Ísafold - 24.01.1891, Síða 3
27
nafn sitt undir. |>orleifur spurði, hvaða
pappírar það væri, og svaraði Breiðfjörð, að
það væri pappírar, sem þorleifi væri óhætt
að skrifa undir sem vott.
(Niðurlag næst).
Næeei geeninu!
í heimalandi pjóðvillunnar, sjálfri Isa-
fjarðarsýslu, er henni lesinn þannig pistill-
inn í brjefi til ísafoldar frá málsmetandi
toanni 23. desbr. f. á.
»f>essi nafnfrægi snepill, sem fauk fram úr
hreiðri þjóðviljans í sumar, var líka hjer á
flökti, en hvervetna fyrirlitinn, sem »hurnbug»
af stærsta tagi; og synd væri að ímynda sjer,
að þjóðvillu-flokkurinn hefði aukizt við þetta
hjer um pláss. Nei; mjer er óhætt að full-
yrða,, að virðing almennings fyrir ritstjórn-
inni lækkaði talsvert við þetta, enda eru alls
þrir kaupendur að blaðinu hjer í hreppi; tveir
munu lesa hann, annar þó ekki nema í úr-
ræðaleysi með aðrar bækur eða blöð til dægra-
styttingar, hinn (heldur hann) handa öðrum
að lesa, en sá þriðji segja menn muni fá blað-
ð sjer kostnaðarlítið, og sýnir mikla auðsveipni
með að taka einlægt við. það er heldur eigi
að búast, að slíkt blað, sem er jafn-upp-
iynt með ósannindi, hroka og persónulegum
meiðyrðum til æðri sem lægri, geti fuudið eptir-
sókn og velvild landsmanna. Að svona dreng-
ir þykist og vilji berjast fyrir frelsi og farsæld
þjóðar sinnar, er hræðileg tilhugsun. þetta
er álit mitt í þessu efni, og frá því vík eg ekki
-----mun aldrei frá því víkja eitt fet.«
Skipstrand- Mánudag 19. þ. m., í
dimmviðris-kafaldsbyl, strandaði við Garð-
skaga kaupskip, Peter, á útleið frá Dýrafirði
og Ólafsvík, hlaðið íslenzkum vörurn: urn 100
tunnur, 150 skpd af saltfiski, ull, fiðri o. fl.
Mannbjörg varð, og skip og vörur lítið skemmt
eða ekki.
Manntjón af slysförun. Bátstapi
varð í Jökulfjörðum 4. des. f. á. (ekki 4.
jan.) komst formaður lífs af, en hásetar 3
drukknuðu: Vagn Ebenezerson og Kristján
Jónsson báðir frá Leiru, og Jónatan Jónsson
í Eurufirði.
Maður varð úti á Svínadal í Dalasýslu
rjett fyrir jólin, vinnumaður frá Hvítadal í
Saurbæ.
Kaupfjelag Reykjavíkur- Ársfundur
var haldinn f fjelaginu 22. þ. m. Fjelagið
hafði árið sem leið keypt vörur fyrir nál.
15,700 kr., me3t útlendar; — sauði fyrir rúm
2200 kr., ísl. smjör fyrir tæp 300 kr. þetta
ár er búizt við helmingi meiri vörukaupum
að minnsta kosti, eptir pöntunum, sem komn-
ar eru nú þegar. Viðskiptin voru nær ein-
göngu við Fischers-verslun, og verða líklegast
áfram. Með reikninga-samanburði má sýna,
að fjelagsmenn hafa fengið langt um betri
kaup en t. d. pöntunarfjelög Árnesinga.
Stjórn fjelagsins vann kauplaust árið sem leið,
en nú var henni ákveðin ofurlítil þóknun
(200 kr.). I stjórn voru endurkosnir : Sigfús
Eymundsson og Sighvatur Bjarnason, og þriðji
fyrir á þessum tíma, eigna margir því, að nú
hefur brdðasntt gjört vart við sig víða, þó ekki
sjeu, enn þá, mikil brögð að því; flest dautt
úr henni í Bæ á Selströnd milli 30 og 40 og
á Beykhólum milli 20 og 30.
Heldur má nú sjá merki til fjörs og fram-
farahuga almennings í þessum plássum, sök-
um góðærisins um 2 ár næstliðin; því vex
hugur þá vel gengur. Hafa búnaðarfjelaga-
fundir verið haldnir í mörgum hreppum og
áformað að auka og efla slíkfjelög, sem nú
eru til og mynduðust hjer fyrir nokkurum
árum, og naumast höfðu meira til síns ágæt-
is að svo stöddu en nafnið tómt, því þó
stöku búendur, hafi skarað fram úr, og gjört
stórvirki á ábýli sínu, var það ekki þessum
fjelögum að þakka, heldur af eigin kvötum
ábúenda. Einnig hafa pöntunarfjelagafundir
haldnir verið hjer, og í nálægum plássum,
og áhugi manna lýst sjer í því, að heita
meiri framlögum af innlendri vöru en verið
hefur. þar að auki hefir að sögn í hverjum
hreppi í Strandasýslu myndazt fjelagsdeild,
til við bótar þessu Dalasýslufjelagi, með því
skilyrði, að vöru skip fáist frá Englandi á
hafnir vestanvert við Húnaflóa. I einum
maður síra þórhallur Bjarnarson prestaskóla-
kennari.
