga fleiri. Annað mál er það, þó að glisgjarnt fólk, menn og konur, hengi utan á þennan for- gengilega líkama ýmislegt glingur, meðan lífsöflin halda honum uppi, og þó geta orðið svo mikil brögð að slíku, að það verði fyrir fyrirlitningu vitrari manna og heilbrigðrar skynsemi. Og almennt eru meun svo vel að sjer, að þeir vita, að »hold er mold, hverju sem það klæðist«, hvað þá þegar það er orðið að líflausri moldu. En hvað er svo vanalqga meginefnið í þessum krönzum ? þ>að er hið íslenzka lyng, þessi vernd og hlíf jarðvegsins, og þetta kjarngóða og þrautseiga beitarfóður sauðfjenaðarins, þar sem það er til. það er eins og heimska sumra manna og skeytingarleysi um framtíð landsins vilji með öllu móti vera samtaka í að gefa því orði sigur, að Islancl sje að bldsa upp. Jeg minnist að hafa sjeð það fyrirboðið, að rífa lyng í landi Eeykjavíkurbæjar. En hvaðan er þá allt þetta lyng, sem borið er í kirkjugarðinn hjer? jpað er úr nærliggjandi jarða löndum, helzt úr Seltjarnarnesshrepp, þá Garðahrepp, máske lítið eitt úr Mosfells- sveit; og sjeð hefi jeg menn sunnan úr Grindavík og Krísivík reiða til bæjarins ekki svo sjaldan knippi af einirhrísi. það er nú orðin heldur torfengin jurt hjer nærlendis, og ekki ólíklegt með þessu framhaldi, að hún hverfi með öllu, eins og geirfuglinn. Mikið af þessu lyngi sem í kranzana er notað, hefir allt til þessa verið rifið upp í leyfisleysi, og þetta er nú sá mikli heiður fyrir hinn framliðna, að hengja kranza utan á líkfjalir hans, opt úr ófrjálsu efni. En látum efnið vera frjálst, eins og opt er,—hvaða hugmynd skyldi allur fjöldi manna hafa um það, á hvern hátt hinum framliðna væri greiði gjör með þessu ? Skyldi nokkur ímynda sjer, að hinn dauði væri að leika sjer að þessu, eins og segir í gömlum þjóð- sögum um þá, er grafið hafi peninga í jörðu, að þeir vaki allar nætur og sjeu að telja þá og hringla í þeim. Hvern veg sem jeg velti því fyrir mjer, get jeg ekki neitt gagn sjeð að þessu eða neinn heiður fengið út úr því, og ekki annað en að það sje eingöngu til að spilla landinu, búa til flög og gera landauðn, hjálpa eldi og öðru skaðræði til að uppræta þessi síðustu gullkorn landsins, og búa til óuppræktanlega eyðimörk handa hinni komandi kynslóð, til að lifa á við fiskileysi, kulda og klaka. þ>ó eru það sumir menn, sem jeg hefi ekki á móti að sýnd væri sú viðurkeuning, að látnir væru nokkrir kaldir og hvítir lyng- kvistir á kistu þeirra, til þess að jartegna þar með, að þeir hafi skemmt sitt föðurland: það eru þeir menn, sem mest hafa rifið upp af skógum og lyngi. Mundi ekki vera skynsamlegra að verja hóflega miklu fje til jarðarfarar framliðanna, en verja því heldur til menntunar og menn- ingar þeim, sem eptir lifa; því — Dauður enginn drottinn þjer Dýrð í þessum heimi tjer Heldur sá sem :/: líf þú ljer:/: Útdráttur eða ágrip af rjettarrannsókn fyrir lögreylurjetti Beykjavíkur. Ejettarhald 8. janúar 1891. Lagt fram brjef amtmanns 7. janúar, svo látandi að að- alefni: Eins og yður, herra bæjarfógeti, er kunn- ugt, birtíst hjer á prenti frá Ejelagsprent- smiðjunni 5. þ. m. blað »Eeykvíkingur« nr. 1, sem Jón Erlendsson, dómkirkjuhringjari, er talinn ábyrgðarmaður að. Nú með því að tjeður Jón Erlendsson sjálf- ur munnlega hefir tjáð mjer, að hann hafi eigi leyft að setja nafn sitt á þetta blað, og með því hann í blaðinu Isafold, er út hefir komið í dag,--------lýsir því yfir, að nafn hans hafi að honum óvörum, fornspurðum og allsendis heimildarlaust verið sett í ábyrgð- armanns stað á blaðið »Beykvíkingur« nr. 1,. þá sýmst hjer berlega liggja fyrir framinn giæpur, er verðskuldi stranga hegningu. (Nið- urlag brjefsins er skipun um rjettárrannsókn). 