Ísafold - 28.01.1891, Blaðsíða 4

Ísafold - 28.01.1891, Blaðsíða 4
32 0----LiiJili!lJ5LL-L!LL—ii-J!LJ--iEl'1' sem koma nauða-skoplega við, eptir því sem því málgagni er háttað, að góðgirninni(!) alveg slepptrí. Mættu þeir, sem að «Fj-kon.« standa, þakka fyrir ef þeir kæmust nokkurn tíma með tærnar þar, sem Gísli hafði hælana, og það ekki sízt einmitt 1 íslenzkum sagnafróð- leik og sagnalist.— Undir þennan dóm hefir blaðið svo krotað undirskriptina nSveitakarU, og mun óhætt að fullyrða, að hver rjettur og óspilltur sveitakarl mundi mótmæla því að láta óvirða stjett sína með því að taka þaðan »lepp« undir jafn-rangsleitinn og heiinskulegan sleggjudóm. í sömu grein í »Fj.kon.« og frá sömu heil- næmisuppsprettu (!) gýs upp sú dýrmæta vizka, að dægradvöl sje útlent leikfang og ekki íslenzkt, og því á að hafa verið ósvinna að flytja söguna »Dægradvöl« í upphafi þsssa árgangs Isafoldar. En hafa þá hinir sí-gleiðu »Fræða-Gíslar« »Fj.koounnar« ekkert veður af því, sem nálega hvert mannsbarn á landinu veit, að fæstar hinar fegurstu þjóðsögur vor- ar eiga við áreiðanleg söguleg sannindi að styðjast, í smáu og stóru, og að það eru ekki nema mestu skynleysis-bjálfar, sem fella þær í gildi fyrir þær sakir? Proclama. par sem bú Sigurðar Benidiktssonar í Merkinesi í Hafnahreppi er tekið til skipta- meðferðar sem gjaldþrota, er hjer með eptir lögum 12. apríl 1878, sbr. o. br. 4. jan. 1861, skorað á alla pá, sem til skulda telja í tjeðu þrotabúi, að tilkynna skuldir sínar og sanna þœr fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu (8.) birtingu auglýsingar þessarar. Srifstofu Kjósar-og Gullbringusýslu 10. jan. 1891. Franz Siemsen. þeir sem enn eigi hafa borgað árstillag sitt (3 króna) til náttúrufrœðisfjelagsins fyrir árið 1890, eru hjer með beðnir að borga það sem fyrst til gjaldkera fjelagsins Dr. Jónassen. "’l* 1 11 » J iim j ... Hjer með er skorað á erfingja Ólafs Jóns- sonar, sem andaðist að Súluvöllum á Vatns- nesi hinn 21. júli f. á., að gefa sig fram, og sanna erfðarjett sinn eptir hann fyrir skipta- ráðandanum hjer í sýslu, innan 6 mánaða frá siðustu birtingar þessarar auglýsingar. Skrifstofu Húnavatnssýslu 8. jan. 1891. Lárus Blöndal_____________ tösr* Kaupmenn þeir, er kynnu að vilja selja Kaupfjelagi Reykjavíkur vörur á yfir- standandi ári, snúi sjer til undirritaðrar stjórnar fyrir 1. febr. næstkomandi. Reykjavik 24. jan. 1891. Sigfús Eymundarson. Sighvatur Bjarnason. þórhallur Bjarnarson. 5. partur 1 góðri prjónamaskínu fæst til kaups fyrir 25 krónur. Ritstjóri ísafoldar vísar á seljanda. Óskilakindur seldar í ölfushrepp haustið 1890: 1. Hvítur lambhrútur, mark: blaðstýft fr. h., mið- hlutað í sneitt apt. v. 2. Hvítkollótt ær, mark: hamarskorið h. hang- andi fjöður fr. v. 3. Lamb með sama marki. 4. Hvítur lambhrútur: stúfrifað biti fr. h. sýlt biti apt. v. 5. Hvíthyrnd ær 4 vetra: tvístýft apt. h. standfj. fr. hangfj. apt. v. Hornmark: heilrifað bæði horn, 4 skorur fr. hægra horn. 6. Hvítur sauður, sneitt fr. h. hálftaf apt. biti ír. v. 7. Hvítur sauður, sýlt fjöður fr. h. blaðstýí't fr. hangandi fj. apt. v. 8. Morflekkótt lambgimbur, blaðstýft fr. h. sneitt apt. v 9. Svört lambgimbur, ekkert hægra, sýlt fj. fr. v 10. Svartbotnótt lambgimbur, blaðstýft apt. biti apt. h. blaðstýft apt. v. 11. Hvítur lambhrútur, blaðstýft apt. h. ekkert v. i2 Hvít lambgimbur, heilrifað biti apt. h. sýlt biti apt. v. 13. Hvítur sauður veturgamall^blaðstýft fr. h. stýft standfj. apt. biti fr. h. 14 Hvítur lambhrútur, gagnij. h. 2 fjaðrir apt. v. 15. Morflekkótt lambgimbur tvístýft fr. biti apt. h. sneitt fr. biti apt. v. Andvirðisins má vitja til undirskrifaðra til næst- kom. veturnótta, að frádregnum öllum kostnaði. Ölveshreppi 28. desember 1890. Jón Jónsson. Jakob Árnason. Selt óskilafje í Staðarhreppi haustið 1890: 1. Tvævetur sauður, mark: tvírifað í stúf h. gagn- bitað v. 2. Lamb, mark: stýft fj. fr. h., stýft v. 3. Lamb, mark: sýlt, h., stúfrif'að