Barðastr.sýslu sunnanv. 6. jan. 1891: »Eins
og veðurátt var mjög óstöðug og umhleyp-
ingasöm í allt haust og framan af vetri þess-
um, þannig var hirn líka næstliðinu mánuð
fram að jólum, en síðustu viku hins liðna
árs var líkust veðurátt reglulegri vorblíðu:
logn og stilla, optast þíða, og stundum um
4—5 gr. hiti á B., jörð nri að sjá marauð í
byggð og fjöll fannalítil.
Fremur hefur verið notuð útibeit fyrir sauð-
fje í titibeitar og fjörubeitar-plásum framan
af vetri þessum sökum frostvægðanna; var
fullorðið fje ekki tekið á hús fyr en skömmu
fyrir jól vestanvert við Steingrímsfjörð og
víðar, en vegna slagviðranna, sem opt koma
hrepp hjer í sýslu sunnan til hafa þó þrír
efnuðustu og kraptmestu bændurnir það svo,
að þeir pota sjer út úr, og ætla að verzla
sjer við fjelagið; taka sumir þeirra með sjer
sína vildarmenn, án þess að stofna fjelags-
deild fyrir allan hreppinn. Hvort hinir fátæku
hreppsbúar, sem eptir eru, hafa þrek til að
stofna sjer verzlunardeild í hreppi þessum,
þegar hinir eru frá gengnir, er enn óráðin gáta.
Kvillasamt hefir verið framan af vetri
þessum, og meir á börnum en fullorðnum,
af kvefi og brjóstveiki; þó hefir fátt dáið
hjer í plássi og enginn fullorðinn.
Enda þó prestar vorir muni ekki hafa van-
rækt að minnast þessa góðæris, eptir vorri
gömlu og góðu trúarvenju, virðist ekki ónauð-
synlegt að minnast þess frá efna- og hagfræðis-
legu sjónarmiði. Má það teljast með beztu
24
Glansar drósin brúna blíð,
brúðar hrós ei sjatni,
akurrós md reiknast fríð
But d Ljósavatni.
But var eitt sinn á ferð í köldu veðri og mætti karl-
manni, segja menn það væri Guðmundur hreppstjóri. (Hún
kvað þá vísu, heldur klúryrta og ókvennlega, og hann aðra
slíka í móti). Kom svo síðar, að Guðmundur fekk Eutar ;
hann hafði búið áður með ráðakonu millí kvenna; en er hann
tók But til sín, vildi hún ráðskonuna þegar á brautu, og kvað
um hana, og er þetta ein stakan :
Garðalóar grundin hjer,
geysi-ljótur kvoti,
skarðar ró, með falsið fer,
farða króar rdðin ber.
þá Guðmundur fekk Butar, var þetta kveðið :
Báðugur fekk róms um hlje
But frá Ljósavatni
gullbaugs furu glansandi
Guðmundur í Kaupangi.
þessa vísu kvað But um Júdit systur sína og konu þá,
er Halla hjet, er vináttu tóku með sjer, en báðar þóttu all-
stórlyndar, ef út af bar :
Verði dstin varanlig
víst md undur kalla,
jeg veit að þær jafna sig,
Júdit mín og Halla.
21
En þessa vísu eigna menn Jónatan um Odd afa sinn :
Fjalla skauða foringinn,
fantur nauða grófur,
er nii dauður afi minn,
Oddur sauðaþjófur.
En engir hafa þess getið, að Oddur sá væri að stuldum kunn-
ur; allmargar er sagt að væri slíkar vísur þeirra systkina, þó vjer
hvorki nennum nje vitum að rita; en minnr hefir verið á
lopt haldið þó margar megi þau efnisfegri vísur kveðið hafa.
þeim bræðrum báðum var kornið í Hólaskóla síðarla á
dögum Gísla Magnússonar Hólabiskups (1755—1779). Bóas
var eldri og fór fyrri nokkuð í skóla en Jónatan ; sagt er, að
enginn þætti þeim samtíða í skólanum (fremri) að námi og
eðlisvitru, og all-fjörugir, einkum Jónatan, því manna var hann
ófyrirleitnastur ; en Bóas var um það hægri.
II. kap. Bóas tekur aðstoðarprestsvígslu.
Eigi ætlum vjer að Bóas væri lengi stúdent áður hann
vígðist aðstoðarprestur Ingjaldar prests Jónssonar í Múla
(1776—1804); gekk hann þá að eiga ekkju þess manns, er
Símon hjet og búið hafði í Örnudal; hún hjet Margrjet;
bjuggu þau fyrst í grennd við Múla. Margrjet var skapstór,
og er sagt að lítt færist henni við mann sinn, en sagður er
hann maður skemmtinn og blíðlátur. Soffía hjet dóttir þeirra.
Tómas hjet maður, kallaður »hörmung«; lftill var hann
og væskilslegur; hann var vinnumaður Bóasar prests. Ann.
an húskarl hafði hann, er Jón hjet og var Jónsson, smiður
góður, og kallaður vel að sjer ; griðkona prests hjet Steinvör,