1 rjettinum mætti án fyrirkalls að tilhlut- un dómarans Jón Erlendsson, hringjari við dómkirkjuna, og var alvarlega áminntur um sannsögli og að hann ætti að vera viðbúinn að vinna eið að framburði sínum. Vitnið er 38 ára gamall og skýrir frá á þessa leið: Einu sinni í fyrri hluta desembermán. síð- astl. kom vitnið í sölubúð Valg. Breiðfjörðs kaupmanns, og fór hann þá að leitast fyrir hjá vituinu, hvort það vildi vera með f efa út blað, sem nokkrir menn hjer í biéfium hafi tekið sig saman um að halda úti og sem ætti að ræða um þrifnað og ýmislegt annað, er betur mætti fara hjer í bænum. Vitnið svaraði þessu þá litlu eða engu. En nú rjett eptir nýárið, 2. eða 3. janúar, ljet Breiðfjörð sækja vitnið út á götu mn til sín í herbergi sitt (kontórinn) og ámálgaði þá aptur þetta, hvort vitnið vildi vera með að gefa út blaðið, setn hann þá ekki nefndi neinu nafni, enda spurði vitnið ekki að því,. og spurði hann vitnið, hvort rita mætti nafn hans undir blaðið. Vitnið svaraði, að það hefði eigi á móti því, að vera með í blaði þesau og leyfa að rita nafn sitt undir það, en þó ekki undir neitt annað en saklaust og meinlaust og ekki undir meiðyrði eða skamm- ir um neinn mann. Breiðfjörð spurði vitnið, hvort það kynni að skrifa og vildi fá það til að skrtfa undir blað, sem hann hafði, en vitn- ið, sem er óskriíandi og ólesandi á skript, sagði Breiðfjörð þetta, og kallaði hann þá á þorleif Jóelsson bttðarmann sinn og spurði, hvort hann (o: þorleifur) mætti skrifa nafn vitnisins; gaf vitnið það til leyfis, en þó með sama skilyrði og áður, að eins undir allt meinlaust og saklaust.------ Ekki var skjalið lesið upp fyrir vitninu, hvorki undan nje eptir undirskriptinni, og ekki var vitninu sagt, að það ætti að standa. sem ábyrgðarmaður á blaðinu.-------— Ekki var vitninu boðin nein borgun fyrir þessa hluttekning sína í útgáfu blaðsins og vitnifi krafðist hennar ekki heldur. Vitnið minnir, að það fengi við þetta tækifæri eitt pínulítið staup af brennivíni hjá Breiðfjörð, en það fullyrðir, að það hafi verið fyllilega algáð. —- Ekki sagði hann (Breiðfj.) vitninu frekara um það, sem í blaðinu ætti að standa^------- |>ar sem vitnið hafi látið prenta í ísafold yfirlýsing um, að nafn sitt hafi verið sett að sjer óvörum, fornspurðum og allsendis heim- ildarlaust í ábyrgðarmanns stað á blaðið »Eeykvíking«, þá sje þessa yfirlýsing svo að skilja, að það hafi alls ekki gefið leyfi til að setja nafn sitt undir blað þess efnis, er »Eeykvíkingur« síðan hafi haft meðferðis.—■ Ejettarhald 10. janúar : í rjettinum mætti f>orleifur Jóelsson, 22 ára.----Hann skýrir frá því, að það hafi verið á laugar- daginn, að því er hann minnir, að Breiðfjörð kaupmaður, húsbóndi hans, kallaði á hann og Guðmund Gíslason inn á kontór til sín úr búðinni, þar sem þeir voru báðir ; þegar þeir komu inn til Breiðfjörðs, var þar inni Jón Erlendsson dómkirkjuhringjari. Breið- fjörð beiddi þá að skrifa sem vitundarvotta undir skjal, er maður ætlaði að handsaJ®

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.