og gagnbitað v. 4. Lamb, mark: stig apt. h., hálftaf apt. v. 5. Veturgamall sauður, mark: íögg fr. h., s eitt a. v. og geta rjettir eigendur vitjað andvirðis fjár þessa til undirskrifaðs, að frádregnum kostnaði, fyrir næstu fardaga. Stað í Hrútafirði 20. desember 1890. Ásgeir Jónsson. P A S S í U S Á L M A R HALLGK. PJETCJRSSONAR ný útgáfa (38.) prentuð eptir eiginhandarriti hans, í handhægu broti, fást í bókaverzlun Isafoldarprentsmiðju (Austurstræti 8) og hjá öðrum bóksölum landsins. Verð: í einf. bandi gylt á kjöl 1 kr. í skrautbandi 1 kr. 50 a. Lœkningabók, vHjalp í viðlögumn og »Barn- fóstram fæst hjá höfundinum fyrir 3 kr 75 a. bókhlöðuverð: 4 kr. 50 a.). Forngripasaínið opið hvern mvd, og ld. kl. 1-2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl, 12-2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12-2 útlún md„ mvd, og ld, kl. 2 --3 Málþráðarstöðvar opnar i Rvík og Hafnarf. hvern rúmhelgan dag kl. 8—9, IO—2 Og 3—5. Söfnunarsjóðurtnn opinn 1. mánud. , hverjum mánuði kl, 5 6 Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen. Hiti (á Celsius) Loptbyngdar- mælir(millimet,l Veðurátt. jan. ánóttu|um hád. fm. em. fm. em. Ld. /4. 4- 8 -r- 5 1 741-2 744.2 O b O b Sd. 25. 4- 9 » 741.7 736.6 Nahb A h d Md. 26. O + I 739-1 74'.7 Ahd Ahb pd. 27. Mvd.28. -L 6 -r- 4 +• 3 744. ’• 736,6 744-2 A h b A hv d A h b Undanfarna daga hefur optast veríð hægur austan- kaldi, bjart og gott veður með mjög vægu frosti og mjög lítil hreyfing á loptþyngdarmælinum. í dag (28.) austan, hvass, dimmur. snjór úr lopti. Ritstjóri Björn Jón.sson, cand. phil. Frentsmiðja Isal'oldai. 26 hundruð í Kaupangi. Sjá er, að Rut dæi barnlaus; lifði Guðmundur hana og kvongaðist í þriðja sinn. VI. kap. Frá Jónatan stúdent. Jónatan bróðir þeirra Bóasar var lengi stúdent; hann gat barn við mær einni gjafvaxta, er þuríður hjet, en barnið hjet Elín; fekk hann síðar uppreisn og leyfi að giptast þuríði, en hún andaðist áður hann fengi hennar; en svo unni hann henni dátt, að það er til dæmis talið, að þá þau hjöluðu saman eitt kveld, brann ljós á skrifborði, og er þau gáðu að, var gat brunnið á borðið; átti hann borðið síðan alla æfi sína, og vildi aldrei við gatið gera, þó hann væri hinn bezti smiður og fagur-smíður með afburðum; kallaði hann galla þann á borðinu vera skyldu til minningar þess, að hann unni þuríði af öllum hug. Elín dóttir þeirra fór utan með Yilhjálmi Krogh sýslumanni Húnvetninga (1800—1805), og er mælt hún giptist þar. Eptir það varð Jónatan verzlunarmaður um hríð í Spá- konufellshöfða fyrir Sören Stiesen, en sá hjet Hannibal Bolt, er vera átti fyrir verzlaninni með Jónatan. það var þá eitt sinn, að Jóhannes bóndi Jónsson á Breiðavaði kom í Höfðann ; bar þeim Jónatan þá á milli um verzlan, illyrti Jóhannes þá mjög útlenda og kallaði Dani fanta og alla mangara þeirra; þá kvað Jónatan : pú sem lastar þjóðir í öðrum löndum, en ert ei betri, að eg finn, af þjer þvoðu saurindin. 27 þótti Jóhannes og lítt grandvar; hann var faðir ísleifs hins seka. VII. kap. Af Jónatan. það var eitt sinn, að Jónatan var staddur í brúðkaupi á þingeyrum; þar var og Páll Bjarnason, síðan prestur á Undir- felli (1794-—1838), og Jón Oddsson þingeyradjákn; þar var og Gísli stúdent, sonur Magnúsar sýslumanns, Gíslasonar biskups (síðar prestur að Tjörn i Vatnsnesi 1796—1810, afa- bróðir síra Sæmundur prófasts Jónssonar í Hraungerði); átti hann tönn allhaglega gjörva silfurbúna; sagði Gísli við þá, að kveða skyldi þeir um tönnina, er þeir allir þrír væri skáld. Jónatan kvað þá fyrstur þe3sa vísu: pinn við munn eg minnist greitt, mitt í nunnu safni þjer eg unni af þeli heitt, þú ert sunnu jafni. þá kvað Jón djákn Oddsson: Sú ber Ijóma geddu geims, gleður fróma drengi, fríar dróma angurs eims; eg það róma lengi. þá kvað Páll Bjarnason: 0! hvað þú ert yndislig, orma búin dýnu; líkt óg frúin faðmi mig, fati rúin sínu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.